Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hverja vinnur ASÍ?

Var á fundi ASÍ um veðtryggingu og vexti. Forusta ASÍ telur að verðtryggingin sé hið fullkomna lánaform sem henti neytendum best.
 

Skrýtið að engin annar skuli hafa tekið þessa snilld upp eða áttað sig á snilldinni.
 

E.t.v. gætir verkalýðshreyfingin annarsstaðar hagsmuna launþega og neytenda.
Verðtryggð húsnæðislán eru dýrustu húsnæðinslánin í okkar heimshluta.

Tær snilld eins og bankastjórinn orðaði það forðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í raun er verðtryggingin  bara tæki sem er hægt að nota til ills og góðs.  Eins og hún hefur verið notuð frá hruni þá er hún látin bæta fjármagnseigendum samdrátt efnahagskerfisins á kostnað skuldara.  Hefði neysluverðsvísitalan til verðtrygginga verið fryst strax eftir hrun (og sett þak á vexti) þá hefðu báðir aðilar tekið á sig samdráttinn, skuldarar og fjármagnseigendur. Þeir sem hefðu farið á hausinn við þær aðstæður voru þá einfaldlega ekki rekstrarhæfir og engin þörf á pólitískum smáskamtalækningum eða dekstri við skulduga óreiðumenn!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 00:12

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það var það sem ég vildi að yrði gert við setningu neyðarlaganna Bjarni.

Jón Magnússon, 2.12.2011 kl. 10:24

3 identicon

Hagsmunasamtök heimilanna,Sigmundur Davíðs og fleiri bentu á þetta líka, trúlega allt skynsamt fólk ;-)

Trúlega hefði talandinn á Steingrími J. (eða Jóhönnu) líka gengið smurt í þessa veru hefði hann verið í stjórnarandstöðu.

Svo kom í ljós að ekki einungis fjármagnseigendur og fjárgæslumenn stóðu á móti heldur líka helstu talsmenn almennings, þ.e. "vinstri-" stjórnin og téð ASÍ.  Menn töldu sig vera að vernda lífeyrissjóðina (og húsnæðismálasjóð) en í raun bara verið falsa afkomutölur þeirra með aukinni skuldabyrði á almenning.   

Verðtrygginguna er semsagt hægt að nota skynsamlega eða ekki, en sá galli verður alltaf á henni að vaxtahækkanir bíta illa til að draga úr lántökum (og verða því væntanlega alltaf óhóflegar) það veldur svo líka því að bankarnir verða óhræddari við að lána því þeir tapa ekki á verðbólgunni sem þeir valda með lánasukkinu en græða aftur á móti á vöxtunum. (raunar á vaxtamun og fjármagnseigendur á vöxtunum).

Þetta er semsagt ekkert svo flókið en það er ekki það sama að skilja og vilja!    

Það er ólán sérhvers samfélags þegar skamtímahagsmunir valdamikilla einstaklinga ganga þvert á langtímahagsmuni heildarinnar.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 10:51

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Bjarni nema að því leyti að ég tel að verðtryggð neytendalán séu vond og eigi ekki að vera til.

Jón Magnússon, 2.12.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 305
  • Sl. sólarhring: 672
  • Sl. viku: 4126
  • Frá upphafi: 2427926

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 3817
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband