Leita í fréttum mbl.is

Hin eini þóknanlegi sannleikur

Meðan þursaveldið Sovétríkin var og hét, var haldið úti tveim opinberum dagblöðum, sem sögðu frá því sem æðsta stjórn Kommúnistaflokksins vildi að fólkið fengið að vita, til að skoðanir þess væru mótaðar í samræmi við hinn eina þóknanlega sannleika. Blæbrigðamunur var á því hvernig blöðin Isvestia og Pravda hin opinberu málgögn sögðu frá málum, en allt féll það í einn farveg að lokum sem sýndi fram á mikilleik og stjórnvisku leiðtogana.

Í gær kom fram birtingarmynd af þessari sovésku fréttamennsku þegar Isvestia Íslands, Stöð 2 talaði við Steingrím J. vegna þess sem sýnt hefur verið fram á að hann afhenti erlendum vogunarsjóðum  kröfur á íslensk fyrirtæki og heimili án fyrirvara þó að kröfurnar hefðu áður verið afskrifaðar að verulegu leyti.

Fréttamaður Isvestia, Stöð 2 spurði Steingrím og hann sagði að allir þeir sem héldu því fram að hann hefði afhent kröfurnar með þeim hætti sem m.a. Ólafur Arnarson og Lilja Mósesdóttir halda fram væru að fara með rugl og fleipur.  Þar með var stóri sannleikur kominn. Foringi flokksins var ekki spurður frekar og fréttamanninum fannst ekki ástæða til að tala við þessa meintu rugludalla Ólaf og Lilju. Hinn eini þóknanlegi sannleikur var kominn fram. Fréttastofan hafði gengt hlutverki sínu til að sýna fram á mikilleik stjórnvalda.

Fréttastofa ríkissjónvarpsins sem er eins og Pravda í gamla Sovét hefur ekki látið neitt frá sér heyra um málið. Alveg eins og það hafi alveg farið framhjá fréttamönnum á þeim miðli. Ef til vill er það vegna þess að þeir eru þó það vandir að virðingu sinni að þeir vilja ekki tala um það sem þeir vita að er ekki hægt að verja hjá ríkisstjórninni. Samt skal það sagt með fyrirvara og skoða hvað gerist á næstunni hvort fréttastofan þegir um málið eða segir frá því með eðlilegum hætti sem fréttastofa eða fer í sama stíl og Pravda forðum.

Í dag var Ólafur Arnarson í Silfri Egils og gerði rækilega og skilmerkilega grein fyrir hvað hér er um að ræða og hvernig íslensk stjórnvöld með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar brugðust íslenskum hagsmunum í febrúar 2009.  Athyglivert var að hlusta á viðmælendur hans í kjölfar umfjöllunar Ólafs. Róbert Marshall talaði um að gera yrði eitthvað í skuldamálum fyrir næstu kosningar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins talaði í framhaldinu um skuldastöðu fyrirtækis sem missti yfirdráttinn.

Ef til vill er ekki von á því að fjölmiðlafólk átti sig á grundvallaratriðum þegar forustufólk á Alþingi sýnir jafn næman skilning og raun bar vitni í þessum Silfurþætti  á aðalatriðum og aukaatriðum. Stöð 2 og fréttastofa Rúv munu því áfram komast upp með fréttamennsku í samræmi við hin þóknanlega sannleika, jafn lengi og engin vitræn viðspyrna er gegn því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Ég hef ekki verið hrifinn af Ólafi Arnarsyni sérstaklega eftir útkomu bókar hans um bankahrunið á Íslandi,en kanski var honum vorkun hann hafi ekki hugmynd um að bönkunum hafði verið rænt innan frá.En nú er ég sammála honum hvernig stjórvöld brugðust  íslenskum hagsmunum í febrúar 2009

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 22.5.2011 kl. 17:47

2 identicon

Ég get ekki sagt að ég hafi verið sérlega sáttur við Egil Helga, þann prýðis fjölmiðlamann, í þættinum í dag þegar hann ýjaði að því að rökin gegn skuldaleiðréttingu hefði verið þau, að það væri of kostnaðarsamt. Eðli málsins samkvæmt svaraði Ólafur Arnars því til að það væri blekking.

En það getur andsk.. hafi það ekki verið, að það þurfi að skýra það út fyrir fólki, tala nú ekki um fjölmiðlamanni eins og Agi Helga, eftir linnulaust rifrildi um þetta mál undanfarna 30 mánuði, hvað þessi skýrsla er að segja. Hún er að segja að það var möguleiki á skuldaleiðréttingu hjá lántakendum bankanna eftir hrun, ríkinu að kostnaðarlausu, eins og fjölmargir aðilar héldu fram. Það er núna komið í ljós að allar fullyrðingar um að það væri ekki hægt voru byggðar á útúrsnúningum og blekkingum.

Þess í stað valdi stjórnin að gera sér mat úr erfiðri stöðu lántakenda og koma skuldaafslættinum í verð í samningaviðræðum m.a. við Icesave kröfuhafana. Niðurstaðan fyrir lántakendur er hins vegar sú að þúsundir þeirra fara í þrot vegna þess að þeir geta ekki varið sig fyrir kröfum t.d. ríkisbankans. 

Þessi skýrsla og þetta mál er sennilega stærsta hagsmunamál einstaklinga og fyrirtækja í þessu landi um áratuga skeið og það er einfaldlega ekki boðlegt, að í allri þeirri þöggun og í þeim vef blekkinga sem stjórnvöld hafa spunnið í kringum þetta mál, að þingmenn eins og Ragnheiður Elín skuli vaða tóman reyk þegar málið fæst loksins rætt í nokkrar mínútur á RÚV.

Róbert Marshall veit hins vegar nákvæmlega um hvað þetta mál snýst og allar tilraunir hans til þess að lýsa yfir einhverri undrun yfir málflutningi Ólafs Arnars segir okkur sem þetta mál þekkja, fyrst og fremst hvers konar mann Róbert Marshall hefur að geyma.

Seiken (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 20:27

3 identicon

Um daginn kallaðir þú þessa gjörð þeirra Steingríms og Jóhönnu (og þeirra fylgifiska á Alþingi) í febrúar 2009 glópsku. Vonandi er það rétt, fremur en maður þurfi að fá það í andlitið síðar að þau hafi bara sisvona ákveðið að fórna þjóð sinni á altari heimskapítalsins, en fyrir hvað?

Hvar eru þingmenn stjórnarandstöðunnar nú? Hvers vegna ræða þeir þetta ekki. Ég hef ekki séð aðra en Guðlaug Þór og Lilju Mósesdóttur veita þessu athygli. Eru þingmenn sjálfstæðisflokksins virkilega svo heillum hornir að þeim finnist þetta vera í lagi? Eða skilja þeir þetta jafn vel og sjónvarpsmennirnir?

 Geir Haarde kom málum þannig fyrir að heimilin í landinu og fyrirtækin gætu lifað af bankahrunið og hagkerfið mallað bærilega í framhaldinu. Í einhverju glópskukasti snúa Jóhanna og Steingrímur því við, fórma heimilunum, frysta hagkerfið og draga svo Geir fyrir landsdóm!!

Stundum er talað um glópalán. Við búum hins vegar við glópaböl!

Þórhallur Jósepsson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Guðmundur. Ég var ekki hrifin af bókinni hans "Sofandi að feigðarósi" af mörgum ástæðum. Ólafur hefur þó í þessu máli og svo mörgum öðrum verið mjög góður og glöggur og hann á þakkir skildar fyrir það.

Jón Magnússon, 22.5.2011 kl. 23:04

5 Smámynd: Jón Magnússon

Seiken þetta er allt saman satt og rétt hjá þér þó þannig að ég hef mikið álit á Róbert Marshall og finnst því miður að hann skuli taka að sér það sem ekki er hægt að gera. Að verja óafsakanleg embættisglöp þeirra Steingríms J. og Jóhönnu.  Róbert á að koma sér frá málinu og láta Jóhönnu vita að það sé ekki hægt að verja þessa gjörð hennar og þau verði bæði að taka afleiðingum gerða sinna og fara. Þá verður virkilegur mannsbragur af Róbert.

Jón Magnússon, 22.5.2011 kl. 23:08

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er því miður allt saman rétt hjá þér Þórhallur.  Þetta er fyrsta hrapalega afleiðing búsáhaldabyltingarinnar og hún kostar mikið og alveg ljóst að það fólk sem mótmælti og kom þessum glópum til valda vildi ekki að þau byrjuðu á því að brjóta fjöregg efnahagslífsins strax í fyrsta mánuðinum sem þau voru við völd, en þannig var það

Ég ætla þeim Jóhönnu og Steingrími ekki illt og þess vegna kalla ég þau glópa. En fjölmiðlafólkið á að kynna sér málið og fjalla um það með vönduðum hætti annað er ekki boðlegt.

Ég satt að segja veit ekki hvað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er að hugsa sérstaklega af því að þetta mál er búið að vera í umræðunni í viku. Guðlaugur þór hefur tekið það upp en ég skil ekki af hverju allir stjórnarandstöðuþingmennirnir sem og heiðarlegt fólk úr VG og Samfylkingu sameinast ekki um að krefjast afsagnar þessara glópa. Ég skil það bara alls ekki ég verð að viðurkenna það.

Hvað hefðu nú fjölmiðlamennirnir sagt hefðu Geir, Davíð, Árni Matt og Jónas Friðrik staðið fyrir þessu. 

Hætt er við að þá hefði Egill Helgason helgað þeim heilan þátt og Kastljós hefði verið undirlagt í hálfan mánuð fyrir málið. En nú heyrist ekkert í Kastljósi og fréttastofa RÚV virðist ekkert vita af málinu. Skrýtið eða hvað?

Annars gott að heyra frá þér Þórhallur. Það er ljóst að þú passaðir ekki inn í pólitíska rétthugsun fréttastofunnar og þurftir að gjalda fyrir það.

Jón Magnússon, 22.5.2011 kl. 23:17

7 identicon

Afbragðshugleiðing.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 05:00

8 Smámynd: Óli Jón

Jón: Þetta er nú frekar nöturleg ádrepa hjá þér þegar þú stundar sjálfur álíka vinnubrögð og þú gagnrýnir með því að ritskoða grimmt skoðanaskipti á blogginu þínu.

Það er því holur hljómur í þessari tunnu!

Óli Jón, 23.5.2011 kl. 09:43

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Hákon

Jón Magnússon, 23.5.2011 kl. 10:54

10 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki hvað þú ert að tala um Óli Jón. Ég hleypi að öllum sjónarmiðum og skoðunum sem koma fram í athugasemdum varðandi mínar færslur sem eru varðandi það sem verið er að skrifa um, en hafna dónaskap og níði um fólk eða málefni.  Þá hafna ég athugasemdum sem settar eru ítrekað inn lítið breyttar að öðru leyti fá allir að tjá sig á minni síðu.  Þetta kallast ekki ritskoðun Óli Jón heldur að standa vörð um almennt velsæmi.  Ég hef hins vegar velt fyrir mér að vera strangari og hleypa ekki að athugasemdum sem varða ekki beinlinis þá færslu sem um ræðir eins og t.d. tunnufærslan þín. 

Jón Magnússon, 23.5.2011 kl. 10:59

11 identicon

 Ég fagna því auðvitað Jón ef þú telur ástæðu til þess að ætla að Róbert gæti haft annan og betri mann að geyma en ég ályktað miðað við frammistöðu hans í þessu máli. Þá skal ég glaður éta ofan í mig allt sem ég kann að hafa haldið fram um hann í þessum efnum.

 

Annars var SJS á Bylgjunni í morgun og sem von er þá barst skýrslan um endurreisn bankana í tal. SJS telur að auðvelt sé, en ástæðulaust, að gera þessa hluti tortryggilega. Ég geri ekki ráð fyrir að ég sé einn um það, að draga það í efa að fólkið, sem var á þessum sama tíma að semja yfir okkur Icesave skuld upp á 300-507 milljarða í erlendri mynt, hafi verið réttu aðilarnir til þess að semja á bak við luktar dyr um þetta risastóra hagsmunamál sem uppgjör skuldanna er.

 

Það kom jú í ljós þegar búið var að margþvinga SJS til þess að grípa til varna fyrir þjóðina, að hægt var að ná mun hagstæðari samningum um Icesave uppgjörið, en hann reyndi að læða framhjá þingi og þjóð í skjóli nætur 2009.

 

En það er auðvitað til leið til þess að losna við alla tortryggni í garð stjórnvalda í þessu máli og hún er að ríkisstjórnin/stjórnsýslan/bankarnir geri opinbera alla þá samninga sem búið er að skrifað upp á í þessu samhengi. Og þá meina ég ALLA samninga en ekki útþynnt efni handvalið af SJS sjálfum. Ef SJS hefur gætt hagsmuna okkar í hvívetna þá geri ég ekki ráð fyrir að þetta ætti að vefjast fyrir honum.

 

Og undir þetta heyrir að stjórnvöld geri grein fyrir því hvaða erlendu eignir sem NBI á að hafa tekið yfir, réttlættu að gefið væri út 247 milljarða króna skuldabréf í ERLENDRI MYNT fyrir hönd bankans og lagt inn í þrotabúið. Það segir sig sjálft að gengistryggð lán í íslenskum krónum, hvort sem gengistrygging er lögleg eða ekki, eru lán sem greitt er af í íslenskum krónum og teljast því ekki til erlendra eigna.

 

En þangað til það gerist þá verður það ekki túlkað sem annað en gróf aðför að efnahag heimila og fyrirtækja í þessu landi, að þessi maður skuli hafa vísvitandi og skipulega haldið lántakendum, frá upplýsingum og aðkomu að þessu samningaferli. Ég minni á að ríkið átti aldrei þessi lán en hefur komið markvisst í veg fyrir að þeir sem þau skulduðu, gætu náð ásættanlegri niðurstöðu við uppgjör þeirra.

Seiken (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 13:18

12 Smámynd: Jón Magnússon

Lengi skal manninn reyna Seiken

Jón Magnússon, 23.5.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband