Leita í fréttum mbl.is

Ekki hnattræn hlýnun segir Nóbelsverðlaunahafi

Ivar Giaever prófessor og Nóbelsverðlaunahafi hefur sagt sig úr alþjóðlegu vísindaráði (American Physical Society)  til að mótmæla staðhæfingum þess um hnattræna hlýnun. Prófessorinn sem vann Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1973 segir að hnattræn hlýnun hafi orðið að nýjum trúarbrögðum í heiminum.

Prófessorinn sem á sínum tíma studdi Obama til að verða forseti hefur síðan gagnrýnt stefnu hans varðandi hnattræna hlýnun og segir að allt of mikið sé gert úr málinu og loftslag hafi verið einstaklega stöðugt í síðustu 150 ár.

Vísindaráðið sem prófessorinn sagði sig úr harmar úrsögn hans og segir hana byggða á misskilningi.

En er það ekki þannig að vísindasamfélagið hefur fengið billjónir á billjónir ofan frá stjórnmálamönnum sem trúa á hnattræna hlýnun af mannavöldum og dansa eftir þeim pípum og búa til vísindalegar niðurstöður í samræmi við það.

Því miður er háskóla- og vísindasamfélaginu í dag lítt treystandi og mætti minna á það hvernig viðskipta- og hagfræðideildir háskólanna íslensku dönsuðu eftir bumbum banka og útrásarvíkinga fram að bankahruni.

En sem betur fer eru enn til heiðarlegir vísindamenn sem neita að fórna heiðri sínum sem vísindamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið það Jón að fræðileg rök almennt og pólitík eiga litla samleið.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 12:45

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir afmæliskveðjurnar.

Örugglega mikið til í því að fjölmiðlar og jafnvel vísindasamfélagið slái skjaldborg um rétthugsun sbr. hvalveiðar og kvótakerfi í sjávarútvegi. En þessu tengt, nýlega var það hlutskipti "hinnar hreinu, tæru og ómenguðu vinstristjórnar" að innleiða tilskipun ESB um framseljanlega mengunarkvóta andrúmsloftsins. Þannig má halda því fram að það hafi orðið hlutskipti stjórnar Jóhönnu að einkavæða andrúmsloftið og kvótaþegarnir til frambúðar eru einkum erlend álfyrirtæki, sem gætu breytt tilgangi sínum í "mengunarkvótaleigufyrirtæki"

"Það sem vildi varast vann, varð að koma yfir hann."

Sigurður Þórðarson, 26.9.2011 kl. 12:49

3 identicon

Er ekki málið það Jón að fræðileg rök almennt og pólitík virðast eiga litla samleið.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 12:49

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þetta ov vona að menn fari að segja sannleikan.

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 13:14

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Sæll Jón.

Ivar Giaever prófessor og Nóbelsverðlaunahafi fæddist árið 1929 í Noregi en fluttist 25 ára gamall til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna.

Árið 1973 deildi hann Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði með Leo Esaki og Brian Josephson.  Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir á sviði hálfleiðaraeðlisfræði og ofurleiðni.  Mjög áhugavert svið fannst mér á sínum tíma, sérstaklega þetta svokallaða "tunnel effect" sem við lærðum um í gamla daga í HÍ og LTH :-)

Hér er bréfið sem hann sendi  sendi:



From: Ivar Giaever [ mailto:giaever@XXXX.com]

Sent: Tuesday, September 13, 2011 3:42 PM
To:
kirby@aps.org
Cc: Robert H. Austin; 'William Happer'; 'Larry Gould'; 'S. Fred Singer'; Roger Cohen
Subject: I resign from APS

Dear Ms. Kirby

Thank you for your letter inquiring about my membership. I did not renew it because I can not live with the statement below:

Emissions of greenhouse gases from human activities are changing the atmosphere in ways that affect the Earth's climate. Greenhouse gases include carbon dioxide as well as methane, nitrous oxide and other gases. They are emitted from fossil fuel combustion and a range of industrial and agricultural processes.
The evidence is incontrovertible: Global warming is occurring.
If no mitigating actions are taken, significant disruptions in the Earth's physical and ecological systems, social systems, security and human health are likely to occur. We must reduce emissions of greenhouse gases beginning now.

In the APS it is ok to discuss whether the mass of the proton changes over time and how a multi-universe behaves, but the evidence of global warming is incontrovertible? The claim (how can you measure the average temperature of the whole earth for a whole year?) is that the temperature has changed from ~288.0 to ~288.8 degree Kelvin in about 150 years, which (if true) means to me is that the temperature has been amazingly stable, and both human health and happiness have definitely improved in this 'warming' period.

Best regards,

Ivar Giaever

Nobel Laureate 1973

PS. I included a copy to a few people in case they feel like using the information.

********************************************************************************************************
Ivar Giaever
XXX XXX
XXX
USA
Phone XXX XXX XXX
Fax XXX XXX XXX



 

Ágúst H Bjarnason, 26.9.2011 kl. 15:24

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Langar bara að setja hér tvo tengla. Annar bendir á CarbFix verkefnið sem blogghöfundur telur væntanlega dæmi um óheiðarlega vísindamenn.

Hinn leiðir á fyrirbæri sem kallast Vísindavaka. Á þeirri síðu segir m.a:

 "Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi."

Kannski blogghöfundur hefði átt að kíkja á Vísindavökuna og kynna sér fyrirbærið "vísindi"...!?

Svo er athyglisvert að dæmin sem hann nefnir um ómögulegheit háskóla- og vísindasamfélagsins skuli vera viðskipta- og hagfræði, greinar sem kenndar eru á félagsvísindasviði - eins og lögfræði...

Því miður verð ég að segja að þessi skrif hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi alþingismanns auka ekki traust á ofangreindum stofnunum!

Haraldur Rafn Ingvason, 26.9.2011 kl. 18:01

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hver "bjó til" hraðminnkandi jökla og hafís, færslu dýra norður á bóginn og hvert hlýindaárið á fætur öðru?

Ómar Ragnarsson, 26.9.2011 kl. 18:43

8 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er það þannig allt of oft Kristján.

Jón Magnússon, 26.9.2011 kl. 21:47

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Valdimar. Það vona ég líka.

Jón Magnússon, 26.9.2011 kl. 21:48

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta Ágúst þú ert alltaf mörgum skrefum á undan mér.

Jón Magnússon, 26.9.2011 kl. 21:50

11 Smámynd: Jón Magnússon

Haraldur ég hef engar forsendur til að dæma um þá vísindamenn sem þú vísar til með link. Sem betur fer eru margir vísindasmenn heiðarlegir menn og láta ekki fé eða vegtyllur rugla sig í ríminu. En það eru hins vegar margir sem gera það því miður.  Já ég nefni sérstaklega viðskipta- og hagfræðigreinar af því að íslenska háskólasamfélagið að langmestu leyti í þessum greinum dansaði stríðsdans með bönkum og útrásarvíkingum. Ég vil bara benda þér á tvö atriði sem hefðu átt að valda því að vísindamenn í hagfræði hefðu fjallað um málið þ.e. annars vegar hlutabréfabólan á Íslandi sem varð miklu stærri en í nágranna og viðjmiðunarlöndum. Í annan stað jöklabréfin þegar menn fóru að flytja inn peninga en út vexti.  Ég vakti athygli á hvoru tveggja ítrekað en fékk ekki mikinn stuðning frá háskólasamfélaginu því miður af hverju skyldi það hafa verið Haraldur? Ég hef satt að segja oft velt því fyrir mér.

Jón Magnússon, 26.9.2011 kl. 21:56

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er eins og Helgi Hóseasson sé endurborin. Hver bjó til sýkla o.s.frv. Það eru alltaf sveiflur Ómar og Ivar þessi bendir á það að hitamismunurinn og sveiflurnar síðustu 150 ár séu ótrúlega litlar. Það þýðir hins vegar ekki það að það breystist veður á ákveðnum stöðum á jörðinni það er alltaf að gerast.  En spurningin er hvort það sé af mannavöldum eða náttúran sjálf og hvort það afsaki miðað við þau ófullkomnum kennileiti sem við höfum að henda trilljónumaf dollurum  í meinta hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Jón Magnússon, 26.9.2011 kl. 21:59

13 Smámynd: Einar Karl

Hinn 82 ára gamli eðlisfræðingur er örugglega mætur maður, en hann er ekki í farabroddi í þessari grein vísinda, hefur raunar ekki skrifað neina ritrýnda grein um loftslagsvísindi.

Mér finnst síðuhöfundur djarfur að flokka mikinn meirihluta sérfræðinga í veðurfræði og loftslagsvísindum, m.a. marga sérfræðinga íslenska svo sem Halldór Björnsson sem talaði á Vísindavökunni sem hér var vísað til, sem óheiðarlega.

Veit Hæstaréttarlögmaðurinn eitthvað sem þeir vita ekki?

Einar Karl, 26.9.2011 kl. 22:24

14 Smámynd: Jón Magnússon

En Einar Karl er það ekki rétt sem hann segir og hefur hann ekki rétt til að hafa skoðun þó hann sé orðinn 82 ára? Ég hef aldrei sagt að Halldór Björnsson sé óheiðarlegur veit ekki einu sinni hver hann er og þekki ekki til hans starfa. Þú hefur eitthvað mislesið Einar.  Það er síðan þannig Einar að ég hef kynnt mér þessi mál í töluvert langan tíma sem leikmaður með svipuðum hætti og t.d. fyrrverandi fjármálaráðherar Breta Nigel Lawson, en hann gaf út bók fyrir 3 árum síðan um málið þar sem hann kemst það þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af mannavöldum sé ekki fyrir hendi.  Rökin sem hann færði fram í bók sinni eru mjög sannfærandi þú ættir að lesa hana Einar.

Jón Magnússon, 27.9.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 72
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 3909
  • Frá upphafi: 2428130

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 3609
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband