Leita í fréttum mbl.is

Níðst á neytendum

Neytendum á Íslandi er bannað að gera hagkvæm innkaup vegna löglausra stjórnvaldstilskipana.  Það þýðir hærra verð á mat og hækkar verðtryggð húsnæðislán. Jóni Bjarnasyni ráðherra er alveg sama um það vegna þess að hann er staðráðinn í að standa vörð um hagsmuni hina fáu á kostnað almennings.

Meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lætur ráðherrann fara sínu fram þá ber öll ríkisstjórnin ábyrgð á árás Jóns Bjarnasonar á neytendur og lífskjörin í landinu. Ríkisstjórnin ber líka öll ábyrgð á því að ekki skuli farið að lögum en valdheimildum sem Umboðsmaður Alþingis segir að standist ekki lög skuli beitt gegn hagsmunum fólksins í landinu.

Brýnasta hagsmunamál fólks er að brugðist sé við hækkandi verðbólgu. Það verður m.a. gert með viðskiptafrelsi þannig að fólk geti keypt ódýrt. Það verður líka m.a.gert með því að ríkisstjórnin aflétti órétmætum neyslusköttum. 

Af hverju stendur Norræna velferðarstjórnin ekki með neytendum?  Er það Norræn velferðarstjórn sem stendur með framleiðendum og fjármagnseigendum á kostnað neytenda? 

Á hinum Norðurlöndunum standa stjórnvöld vörð um hagsmuni neytenda. Hér níðast stjórnvöld á neytendum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eftir því sem lengur líður verður maður betur sannfærður um að núverandi ríkisstjórn er að vinna gegn almenningi í landinu.

Afglöp fyrrverandi ríkisstjórna eru ófyrirgefanleg en ég hélt að stjórnmálamenn hefðu lært af þeim mistökum. Þessi ríkisstjórn á ekkert skylt með vinstri félagshyggjustjórn frekar en Stalín og Móðir Teresa.

Ef Samfylkingunni tókst að setja íslensku þjóðina í vonarvöl með Sjálfstæðisflokknum þá er skelfilegt að hugsa núverandi kjörtímabil til enda með VG við þeirra hlið.

Jón Bjarnason og sérstaklega Steingrímur J. Sigfússon virka á mig sem blindir einræðissjúklingar sem hafa fælt aðra þingmenn úr flokknum. Ef Steingrímur er gagnrýndur þá þarf maður að vera með eyrnahlíf og regnhlíf þegar hann svarar - jafnvel bráðateymi áfallahjálpar.

Sumarliði Einar Daðason, 14.8.2011 kl. 10:26

2 Smámynd: Gunnar Waage

Nei nú tek ég ekki undir Jón, Jón Bjarnason er merkilegri ráðherra og þingmaður en restin til samans. Þetta er heiðarlegur stjórnmálamaður sem búið er að semja út úr ríkisstjórn með hrossakaupum.

Þetta er eini maðurinn sem stendur í vegi fyrir sérhagsmunapoti ríkisstjórnar JS. 

Ég vil heyra menn tala um eitthvað krassandi, af hverju er ríkisstjórnin að komast upp með að kommisera Björgólf Thor og Vilhjálm Þorsteinsson á Suðurnesjum ?

Tölum um afskipti ríkisins á lagningu sæstrengs fyrir Verne Holding. Í leiðinni skulum við síðan bara tala um hver stendur á bak við umsóknir um ríksborgararétt sem liggja fyrir allsherjarnefnd og upphæð sem nemur 120% af vergri landsframleiðslu, sem þeir ætla að dumpa hér inn í kerfið i framhaldi líklegast í formi einhverra geislavirkra verðlausra eigna, allavega hefur það verið viðskiptamáti viðsemjenda þeirra hingað til.

Ekki verður hverju sem er fórnað fyrir verðlag Jón. Fyrir það fyrsta þá er þessi innflutningur á kjöti til þess fallinn að fella hér búfjárstofninn með sýkingum, parasite faraldur ect.á stuttum tíma.

Þá er hér komin upp mannskapur sem trúir því að hægt sé að fleygja hér öllu fyrir róða, losa alla tekjustofna og henda allri atvinnu, flytja bara alla hluti inn. Þetta er tölvuleikjakynslóðin sem aldrei hefur þurft að vinna.

Hér verður að vernda þessa grunnþætti, sjávarútveg og landbúnað, þetta er ekki spurningum að breyta um stíl eða skipta um vinnu, það er barnaskapur. Hér er bara dýrt að búa, en við búum ekki við milljónir barna undir fátæktarmörkum Sameinuðu Þjóðanna eins og Bretar, by the way, þeim er nú skítsama um það, þykjast mjög menningarlegir enda í Evrópusambandinu.

Gunnar Waage, 14.8.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Jón Magnússon

Steingrímur er nú alltaf orðhagur maður Sumarliði þó hann verði stöðugt líkari frænda sínum Ragnari Reykás.

Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 13:21

4 Smámynd: Jón Magnússon

Við erum sammála um ríkisstjórnina og það að vernda grunnþætti atvinnulífsins Gunnar. En við eigum ekki að vera í bulli eins og Jón Bjarnason er. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólk fái að gera hagkvæm innkaup. Smit hefur ekki borist í bústofn hér vegna innflutnings á kjöti eða öðrum búvörum til neytenda. Vandamál landbúnaðarframleiðslunnar er fyrst og fremst stríðið við sauðakjötsframleiðsluna, en þar neita menn að horfast í augu við að framleiðsla á sauðakjöti er og verður alltaf dýr og það er ekki hægt að láta þá baráttu bitna bæði á bændum og neytendum.

Ef þú vilt tala um fæðuöryggi Gunnar eins og Jón Bjarnason bregður stundum fyrir sig þá skulum við efla hænsna- og kanínubúskap.  Það er einfaldasta og ódýrasta próteinframleiðslan sem við getum haft í landinu og getur gengið lengi þrátt fyrir að það lokist á öll samskipti við önnur lönd. Það sama gildir um fæstar aðrar greinar.

Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 13:27

5 Smámynd: Ólafur Als

Á Íslandi má gera betur fyrir neytendur. Mun betur. Hins vegar fæ ég ekki séð að "á hinum norðurlöndunum" séu menn umhugaðri um hag neytenda - þar eru menn ástfangnir af eigin ágæti og þeirra sýn á veruleikann, sem fer ekki alltaf saman með þess konar frelsi sem tgryggir hag neytenda. Þetta mættu borgaralega sinnaðir, frjálslyndir menn á Íslandi hafa sterkt í huga.

Ólafur Als, 14.8.2011 kl. 13:40

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú hefur ekkert umboð frá neytendum Jón.Og ef þú telur þig hafa eitthvert umboð frá þeim neytendsamtökum sem eru  fyrst og fremst neytendasmtök Höfuðborgarsvæðisims, þá legg ég til að þú komir með þá tillögu að höfuðborgarsvæðið segi sig úr lögum við Ísland, svo neytendur þar geti flutt inn sitt kjöt.En þið þyrftuð væntanlega gjaldeyrir til þess.Hann hefur höfuðborgarsvæðið ekki.Þar er engin útflutngsframleiðsla, nema í Straumsvík.Og fiskimiðin eru bara í kringum Gróttu.É g legg til að afæturnar á höfuðborgarsvæðinu láti af hroka sínum, áður en hann hrekur hann frá Íslandi.

Sigurgeir Jónsson, 14.8.2011 kl. 15:04

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú hefur ekkert umboð frá neytendum Jón.Og ef þú telur þig hafa eitthvert umboð frá þeim neytendsamtökum sem eru  fyrst og fremst neytendasmtök Höfuðborgarsvæðisims, þá legg ég til að þú komir með þá tillögu að höfuðborgarsvæðið segi sig úr lögum við Ísland, svo neytendur þar geti flutt inn sitt kjöt.En þið þyrftuð væntanlega gjaldeyrir til þess.Hann hefur höfuðborgarsvæðið ekki.Þar er engin útflutngsframleiðsla, nema í Straumsvík.Og fiskimiðin eru bara í kringum Gróttu.Ég legg til að afæturnar á höfuðborgarsvæðinu láti af hroka sínum, áður en hann hrekur höfuðborgarsvæðið frá Íslandi.

Sigurgeir Jónsson, 14.8.2011 kl. 15:06

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lífið er ein alsherjar endurtekning. Úr fylgsnum fortíðar endurómar nákvæmlega hið sama og nú, nema hvað að ráðherran var auðvitað allt annar og flokkurinn hans sömuleiðis. Þú hlýtur að muna eftir þessu, bæði ráðherranum og í hvaða flokki hann var og er enn, Jón?

En ef minnið tekur ekki alveg við sér fyrir þig eða aðra, þá er mannsnafnið Jóhannes vísbending!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2011 kl. 16:38

9 Smámynd: Gunnar Waage

Já en það verður bara stundum að byggja á því sem við höfum og kunnum. Þetta viðhorf að það eigi bara að rífa atvinnu af fólki þar sem að það eigi að finna sér bara eitthvað annað eins og kanínur eða hænur, þessi plön ganga bara yfirleitt ekki eftir, þennan söng höfum við hlustað á um sjávarplássin fyrir vestan sem eiga bara að gjöra svo vel og byggja sér nýja atvinnuvegi, hefur það gengið eftir ? Nei.

Hvað varðar smit þá hefur það ekki orðið sökum þess að við höfum lítið flutt inn af þessu. En það verður smit og stofnin mun bara falla í heild sinni ef meiningin er að hefja hér massívan innflutning. Spurðu bara næsta líffræðing eða dýrlækni. Þetta er óðs manns æði með þennan litla stofn.

Gunnar Waage, 14.8.2011 kl. 18:41

10 Smámynd: Jón Magnússon

Hárrétt hjá þér Ólafur. Það er raunar sérstaða hjá Norðmönnum varðandi landbúnaðarmálin þeir eru með álíka galið kerfi og við en það bitnar meira á skattgreiðendum en neytendum og skuldurum er ekki refsað vegna kerfisins eins og hér. Neytendum er hér refsað með háu vöruverði sem hækkar síðan lánin þeirra og loks koma svo skattarnir.

Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 20:04

11 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurgeir þetta er eins og talað aftan úr grárri forneskju. Að sjálfsögðu hef ég ekkert umboð frá íslenskum neytendum. Það bannar mér hins vegar ekki að hafa skoðun. Þá var ég um áratugaskeið í framvarðasveit íslenskra neytenda sem formaður Neytendasamtakanna, varaformaður og einnig á tímabili formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins.  En það er engin að tala um að segja sig úr lögum. Það er verið að tala um að hafa eðlilega þjóðfélagsstarfsemi. Síðan er þetta með gjaldeyrisöflunina og afæturnar að gjaldeyrisöflunin okkar í dag er aðallega í gegn um sjávarútveginn og stóriðjuna. Ég veit ekki til þess að kennarinn í Reykjavík sé meiri afæta en kennarinn á Bolungavík ef þú vilt stéttskipta þjóðfélaginu sem ég raunar vil ekki. Svo er það einhver dómadags misskilningur Sigurgeir að íslenskur landbúnaður afli eða spari mikinn gjaldeyri.

Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 20:09

12 Smámynd: Jón Magnússon

Magnús Geir það finnst mér einmitt svo skelfilegt að ár eftir ár og áratug eftir áratug skulum við þurfa að sitja uppi með þetta hræðilega kerfi sem er vont bæði fyrir bændur og neytendur.  Ár eftir ár og áratug eftir áratug hafa menn haldið því fram að við þyrftum að framleiða sauðakjöt til útflutnings.  Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið í þessa vitleysu auk þess sem herkostnaðurinn gagnvart landinu hefur verið gríðarlegur. Árangurinn er útgjöld á útgjöld ofan.  Já Magnús ég man eftir mörgum vondum landbúnaðarráðherrum úr a.m.k. 3 stjórnmálaflokkum, sem stóðu vaktina gegn neytendum dyggilega en sennilega engin betur en Jón Helgason Framsóknarmaður úr Seglbúðum á sínum tíma. En nú er Jón Bjarnason að reyna að skáka honum.  Því miður þá hefur ekki tekist að koma skynsemi í kerfið en ég vona að dropinn holi steininn.

Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 20:13

13 Smámynd: Jón Magnússon

Gunnar ég er ekki að tala um að rífa atvinnu af fólki. En í samræmi við mína lífsskoðun þá á fólk að framleiða og starfa á eigin ábyrgð og kostnað hvort sem þeir eru bændur, lögfræðingar, múrarar eða trillukarlar. Ef ríkið hefði ekki endalaust verið að vandræðast varðandi sjávarplássin og sett almennar reglur um strandveiðar þá væri afkoman þar mun betri og fólksfjöldinn meiri.  Gunnar ég er ekki að tala niður íslenska framleiðslu heldur benda á að hún sé og verði á eigin forsendum.

Við eigum að veiða meiri fisk og það skiptir okkur mestu máli til að byggja upp auknar útflutningstekjur. Það ætti að heimila a.m.k. 25% meiri heildarafla á næsta fiskveiðiári en núna. 

Síðan hef ég ekki miklar áhyggjur af smiti meðan verið er að flytja inn til landsins vörur frá löndum þar sem eftirlit er ekki síðra en hér.

Jón Magnússon, 14.8.2011 kl. 20:19

14 Smámynd: Sigurður Baldursson

Þú getur varla ætlast til þess að að Íslenskir matvælaframleiðendur standi af sér samkeppni við erlenda niðurgreidda og útflutningsbætta vöru , ef hér verður allt gefið frjálst. Málið er að öll þróuð ríki greiða með sinni matvælaframleiðslu, og öll hafa þau einhverskonar takmarkanir eða hindranir á innflutningi. Meira segja stórríki  ESB er notar tolla  miskunnarlaust til að viðhalda framleiðslu og þar með atvinnu á sínum heimalöndum.

Sigurður Baldursson, 14.8.2011 kl. 20:46

15 Smámynd: Dexter Morgan

Ég var að velta því fyrir mér í dag, afhverju er ekki Kökumálaráðherra á Íslandi, einhver aðili sem er að verja hagsmuni bakara á íslandi. Ég meina, það er flutt inn heilu skipsfarmarnir af kexi, kökum og meira að segja frosnu brauði, en enginn ráðherra til að verja hagsmuni íslenskra bakara. Afhverju er bara ráðherra til sem ver hagsmuni kjötframleiðenda. Afhverju er ekki til eihver ráðherra sem ver hagsmuni NEYTENDA á íslandi.

Jón Bjarnason er búinn að gera upp á bak í umræðunni um "fæðuöryggi", allar frystikistur stórmarkaðanna eru galtómar og vantar lambakjöt, og jafnvel þó það væri til þá er það allt og dýrt fyrir hin venjulega jón (ekki jón bjarnason samt). Maður tímir ekki lengur að kaupa þetta í sunnudagsmatinn, hvað þá hversdags, þegar maður getur fengið kjúkling og svín fyrir helmingi minna en kg. kostar af lambinu.

Dexter Morgan, 14.8.2011 kl. 22:52

16 identicon

Hvernig væri að sína samstöðu núna ?

http://undirskrift.heimilin.is/

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 08:14

17 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður það er engin þjóð í Evrópu sem greiðir jafnmikið með sinni landbúnaðarframleiðslu og Ísland þó með fyrirvara um Noreg en þeir eru með mikla styrki við landbúnaðinn. En styrkir í ríkjum Evrópusambandsins eru miklu minni en til okkar landbúnaðar.  Ég get ekki séð að svína, eggja, mjólkur og grænmetisframleiðsla eigi ekki að geta staðist erlendri samkeppni snúning. Það eru engin rök fyrir öðru.

Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 09:38

18 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg sammála Dexter.

Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 09:39

19 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála því og taka þátt í undirskriftarherferðinni.

Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband