Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðshreyfing í vanda

Verkalýðshreyfingin er í meiri vanda nú en nokkru sinni fyrr á þessum baráttudegi verkalýðsins. Það þarf því ekki að koma á óvart að hópur félagsmanna sendi forustumönnum ASÍ tóninn.

Verkalýðshreyfingin heldur uppi varðstöðu um hagsmuni fjármagnseigenda.

Verkalýðshreyfingin ver verstu lánakjör sem almenningi er boðið upp á  í Evrópu.

Verkalýðshreyfingin sættir sig við að skattastefna ríkisins leggi þær byrðar á atvinnurekendur m.a. með stórhækkuðu tryggngargjaldi af hverjum starfsmanni að atvinnuleysi eykst.

Verkalýðshreyfingin virðist ekki átta sig á hvar hagsmunir umbjóðendanna liggja og ætlar sér að semja um hækkun í  krónum sem verða teknar af fólkinu  og rúmlega það  með sköttum verðhækkunum og hækkaðri lánskjaravísitölu.

Vekalýðshreyfingin hefur sætt sig við mestu kjararýrnun launafólks hér á landi í Evrópu siðast liðin 3 ár vegna þess að hún telur nauðsynlegt að styðja við bakið á ríkisstjórninni- eða er einhver önnur ástæða?

Verkalýðshreyfingin er föst í hugmyndafræðinni um lífeyrissjóðina sem hefur fært henni og atvinnurekendum völd, en um leið gert verkalýðshreyfinguna að mesta fjármagnseiganda í þjóðféalginu og tannlausu tígrisdýri í kjarabaráttunni.

Verkalýðshreyfingin hefur sætt sig við að bætur geti verið hærri en lægstu launatekjur.

Nú þegar verkalýðshreyfingin þarf að sýnast fyrir fólkinu sínu og segist stefna í verkfall eftir mánuð þá mættu menn þar á bæ og líka hjá Samtökum atvinnulífsins athuga það að þeir eru  málsvarar innan við helming launafólks og minna en helmings atvinnufyrirtækja.

Auk þess mættu þeir hjá ASÍ gera sér grein fyrir að launakjörin sem þeir eru að tala um að ná fram í samningum  hafa þegar verið afgreidd og rúmlega það til launafólks hjá alvöru fyrirtækjum.

Ábyrg og virk verkalýðshreyfing er þjóðfélagslega mikilvæg en hugmyndafræðilega stöðnuð verkalýðshreyfing er skaðleg bæði umbjóðendum sínum og þjóðfélaginu í heild.  

Verkalýðsforingjarnir ættu að huga að raunverulegum langtíma- og skammtímahagsmunum vinnandi fólks þegar froðan sjatnar í kampavínsglösum hátíðardagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ÉEg veit ekki fyrir hverja verkalýðshreyfingin vinnur. Hún semur um lágmarkstaxta sem engum heilvit atvinnurekanda dettur í hug að bjóða starfsfólki sínu nema þrælapískurum og þeim sem misnota erlent vinnuafl.

Verkalýsðhreyfingin virðist helst leggja línurnar fyrir hið opinbera, sem borgar skítlegast af öllum en neyðir opinbera starfsmenn til að stela því sem uppá vantar með sporslum og því sem kallað er óunnin yfirvinna. 

Þetta apparat er vitagagnslaust apparat. Hér hefur það verið samkeppni á vinnumarkaði, sem ræður launum og geri enn, nema fyrir þetta blessaða fólk sem býr við þrælahald. Það dettur engum í hug að hægt sé að lifa með reinsn á töxtum þeirra.

Ríkið stendur gegn þessari hreyfingu í einu og öllu því taxtahækkanir koma helst við kaunin á ríkisjóði. Ríkissjóði sem væri ekkert ef ekki væri fyrir skatttekjur af þeim sem ekkert mark taka á þessum töxtum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 04:16

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er athyglisvert sem þú bendir á Jón Steinar.

Jón Magnússon, 2.5.2011 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 339
  • Sl. sólarhring: 571
  • Sl. viku: 4160
  • Frá upphafi: 2427960

Annað

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 3849
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband