Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur sigar varðhundinum á flokkssystur sína

Steingrímur J. Sigfússon á í vök að verjast eftir að upplýst hefur verið að hann seldi íslensk heimili og fyrirtæki í skuldaánauð erlendra vogunarsjóða. Sem lið í ómálefnalegri málsvörn sinni hefur hann sigað varðhundinum sínum Birni Val Gíslasyni á þá sem hafa gagnrýnt þessa embættisfærslu fjármálaráðherra.

Málsvörn varðhundsins felst í því að reyna að gera lítið úr þeim sem hafa bent á þessi nánast glæpsamlegu mistök Steingríms J. Sigfússonar. Þannig vegur Björn valur í færsu á netsíðu sinni m.a. að Lilju Mósesdóttur flokkssystur sinnar, en lætur ekki nægja að vega að henni sem stjórnmálamanni heldur líka að henni sem fræðimanni.

Steingrímur og nánustu samstarfsmenn hans vita að það er ekki er hægt að afsaka framsal Steingríms á skuldakröfum heimilanna til erlendra vogunarsjóða og grípa því til þeirra "málefnalegu" vinnubragða að reyna að gera lítið úr öllum sem gagnrýna.

Hvernig skyldi standa á því að varðhundurinn Björn Valur skuli ekki víkja einu orði að því að aðgerð Steingríms J. með skuldaframsalinu til vogunarsjóðanna hafi verið rétt og skynsamleg? Segir það ekki mikla sögu?

Athyglivert að þessi atlaga Björns Vals að Lilju Mósesdóttur kemur fram á sama degi og flokksstjórnarfundur VG álytkaði að öll VG dýrin ættu að vera vinir og vinna saman. Björn telur greinilega enga ástæðu til að taka þessa ályktun alvarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur ertu, nafni.

Ósvífni Steingríms var makalaus, að fullyrða á þessum flokksráðsfundi: "Það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki." Morgunblaðið á leiðara um þetta í dag, Venjulega fólkið nefnist hann, og þar segir m.a.:

"Þessi ummæli fjármálaráðherra lýsa ótrúlegu viðhorfi til ástandsins í þjóðfélaginu og til landsmanna. Auðvitað er staðreyndin sú að langflestir landsmenn hafa orðið fyrir miklum búsifjum í kjölfar gjaldþrots bankanna ..."

Ennfremur: "Fólkið sem hefur lent í því að sparnaður þess, hvort sem er lífeyrissparnaður, hlutabréfasjóðir eða annað, hefur tapast er að sjálfsögðu ?venjulegt fólk?. Eignabruninn fór ekkert framhjá því og það á ekki digra sjóði sem komið var í skjól skömmu fyrir hrun. Það tók á sig skellinn. -- Staða þess er svo enn verri vegna þess að það hefur fengið á sig annan skell vegna ítrekaðra rangra ákvarðana núverandi ríkisstjórnar."

Og svo eru það vitaskuld allir þeir, sem hafa fengið á sig gífurlega skuldaaukningu vegna gjaldeyris- og verðtryggðra lána og ýmsir misst húsnæði sitt eða í örvæntingarfullri baráttu við að halda því með gríðarlegri greiðslubyrði -- einnig þetta er "venjulegt fólk", Steingrímur Joð!

Aftur að leiðaranum: "Þegar forysta ríkisstjórnarinnar er þeirrar skoðunar að það sé óvenjulegt fólk sem fór illa út úr gjaldþroti bankanna þá setur það allar aðgerðir hennar í nýtt samhengi. Um leið blasir við að ríkisstjórnin lifir í allt öðrum veruleika en annað fólk og skilur ekki það sem almenningur glímir við. Þessa veruleikafirringu má líka lesa út úr ályktun flokksráðsfundar Vinstri grænna, þar sem þeirri skoðun er lýst að staðan í efnahagsmálum hér á landi sé betri en búist hafi verið við fyrir tveimur árum.

Almenningur á Íslandi þarf sárlega á breyttri stjórnarstefnu að halda. Þetta hefur sjaldan verið jafn augljóst og nú, eftir að formaður Vinstri grænna hefur viðrað viðhorf sín til venjulegs fólks." (Tilvitnun lýkur.)

Haltu áfram að reyna að leiða þá blindu, nafni, eða það sem betra er: að stuðla að því, að þeir fái hvíld í stjórnarandstöðu.

Jón Valur Jensson, 23.5.2011 kl. 15:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eftir öllu að senda sjómann að norðan til að hrekja fullyrðingar hagfræðingsins með fúkyrðum og rökleysu.

Hvort skyldi þetta vera af kærleik eða ást? Þau tóku hvort tveggja fram í þessari makalausu ályktun eins og það væri einhver munur á þessu tvennu. Engu líkara að þetta væri skrifað af kerlinum i hvítvínsrússi.  En Björn valur hefur væntanlega kvittað undir verandi þessi mjúki maður.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 15:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birni finnst þetta greinilega afskaplega mikið gamanmál samkvæmt skrifum hans. Hann reynir ekki að réttlæta gjörninginn með rökum, enda tæplega hægt, en flírast og skensast eins og smápíka með non sequitur og stámönnum.  Honum liggur þetta greinilega í léttu rúmi og hrokinn er yfirgengilegur.

Hann er gersamlega óhæfur og óréttlætanlegur á þingi.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 16:40

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón Valur. En ég skil ekki alveg hvað þú átt við með þeim blindu, en ég reyni það sem ég get til að vitræn ríkisstjórn taki við af þessari.

Jón Magnússon, 23.5.2011 kl. 22:53

5 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst nafni að það megi allir óháð starfsstétt gera athugasemdir við viðhorf hagfræðinga, lögfræðinga og annarra fræðinga. Ég tek hins vegar undir með þér að öðru leyti.

Jón Magnússon, 23.5.2011 kl. 22:55

6 identicon

Er orð og gjörðir SJS ekki verkefni fyrir Landsdóm?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 23:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld átti ég við blindingjann Steingrím J. og þá sem elta hann í blindni. Þar leiðir blindur blindan, og afleiðingin er klárlega chaos.

Jón Valur Jensson, 24.5.2011 kl. 00:21

8 identicon

Bolabíturinn Björn Valur glefsar þegar honum er sagt að gera það. Held þó að Lilja sé of greind kona til að láta slíka froðusnakka hafa áhrif á sig. VG undir stjórn þessara "heiðursmanna" beitir fölsunum, lygum og hræðsluáróðri já jafnvel persónuníði til að leiða athyglina frá stjórnunarmistökum sínum. Það er merkilegt að þjóð og þing skuli ekki standa upp og heimta rannsókn á hundraða milljarða millifærslu björgunarfjár heimila og fyrirtækja yfir til erledra vogunarsjóða sem þessir hæfileikalausu búskussar hafa fært þeim á silfurfati. Hætt er við að hinn vafasami saksóknari þingsins lendi í alvarlegu sálarstríði,

þurfi hún að taka afstöðu til sakar í því máli.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 07:00

9 Smámynd: Jón Magnússon

Jú það held ég Sigrún.

Jón Magnússon, 24.5.2011 kl. 09:25

10 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Jón Valur.

Jón Magnússon, 24.5.2011 kl. 09:25

11 Smámynd: Jón Magnússon

Það finnst mér líka Sveinn mér finnst það merkilegt að þjóð og þing skuli ekki heimta rannsókn og vonandi drukknar sú krafa ekki í öskuskýinu frá Grímsvatnagosinu þannig að Grímur fái að finna til þess tevatns sem hann á skilið og hefur unnið til.

Jón Magnússon, 24.5.2011 kl. 09:27

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sök sér ef að leikmaður á borð við Björn hefði eitthvað málenfnalegt við ábendingar Lilju að segja. Því er hann hinsvegar órafjarri.

Annars varðandi hugmyndir um að draga Steingrím og Jóhönnu fyrir landsdóm, þá er það ekki sett fram af neinni léttúð. Þessi gjörningur þeirra með að  semja við erlenda banka framhjá þingi og þjóð í fullri leynd, varðar 100% við landráða kafla íslenskra laga.  

Það væri því gustuk fyrir þig nafni að undirbúa stefnu á þau á þeim grunni. Það verður að koma böndum á þetta fólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 10:27

13 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það er alveg rétt nafni þetta er ekki sett fram af neinni léttúð. Hitt er annað að það er eðlilegra að láta ópólitískari mann en mig útbúa ákærurnar.  Þakka þér samt traustið.

Jón Magnússon, 24.5.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2427919

Annað

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband