Leita í fréttum mbl.is

Vinstri hendin veit ekki hvað sú hægri gerir

Þegar Jesús talaði um gjafmildi sagði hann að það ætti að gefa með því hugarfari að vinstri hendin vissi ekki hvað sú hægri gerði. Boðskapurinn er sá að gefa án þess að nokkur iðrun eða eftirsjá sé vegna gjafarinnar.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur  greinilega misskilið kenningu Krists. Jóhanna heldur að það að vinstri hendin viti ekki hvað sú hægri gerir þegar um gjafir er að ræða þýði það að vinstri hendin eigi að taka til baka það sem sú hægri gefur. Í sjálfu sér er það í anda sósíalismans alls staðar þar sem hann er praktíseraður.

Jóhanna hefur ákveðið að skerða fjárframlög til Háskóla Íslands um hundruði milljóna á næstu árum. Á sama tíma tilkynnir sama Jóhanna að ríkisstjórnin ætli að gefa Háskólanum á annann milljarð króna. Jóhanna gefur og Jóhanna tekur.

Aðspurð um það hvar hún ætli að finna peningana sem gefa á Háskóla Íslands. Þá segist Jóhanna muni finna þá án frekari skýringa.

Ef til vill verður meira skorið niður hjá Háskóla Íslands svo Jóhanna geti staðið við sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsaði einmitt um hendurnar á forsætisráðherra Ísraels þegar hann sagði að það að "viðurkenna " sjálfstæði Palestinu væri ekki í þágu friðar og 2 dögum seinna gaf leyfi fyrir 1200 byggingum í Austur Jerúsalem. Allir vita (sem hafa lesið grunnrökin ) að Jerúsalem er ekki hluti Ísraels (1948) og bitabeinn 3 trúarbragða. Austur-Jerúsalem hefur alltaf tilheyrt Palestínumönnum, eða lengur en byggð á Íslandi höfst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 23:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég lærði að þessi orð hins meinta jesú þýddu að maður ætti að gefa án þess að ætlast til neins til baka. Hvorki lof né prís. Að gefa án þess að nokkur fái að vita af því nema þú. Jafnvel ekki sá sem þiggur.

Vona að pólitíkus hafi aðra túlkun á þessu, enda er boðskapurinn teigjanlegur í þessum fræðum og háður hentisemi. Það er því öllum frjálst að klæðskerasníða hann.

Þú veist annars náttúrlega að Jesú væri sósíalisti hefði hann verið til. Það felst í nafninu á kenningunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er raunar allt annað mál sem þú ert að tala um Anna.  Jerúsalem hefur ítrekað verið eytt m.a. eftir að landnám hófst á Íslandi. Það breytir hins vegar ekki því að það fólk sem býr þar og er ekki Gyðingar eiga sinn rétt, en mér sýndist þegar ég kom til Jerúsalem að réttur þeirra sem búa í Austur Jerúsalem, en þar eru aðallega Palestínumenn, væri af mjög svo skornum skammti. Því miður.

Jón Magnússon, 9.10.2011 kl. 10:40

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já þetta er alveg rétt hjá þér og láta ekki heiminn vita sem og að gjöfin væri án eftirmála þ.e. að iðrast ekki yfir að hafa gefið. Ég sé ekki að við höfum neitt mismunandi túlkun eða sjónarmið á þessum orðum Jesú Jón Steinar enda túlkunin ekki langsótt eða flókin.

Þessi palladómur um stjórnmálaskoðanir Jesú, Jón Steinar er að sjálfsögðu úr lausu lofti gripinn. En ef það er friðþæging fyrir sósíalista að vilja eigna sér Jesús af hverju hefur helsta andstaðan við kenningar hans komið úr  röðum sósíalista. Nú síðast þegar forustufólk Samfylkingarinnar úthýsir kristinni boðun úr skólum borgarinnar. 

Jón Magnússon, 9.10.2011 kl. 10:44

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Af hverju er verið að blanda honum Jesú í fjármál háskólans og aumingjalegan forsætisráðherra íslands. Kannski koma peningar frá...nú var ég næstum dottinn inn á sama veg. Best að ekkert skrifa um háskólan, pöntunarlistaverslun fyrir pólitískar skoðanir.

Eyjólfur Jónsson, 9.10.2011 kl. 12:37

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Erfitt er að fullyrða um stjórnmálaskoðanir frelsarans, en hæpið er að kenna hann við sósíalisma.

Jesús talaði í anda frjálshyggju; "eins og maðurinn sáir mun hann uppskera", "verður er verkamaður launanna" osfrv. Einnig boðaði hann fulkomið frelsi, en lagði áherslu á það, að fólk ætti að axla ábyrgð eigin gjörða.

Hann sagði dæmisögu af trúum þjóni sem ávaxtaði denara vel fyrir húsbónda sinn, trúi þjóninn fékk betur borgað en sá sem fór ekki eins vel með það sem honum var falið að varðveita.

Boðskapur Jesús var í anda hægri stefnu og frjálshyggju, enda eru hægri menn flestir kristnir á meðan vinstri menn flestir hafna kristinni trú.

En þetta er góður pistill hjá þér nafni, eins og allir svo það komi fram, ég nenni ekki alltaf að kommentera á pistlana þína, en ég les þá flesta og hef gagn af.

Jón Ríkharðsson, 9.10.2011 kl. 12:45

7 identicon

Ég hef kannski misskilið fréttina, en mér fannst aðalatriðið vera, að Jóhanna ætli sér að vera enn forsætisráðherra árið 2014, því að varla lætur hún aðra um að finna þá afmælisaura, sem hún þykist sjálf ætla að finna. Eða hvað? En það er laukrétt hjá Jóni, að gjöfin er undarleg. Þetta heitir á dönsku at fodre hunden med sin egen hale.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 15:08

8 Smámynd: Jón Magnússon

Í sjálfu sér var ekki verið að blanda Jesú í þetta með öðrum hætti en að vísa til þess sem hann talar um hinn glaða gefanda, sem gefur af  heilum hug en tekur ekki með vinstri hendinni sem hann gefur með hægri.  Svo er háskólinn annað mál Eyjólfur og með hvaða hætti hann starfar.

Jón Magnússon, 9.10.2011 kl. 18:04

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Jón minn Ríkharðsson ég geri það sama með þína. En það er vafasamt að kenna Jesú við ákveðna þjóðmálaskoðun. Ég geri það ekki.  En alla vega þá vildi hann leyfa einstaklingnum að taka sjálfur sínar ákvarðanir meira að segja hvernig hann ætti að nálgast trúna eða þá gera það alls ekki.

Jón Magnússon, 9.10.2011 kl. 18:06

10 Smámynd: Jón Magnússon

Já þetta held ég að sé alveg rétt skoðað hjá þér Sigurður

Jón Magnússon, 9.10.2011 kl. 18:12

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér nafni, enda var Kristur hafinn yfir allt pólitískt dægurþras. Hann var hvorki frjálshyggjumaður né sósíalsiti, hann var fyrir ofan þetta allt.

Ég var svona aðallega að stríða nafna okkar Steinari á góðlátlegan hátt, stundum kemur smá púki upp í mér og hann þarf að njóta sín, það lá ekki djúp hugsun þarna að baki.

En því er ekki hægt að neita, að fleiri hægri menn finna samhljóm í kristinni trú en sósíalistar, enda er hægri stefnan að mestu leiti byggð á kristnum gildum, þó það sé ekki tæmandi skýring á hinni góðu stjórnmálastefnu sem á hægri vængnum býr.

Jón Ríkharðsson, 10.10.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 493
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband