Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ögmundur.

Ögmundur Jónasson ákvað taka langtímahagsmuni íslensku þjóðarinnar fram yfir skammtímahagsmuni og hafna sölu á Grímsstöðum á fjöllum til kínversks fjárfestis.  Það ber að þakka Ögmundi fyrir að standa einarðlega gegn landssöluáformum Samfylkingarinnar og fara að lögum.

Nú  ærist landssöluflokkurinn, Samfylkingin, og hefur í heitingum við Ögmund Jónasson sem situr þó í skjóli formanns Samfylkingarinnar

Einn þingmaður Samfylkingarinnar hótar að hætta að styðja stjórnina. Þá hefur stjórnin ekki lengur þingmeiri hluta. Jóhanna virðist ekki hafa áhyggjur af því. Ef til vill hefur Össur sendiherraembætti eða annað sambærilegt til að kaupa stuðning ef í harðbakkann slær. 

Atlaga og heift Samfylkingarinnar gagnvert Ögmundi nú vegna þess að hann hafnaði landssölu er þessu fólki til skammar. Átti ráðherrann að brjóta lög? 

En eigum við ekki að athuga að það kann að vera nauðsynlegt að krefjast breytinga á EES samningnum og takmarka mögleika útlendinga á að kaupa stóra hluta landsins?

Þá þarf að vera í landinu ríkisstjórn með landssöluflokkinn Samfylkinguna í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þurfa Íslendingar ekki að gæta samræmis gagnvart erlendum félögum/einstaklingum og leyfa eða banna erlendar fjárfestingar á ákveðnum sviðum ? Einn Kínverji getur varla verið þjóðinni hættulegri en þessar 500.000.000 hræður sem byggja Evrópu-skagann. Ég vil gera meira en kanna mögulegar breytingar á EES-samningnum - ég vil segja honum upp.

Loftur.

Samstaða þjóðar, 25.11.2011 kl. 18:27

2 identicon

Í fréttum kom fram að Samf.þingmenn t.d. Jóhanna töldu þessa ákvörðun eitthvað aðra en þau vildu.   Punkturinn er bara sá að Ögmundur er að fara að lögum og þessir endemis aumingjar í Samfylkingunni hefðu þá átt að breyta þessum lögum ef þeir vilja selja útlendingum land í stað þess að fela sig á bak við Ögmund.

Menn geta verið ósammála lögum og sumir meira að segja í aðstöðu til að breyta þeim en ef menn ætla að gagnrýna þessa ákvörðun Ögmundar þá hlýtur það að þurfa að vera á þeim forsendum að hann vinni ekki í anda gildandi laga (sem hann þvert á móti gerir). Ef menn ætla svo að gagnrýna lögin sjálf þá á sú gagnrýni við Alþingi a.m.k. stjórnarmeirihlutan en ekki einstaka þingmenn, nema þá kanski hvern þann þingmann sem ekki hefur komið með tillögu um að breyta lögunum!

Sammála pistli! Við eigum ekki að selja útlendingum auðlindir, þar með talið land, hvort sem þeir búa innan eða utan Evrópu, allra síst þegar við metum hagkerfið svona lágt eins og nú!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 18:51

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki ráð að senda Samfylkingarfólk til sálfræðings ?

  Eða er þetta aumingja fólk vitifyrt vegna mútuþægni ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.11.2011 kl. 20:00

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir þetta.  Vegna seinustu málsgreinarinnar, fyrir alla muni það er orðið aðkallandi.

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2011 kl. 20:56

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meðan Íslendingar hafa ekki efni á að fjárfesta í sjálfum sér eða hér á landi, þá borgar sig ekki að selja neitt hér langt undir markaðsverðum. 
Með lögum skal land byggja.  Embætti Innanríkisráðherra gerði rétt. Það er hægt að semja við Ríkisborgara annarra ríkja á sömu forsendum og þeirra ríki semja við Íslenska Ríkisborgara. Græðgi Samfylkingar virðist ekki eiga sér nein takmörk. Viðurkenndi Jóhanna fyrir sitt lið á sínum tíma að þau hefðu fyllst af græðgi. Græðgi mun þá skiljast sem fram úr hófi.  Hér má skera niður stjórnsýslu kostnaðinn og  auka þjónustu stigið í Ríkinu. Lengja starfstundir lifandi Íslendinga í báða enda stytta mótunar tíma þeirra sem yngri eru og lengja tíman til töku eftirlauna. Draga úr barneignum og losa sig við þörf á ódýrum starfskrafti úr öðrum ríkjum. Auka raunvirði framlags sérhvers Íslensks ríkisborga til styrkingar þjóðarsölugengis  á heimamarkaði og FOB úr landinu. Þjóðverjar ætla fækka sínum Ríkisborgurum næstu 30 ár. Skilningur höfunda á EU virðist allt annar en Íslenskra ESB-sinna. 

Allar tekjur kosta kostnað og gjöld á sama tíma. Passive arður er eign sem skilar kostnaði og fyrnist ef honum er ekki viðhaldið á arðbæran hátt: látinn skila tekjum. 

Júlíus Björnsson, 25.11.2011 kl. 21:03

6 identicon

Það er magnað hversu brjálað samfylkingarfólk er út af þessu máli.  Það er eins og flokkurinn í heild sinni hafi allt í einu ákveðið að elska þennan Kínverja út af lífinu. Maður hefði haldið að slík ást ætti ekki að skiptast eftir flokkslínum en er Ísland kannski ennþá svo banalt, að þetta mál snúist fyrst og fremst um það að flokkurinn hafi viljað gera persónulegum vini gamla samfylkingarformannsins greiða?

En það er hlegið á mínu heimili þegar Sigmundir Ernir byrjar að hóta.  Ekki það að ég myndi ekki fagna því ef hann treysti sér einu sinni til þess að standa í fæturnar, en líkurnar á því hljóta að teljast afar litlar.  Ætli hávaðinn snúist ekki frekar um að hann sé að reyna að semja Vaðlaheiðargöng heim í hérað.

Ég styð Ögmund í þessu máli og lýsi mig jafnframt sammála einhverjum fésbókarbloggaranum sem sagði að það væri stór munur á að leigja einhverjum útlendingi lóð undir hótel í Reykjavík og að selja frá sér grundirnar. 

Seiken (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 21:56

7 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Drög að frumvarpi til breytinga á Jarða- og Ábúðarlögum liggja fyrir í LBR. Með því eru viðskipti með jarðnæði á Íslandi flutt aftur til c.a. 1602.

Hrossakaupin sem nú hafa gerst munu fullgerð með því frumvarpi. Það er næst.

Kv. GKj.

Guðmundur Kjartansson, 25.11.2011 kl. 22:35

8 identicon

??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Hvert er þú að fara Jón ????????????????????

Kristinn J (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 23:17

9 Smámynd: Jón Magnússon

Já Loftur ef við náum ekki fram nauðsynlegum breytingum á EES samningnum þá verðum við að skoða hvort hagsmunum okkar er ekki betur borgið utan EES heldur en inni í EES. Þar þarf að skoða margt og alltaf er þetta spurning um hagsmunamat. Hvað er best fyrir íslensku þjóðina.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:34

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Bjarni Gunnlaugur við erum greinilega sammála.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:35

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Erla. En eftir því sem árin líða þá finnst mér þessi Samfylking stöðugt ómerkilegri flokkur og hafði ég þó ekki mikið álit á honum fyrir. Ég held að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sé eina ljósið sem skín í þessum flokki.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:37

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þarna kemur þú að mikilvægum kjarna málsins Júlíus. Meðan krónan er svona veik og hagkerfið í lamasessi þá erum við að selja á brunaútsölu Þess vegna m.a. verðum við að gæta okkar sérstaklega vel.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:38

13 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Seiken ekki gleyma að Ingibjörg Sólrún  og maðurinn hennar eru einkavinir Nubo.  Jóhanna telur nauðsynlegt að gera eitthvað fyrir Ingibjörgu eins og flokkurinn hefur lítilsvirt hana á undanförnum árum og þar á meðal hún sjálf. Óháð vináttu Nubo og Ingibjargar þá hefur mér fundist það verulega ógeðfellt að sjá hvernig Samfylkingarfólk hefur vegið að sínum fyrrverandi formanni gjörsamlega að ósekju.  Það hefur sýnt mér fram á að þessi flokkur er ekki á vetur setjandi. Mestu mistök Geirs H. Haarde sem stjórnmálamanns var að mynda stjórn með Samfylkingunni og hækka ríkisútgjöld að kröfu þeirra um rúm 20%. Svo talar Samfylkingin um aðra flokka sem hrunflokka.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:42

14 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er athyglivert Guðmundur. Er hægt að nálgast þessi drög?

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:43

15 Smámynd: Jón Magnússon

Que vadis sagði Jesús við Pétur og Pétur snéri aftur til Rómar og var krossfestur.  Óskráði Kristinn um hvað ertu að tala og til hvers ertu að vitna?  Ég er ekki á leið til Rómar og ætla mér að losna við krossfestingu. En fyrst þú spyrð þá svara ég með sama hætti og fyrr. Ég stefni að auknu frelsi einstaklingsins og minni skattheimtu og ríkisafskiptum.

Jón Magnússon, 25.11.2011 kl. 23:45

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón.  Ég er sammála því sem þú skrifar um ákvörðun Ögmundar.

Ísland er um 100.000 ferkílómetrar og eru 300 ferkílómetrar því 0,3% af landinu.

Kína er nánast 100 sinnum stærra eða um 10.000.000 ferkílómetrar.

0,3% af Kína eru 30.000 ferkílómetrar. Skyldu Kínverjar vera tilbúnir að selja mér 0,3% af Kína, jafnvel þó ég byði vel? Hvað um 10 ferkílómetra af Kína, væru þeir falir? Eða bara einn?


Ég er ekki viss um að ég, sem útlendingur í Kína, fengi að kaupa land þar. Jafnvel ekki einu sinni litla lóð fyrir lítið hús. Hugsanlega gæti ég þó tekið landskika á leigu.

Jafnvel þó Kínverjinn sem vill kaupa landið meini vel, þá er ekki þar með sagt að hann muni eiga landið um aldur og ævi. Hvað yrði t.d. um landið eftir hans dag?  Hvað gerðist ef t.d. kínverska ríkið eignaðist landið?


Svo er þetta spurning um fordæmi. Vel getur verið að fleiri Kínverjar, eða einhverjir aðrir, ásælist land hér. Gætum við hafnað slíkum tilboðum ef fordæmi hefur verið gefið?


Hvaða reglur gilda í nágrannalöndum okkar; geta útlendingar alls staðar keypt landsvæði þar?


Hvers vegna nægir Kínverjanum ekki að taka á leigu landskika, svo sem einn ferkílómetra eða 100 hektara?  Hann gæti jafnvel gert það á stað sem hentar mun betur fyrir hótelrekstur en Grímsstaðir á Fjöllum.

Við þurfum að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að útlendingar geti hindrunarlaust keypt jarðir hér á landi. Svo þurfum við auðvitað líka að taka upp vegabréfsskoðun á landamærum okkar, og segja okkur úr Schengen ef með þarf. Við þurfum að koma í veg fyrir að erlendir glæpamenn geti óhindrað komið og farið án þess að nokkur viti af því.

Ágúst H Bjarnason, 26.11.2011 kl. 10:08

17 identicon

Það vekur mann til umhugsunar Jón þegar þú sérfræðingurnn segir Ögmundur sé að fara að lögum hvort Alþingismönnum þyki upp til hópa sjálfsagt að hafa lög landsina að engu og hinsvegar hvort ekki sé eitthvað sem geti komið í veg fyrir að þeir framkvæmi lögleysur það hljómar verulega falskt að þeir sem kosnir eru á löggjafarþingið skuli ekki bera meiri virðingu fyrir lögunum sem þeir eiga að viðhalda.   

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:14

18 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Talað er um að ekki eigi að selja landið þegar það er kreppa og líklegt að það fáist ekki eins hátt verð nú og í framtíðinni.

Er fólk í alvörunni ekki búið að kynna sér fjárfestinaleið Seðlabankans sem ætlar að veita erlendum fjárfestum ca 15% afslátt af öllu, allt frá landi til ríkisskuldabréfa, svo lengi sem þeir borga í erlendri mynt?

Er fólk hlynnt því að setja landið á útsölu?

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2011 kl. 16:35

19 identicon

Ef við gefum okkur Jón að annaðhvort Sigmundur Ernir eða Kristján Möller hefðu verið Innríkisráðherra og hefðu eftir þeirra málflutningi eflaust heimilað kaupin með Grímsstaði á Fjöllum, þá hefði viðkomandi verið eftir því sem þið lögfróðu menn segið verið að fara á svig við gildandi lög, er eitthvað sem getur stöðvað það að stjórnvöld tæku lögin í sínar hendur með þessum hætti?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:59

20 Smámynd: Elle_

Ég er sammála að Ögmundur varði landið og þjóðarhag. Ég vil líka, eins og Loftur, segja EES samningnum upp. Hann hefur stórskaðað okkur í bankamálum og valdið stórfelldum vandræðum eins og í kúgun Evrópusambandsins og 2ja evrópskra velda, ICESAVE.

Elle_, 27.11.2011 kl. 17:31

21 Smámynd: Jón Magnússon

 Alveg sammála Ágúst og þess vegna verðum við að fara fram á endurskoðun EES samningsins hvað þetta varðar.  Það getur verið erfitt að verjast skúffufyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu eins og dæmin sanna. Landið á ekki að vera til sölu á þessum 500 milljón manna markaði eða alheimsmarkaði.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 17:46

22 Smámynd: Jón Magnússon

Nei mér sýnist þessi lög koma í veg fyrir að það gangi að afgreiða svona stór landakaup með einföldu jái í innanríkisráðuneytinu. Mér er sagt af að lögin séu með þessum hætti vegna kröfu fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins Gylfa Þ. Gíslasonar þess merka stjórnmálamanns. En Alþýðuflokkurinn gamli var öðru vísi en þessi gjörsamlega samviskulausi og óskiljanlegi flokkur Samfylkingin.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 17:50

23 Smámynd: Jón Magnússon

Nei ég er ekki hlynntur því Júlíus.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 17:51

24 Smámynd: Elle_

Jón, vegna þess að þú hælir Katrínu Júlíusdóttur minni ég á að það var hún sem sagði að ´það væri sama hvaðan gott kæmi´ í sambandi við sölu á orkuveitu tii Magma.  Hún er ekkert skárri og jafn grunnhyggin og spillt og hitt landsöluliðið. 

Elle_, 27.11.2011 kl. 21:27

25 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta kann að vera rétt hjá þér Elle.

Jón Magnússon, 27.11.2011 kl. 23:07

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Seðlabankinn er greinlega á skammtíma forsendum að reyna að verða sér út um sem mest af dollurum til að bæta endurfjármögnunarhæfi sitt á "secondary market" Sjá: Secondary market

The secondary market, also known as the aftermarket, is the financial marketwhere previously issued securitiesand financial instrumentssuch as stock, bonds, options, and futuresare bought and sold.[1]The term "secondary market" is also used to refer to the market for any used goodsor assets, or an alternative use for an existing product or asset where the customer base is the second market (for example, corn has been traditionally used primarily for food production and feedstock, but a "second" or "third" market has developed for use in ethanol production). Another commonly referred to usage of secondary market term is to refer to loans which are sold by a mortgage bankto investorssuch as Fannie Maeand Freddie Mac.

system in which property transactions are made that already were involved in past transactions .


Í erlendum fjármálfréttum til frá Ítalíu um daginn var talað um vaxta stigið á "sceondary market" væri fara upp í Írsku mörkin. 

Skil er á milli langtíma veðsafna og skammtíma, í þessu lánshæfis samhengi. Erlendis er þau 30 ár metinn við innstreymi reiðufjár næstu fimm ár.  

Enda bentu Írar á að Íslandi í fljótu bragði  kæmi betur út. Því þeir vita um styrk  sinna langtíma veðsafna.

IMF hefur gefið út spá fyrir 2016: þar kemur fram að innherjar á Alþjóðafjármálamörkuðum  gera ráð fyrir að núverandi gengi á Íslandi fylgi þýska genginu og meðaltals gengi EU fram til 2016 en það Írska styrkist um 1,0% umfram. 

Mín reynsla er sú að það borgi sig að vanmeta Worldbank og hans jafningja. Þeir vilja að sínar spár séu marktækar það er mannlegt eðli.

Einfaldur orðaforði í Íslensku auðvaldar ekki skilning. Í rekstrarlegu samhengi sem á við um ráðstjórnaríki með 80% óvirkum neytendum þá gildir að auka raunvirði framleiðu með öllum þeim kostnaði sem því fylgir til að greiða niður skuldakröfur: það gerir samhentur hópur framleiðslu liðs og sölumanna best, því fleiri því betra.   Skera niður alla góðærisráðgjafa og innri stjórnsýslu og fjármálakostnað. Kostnaði sem erlendir lánadrottnar borga ekki fyrir. Hærri glæpatíðni og versnandi heilsa ríkisborgara er neikvæður hagvöxtur sem étur upp arðsemi og velferð almennt. Íslenskt sérfræðimati stenst ekki alltaf í framkvæmd.

Írar  í fjármálageira vita vel að það er erfitt að vera bjartsýn jafnvel til lengri tíma litið vegna ástands á EU mörkuðum. Þar fullt af auðum drauga hverfum og hugmyndir um að breyta þeim í söfn og aðra opinbera þjónustu starfsemi.

Þegar um endurfjármögnum er að ræða: hefur Lándrottni val, kalla inn veð og krefjast svo gjaldþrots  eða sætta sig við það sem fær upp í kröfur. Lánshæfimat er leiðbeinandi.  Samningar gilda á mörkuðum. Alvöru flámálaðilar spá í breytingar á mati aðallega hvað er hægt að ganga hart fram í innheimtum. Gott lánshæfimat þarf að skilja í samhengi. 

Aðalatriðið er auka raunvirði þjóðarsölu Íslenskra ríkisborgara á hverjum degi innlands og úr landi FOB, til að erlendir lándrottnar afskrifi ekki Ísland "for ever", Meðan alþjóðraunvirðið raunvirðið eykst þá eru við í góðum málum. Hér eru það Alþjóða virkir meðalneytendur [80% sem eru virk á frjálsum mörkuðum vega þyngst] sem eru mælikvarðinn sem ákveður raunvirði og í framhaldi rauntekjuvöxtinn. 

Júlíus Björnsson, 28.11.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 295
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 4116
  • Frá upphafi: 2427916

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 3807
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband