Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg ákæra

Ákæran á hendur Geirs H. Haarde er að jafn fáránleg og til var stofnað af hálfu Rannsóknarnefndar Alþingis, Atla Gíslasyni og öðrum ákærendum úr hópi Alþingismanna.  Saksóknari Alþingis ber þó ábyrgðina á ákærunni og er það illt veganesti fyrir hana í starfi Ríkissaksóknara.

Miðað við almennu ákæruatriðin hefði eins mátt ákæra þáverandi forsætisráðherra Bretlands og Írlands svo og forseta og fjármálaráðherra Bandaríkjanna. En þar dettur engum í hug að ákæra þessa menn af því að þar gera stjórnmálamenn og lögfræðingar sér grein fyrir því að þessir menn unnu sér ekkert til saka ekki frekar en Geir H. Haarde.

Ég mun á gera þessum fáránlega málatilbúnaði og þeirri skömm sem þessi ákæra er fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis, Alþingi, Saksóknara Alþingis og íslenska þjóð ítarleg skil á öðrum vettvangi enda brýn ástæða til að þegja ekki þegar flokkspólitísku ofbeldi er beitt.

Athyglivert er að í ákærunni eru m.a. ákæruatriði  vegna mála sem  heyrðu ekki undir forsætisráðherra heldur aðra ráðherra m.a. viðskiptaráðherra. Það vefst hins vegar  ekki fyrir fólki sem hefur varpað af sér oki þröngrar lagahyggju, í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis, að gefa út glórulausar ákærur.

Hefur fólk velt fyrir sér hver er andstaða lagahyggju og til hvers umboðsmaður Alþingis og Páll Hreinsson Hæstaréttardómari hvetja stjónvöld og dómstóla þegar þeir amast við því að farið skuli að lögum við úrlausn mála?

Ekki verður annað séð en ákæran á hendur Geir taki mið af því að ekki skuli farið að lagahyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þú segir: "enda brýn ástæða til að þegja ekki þegar flokkspólitísku ofbeldi er beitt". Þetta er ekki í fyrsta og væntanlega ekki síðasta skipti sem þessi orð eru notuð "flokkspólitískt ofbeldi".

Á dögunum var ég staddur í búningsklefa í Vesturbæjarlaug og á sama tíma var það maður sem stundað hefur fræðimennsku á félagsvísindasviðinu og talinn frekar vinstri sinnaður. Við ræddum landsdómsmálið og hann viðraði þá skoðun sína að fyrrum formaður Samfylkingar hefði gert meiri háttar mistök í því að krefjast þess að verða ekki dregin fyrir Landsdóm, eins og viðmælandi minn nefndi það.

Ég vildi leggja nokkuð til málanna og vera hæfilega kurteis og næstum því hlutlaus. Sagði að það væri verst að málið virkaði á suma eins og flokkspólitískar ofsóknir. "Virðist vera?!?" sagði viðmælandi minn. "Þetta ERU flokkspólitískar ofsóknir!"

"Má ég hafa þetta eftir þér?" spurði ég. "Já, fyrir alla muni, gerðu það" sagði vinstri sinnaði félagsvísindamaðurinn.

Flosi Kristjánsson, 10.5.2011 kl. 19:45

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Það er í það minnsta kosti afar sérkennilegt að hinn foringi ríkisstjórnarinnar skyldi þá ekki einnig vera ákærður og jafnvel allir ráðherrar ríkisstjórnar Geirs og þá þar á meðal Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Björgvin Sigurðsson en þeir þrír síðasttöldu sitja enn á alþingi og stjórna landinu. Má sæta furðu að þau skulu hafa geð í sér til þess meðan foringi þeirra í ríkisstjórninni fyrri sætir svo harkalegri meðferð m.a. fyrir tillverknað þeirra sjálfra. Illt er að eiga þræl að einkavin!

Meðan þessu fer fram gerist ekkert í stóru glæpamálunum þó að upplýst hafi verið m.a. að stórkostleg markaðsmisnotkun hafi verið í gangi í Kaupþingi og Glitni nánast alveg frá því að ríkisbankarnir vor einkavæddir og að eðlilegt gengi t.d. Kaupþings rétt fyrir hrunið hafi átt að vera 7 en ekki 700 að sögn Vilhjálms Bjarnasonar sem hefur athugasemdalaust lýst þessari glæpastarfsemi bankanna. Frásögn af þessu tagi ætti aðeins að geta haft tvær afleiðingar: Ákæru fyrir rógburð ef þessi lýsing á ekki við rök að styðjast eða handtöku glæpamannanna og varðhald meðan réttað er yfir þeim. Þetta er aðeins eitt af stórum glæpamálum sem blasa við öllum. Stóru bófarnir ganga enn sperrtir um hérlendis og erlendis.

Hér virðast menn ætla að láta duga að hengja ráðherra fyrir ræningja.

Valdimar H Jóhannesson, 10.5.2011 kl. 23:08

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Flosi. Þetta er athyglisvert. Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði stækkað ef hún hefði strax tekið af skarið með það að ef Alþingi sæi ástæðu til að ákæra einhvern ráðherra vegna bankahrunsins þá væri rétt að láta það taka til allra ráðherra í þeirri ríkisstjórn. 

Jón Magnússon, 10.5.2011 kl. 23:37

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Valdimar. Þetta er góð líking hjá þér í lokin.

Jón Magnússon, 10.5.2011 kl. 23:38

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heill og sæll Jón,

Þú sem hrl. hefur líklega oft þurft að klappa á axlir skjólstæðinga og segja; þessari ákvörðun verður ekki breytt, m.ö.o.  move on!

Auðvitað áttu ISG, ÁM og BG  að bera þennan kaleik með "yfirmanni" sínum.  Eins og í mörgum skaðabótamálum þá þarf viðkomandi axlberi ábyrgðar, ekki beinlínis að hafa keyrt viðstöðulaust á vegginn sjálfur, heldur var bíllinn gallaður og svikist var um eftirlit.  Kallast "strict liability" hérna megin, þú þekkir líklega íslenska orðið betur.

Samanburður við Breta og Bandaríkjamenn er kannski ekki alveg á pari, hagkerfið  hrundi ekki  með manni og mús eins og á Íslandi, auk þess er gjaldmiðillinn þeirra gjaldgengur víða, þó þeir prenti hann sjálfur, loks eru þeir aðeins fleiri.

Kveðja

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.5.2011 kl. 05:58

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jenný þetta innlegg. Skoðað í baksýnisspeglinum þá sjá menn nú mörg merki um það sem betur hefði mátt fara. En svo merkilega vildi til að nánast engin af öllum sérfræðingunum í hagspeki eða fjármálastjórn varaði við.  Nú liggur fyrir miðað við fréttir að eigið fé Kaupþings og Glitnis var hækkað með gríðarlegum gervikaupum og viðskiptafléttum.  Ekki vissu stjórnmálamennirnir um það eða geta borið ábyrgð á því. Í stjórnkerfinu árið 2008 var stöðugt verið að vinna með rangar tölur vegna falsana frá fjármálastofnunum.

Samanburður við Breta og Bandaríkjamenn og Íra er eðlilegur vegna þess að það sama gerðist. Munurinn var sá að bankarnir hér voru hlutfallslega miklu stærri en hjá þeim. Munurinn er líka sá að við tókum ekki ábyrgð á bankaskuldunum eins og þeir gerðu og komum á endanum miklu betur út úr bankahruninu.  Gjaldmiðillinn er síðan sérstakt mál og flotkerfið gat ekki annað en endað með skelfingu eins og ég raunar hélt ítrekað fram frá árinu 2003 og til þess dags að skelfingin dundi yfir okkur.  En um þetta má skrifa margar bækur.

Jón Magnússon, 11.5.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1698
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1592
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband