17.8.2011 | 09:34
Hvort er gengishrun eða ríkishrun?
Seðlabanki Íslands bauðst til að kaupa Evrur á genginu 210 íslenskar krónur í gær og borga með verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn vildi kaupa 72 milljónir Evra á þessu yfirgengi en fékk 3.
Þegar Seðlabanki býðst til að kaupa Evrur á gríðarlegu yfirverði miðað við skráð gengi og nánast engin vill selja þá segir það alvarlega sögu um stöðu íslensku krónunnar eða ríkisins eða hvorutveggja. Fjárfestar telja raungengi krónunar lægra en 210 krónur á Evru eða skuldabréf íslenska ríkisins vonda pappíra.
Seðlabankastjóri kann þó aðrar skýringar og segir að þetta komi sér ekki á óvart. Fyrst svo var af hverju stóð Seðlabankinn þá fyrir útboðinu. Styðst svona háttalag við heilbrigða skynsemi?
Seðlabankastjóri segir síðan að því betra ástand sem sé á erlendum mörkuðum því fyrr getum við afnumið gjaldeyrishöft. Er það svo? Liggur styrkleiki eða veikleiki íslensku krónunar í ástandi erlendra markaða? Sýnir saga tíðra gengisfellinga krónunar fram á réttmæti þessa skýringarkosts?
Þegar íslenska ríkið getur ekki keypt Evrur á yfirverði þá er það grafalvarlegt mál. Þetta útboð bendir til þess að peningamálastefna Seðlabankans og ráðstafarnir frá því að Már Guðmundsson tók við standist ekki. Ekki frekar en peningamálastefnan sem fylgt var fyrir hrun og merkilegt nokk Már Guðmundsson núverandi Seðlabankastjóri er höfundur að.
Af hverju ekki að ræða þetta mál í alvöru í stað þess að grípa til útúrsnúninga og rangra skýringa eins og Seðlabankastjóri gerir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 221
- Sl. sólarhring: 487
- Sl. viku: 4437
- Frá upphafi: 2450135
Annað
- Innlit í dag: 201
- Innlit sl. viku: 4130
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Fræðimennska um flata jörð er byggð á doðröntunum sem eru skrifaðir um hana.
Svona sjálfstyrkjandi kenning.
Þú ferð í býflugnabú að leita ullar ef þú reynir að nota orðin heilbrigð skynsemi við slíka fræðimenn.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:06
Þetta staðfestir bara það sem löngu er ljóst: Íslenska ríkið á sér ekki viðreisnar von með ónýta krónu sem gjaldmiðil. Ríkið er líka á hausnum, hrunvaldar þessarar voluðu þjóðar hafa séð til þess og rænt hana innan frá fyrir hrun, þeir fjármunir liggja allir í erlendum gjaldmunum sem keyptir voru á spottprís fyrir hrun (Evran var lengi á 80 kall...) faldir á leynireikningum erlendis, eða grafnir í jörð í kössum við íslenska sumarbústaði þessara snillinga. Og ríkið tekur svo á sig milljarða afföll bankanna, ég spyr AF HVERJU? Var ekki búið að einkavæða draslið?
Það er núna allt endanlega að fara til fjandans á Íslandi. Hvernig væri að horfast í augu við það og gera björgunarráðstafanir, í stað þess að þykjast alltaf vera búinn að þétta lekann á þjóðarskútunni?
Þetta mun fara afar illa, hrunið er rétt að byrja. Katastrófan er í augsýn.
Ingi Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:22
Þátttaka var takmörkuð við það skilyrði að þáttakendur þyrftu að bjóða að minnsta kosti 500.000 evrur. Margir smáir áhugasamir fjárfestar fengu ekki að taka þátt.
Seðlabankinn breytti reyndar túlkun sinni á þátttökuskilyrðunum á föstudaginn á þá leið að hægt væri að stofna kt. eða fjárfestingasjóði sem gætu safnað saman smáum fjárfestum.
En þá er samt há þátttökuhindrum.
Ég hlýt að velta því fyrir mér hvers vegna hindrunin sé svona há þegar það þarf gjaldeyri til landsins... er það til að tryggja litla þátttöku?
Lúðvík Júlíusson, 17.8.2011 kl. 11:31
Er hægt að taka menn alvarlega sem hafa það í regluverki sínu að banna innlendum aðila að sjá fyrir fjölskyldu sinni erlendis?
Ég held ekki.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:34
Sennilega er hvoru tveggja í gangi.
Stefna ríkisstjórnar í efnahagsmálum þjóðarinnar er með öllu óskiljanleg og fjandsamleg bæði heimilum og fyrirtækjum sem eru ekki inn í spillingarvef lífeyrissjóða og ríkisstjórnar.
Svo er seðlabankinn nýbúinn að hækka stýrivexti vegna verðbólgu sem má pottþétt rekja til skattahækkana. Kjarasamningarnir almennings náðu ekki einu sinni að dekka nema brot af skattahækkunum. Nýlegar launahækkanir alþingismanna, ráðherra og fleiri álíka er ákveðið af kjararáði einhliða!
Þetta er svo mikið bull sem er í gangi að það er erfitt að finna samanburð í hinum stóra heimi.
Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2011 kl. 12:23
...á yfirverði? Það fer auðvitað eftir því við hvað þú miðar. SÍ er að kaupa á undirverði miðað við skráð gengi SÍ. Bankinn var að gera tilraunir til að kaupa krónur á lægra verði en skráð gengi. T.d. að hleypa mönnum út með Evrur ef þeir eru tilbúnir til að kaupa evruna á 210 kr. í stað 170. Það að þátttaka í slíku útboði sé lítil þýðir væntanlega að eigendur IKR vonast til að geta fengið Evrur ódýrara - þ.e. að krónan sé raunverulega of veikt skráð.
Einar Solheim, 17.8.2011 kl. 12:38
Já eigum við ekki frekar að leita að hunangi í býflugnabúinu Hlynur.
Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 13:28
Það er einmitt það sem þarf að gera Ingi. Horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er og gera fólki grein fyrir því og hvernig á að sigla út úr vandanum í stað þess að láta alltaf eins og fólk séu hálfvitarnir hans Þráins Bertelssonar
Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 13:30
Nei Lúðvík er það ekki til að einfalda vinnuna við útboðið. Þeim mun fleiri sem bjóða lágar upphæðir þeim mun meiri vinna. Þess vegna er líka farið í að bjóða fólki að koma í hóp.
Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 13:31
Því miður Sumarliði þá er víða nóg af bullinu annarsstaðar en hér. Það hrellir mann ansi mikið.
Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 13:32
Nei Einar Seðlabaninn bauðst til að kaupa Evruna á 210 krónur íslenskar. Það er yfirverð miðað við skráð gengi kr. 163 krónur eða rúmlega 22% hærra verð en skráð gegni íslensku krónunnar.
Jón Magnússon, 17.8.2011 kl. 13:34
Sæll Jón,
Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni. Aflandsgengi(markaðsgengi) íslensku krónunnar er lækkanid og var í dag um 263 Íkr € miðað við haftagengi Seðlabankans sem var um 164 Íkr og það að þeir geta ekki keypt € á 210 Íkr sem er þarna mitt á milli segir væntanlega þá sögu að raunverulegt raungengi krónunnar er nærri aflandsgenginu en haftagenginu.
Við erum með ríkisstjórn sem hangir á eins manns meirihluta og virðist í raun hafa gefist upp á fjárlagahallanum sem er væntanlega hlutfallslega stærri en sá gríski þegar afborganir skulda koma í kjölfarirð. Hagkerfið er ekkert að vaxa. Raunar er ekkert af viti að gerast hérna og ríkisstjórnin er með líkvöku yfir viðskiptalífi landsins. Ekki er traustið mikið á þessari ráð og dáðlausu ríkisstjórn en það ber ekki mikið á tillögum stjórnarandstöðunnar sem ber í raun ábyrð á að hafa látið ríkisútgjöldin blásið út um 33% á hvern einstakliing á tæpum 10 árum frá 2000 til 2009 og það er væntanlega heimsmet í vestrænu þjóðfélagi. Þetta þarf allt að fara til baka og enda verður þjóðfélagið ekki með meira milli handanna en í besta falli það sem við höfðum árið 2000 fært til dagsins í dag enda bætast vaxtagreislur og jafnvel niðurgreiðslur lána inn í myndina en það gleypti raunar næstum 20% af skattekjum ríkisins í fyrra og það bólgnar ár frá ári að óbreyttu.
Á Stöð 2 var vísað í það að það treystu 29% stjórnarandstöðunni til að taka við og 45% treystu þeim alls ekki þanning að ástandið virðist nokkuð vonlaust. IMF er farið frá landinu.
Við ekki haldið áfram að vefja okkur í skuldir og án þess að ná jafnvægi verður vitavonlaust að hætta gjaldeyrishöftunum og með þau verður engin alvöru atvinnuuppbygging þanning að þjóðfélagið virðist í pattstöðu þar sam jafnvægi á ríkisútgjöldunum virðist forsendan og það getur ekki ráðlaus stjórn, þjóð virðist ekki gera sér grein fyrir stöðunni nema að litlu leiti og umræðan einkennist af argaþrasi og illmælgi og uppnefnum.
Kv.
Gunnr (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.