Leita í fréttum mbl.is

Enn skilja Jóhanna og Steingrímur ekkert

Friðsöm mótmæli voru við Alþingishúsið þegar Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Hvorki hún né meðreiðarsveinn hennar hann Steingrímur átta sig á hverju fólk er fyrst og fremst að mótmæla.

Þessi mótmæli voru sjálfsprottin að því leyti að enginn hópur eða samtök boðuðu til mótmælanna. Þeir einu sem mæltu með því að fólk mætti og mótmæltu hvöttu fólk til að mótmæla verðtryggingunni og okri á neytendur.  Um það snérust mótmælin. Að sjálfsögðu skildu Jóhanna og Steingrímur það ekki. Af því er ljóst að það þarf heldur betur að grípa til kröftugri aðgerða til að þau átti sig á því að fólk krefst réttlætis og sambærilegra kjara og fólk hefur í nágrannalöndunum einkum í lánamálum.

Næst þarf að efna til friðsamlegra mótmæla á skrifstofum ASÍ og Eflíngar til að mótmæla svikum verkalýðsrekendanna við umbjóðendur sína. Þar sitja skriffinnar sem berjast fyrir verðtryggingu og lánaokri.

En átti þau Jóhanna og Steingrímur sig ekki á kalli friðsamra mótmælenda þá þarf greinilega að gefa þeim sterkara meðal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Góður pistill hjá þér Jón - Það er greinilega rétt að sterkara meðal er það sem Jóhanna og Steingrímur þurfa - Hef trú á því að þau fái það meðal!

Benedikta E, 4.10.2011 kl. 00:33

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Benedikta. Því miður þá virðast Steingrímur og Jóhanna ekki virða eða skilja friðsöm mótmæli.

Jón Magnússon, 4.10.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 715
  • Sl. sólarhring: 722
  • Sl. viku: 4762
  • Frá upphafi: 2427606

Annað

  • Innlit í dag: 644
  • Innlit sl. viku: 4404
  • Gestir í dag: 607
  • IP-tölur í dag: 588

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband