Leita í fréttum mbl.is

Á Ólafur Ragnar að fagna?

Í útvarpsfréttum í morgun var sagt að mikill meiri hluti styddi sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson. Sama mátti líka lesa á vefmiðlum. En þegar að er gáð þá er þetta ekki rétt.

Miðað við upplýsingar á netmiðlum, var spurt hvort fólk gæti hugsað sér að endurkjósa forsetann í næstu forsetakosningum. Þetta er ávirk spurning og stjórnmálafræðingur eins og Ólafur Ragnar veit vel hvað það þýðir.

Af þeim sem spurðir voru sögðu 40.27% að þeir gætu hugsað sér að kjósa Ólaf, en 59.73% aðspurðra neituðu alfarið að  styðja Ólaf eða tóku ekki afstöðu til þessarar ávirku spurningar.

Sínum augum lítur að sjálfsögðu hver á silfrið. Fjölmiðlamenn láta eins og forsetinn eigi að vera harla glaður og meta stöðu sína sterka út frá könnuninni.  Ég fæ ekki séð að það sé rétt niðurstaða.

Hafi Ólafur Ragnar Grímsson það í huga að bjóða sig fram til forseta einu sinni enn, þá hlítur það að vera áhyggjuefni fyrir hann að tæp 60% skuli ekki lýsa yfir stuðningi við hann.

Ég man ekki eftir að sitjandi forseti hafi mælst með jafn lítið fylgi meðal kjósenda og samkvæmt þessari könnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver lét gera könnunina og hver hannaði spurningarnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 23:15

2 Smámynd: Sandy

Ég ætla bara rétt að vona að Hr.Ólafur Ragnar gefi kost á sér aftur,ég held að fáir fari í hans spor og neiti undirskrift kolómögulegra laga eins og hann hefur gert og bjargað þjóðinni frá ólögmætum greiðslum eins og Icesave.

Sandy, 25.11.2011 kl. 06:45

3 Smámynd: Jón Magnússon

MMR minnir mig að fyrirtækið heiti Gunnar og þetta er ávirk spurning í skoðanakönnun miðað við fréttir. Ég veit ekki hver hannaði spurninguna en það er ljóst að það er einhver sem styður Ólaf Ragnar alveg eins og nokkrar kannanir undanfarið sem eru með sama svipmóti: Gætir þú hugsað þér að kjósa lista sem Guðmundur Steingrímsson veitti forgöngu. Eða: Telur þú að Hanna Birna vinni meira fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Bjarni Benediktsson. Það er alltaf hægt að spyrja svona ávirkra spurninga en svona kannanir segja ákaflega lítið.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:31

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já Sandý eins og ég hef oft sagt sínum augum lítur hver á silfrið.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg sammála, Jón, en ertu ósáttur við embættisstörf Ólafs?

 Ég undanskil fjölmiðlalögin því ég reikna með að þú hafir verið ósáttur við hann í því máli.

Mér finnst hann hafa staðið sig svo vel í Icesave málinu, ekki bara að neita að staðfesta lögin um þau, heldur einnig hvernig hann hefur kynnt málstað Íslands á erlendum vettvangi.

Annað en sagt verður um mállausu mannafæluna í Forsætisráðuneytinu og hnefasteytirinn í Fjármálaráðuneytinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 23:50

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hvort ég er sáttur við Ólaf Ragnar sem forseta eða ekki kemur þessu máli í sjálfu sér ekki við. Ég er sáttur við margt en ósáttur við annað einsog gengur.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband