Leita í fréttum mbl.is

Réttlátu fólki ofbýður

Saksóknari meiri hluta Alþingis situr við sinn keip og er ákveðin í að halda úti fréttamiðli um Landsdómsmálið. Forsætisráðherra er jafn illa áttuð og saksóknarinn og segir þetta í lagi.

Almennar viðmiðanir í sakamálaréttarfarinu eru þær að ákæruvaldið fjalli sem minnst um sakamál. Ákæran  er þungbær fyrir ákærðu og þá sem næst þeim standa. Þess vegna m.a. er ekki talið æskilegt að ákæruvaldið tjái sig umfram það allra nauðsynlegasta.  Meginreglan er sú að ákærði þarf einungis að verja sig fyrir þeim dómstóli sem um mál hans fjallar en ekki á fréttavef ákæruvaldsins.

Saksóknari meiri hluta þingmanna brýtur venjur og meginreglur sakamálaréttarfarsins með þessu. Ef til vill sýnir það betur en margt annað þá pólitísku meinfýsni sem umlykur þetta mál.

Forsætisráðherra segir að fréttaveita saksóknarans sé í lagi enda fái ákærði að tjá sig þar. Með öðrum orðum þá á ákærði bæði að verja sig fyrir dóminum og á fréttaveitu pólitíska saksóknarans.

Óneitanlega er annar  verri bragur og öllu ómerkilegri af Jóhönnu Sigurðardóttur en forvera hennar í formannsstóli Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fordæmir saksóknarann harðlega í pistli í dag. Þá er einnig ljóst að skilningur Jóhönnu Sigurðardóttur á gildi réttarríkisins og á mannréttindum sakaðra manna er annar en forvera hennar í starfi forsætisráðherra og á formannsstóli Samfylkingarinnar

Skilningsleysi og yfirgangur forsætisráðherra lýsir sér best í því að hún er eini forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun sem sannanlega hefur reynt að hafa áhrif á gang sakamála.

Jóhanna Sigurðardóttir er ólöglærð og e.t.v. vorkunn að skilja ekki upp né niður í grundvallarreglum um þrískiptingu valdsins og réttarríkisins þrátt fyrir slímsetu svo áratugum skiptir á Alþingi.

Saksóknaranum er hins vegar engin vorkunn. Hún er löglærð og á að vita að hún er að fara í bág við meginreglur sakamálaréttarfarsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta jaðrar við ofsóknir. Óþvera bragð

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 17:25

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er ekki næsta skref að fá hingað til lands sérfræðinga í  lögum frá þjóðum sem stíga í vitið.

Hér greina ráðandi aðilar ekki mun á góðum rökum og fantasíum. Þeir trúa hinsvegar mikið á greind útlendinga stundum.

Hér um árið fyrir 1973, voru margir ágætis lögfræðingar inn á Alþingi Íslendinga. Ágætis, með fyrstu einkunn úr kerfi sem gerði meir kröfu til stúdenta en nú er gert.

Í Ríki hinna blindur er sá eineygði konungur. Í næsta ríki leiðir sá halti þann blinda.

Ég bý að því að hafa hlustað á gufuna frá fæðingu, þótt ég geri það lengur.  Hér áður fyrir var oft fjallað um grundvallar hugtök í lögfræði. Það er alveg stór furðulegt hvað yfirbygging hér er fáfróð og illa lesin og minnislaus.   Reynsla kemur minnislausum að litlu gagni.  

Júlíus Björnsson, 5.6.2011 kl. 00:37

3 identicon

Verst af öllu er, hve linkind forystu sjálfstæðiflokksins er mikil. Hún er grautmáttlaus í allri gagnrýni. Láta allt yfir sig ganga. Lyftir ekki höndum til að verjast ómaklegum árásum kommúnista á sjálfstæðisflokkinn. Kennir honum um hrunið þrátt fyrir að Samfylkingin hafi stutt Baugsglæpaveldið til allra óhæfuverka auk þess að styðja þessa óhæfu stjórn allra tíma í Icesave málinu. Einnig finnst mér að forystan láti sér vel líka þessar ótrúlugu árásir á Geir Haarde með stuðningi saksóknara. Er ekki tími til kominn að þingmenn krefjist að gjörðir Steingríms og Jóhönnu fari fyrir Landsdóm.?

Alli - MU-11 (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 02:08

4 Smámynd: Benedikta E

Þessi Landsdómsmeðferð yfir Geir H. Haarde hlýtur að draga fram í dagsljósið ábyrgð og gjörðir samráðherra hans í ríkisstjórninni - sem auðvitað hefðu átt að fara fyrir þennan sama Landsdóm - Þetta verður ekkert einkamál GHH - og er það til ólýsanlegrar undrunar að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki hafa B áætlun fyrir atkvæðagreiðslu í þinginu og sjá til þess að þeir sem til nefndir voru færu fyrir Landsdóminn - þegar ljóst var að Geir H.Haarde yrði hrakinn þangað - EN - neeei þess í stað situr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eins og aular og hefst ekki að - þau eiga í það minnsta að stór skammast sín............................................Þess er ekki að vænta að þau standi sig á öðrum sviðum.

Benedikta E, 5.6.2011 kl. 15:27

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Rafn

Jón Magnússon, 5.6.2011 kl. 23:17

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt Júlíus.

Jón Magnússon, 5.6.2011 kl. 23:18

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki viss um það Alli að Landsdómsaðferðin sé heppileg nema mál séu mjög afmörkuð og fyrir liggi að ráðherra hafi misbeitt valdi sínu. Í Danmörku átti það við í svonefndu Tamílamáli. Ég get hins vegar ekki séð að það eigi við hvað ákæruatriðin gegn Geir varðar. Hins vegar er það rétt athugað hjá þér varðandi Steingrím J. Sigfússon að hann hefur gerst sekur um nokkur afmörkuð mál þar sem hann sannanlega hefur misbeitt valdi sínu eftir því sem ég best fæ séð. Eigum við að nefna VBS og Sjóvá-Almennar tryggingar til að byrja með?

Jón Magnússon, 5.6.2011 kl. 23:21

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það var veruleg spurning hvernig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins átti að fara að í þessu máli eftir að ákæra var samþykkt í fyrstu atkvæðagreiðslunni. Ef til vill hefðu þingmenn flokksins þá átt að ganga úr þingsal og leyfa svikurum Samfylkingarinnar að ákæra sitt eigið fólk. En eftir á að hyggja þá tel ég það hafa verið heiðarlegra og heilsteyptara a gera þetta með þeim hætti sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði.

Jón Magnússon, 5.6.2011 kl. 23:24

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel marga stjórnmálmenn og almenning allan vera fórnarlömb, miður greindra sérfræðinga.  

Um 1983  voru sett hér lög um verðtryggginu [miðað við Íslenska CIP: ekki miðað við reikninga með söluskatti frá úrtaki sem telur ekki með eftirspurn 10 % tekjuhæstu hæstu á hverju ári eða 10% tekjulægstu, heldur þeirrasem er með stöðurguar meðatekjur alla starfsfsæfi.

 Ástæðan var sögð að innlánsreikningar hér báru ekki vexti sem fylgdu  CIP: almennu verðlagi á Íslandi. Erlendis á sama tíma og einnig í dag þykir mjög gott ef stöndugir banka rukka ekki sérstaklega fyrir geymslu.  Erlendis [UK, USA] verðtryggir allt efnafólk [að því leyti alla vagna greindara] með kaupum á Vsk fyrirtækja  hlutabréfum ef það vill græða í takt uppsprettuna sem veðjað er á.  Þeir taka ekki áhættu og fá að öllum örugga verðtryggingu  kaupa ríkiskuldabréf [varasjóðir ríkis] og fasteigna veðbréf í auðseljanlegu húsnæði: mark hópur sá sami og stjórnar CIP í USA.

Með því að verðtryggja hér eftir á 1983,  öll veðsöfn 5 ára, 10 ára, 15 ára, 20 ára, 25 ára, 30 ára, 35 ára, 40 ára, og 45 ára þá var í raun verið að hækka húsnæðiskostnað innlands um 60 % í samanburði við það sem gerist erlendis. Í ljósi reynslu að 80 % nýbygginga voru greiddar með útborgun 30 %, eigin [svörtu] vinnuframlagi allt að 50 %  og láni fyrir afganginum.     

Þessi lán áður með engri raunvaxta kröfur almennt, einungis verðtryggingar vaxta álagi, voru með 7,5% til 8,5% raunvaxta kröfu til að byrja með.  UM 1993 má segja að afleiðinga voru að koma í ljós mikið verðfall var á dýrar húsnæði [þessu með svörtu vinnunni].  Aðgerðir niðurgreiðslur á raunvaxtakröfu, hækkun skatta vegna hækkunar á launum ríkisstarfsmanna.  Einnig vaxandi þrýstingur á almennra kauphækkanir vegna þess að kostnaður vegna [vaxta] húsnæðis fóravaxandi, harðar en verð á neysluvarning lækkaði.  Þá til að fela greiðslu erfiðleika þá voru útlán fryst í 3 ár, til að ná í peninga úr verðtrygginga sjóðum, Íbúðlánsjóður kemur til sögunnar og nýtt verðtryggingar lánform er kynnt með lægri nafnvöxtum, en hinsvegar lægri greiðslum fyrst en hærri síðar en hefði verið vertryggt eins og eðlilegt er. Hér er undir skilið að Raunvirði heildar skuldar haldist óbreytt óháð lánstíma  erlendis. Sveiflu verðtrygging  skili sömu verðtryggingu uppreiknað á loka gjaldaga. 

Þar sem þessi sveiflu formúla gerir ráðir fyrir veldisvíslegu vexti verðbólgu allan lánstímann, þá getur þetta ekki gengið upp í USA þar sem þá hækkar CIP línulega um 4,5% á ári að meðaltali, í 25 ár.  Einnig er samkvæmt reglum/lögum evrur,  gert ráð fyrir að 1. flokks evru ríki hafa 2,5% almennar verðlags og launhækkanir hækkanir [fylgifiskur kauphalla] með á sveiflum mest á bilinu +- 1,0%, 2 flokks evru ríki miða við 3,5 % og svipuð þolmörk.

Einnig má á 5 ára tímabilum heildar verðbólga með lögum  ekki mælast meiri yfir 5 ár, en 5 x 2,5%= 12,5% eða 5 x 3,5% = 17,5%. Þessi fimm ár eru líka notuð í ESB til ákveða evru skammtin fyrir næstu 5 ár.  Ár 30 árum gildir því max í ESB evrur ríkjum y=17,5% * x. Þar sem x er heilt margfeldi af 5.

Ef einhver í USA væri staðinn að því að gera ráð fyrir veldisvíslegum vexti á öllum langtíma veðsöfnum og varsjóðum , þá væri sá hinn sami að mínu mati kærður fyrir landráð.

Mín reynsla af rekstri er að lámarka bestu skilyrði framtíðar í áætlangerð. Ekki hámarka verstu skilyrði.  3 . merking orðsins "develope" í Oxford ensku, sú lögfræðilega, er : exist og possess.  Innheldur almennu merkingar. Sá sem heldur áram að vera og á, hann kann að lesa lög, og fjárfesta í öðrum ríkjum. 

Skýrsla starfsmanna AGS um tiltekin vandmál á Íslandi 2005 er holl lesnig, lesin með lögfræði og menntamannaskilningu á orðum. Þar er talið um sérfræði hér , sem er öðruvísi en er á Norðurlöndum og í meiri háttar ríkjum Þýskalandi og Frakklandi, til samanburðar.

Hér er en verið að fylgja Íslensku sérfræðinni. AGS tekur  það með í sínum átælunum um að minnka reiðufjárskuld Íslands í samræmi við körfur þeir sem sendu hann hingað. Regla í viðskiptum er: Ef ég lána þér til að lána öðrum, þá er mitt áhættuvaxta álag hærra en þitt.

Er Ísland á 115% leið?        

Júlíus Björnsson, 6.6.2011 kl. 02:25

10 Smámynd: Elle_

Ég vorkenni Jóhönnu ekki neitt, Jón.   Og málið gegn Geir einum er ekkert nema pólitískar ofsóknir.  Getur enginn stoppað það?  Ranglæti Jóhönnu hefur opinberast í hinum ýmsu málum síðan í apríl, 09, þar sem flokkur Jóhönnu veður yfir dóma, lög og stjórnarskrá og trampar niður mannréttindi.  Næst ætti TÍMI Jóhönnu og Steingríms að koma í opinn dóm og kannski það verði líka í opnum netsíðum.

Elle_, 6.6.2011 kl. 19:29

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vorkenni henni ekki heldur Elle.  Mér sýnist að ef einhver ráðherra síðasta áratug hefur safnað Landsdómsglóð að höfði sér þá sé það Steingrímur J. Sigfússon. Hann er búinn að vera þjóðinni dýr sem fjármálaráðherra.

Jón Magnússon, 6.6.2011 kl. 21:50

12 Smámynd: Elle_

Já, nákvæmlega, ég er sammála um Steingrím.  Hann hefur verið okkar skaðlegasti og svívirðilegur stjórnmálamaður.

Elle_, 7.6.2011 kl. 00:38

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég held því fram að Háskólar almennt bjóði ekki upp á nám sem kennir hvað fjármál viðskipti snúast um. Heldur móti einstaklinga í því að skiptast á réttum upplýsingum. Alvöru viðskipti milli ríkja of fyrirtæka  er að dreifa röngum upplýsingum og vísvitandi til keppinauta. Keppinautur merki þá sem sitja um sömu kökuna. Mistöku hinna er gróði þess sem gerir út á örugg viðskipti til langframa. Hann þar ekki mikið af varsjóðum. Langtíma varasjóðir erlendis éta reiðufé því meira áhættuvaxta álag er bætt of á þá áhverju ári.  Það eru vextir umfram hækkanir á verðlagi.  Hér eru ekki afskriftir  í skjóli lag um verðtryggingum.

Dæmi  Sjóður sem skuldar bara eigið fé 100 ein. og á bréf á móti 100 ein.  Hann uppfærir vegna verðbólgu síðasta Bréfið um 4 kr. Á því 104 kr. Eiginfjár skuld verður þá stemma og vera 104 ein. 

Hér er gert ráð fyrir að ef verðbólga er 4,0 % á ári að meðaltali þá vaxi hún veldisvíslega óháð tíma.  

Þetta er misskilningur á 100 ár eldgömlum fræðum sem gilda á mörkuðum frjáls markaðar, ekki bundnir af vísitölum heldur örlæti hins almenna meðalmanns.

Í fræðum var verið að tal um veðlán til 30 ára þar sem gert er ráð fyrir að verðbólga vaxi línulega.

Það er verið að tala um summu hlutfallslega hækkanna á 30 árum, sem er þá gefið að sé  4,5% x 30 = 135 %   Verðbólga [CIP mæld eins og USA] getur því ekki verið 4,5% á fyrsta ári vaxið 9,25% á næsta verið  275% á því síðasta, því það er veldis vöxtur. Eins og Bankarnir hér gera út á. Augljóslega til að færa verðbætur sem raunvexti síðar.    Það versla engin erlendur við Íbúðlánsjóð. Svo Kauphöll og lífeyrissjóðir mata krökinn einir.  Erlendum er er haldið frá. 30% heimtur.

Í lögum  ESB má hún ekki vera meiri en 3,5% x 5 = 17,5% á fimm árum, árið 2005.

Veðsöfn [eignir] geta því hækkað nema sem svarar um 17,5%  þar.  

Eignir geta ekki orðið til nema skattskyldu  sölutekjum eða launtekjum.  Íslensk veð verða að stemma á móti skuldum við erlendar lánstofnir. 

 Þess vegna verður að leiðrétta vegna verðbólgu reglulega til að veð vaxi ekki upp fyrir raunvirði sem  erlendi lánadrottinn reiddi sig á.

Þetta raunvirði er greiðslugeta skuldara veðlánsafnanna. Ef hún minnkar um 2% rýnar veðið um 2%.  

Þess vegna er greinilegt að hvert safn verður að meðhöndla sem 100 ein. og hækka ekki vegna verðbólgu fyrir enn safnið er minnst 5 ára.  Ef lánin er Alþjóðlega viðurkennd langtímalán. 

Eigiðfé verður þá áfram 100 ein. 4 ein. fara í bið og bréfið er áfram 100. ein. þangað til heildarskuld bréfsins á útgáfu degi er minni en söluverð veðsins. 

AGS sagði óbeinum orðum með fyrirvara um þýðinu RUV. að hér  hefður væru gloppur í lagakerfinu => Ísland þá ólöglegt eða lögbrjótur í augum annarra ríkja.   Hér þyrfti að herða eftirlit með lánastöfnunum => þeim væri ekki treystandi í ljós reynslunnar.  

Menntamenn skilja ekki að í fjármála viðskiptum er annar orðaforði. Bankar gera ekki mistök þetta eru ekki nemendur.  Það er ekki hægt að ásaka Ráðherra hér fyrir að ráðgjafarnir og H.Í. kann ekki að lesa erlend lög eða viðskiptamál.   Hér er ekki gert ráð fyrir almennum verðlagshækkunum innanlands í heila öld samræmi við það sem er gert í helstu ríkjum í kringum okkur, heldur eru veðin leiðrétt eftir á með gengisfellingum.   

Menn geta reiknað og búið til líkun að verðbólga vaxi veldisvíslega í fimm ár ef hún byrjar hægt fyrstu mánuðina. Hinsvegar  er hægta að gera það líka fyrir Þýsk fasteigna veðlán í 18 ár, en í Danmörku, UK og USA er það ekki lengur en 5 ár. Þar er líka talið að varasjóðir beri ekki hærri raunvexti en 1,99% til 30 ára. Þessa sjóði má ekki  blanda saman við sjóði sem gera út á vaxta áhættulag.  Raunvextir í UK að mati aðila sem best hafa vit á eru í Kauphöllum, þar fjármöguð eru arðbær vsk fyrirtæki. 

Fasteignaveðsjóður getur ekki aukið eigifé sitt með skuldfærslum á tekjur almennings nema þær hækki í samræmi. 

Íbúðalánsjóður auglýsir á ensku að hér sé hann ennþá með hámöks áhættálagvexti á 30 ára íbúðlánum.  Ekki 3,5% raunvaxta kröfu sem var á USA með 7,5% árið 2005, og upparnir voru 60% gefast upp á. Þar voru hinsvegar meðalmenning með lán með 5,06 nafnvöxtum föstum, sem eru núna í um 4,0%. Raunvaxtakrafa við núllið.   Ég treyst mannauðnum hér fram til 2007, hafði enga tíma til að skoða frumgögn málsins. Mig grunar líka að DO og GH hafi líka haft nóg annað gera. Verðtrygging 1983, eyðlagði allar hagfræðikenningar um frjálsa neytenda keppni. 2005 má lesa að starfsmenn AGS gerðu sitt besta frá 1994 til að leiðbeina liðunu hér kurteislega,  benda þeim á allt sem ekki var í samræmi hér miðað við stöndug ríki.  Hann benti á Íbúðalánsjóður væri með lán eins og Mac fee [USA aumingja hjálpin], vegna 5 ára útborgunar fyrir 30 ára einkabanka lán. Þá urruðu VG liðar. Liðið sem eins og sumir vinstri hægri menn í vitlausum flokki, líta ekki á tekjur almennings sem hagnað af rekstri fyrirtækja, bara aukning á eiginfé þeirra, skuldunum við eigendur.

Til að hindra veltuvöxt á fákeppni fyrirtækjum. Þau tæmi ekki allt reiðufé af markiði. Mismuna ekki lögaðilum í samkeppni innan geira og milli geira.  Þá er best að stýra sköttum eins vsk í ESB.  100 ein.  fákeppnirisi  getur aukið eigiðfé sitt um 1 ein.    ef 10 ein meðalfyrirtæki geta aukið sitt um 1 ein.  Hagnuður af rekstri er jafn öllum gjöldum  rekstursins. Ekki bara GJÖLD VEGNA EIGNANDA.  

Það var keisari í Asíu fyrir mörgum öldum, og í ríkji hans hafði ríkt mikið hungur um mörg ár, þessi Keisari hafði góðan ráðgjafa, sem benti honum að hann tæki alltaf 20 % af allri uppskeru, um tvo sekki á bónda, betra væri að leggja fasta skatta 3 sekki á hvern bónda, óháð uppskeru og spara eftirlit. Það varð ekki hungur í hans ríki það sem eftir var.  

Þessi hugmynd um að leggja skatta á aðstöðu og tækifæri, varð svo kjarninn í  Vestrænum hagkerfum. Allir í USA tala um tekjur á ári, án álagðra skatta í samanburði.  Þar er og í mörgum ríkjum ESB er sköttum dreift sem jafnast á lögaðila, og starfsmenn látnir skila ríflegum hluta þeirra. Í Þýskalandi er samræmi í vsk, launaskatti og skatta á fjármagnstekjur. Verðbætur er hluti af eignasköttum. Einfalt bókhalds kerfi gerir áhættu tékkun óþarfa.  Það er búið að vera til í nokkrar aldir. Íslandi er ekki USA: margar borgir. Hér þarf enga sérfræðinga í áhættu viðskiptum til að græða, hér þarf menn með félagslegan þroska og almenna greind.  

Júlíus Björnsson, 7.6.2011 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband