Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir á Suðurnesjum styðja Guðlaug Þór

Vinstri grænir á Suðurnesjum lýsa yfir stuðningi við málaleitan Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um rannsókn á falli Sparisjóðs Keflavíkur og aðdraganda þess.  Guðlaugur Þór hlýtur að vonum að vera ánægður með stuðning úr þessari óvæntu átt.

Ekki er á vísan að róa með það að formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon verði eins ánægður með þessa ályktun flokkssystkina sinna.  Engin ráðamaður hefur haft eins mikið um málefni sparisjóðanna að segja og Steingrímur J. Sigfússon og að því er virðist skipað húskörlum sínum að heimila undanþágur fyrir sparisjóði, sem ekki uppflylltu skilyrði laga um fjármálafyrirtæki. Það verður því kærkomið að rannsaka til hlítar hvernig á því stendur t.d. að málefni Byr og Sparisjóðs Keflavíkur síðar Spar/Kef skuli vera í þeim ógöngum með tilheyrandi milljarðakostnaði fyrir ríkissjóð sem raun ber vitni.  Nærtækt virðist að ætla að  fjármálaráðherra, þessi sami Steingrímur J., beri mestu ábyrgð á þeirri ævintýraferð sem farið hefur verið í með gjaldþrota sparisjóði.

Það væri e.t.v. ekki úr vegi að Vinstri grænir á Suðurnesjum brytu odd af oflæti sínu og keyptu og læsu grein þingmanns síns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um málið í Morgunblaðinu, en greinin birtist  fyrir nokkrum dögum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband