Leita í fréttum mbl.is

Út úr Afghanistan

David Cameron hefur kynnt þá skoðun sína að Bretar eigi að hefja heimflutning herliðs síns úr Afghanistan sem fyrst.  Þrátt fyrir það að forsætisráðherrann vilji kveðja herinn heim þá eru nokkur ljón á veginum.  Foringjar hersins eru ekki á sama máli og forsætisráðherrann.

Nú er spurningin hvað verður ofan á og hver ræður.  Talið er líklegt að heimkvaðning breska hersins byrji í sumar á sama tíma og Bandaríkin fækka í herliði sínu. En þar eru líka hershöfðingjar sem segja eins og þeir bresku að nú sé þetta alveg að koma og ekki megi fækka hermönnum.

Skrýtið hvað fólk lærir lítið af sögunni. Bretar þurftu ítrekað að fara frá Afghanistan iðulega eftir mikið mannfall án nokkurs árangurs. Rússar þurftu að fara frá Afghanistan eftir mikið mannfall án nokkurs árangurs. 

Herlið Bandaríkjanna og Breta er búið að vera í Afghanistan frá 2001 eða í tíu ár og gríðalegum peningum hefur verið varið til landsins og mikið lent í höndum spilltra stjórnvalda í landinu.  Samt sem áður sést engin árangur. En hershöfðingjarnir segja að þetta sé alveg að koma. 

Þeim mun fyrr sem Bandaríkin, Breta og aðrar NATO þjóðir kalla herlið sitt heim frá Afghanistan þá vinnst það að ungu fólki frá Vesturlöndum verður ekki lengur fórnað á blóðvöllum í Afghanistan í tilgangslausum hernaði sem er án markmiðs, takmarks eða tilgangs. Hætt verður að henda peningum í milljarðavís í tilgangslausan hernað.

Vonandi hefur David Cameron betur í viðureign sinni við bresku hershöfðingjanna og nær því að kveðja herinn heim fyrir 2014 eins og hann hefur boðað og  vonandi  sér Barack Obama að blóðfórnirnar og peningaausturinn er tilgangslaus í Afghanistan.  Bandaríkin ættu að hafa Víetnam til varnaðar.

En því miður lærir fólk lítið af sögunni og dregur ekki réttar ályktanir af þeim staðreyndum sem ættu að blasa við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Jóni! "NATO is in Afghanistan at the express wish of the democratically elected government of Afghanistan and is widely supported by the Afghan population... to assist in maintaining security in Kabul and its surrounding areas..." stendur á vef NATO. Þessi víðtæki stuðningur þjóðarinnar er ekki alltaf augljós, og lýðræðið í landinu verður seint mikilvæg útflutningsvara. Það er sömuleiðis dapurlegt, að Mohammed Omar er álitinn stjórna andspyrnu gegn NATO frá Pakistan, jafnvel sjálfri höfuðborginni, án þess neinn hreyfi fingri við honum, og í 10 af 34 héruðum í Afganistan blómstrar ópíumframleiðsla enn (þetta síðasta tvennt má að minnsta kosti lesa í ensku Wikipediu). Ef þjóðin gæti verið til friðs, eru annars nægar náttúruauðlindir sagðar vera í landinu, og síðustu ár hefur efnahagsaðstoð við það verið býsna mikil.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 13:06

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sigurður. Opíumframleiðslan er raunar meiri nú en oftast áður og peningarnir sem hafa runnið frá Vesturlöndum til Afghanistan eru gríðarlegir. En það dugar ekki til þegar stjórnvöld eru gerspillt og þjóðfélagið lítur lögmálum sem hernámsliðið og forustumenn þess skilja ekki.

Jón Magnússon, 12.5.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 693
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband