Leita í fréttum mbl.is

(Ó)vinurinn í eldhúsinu

Það er ekki allt sem sýnist og vinurinn sem léttir manni störfin er ekki endilega himnasending. Þannig ku það geta verið með diskaþvottavélina.

Í könnun sem var framkvæmd á yfir 100 heimilum í ýmsum þjóðlöndum  kom í ljós að 62%  uppþvottavélina voru með sveppi á gúmmíinu innan á dyrunum. Meira en helmingur var með eitthvað sem ég veit ekki hvað er ("the black yeast Exophilala dermatidis og E. phaeomuriformis) en það er sagt vera heilsuspillandi.

Dr. Polona Zalar í háskólanum í Ljubljana segir (í blaðinu Fungal Journal) að það megi alls ekki líta framhjá þeirri hættu sem þessir sveppir og/eða bakteríur valda og aðstoðarmaður hennar Nina Gunde-Cimmerman segir að diskarnir hefðu verið skoðaðir sérstaklega eftir þvott og þeir hafi verið fullir af þessum óhroða og það sé ekki vitað nákvæmlega hversu alvarlegt þetta geti verið.  Þær segja að þetta sé sérstaklega hættulegt fyrir fólk með "cystic fibrosis" þar sem þetta geti valdið skaða á lungum. 

Þess skal þó getið að framleiðendur diskaþvottavéla hafna þessum niðurstöðum.

En þá er spurningin hvort við sem erum ekkert hrifin af diskaþvottavélum hvort sem er látum þetta ekki verða til þess að nota gömlu góðu aðferðina vatn, sápu, uppþvottabursta.

Það ætti alla vega að vera betra ef vel er að verki staðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér er búið að þynna uppþvottalög svo mikið að það varlar borgar sig að þvo upp á gamla mátann. Er ekki hægt að panta inn sápu efni frá Indlandi.

Þeim er varla stætt annað en að hafna þessu.

Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 17:31

2 identicon

Er til græja sem vaskar upp diskana fyrir mann? Ég læt mér nú bara nægja að láta diskana í vaskinn og svo sér konan um restina. :-)

Jú og svo geri ég það líka stundum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 18:38

3 identicon

Uppþvottaburstinn er áreiðanlega fullur af einhverjum bakteríum sem hafa það til síns ágætis að vera með latnesk heiti til þess að skilja þá frá þeim sem lifa á uppþvottavélum.

Það er nú einmitt þannig, minn kæri, að margir gáfumenn fullyrða að við getum einfaldlega ekki lifað án bakteríanna sem eru svona hrikalega hættulegar þegar þær hafa fengið torskiljanlegt nafn.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 18:48

4 identicon

Á misjöfnu þrífast börnin best var sagt í gamla daga. Það eru mikil sannindi í því. Það er okkur mannfólkinu stóru sem smáu og reyndar dýrunum líka meinhollt að fá mátulega mikið af bakteríum í okkur með matnum eða öðru.

Ég veit ekki hvort þú hefur heyrt minnst á "Keflavíkurveikina"?

Það var kallað svo þegar bandaríkjamenn komu til Íslands til að starfa fyrir herinn á Keflavíkurvelli, þá fengu þeir yfirleitt einhverja lumbru í magann fyrstu dagana. Þeir voru vanir svo dauðhreinsuðum og sterílum mat heimafyrir að þeir fengu magakveisu af "heilnæmum" íslenskum mat. Svipað gerðist þegar íslendingar fóru til Spánar.  Það tók íslenska mallakúta nokkra daga að aðlagast spænsku meihollu bakteríunum. 

Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 15:33

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það nú svo gjörla Júlíus en þessi könnun er sennilega gerð í löndum sem eru ólík okkur þannig að þó mér hafi fundist þetta athyglivert þá held ég að hættan sé minni en almennt er úr svona hræðslukönnunum.

Jón Magnússon, 24.6.2011 kl. 10:18

6 Smámynd: Jón Magnússon

Uppþvottavélin í eldhúsinu er græan og hún er sjálfsagt ágæt ef fólk passar upp á að þrífa hana vel.  Það eru svo margir hlutir sem okkur yfirsést að þrífa reglulega. Það er t.d. talið að ís á veitingahúsum sé líklegast til að vera með hættulegar bakteríur vegna þess að ísvélar eru almennt ekki þrifnar nema yfirborðslega.

Jón Magnússon, 24.6.2011 kl. 10:20

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Sigurður. Hræðslan við bakteríur er löngu síðan komin út í öfgar og einhver benti á að það væri nauðsynlegt að fólk væri í ákveðnu samneyti við þær. En það er ekki sama hverjar.  Það er samt athyglivert að þrátt fyrir þessa niðurstöðu um þvottavélarnar þá veit ég ekki til að nokkur hafi veikst alvarlega eða dáið. Þannig að þetta er sýnist mér eitt af þeim háskólaverkefnum sem færast mjög í vöxt að fá niðurstöðu sem hægt er að selja án þess að þörfin sé æpandi.

Jón Magnússon, 24.6.2011 kl. 10:23

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Guðrún og þannig er það þegar fólk fer á milli menningar- og bakteríusvæða.

Jón Magnússon, 24.6.2011 kl. 10:24

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið að ég hef verið mikið í Spáni og Portugal, í Portugal er sérstakar vatnsbakteríufréttir.  Mismundi af mikið af þeim eftir hvaðan vatnið í gallon brúsunum kemur af landinu.  Ég passaði mig því að lát allt ósoðið vatn vera. Maginn í mér alltaf í lagi. Bjór og borðvín. Hinsvegar lét líka alla klaka vera, í  sterkari drykki, og það mun margir ekki hugsa út í. 

Júlíus Björnsson, 24.6.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband