Leita í fréttum mbl.is

Þessi manneskja

Þráinn Bertelsson Vinstri Grænn er þekktur af öðru en því að sýna konum virðingu.

Stutt er síðan hann kallaði nokkrar þingkonur  fasistabeljur og íhaldsbullur og brigslaði þeim um ómálefnaleg vinnubrögð.  Gamlir félagar Þráins héldu að þar væri gamli Komminn og fótaveiki Bóheminn kominn í gamla stuðið, eins og hann var á tímum kalda stríðsins.

Í dag minnir Ingibjörg Sólrun Gísladóttir utanríkisráðherra á loforð ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.  Þá bregst Þráinn svo við að vísa til fyrrverandi þingmanns, ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, sem "þessarar manneskju" og fárast yfir því að hún skuli yfir höfuð vilja eitthvað upp á dekk. Raunar orðar Þráinn það með þeim hætti að hann sakfellir Ingibjörgu og sakar utanríkisráðherra um það að hafa bjargað henni frá Landsdómi. 

Með öðrum orðum þá virðist  þingmaðurinn sem tryggir ríkisstjórninni meiri hluta á Alþingi telja að svipta eigi Ingibjörgu Sólrúnu málfrelsi og skoðanafrelsi auk þess sem hana hafi átt að ákæra af Alþingi og Landsdómur að dæma hana seka. Ekki í fyrsta sinn sem menn, sem mótaðir eru úr þessum hugmyndafræðilega leir, telja rétt að þeir fari með löggjafarvald, ákæruvald og dómsvald yfir þeim sem þeir telja ekki þóknanlega.

Það hlítur að vera gott að búa á kærleiksheimili stjórnarflokkana þar sem Þrárinn Bertelsson, sem Framsókn tróð inn í raðir þeirra sem fá heiðurslaun listamanna, sakfellir þingkonur og fyrrverandi þingkonur til hægri og vinstri auk þess sem hann kallar nánast alla þjóðina nema þingflokk Vinstri grænna hálfvita.

Ríkisstjórnin telur  sig eigi samstöðu með þessum þingmanni og  Þráinn er sannfærður um að þær skoðanir sem hann viðrar eins og að ofan greinir séu viðhorf ríkisstjórnarinnar. Meðan því er ekki mótmælt þá er það líka þannig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enginn sérstakur aðdáandi Þorgerðar Katrínar en ummæli Þráins um hana eru fyrir neðan allar hellur. Þá er átakanlegt að fylgjast með máttleysislegum viðbrögðum annara þingmanna við þessum hroða frá skáldinu.  

En hvaða viðbragða megum við vænta frá Þránni í sambandi við skuldamálin, eftir að það er komið í ljós að sá flokkur sem hann styður nú í augnablikinu, hefur staðið fyrir efnahagslegri áras á heimili og fyrirtæki landsmanna?

Ég minni á, að eitt af því fáa sem Þráinn hefur lagt til málana eftir að hann kom á þing, voru tillögur um leiðréttingu skulda heimilanna.  Hann lagði til endurbætta útfærslu af Framsóknarleiðinni með þaki á leiðréttingu lána. 

Hvernig væri nú að Þráinn sýndi fólkinu í landinu, að hann geti annað og meira enn að kalla vinnufélaga sína illum nöfnum? Hann getur hæglega bætt ráð sitt með því að rifja upp þennan málstað sinn í skuldamálinu og krefjast haldbærra skýringa á því, hvers vegna stjórnvöld lugu til um, að tillögur hans væru óframkvæmanlegar.

Seiken (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 21:09

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ef Þráinn væri sjálfum sér samkvæmur varðandi skuldamál heimilanna þá mundi hann lýsa því yfir að hann styddi ekki lengur ríkisstjórn undir forustu glópanna Steingríms og Jóhönnu sem seldu skuldsett heimili í ánauð til erlendra vogunarsjóða. 

Mér þykir miður að jafn hæfur maður og Þráinn er að mörgu leyti skuli missa sig svona hrapalega í orðagjálfri, hroka og lítilsvirðingu gagnvart samstarfsfólki sínu og öðrum. 

Jón Magnússon, 24.5.2011 kl. 23:32

3 identicon

sammála Jón þessi framkoma og störf hans á Alþingi hafa verið meira í egóinu fyrir hann sjálfan heldur en fólkið í landinu.

Það hefði kanski átt að bjóða honum stöðu varasáttasemjara í stað fyrrverandi veðurstofustjóra sem lét af störfum vegna óróa í stofnuninni og einhver þurrð er á hæfu fólki í jafn veigamikið starf eða hvað??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 52
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 2488147

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1401
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband