Leita í fréttum mbl.is

Björt framtíð?

Hópur Gnarrista segist vera áhugahópur um bjarta framtíð og ætlar að bjóða fram til kosninga, þegar búið er að finna viðunandi nafn. Björt framtíð kemur ekki til greina, en það sýnir að fólkið er ekki með öllu veruleikafirrt.

Jón Gnarr hinn andlegi leiðtogi hópsins hefur sig ekki í frammi þar sem að hans grín gufaði endanlega upp á barnaleikvöllum borgarinnar. En það kemur maður í manns stað. Guðmundur Steingrímsson þingmaður ætlar sér forustu  fyrir nýja flokkinn.

Allt frá því að Guðmundur sagði sig úr Framsókn hef ég fylgst vel með því sem Guðmundur segir og skrifar um þjóðmál. Því fer fjarri að það hafi verið tímafrekt. Þingmaðurinn kveður sér nánast aldrei hljóðs á Alþingi og skrifar nánast aldrei neitt. Guðmundur hefur ekkert að segja.

Einu pólitísku skoðanir  Guðmundar varða aðild að Evrópusambandinu og að drífa af að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Nánast sömu forsendum og Svavar Gestsson vildi drífa af Icesave samninginn á sínum tíma, sem hefði þegar kostað þjóðina yfir 200 milljarða ef sá fáránleiki hefði verið samþykktur.

Þess vegna skil ég ekki af hverju Guðmundur fer ekki aftur í Samfylkinguna. Ég get hins vegar skilið  að Guðmundi finnist meira gaman af Jóni Gnarr en Jóhönnu Sigurðardóttur. Ósköp er það samt rýrt veganesti þegar lagt er upp í pólitíska vegferð.

Fjarri fer því  að Gnarr og Guðmundur bjóði upp á bjarta framtíð fyrir íslenska þjóð. Nú er komin reynsla á Gnarr og sporin hræða. Þess vegna þarf hreyfingin að leita að nafni sem hæfir. Björt framtíð dugar ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver er áhugamaður um ekki bjarta framtíð? Rökin með og rökin á móti að grand skoðuðu máli, þurfa ekki að vera fyndin að allra mati.

Júlíus Björnsson, 8.12.2011 kl. 18:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það eru allir áhugamenn um bjarta framtíð.  Það er bara betra að hlutirnir séu fyndnir

Jón Magnússon, 8.12.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem gefa annað í skyn, segja mikið um sjálfan sig. 

Júlíus Björnsson, 9.12.2011 kl. 00:14

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Traust er ekki til á þessum bæ, og mér er ómögulegt að sjá hver á að skapa það hið sama fram að næstu kosningum, því miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2011 kl. 00:57

5 Smámynd: K.H.S.

Gummi og Gnarr. Það er bara eitt nafn sem hæfir slíku gúmmúlaði.

Ga Ga flokkurinn.

K.H.S., 9.12.2011 kl. 08:27

6 Smámynd: K.H.S.

 Aftur daginn Jón.

Ég stakk uppá því í bloggi fyrrir margt löngu að það yrði framvegis kallað að gnarrast að hafa fólk að fíflum. Ertu ekki að gnarrast er nú farið að heyrast æ oftar ef  menn heyra ótrúlega eða hreinlega fyrrta frásögn þannig að fleirum en mér hefur hugskotnast þetta.

Flónskan frekar en fyndnin á örugglega eftir að halda nafni Gnarr á lífi um langa framtíð, þó arfleiðin  nái aldrei sömu hæðum  og gæðum sem arfleið Sölva Helgasonar og það fer bara vel á því að önnur "flón" laðist að honum..Til verður Flónabandalagið.

K.H.S., 9.12.2011 kl. 08:44

7 Smámynd: Jón Magnússon

Vel kann það að vera Júlíus.

Jón Magnússon, 9.12.2011 kl. 17:16

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það er sannarlega rétt Guðrún María. Alla vega glittir ekki í þann aðila ennþá.

Jón Magnússon, 9.12.2011 kl. 17:16

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð tillga Kári hefur þú sent hana í hugmyndabankann hjá þeim Guðmundi og Gnarr. Ga Ga það er alls ekki svo vitlaust nafn fyrir þennan flokk.  Það er líka hægt að nota hugtakið að gnarrast með þessum hætti eða eins og Abraham Lincoln sagði að það væri hægt að plata sumt fólk alltaf. En spurningin er fyrir þennan flokk í næstu kosningum hvað það verða margir sem tilheyra þessum sumum sem Abraham Lincoln talaði þarna um.

Jón Magnússon, 9.12.2011 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 307
  • Sl. sólarhring: 667
  • Sl. viku: 4128
  • Frá upphafi: 2427928

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 3819
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 261

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband