Leita í fréttum mbl.is

Landið sem rís ekki

Frá hruni fyrir tæpum 3 árum hefur verið stanslaus samdráttur  þjóðarframleiðslu. Við erum eina landið í Evrópu þar sem slíkur samdráttur er.

Samdráttur í þjóðarframleiðslu þýðir að það er minna sem við gerum og minni verðmæti sem við framleiðum. Allt minnkar nema ríkisútgjöldin og verðtryggðu lánin. En það eru minni tekjur til að standa undir þessu.

Tölurnar segja hins vegar allt annað því miður en það sem Jóhanna og Steingrímur halda fram.  Þau eru ánægð yfir að útskrifast úr skóla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins án þess að starfsfólk þess góða sjóðs, sem er kurteist fólk, hreyti í þau ónotum.

Það grafalvarlegt að kreppan skuli stöðugt vera að dýpka.  Samdráttur var fyrirsjáanlegur við bankahrun,  en fáa óraði fyrir að hann yrði jafn mikill og  langur og raunin er.

Forgangsatriði er að komast út úr kreppunni. Stjórnmálastéttin hefur ekki áttað sig á því.  Þess vegna er almenningur fullur tortryggni og treystir stjórnmálamönnum og flokkum illa. Mest er stjörnuhrapið hjá Steingrími J., en um 6% aðspurðra í nýlegri skoðanakönnun sögðust geta hugsað sér að kjósa Vinstri græna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Raunviriðismatið sem ræður úrslitum er kaupands. Minni virðing getur skilað lægra mati, og mikið meiri vinnu af hálfu seljanda. Nema hann hafi val til selja einhverjum öðrum.  Við fá 1,0% neikvæð árlega  ókeypis eins og öll Vesturlönd að meðaltali.  CIA gefur upp meðaltekjur í uppgjörum allra keppnisríkja heims um 4,5% , þá eru verulegir hagmunir : real interests að  sýna meiri hagvöxt  eða fjárfesta í honum sjá Kína, Indland og Brasilíu. Real intrests. Íslands markaður  er í samanburði að setja heimsmeti í neikvæðum Ríkistekjum.  Ég segi að sumt verður ekki kennt það er meðfædd.   Svo sem hæfi.  Það er öfugt að fjáfesta í neikvæðum þjóðartekjum og  rekstri sem hefur sannaði sig til lengri tíma neikvæðan. Menn lifa ekki af hugsjónum einum saman. Íslandsmarkaður getur ekki skokkið lengra niður i skítinn.

Júlíus Björnsson, 10.9.2011 kl. 20:40

2 Smámynd: Elle_

Ekki neitt mun lagast meðan Jóhönnuflokkurinn er þarna, Jón.  Og með Steingrím J. í vasanum og hann stjórnandi VG með harði hendi og ógnarvaldi meðan flokkurinn að mestu þegir.  Mál málanna snýst ekkert um hag lands og þjóðar í þeirri hrollvekju, heldur skal öllu fórnað fyrir verðandi E-stórveldið.  Hvað veldur að Jóhanna og co. og Steingrímur komast upp með það?

Elle_, 11.9.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband