Leita í fréttum mbl.is

DDT er gott fyrir mig.

Ég sá myndskreytingu á tímariti Máls og menningar þar sem stóð. DDT er gott fyrir mig.  Þessi mynd minnti mig á það að vinstri elítan og umhverfisverndarsinnar og aðrir fulltrúar váfræðinnar komu því fram að undraefnið eins og það var kallað, DDT, var bannað.

En hvað er DDT?

DDT er eiturefni sem  vann kraftaverk. Þetta eiturefni drap mosquito flugur sem báru malaríu og bjargaði  milljónum mannslífa.  Þrátt fyrir þetta var DDT bannað þó að sannanir fyrir því að það ylli fólki eða búfé heilsutjóni  þegar efnið er notað með réttum hætti, væru ófullkomnar. En EPA (Environmental Protection Agency) umhverfisverndarstofnunin bannaði efnið engu að síður. Banninu var fagnað af vinstri sinnum eins og aðstandendum tímarits Máls og menningar. 

Bann EPA leiddi til minni framleiðslu á DDT og mjög takmarkaðrar notkunar. Hverjar hafa afleiðingarnar orðið? 

Á Sri Lanka voru um 3 milljónir malaríusýkinga og 7.300 dauðsföll vegna þess árið 1948. Vegna DDT þá voru sýkingarnar 1964 aðeins 17 og engin dó. Eftir að notkun DDT var hætt sýktust um 500 þúsund. 

Á milli 1950 og 1970 var malaríu nánast útrýmt og sá sem fann upp þetta undraefni Dr. Paul Muller fékk Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1948.  Árið 1970 var skrifað af vísindaráði Bandaríkjanna að DDT hefði komið í veg fyrir dauða 500 milljóna manna. 

Váfræðingunum gengur vafalaust oft gott til. En þeir gleyma því iðulega í offorsinu að í upphafi skyldi endirinn skoða. Þeir sem stóðu að banninu á DDt verða að viðurkenna það tjón sem þeir hafa unnið með því að banna efnið. Það er í samræmi við annað að helsta menningartímarit kommúnista á sínum tíma "Tímarit Máls og menningar." skuli telja eðlilegt að taka sérstaklega upp baráttuna gegn efninu sem bjargaði hundruðum milljóna manna á sama tíma og bannið veldur sýkingum og dauða fjölda fólks.

Væri nokkuð úr vegi að skoða þessar staðreyndir í sambandi við váfræðikenningarnar um loftslagsbreytingar af manna völdum.  Undarlegt að það eru sömu öflin í báðum tilvikum sem berjast fyrir banni á bann ofan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn eru farnir að gera sér pólitískan mat úr flestu. Trúboð í skólum og núna DDT. Allt er hey í harðindum. Hvað næst Jón Magnússon?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður þá er þetta ekki hey í harðindum Haukur.  Þegar vinstri menntamenn misstu guðinn sinn "roðann í austri" þá hafa þeir verið að reyna að fóta sig hugmyndafræðilega og hafa helst gripið til váfræðinnar þ.e. bann við hlutum vegna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. Banna asbest og DDT o.s.frv. Listinn er langur og það er full þörf á að vekja athygli á því hvað þessi vitleysa kostar mikið bæði í mannslífum og auknum ríkisútgjöldum.  En allt er þetta því marki brennt Haukur að þess er krafist að lögð séu höft á frelsi eintaklinga. Það er líka grunnintakið í hugmyndafræðinni. Þannig fellur váfræðin vel að vinstri menntaelítunar

Jón Magnússon, 10.10.2011 kl. 12:52

3 identicon

Tilviljunin réði því að minn fyrsti vinnuveitandi var J. R. Geigy AG, en hjá þessu fyrirtæki uppgötvaði Paul Müller árið 1939 eiginleika DDT’s sem “insecticide”. Efnið var ekki nýtt, hafði 65 árum áður, eða 1874, verið smíðað (synthesized). Mjög merkileg uppgötvan hjá Páli, sem bjargaði "óbeint" óteljandi mannslífum, eins og þú réttilega segir. En auðvitað var DDT barns sins tíma, en þá höfðu menn ekki áttað sig á “persistence” efnisins, sem gerir það hættulegt fyrir umhverfið (environment). En einmitt þessi áhrif DDT’s á umhverfið varð kveikjan að frægri bók; Silent Spring, eftir Rachel Carson. DDT er skilt PCB’s, en hið hættulega Dioxin er í þeim hópi. Prófessor Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi rektor HÍ, hefur skrifað um þessi efni í sínum Eyjapistlum. Sumar tegundir af asbesti eru hættulegar, þó ekki allar. Í dag reyna menn að forðast asbest. Og hvað loftslagsbreytinguna varðar, bendir flest til þess að brennsla á “fossil fuels”, hafi neikvæð áhrif á veðurfarið. En burt séð frá því, þá ættum við kannski að skilja eitthvað eftir af þeim efnum fyrir komandi kynslóðir. En að gera sér pólitískan mat úr þessum “issues” og blanda saman við vinstri pólitík,  “Tímarits Máls og menningar”, váfræði etc., er auðvitað bara galið, sorry. Þú ert víst lögfræðingur Jón Magnússon, einn af of mörgum á klakanum, “Schuster, bleib bei deinen Leisten”, segir maður hér í því þýskumælandi landi, þar sem ég er staddur. Kveðjur þaðan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 14:19

4 Smámynd: Þarfagreinir

Jón, þú hefðir betur lesið greinina í stað þess að láta þér nægja að skoða forsíðuna, því í henni eru einmitt raktar þrálátar rangfærslur um DDT og umhverfisvernd, á borð við þær sem þú býður upp á hér.

Um notkun DDT gegn malaríu á Sri Lanka segir þetta á Wikipedia:

"The WHO's anti-malaria campaign, which consisted mostly of spraying DDT, was initially very successful as well. For example, in Sri Lanka, the program reduced cases from about 3 million per year before spraying to just 29 in 1964. Thereafter the program was halted to save money and malaria rebounded to 600,000 cases in 1968 and the first quarter of 1969. The country resumed DDT vector control but the mosquitoes had acquired resistance in the interim, presumably because of continued agricultural use."

Sumsé, notkun DDT var hætt tvisvar á Sri Lanka, en í hvorugt skiptið höfðu umhverfisverndarsjónarmið nokkuð með ákvörðunina að gera. Þetta staðfesta fleiri heimildir á netinu, á borð við þessa: http://scienceblogs.com/deltoid/2005/02/ddt3.php

Hverjar eru þínar heimildir fyrir því að notkun DDT gegn malaríu hafi einhvern tímann verið bönnuð vegna umhverfisverndarsjónarmiða? Það kæmi ekki á óvart ef það væru 'conservative/libertarian think tanks', eða einhverjir sem éta upp rangfærslurnar frá slíkum aðilum ...

Þarfagreinir, 10.10.2011 kl. 18:36

5 Smámynd: Zaraþústra

Vissulega er DDT gott til að berjast gegn malaríu, en það hefur oft óæskilegar aukaverkanir. Það eru til aðrar leiðir til þess að berjast gegn malaríu og hafa verið reyndar með góðum árangri og betri en DDT, til dæmis í Víetnam. Vandamálið er ekki að menn hafi hætt að nota DDT heldur er vandamálið það einfaldlega að menn hafa á mörgum stöðum einfaldlega ekki sinnt forvörnum almennilega, eins og í Sri Lanka. Menn hætta ekki bara að berjast við faraldur í miðjum klíðum og gera svo ekkert annað, það hefur ekkert með bann á DDT að gera heldur einfaldlega almennt aðgerðarleysi.

Zaraþústra, 10.10.2011 kl. 19:00

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég þakka fyrir ykkar innlegg, Haukur, Þarfagreinir og Zaraþústra. Mínar upplýsingar eru úr grein eftir bandaríkjamanninn Walter E. Williams.  Williams er vafalaust hægri sinnaður þarfagreinir þó ég hafi ekki googlað hann eða skoðað nákvæmlega. Þetta var einnig í samræmið við það sem ég hafði kynnt mér annarsstaðar frá varðandi aðsóknina að DDT. Vissulega geri ég mér grein fyrir því Haukur að DDT er hættulegt eiturefni. Þess vegna hafði það svona mikil áhrif. Ég mun fletta upp einu orði í þýsku tilvitnuninni þinni þannig að ég nái merkingunni.  Þakka þér svo fyrir þitt innlegg Zaraþústra ég er alveg sammála þér með forvarnirnar.

En eftir stendur hvort það var afsakanlegt að banna notkun DDT?

Jón Magnússon, 10.10.2011 kl. 21:13

7 identicon

Walter E. Williams er af svipuðu kaliberi og Herman Cain (sjá pistil Egils frá því í gær) og Rush Limbaugh. Enda allir þrír “close friends”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 21:51

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég les almennt ekki pistla Egils, en eru þetta ekki allt saman miklir ágætis menn. Er Williams ekki í góðum hópi.

Jón Magnússon, 10.10.2011 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband