Leita í fréttum mbl.is

Furđuleg ákćra

Ákćran á hendur Geirs H. Haarde er ađ jafn fáránleg og til var stofnađ af hálfu Rannsóknarnefndar Alţingis, Atla Gíslasyni og öđrum ákćrendum úr hópi Alţingismanna.  Saksóknari Alţingis ber ţó ábyrgđina á ákćrunni og er ţađ illt veganesti fyrir hana í starfi Ríkissaksóknara.

Miđađ viđ almennu ákćruatriđin hefđi eins mátt ákćra ţáverandi forsćtisráđherra Bretlands og Írlands svo og forseta og fjármálaráđherra Bandaríkjanna. En ţar dettur engum í hug ađ ákćra ţessa menn af ţví ađ ţar gera stjórnmálamenn og lögfrćđingar sér grein fyrir ţví ađ ţessir menn unnu sér ekkert til saka ekki frekar en Geir H. Haarde.

Ég mun á gera ţessum fáránlega málatilbúnađi og ţeirri skömm sem ţessi ákćra er fyrir Rannsóknarnefnd Alţingis, Alţingi, Saksóknara Alţingis og íslenska ţjóđ ítarleg skil á öđrum vettvangi enda brýn ástćđa til ađ ţegja ekki ţegar flokkspólitísku ofbeldi er beitt.

Athyglivert er ađ í ákćrunni eru m.a. ákćruatriđi  vegna mála sem  heyrđu ekki undir forsćtisráđherra heldur ađra ráđherra m.a. viđskiptaráđherra. Ţađ vefst hins vegar  ekki fyrir fólki sem hefur varpađ af sér oki ţröngrar lagahyggju, í samrćmi viđ ábendingar Rannsóknarnefndar Alţingis, ađ gefa út glórulausar ákćrur.

Hefur fólk velt fyrir sér hver er andstađa lagahyggju og til hvers umbođsmađur Alţingis og Páll Hreinsson Hćstaréttardómari hvetja stjónvöld og dómstóla ţegar ţeir amast viđ ţví ađ fariđ skuli ađ lögum viđ úrlausn mála?

Ekki verđur annađ séđ en ákćran á hendur Geir taki miđ af ţví ađ ekki skuli fariđ ađ lagahyggju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ţú segir: "enda brýn ástćđa til ađ ţegja ekki ţegar flokkspólitísku ofbeldi er beitt". Ţetta er ekki í fyrsta og vćntanlega ekki síđasta skipti sem ţessi orđ eru notuđ "flokkspólitískt ofbeldi".

Á dögunum var ég staddur í búningsklefa í Vesturbćjarlaug og á sama tíma var ţađ mađur sem stundađ hefur frćđimennsku á félagsvísindasviđinu og talinn frekar vinstri sinnađur. Viđ rćddum landsdómsmáliđ og hann viđrađi ţá skođun sína ađ fyrrum formađur Samfylkingar hefđi gert meiri háttar mistök í ţví ađ krefjast ţess ađ verđa ekki dregin fyrir Landsdóm, eins og viđmćlandi minn nefndi ţađ.

Ég vildi leggja nokkuđ til málanna og vera hćfilega kurteis og nćstum ţví hlutlaus. Sagđi ađ ţađ vćri verst ađ máliđ virkađi á suma eins og flokkspólitískar ofsóknir. "Virđist vera?!?" sagđi viđmćlandi minn. "Ţetta ERU flokkspólitískar ofsóknir!"

"Má ég hafa ţetta eftir ţér?" spurđi ég. "Já, fyrir alla muni, gerđu ţađ" sagđi vinstri sinnađi félagsvísindamađurinn.

Flosi Kristjánsson, 10.5.2011 kl. 19:45

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ţađ er í ţađ minnsta kosti afar sérkennilegt ađ hinn foringi ríkisstjórnarinnar skyldi ţá ekki einnig vera ákćrđur og jafnvel allir ráđherrar ríkisstjórnar Geirs og ţá ţar á međal Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurđardóttir, Össur Skarphéđinsson og Björgvin Sigurđsson en ţeir ţrír síđasttöldu sitja enn á alţingi og stjórna landinu. Má sćta furđu ađ ţau skulu hafa geđ í sér til ţess međan foringi ţeirra í ríkisstjórninni fyrri sćtir svo harkalegri međferđ m.a. fyrir tillverknađ ţeirra sjálfra. Illt er ađ eiga ţrćl ađ einkavin!

Međan ţessu fer fram gerist ekkert í stóru glćpamálunum ţó ađ upplýst hafi veriđ m.a. ađ stórkostleg markađsmisnotkun hafi veriđ í gangi í Kaupţingi og Glitni nánast alveg frá ţví ađ ríkisbankarnir vor einkavćddir og ađ eđlilegt gengi t.d. Kaupţings rétt fyrir hruniđ hafi átt ađ vera 7 en ekki 700 ađ sögn Vilhjálms Bjarnasonar sem hefur athugasemdalaust lýst ţessari glćpastarfsemi bankanna. Frásögn af ţessu tagi ćtti ađeins ađ geta haft tvćr afleiđingar: Ákćru fyrir rógburđ ef ţessi lýsing á ekki viđ rök ađ styđjast eđa handtöku glćpamannanna og varđhald međan réttađ er yfir ţeim. Ţetta er ađeins eitt af stórum glćpamálum sem blasa viđ öllum. Stóru bófarnir ganga enn sperrtir um hérlendis og erlendis.

Hér virđast menn ćtla ađ láta duga ađ hengja ráđherra fyrir rćningja.

Valdimar H Jóhannesson, 10.5.2011 kl. 23:08

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir Flosi. Ţetta er athyglisvert. Ég held ađ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefđi stćkkađ ef hún hefđi strax tekiđ af skariđ međ ţađ ađ ef Alţingi sći ástćđu til ađ ákćra einhvern ráđherra vegna bankahrunsins ţá vćri rétt ađ láta ţađ taka til allra ráđherra í ţeirri ríkisstjórn. 

Jón Magnússon, 10.5.2011 kl. 23:37

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir ţetta innlegg Valdimar. Ţetta er góđ líking hjá ţér í lokin.

Jón Magnússon, 10.5.2011 kl. 23:38

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heill og sćll Jón,

Ţú sem hrl. hefur líklega oft ţurft ađ klappa á axlir skjólstćđinga og segja; ţessari ákvörđun verđur ekki breytt, m.ö.o.  move on!

Auđvitađ áttu ISG, ÁM og BG  ađ bera ţennan kaleik međ "yfirmanni" sínum.  Eins og í mörgum skađabótamálum ţá ţarf viđkomandi axlberi ábyrgđar, ekki beinlínis ađ hafa keyrt viđstöđulaust á vegginn sjálfur, heldur var bíllinn gallađur og svikist var um eftirlit.  Kallast "strict liability" hérna megin, ţú ţekkir líklega íslenska orđiđ betur.

Samanburđur viđ Breta og Bandaríkjamenn er kannski ekki alveg á pari, hagkerfiđ  hrundi ekki  međ manni og mús eins og á Íslandi, auk ţess er gjaldmiđillinn ţeirra gjaldgengur víđa, ţó ţeir prenti hann sjálfur, loks eru ţeir ađeins fleiri.

Kveđja

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.5.2011 kl. 05:58

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ţakka ţér fyrir Jenný ţetta innlegg. Skođađ í baksýnisspeglinum ţá sjá menn nú mörg merki um ţađ sem betur hefđi mátt fara. En svo merkilega vildi til ađ nánast engin af öllum sérfrćđingunum í hagspeki eđa fjármálastjórn varađi viđ.  Nú liggur fyrir miđađ viđ fréttir ađ eigiđ fé Kaupţings og Glitnis var hćkkađ međ gríđarlegum gervikaupum og viđskiptafléttum.  Ekki vissu stjórnmálamennirnir um ţađ eđa geta boriđ ábyrgđ á ţví. Í stjórnkerfinu áriđ 2008 var stöđugt veriđ ađ vinna međ rangar tölur vegna falsana frá fjármálastofnunum.

Samanburđur viđ Breta og Bandaríkjamenn og Íra er eđlilegur vegna ţess ađ ţađ sama gerđist. Munurinn var sá ađ bankarnir hér voru hlutfallslega miklu stćrri en hjá ţeim. Munurinn er líka sá ađ viđ tókum ekki ábyrgđ á bankaskuldunum eins og ţeir gerđu og komum á endanum miklu betur út úr bankahruninu.  Gjaldmiđillinn er síđan sérstakt mál og flotkerfiđ gat ekki annađ en endađ međ skelfingu eins og ég raunar hélt ítrekađ fram frá árinu 2003 og til ţess dags ađ skelfingin dundi yfir okkur.  En um ţetta má skrifa margar bćkur.

Jón Magnússon, 11.5.2011 kl. 09:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annađ

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband