Leita í fréttum mbl.is

Óþolandi árás á heimili ráðherra

Það er óþolandi að ráðherrar á Íslandi geti átt von á því að ráðist sé á heimili þeirra. Í gær var ráðist á heimili Ögmundar Jónassonar og rúður brotnar með grjótkasti. Áður mátti forveri hans Ragna Árnadóttir þola það að hópur fólks úr aðgerðarhópi fyrir frjálst aðgengi útlendinga inn  í landið veittist að heimili hennar.

Maður sem gegndi tímabundið starfi forstöðumanns Útlendingastofnunar þurfti einnig að  þola aðsúg að heimili sínu af sama hópi og réðist gegn heimili Rögnu.

Það er ánægjulegt að lögreglan segist nú ætla að veita ráðherranum vernd og taka upp það nýmæli að rannsaka gaumgæfilega árásir á heimli fólks, grjótkast og skemmdarverk eins og það var orðað í fréttum í dag.

Þannig hefði lögreglan þurft að taka á málum strax og þetta kom upp. 

Já og stjórnmálamennirnir hefðu líka þurft að fordæma árásir, skrílslæti og eignaspjöll strax og styðja við aðgerðir lögreglu gegn óeirðafólki hvar svo sem því datt í hug að láta til sín taka með ósæmilegu og ólöglegu atferli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ísland framtíðarinnar.. hér er traðkað á fólki hægri vinstri; Það getur bara endað með ósköpum.
Aðal"óeirðafólki" er einmitt í alþingishúsinu, í 4flokkum, stjórnsýslu.

Það endar með að einhver fær nóg og kemur og nær í ykkur, þannig er það bara... just wait

P.S. Styð ekki við ofbeldi sjálfur..

doctore (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 12:23

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hvað áttu við að einhver komi og nái í okkur. Hvaða okkur? Er það einhver hópur sem skotleyfi hefur verið gefið á? Svo er helst að skilja á því sem þú skrifar. 

Ég tel að það sé traðkað á þeim sem skulda íbúðarlán. Vísitöluokrið er ósæmilegt og veldur því að skuldugastu fjölskyldur í heimi eru á Íslandi. Meðan fólkið í landinu grípur ekki til aðgerða gegn vísitölu- og vaxtaokrinu þá átta ég mig ekki alveg á hvaða hagsmunir eru mikilvægari.

Jón Magnússon, 10.5.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 736
  • Sl. viku: 4112
  • Frá upphafi: 2427912

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband