Leita í fréttum mbl.is

Þórólfur hér og Þórólfur þar

Nóbelsskáldið hitti naglann á höfuðið þegar hann lýsti umræðuhefð  íslendinga.

Það er nöturlegt að fylgjast með því hvað sumir hagsmunaaðilar, talsmenn bændasamtakanna þessa daganna, hafa takmarkaða þekkingu á mál- og skoðanafrelsi.

Þórólfur Matthíasson prófessor hefur í nokkrum greinum vakið athygli á styrkjum til sauðfjárræktar og segir upplýsingar sínar komnar frá Bændasamtökunum. Talsmenn bænda hafa hreytt fúkyrðum í Þórólf og reitt til höggs gegn starfsfélögum hans, en ekki sýnt fram á að Þórólfur fari nokkursstaðar með rangt mál.  Þetta geta tæpast talist ásættanleg vinnubrögð í lýðræðisþjóðfélagi.

Hvort sem okkur likar betur eða verr þá er sauðakjöt dýrt í framleiðslu. Framleiðslan er óhagkvæm og dýr. Flest sauðfjárbú eru of lítil. Ríkisstyrkir eru of miklir. Verð til neytenda er of hátt. Bændur hafa ekki viðunandi kjör. Er þetta ekki mergur málsins?

Viðfangsefnið er þá, hvernig verður komið á betri framleiðsluháttum sem stuðla að hagkvæmni, betri afkomu, lækkuðu vöruverði og minni styrkja. Af hverju ekki að ræða þetta í alvöru. Bændur eiga ekki lögvarinn rétt til þess að skattgreiðendur borgi endalaust framleiðslustyrki.

Ég vorkenni Þórólfi Matthíassyni að vera í þessari orrahríð. Fyrir 30 árum skrifaði ég framsækna grein í Morgunblaðið, þar sem sagði m.a. "Búum þarf að fækka og þau þurfa að stækka."  Talsmenn bændasamtakanna á þeim tíma ærðust  og ég stóð í  látlausum ritdeilum  við hvern tindátann úr Bændahöllinni  á fætur öðrum. Þeir voru sendir fram með skipulegum hætti. 

Þessi orð voru rétt eins og komið hefur á daginn. Með sama hætti sýnist mér að Þórólfur Matthíasson prófessor hafi rökin sín megin i málflutningi sínum um sauðfjárbúskapinn.

Talsmenn bænda eiga því að taka á málflutningi Þórólfs af karlmennsku ef þeir telja hann rangan og sýna fram á það með rökum í stað þess að fara í lúalegt stríð gegn einstaklingi sem setur fram skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þótt Þórólfur hafi sótt upplýsingar í Bændahöllina er það engin trygging fyrir því að hann komist að réttri niðurstöðu.

Þessi sami Þórólfur sótti upplýsingar um Icesave til stjórnvalda og komst að niðurstöðu. Hann setti hana fram í dómsdagsspá, eins og þú eflaust manst eftir. Hann reyndist hafa rangt fyrir sér í öllum atriðum. Öllum!

Athugasemdir bænda varða skoðana- og málfrelsi nákvæmlega ekki neitt. Þeir settu fram málefnalegar og ítarlegar athugasemdir í Bændablaðinu og á vef blaðsins. Þar var hvorki reitt til höggs né fúkyrðum hreytt.

Haraldur Hansson, 25.8.2011 kl. 23:23

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Smá eftirskrift um aukaatriði:

Aðal framleiðsluvara sauðfjárbænda er lambakjöt en ekki sauðakjöt. Það er önnur afurð.

Það er hægt að kaupa sauðkjöt beint frá býli og í stöku verslunum, eins og Fjarðarkaupum, fyrir jólin.

Ef þú gast flaskað á þessu er ekki loku fyrir það skotið að Þórólfur feili á einhverju líka. En samt, ég tek undir það sem þú segir að sé "mergur málsins", en hin raunverulega deila er ekki um það.

Haraldur Hansson, 25.8.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þú hefðir ekki lesið skrif beggja aðila í málinu.

Rökstuðningur Þórólf hefur verið villandi og oft byggður á gömlum og úreltum upplýsingum, þetta hafa talsmenn bent á og hrakið mál Þórólfs að mestu.

Vissulega þarf að huga að þróun í landbúnaði, eins og öllum öðrum atvinnurekstri. Þar hafa bændur vissulega staðið sig vel. Þróun í Íslenskum landbúnaði hefur verið mikill  nú síðustu 15 - 20 árin. Mun meiri en víðast annarstaðar. Hugsanlega vegna þess að fyrir þann tíma voru Íslenskir bændur nokkuð á eftir þróunninni en í dag standa íslenskir bændur kollegum sínum erlendis fyllilega jafnfætis.

Þó hefur ekki verið farið í svokölluð verksmiðjubú hér á landi, eins og þekkjast erlendis. Það er vonandi að svo verði aldrei. Afleiðingar slíkra búa fyrir nágrennið hafa alltaf verið skelfilegar, meðferð skeppna á þeim er til skammar og ætti hvergi að sjást auk þess sem arðsemi þeirra búa hefur verið slæm. Það er því ekki skrítið að t.d. í USA er byrjuð markviss stefna þess að fækka þeim búum og snúa til baka. Sum ríki þar eyða nú gífurlegum fjármunum í þessum tilgangi.

Um það með hvaða hætti skuli greitt fyrir framleiðslu matvæla er endlaust hægt að deila. Það er þó vitað að flest eða öll vestræn lönd hafa ákveðið að niðurgreiða þessa framleiðslu, með ýmsum hætti. Þar er Ísland ekkert einsdæmi.

Eflaust mætti gera breytingar á því hvernig þeim fjárhæðum er skipt sem notaðar eru í þessum tilgangi, en hvorki Þórólfur né neinn annar hefur bent á aðra leið en þá sem nú er. Einungis er nefnt hversu mikið þetta kostar og gefið í skyn að við gætum sparað þetta fé.

Það er ljóst að ef niðurgreiðslur til framleiðslu matvæla hér á landi verða lagðar niður mun matarverð hækka verulega og þá mun að sjálf sögðu verða enn háværari krafa um frjálsari innfluttning. Ef að því verður gengið mun landbúnaður vissulega leggjast af á Íslandi og við verða háð öðrum þjóðum um matvæli.

Það er einnig ljóst að ef sú staða kemur upp munu aðrar þjóðir ekki sætta sig við að niðurgreiða matvælaframleiðslu til okkar og krefjast þess að við greiðum fullt framleiðsluverð fyrir vöruna.

Hvar stöndum við þá?

Gunnar Heiðarsson, 26.8.2011 kl. 08:29

4 identicon

Þórólfur hefur rétt fyrir sér í öllum meginatriðum.Gögn sín hefur hann frá Hagþjónustu bænda, úr búvörusamningi og frá fjármálaráðuneytinu. það hafa margir sagt og ritað það sama og Þórólfur gerir núna.Þeim mun undarlegri eru viðbrögð Landssambands sauðfjárbænda.Hvernig dettur nokkrum manni í hug að kvarta yfir skrifum fræðimanns við rektor HÍ og neita síðan samstarfi við hagfræðistofnun HÍ ?þannig haga menn sér sem hafa engin rök lengur. Í viðtali sögðu talsmenn bænda að Þórólfur vildi leggja sauðfjárrækt niður.Ef lesskilningur þeirra er slíkur þá biðjum við bara guð að hjálpa þeim og okkur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 09:34

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er ráðist á bændastettina úr öllum áttum- af vafasamri þekkingu á því sem er í umræðunni.

Allstaðar í Evrópu fá bændur styrki.

 Verð þessarar afurðar fer ekki beint til bænda- það þarf að fækka milliliðum.

Veit Lögmaðurinn að það þarf  SLÁTURHÚS SEM TEKUR HÁTT VERÐ af afurð bænda- þar vinnur fjöldi fólks- kjötiðnaðarmenn vinna við þessa afurð- flutningafyrirtæki ?

 bændur eru skuldsettir uppfyrir haus !

Eg er ekki í tegslum við þetta fólk en er þakklát fyrir góðann mat úr Íslenskri náttúru- og að einhver skuli nota starfsæfina í að framleiða vöru- sem allir vilja kaupa- nema Íslendingar- þeir vilja innflutt !

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.8.2011 kl. 17:29

6 Smámynd: Elle_

Jón, ég vorkenni Þórólfi Matthíssyni ekki hætis hót, minnug þvælu hans um ICESAVE.  Jú, það kemur þessu við, hann svífst einskis til að koma okkur inn í E-sambandið fyrir hrollvekjuflokk Jóhönnu.  Hann laug ítrekað um sökkvandi skipið Ísland ef við ekki borguðum kúgunarsamning Breta, Hollendinga og E-sambandsins og ICESAVE-STJÓRNAR Jóhönnu.  

Ögmundur skrifaði um það þegar Þórólfur fór til Noregs að níða okkur fyrir kúgunarsamning Jóhönnu og Steingríms: NÍÐSKRIF Í NOREGI

Það er orðið óviðunandi og bara óþolandi hvað E-sambands-fíklar voga sér að ráðast á heiðarlega bændur og sjómenn eins og þeir væru glæpamenn fyrir það eitt að vilja ekki sættast á fullveldisafsal þeirra.

Elle_, 27.8.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband