Leita í fréttum mbl.is

Má bjóða þér lán með 1% ársvöxtum?

Evrópusambandið hefur lánað bönkum í Evrópu samtals 489  billljón Evrur, óverðtryggt, með 1% ársvöxtum til óákveðins tíma.

Hvaða lánakjör skyldu bankarnir síðan bjóða viðskiptavinum sínum?

Skyldu þeir bjóða ársvexti upp á 1.25% ársvexti óverðtryggt, sem væri þokkalegur vaxtamunur fyrir bankana eða gildir annað þegar fólki er lánað heldur en bönkum.

Lánin til bankana er á ábyrgð skattgreiðenda í Evrulandinu.  Skyldu þeir hinir sömu skattborgarar njóta þess í hagkvæmari lánakjörum?

Lánakjör í Evrulandinu sem og Noregi, Svíþjóð og Danmörku eru margfallt betri en á Íslandi. Hvenær kemur að því að íslenskt launafólk á kost á að taka lán með svipuðum kjörum og eru annarsstaðar í Evrópu. Getur einhver skýrt það fyrir mér í jólaösinni af hverju Alþýðusamband Íslands og BSRB skuli ekki berjast fyrir viðunandi lánakjörum fyrir félagsmenn sína? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Jón. 

Reyndar veit enginn hver lánskjörin til bankanna verða frá ECB. Vextirnir verða meðaltaið af enndurfjármögnunarvöxtum bankans yfir næstu þrjú árin. Mikið og margt getur breyst til hins verra á þeim tíma. Aðeins lítill hluti þessa fjármagns eru nýjir peningar. 300 miljarðar er endurvinnsla úr fyrri björgunaraðgerðum, en nú á nýjum kjörum.

Enginn banki mun nota þessa peninga til útlána heldur aðeins til að bjarga sér frá gjaldþorti og þurrð. Enda þurfa þeir að koma með veðhæfar eignir til að fá þessi lán. Og þau veð eru að fuðra upp undir bönknum sem ríkisskuldabréf evrulanda í útrýmingarhættu og bankarnir þurfa að hósta upp allt að 155 prósent veði fyrir hverja evru sem þeir fá. Fyrir hverja evru sem ECB lánar böknum á þessum kjörum mun ECB taka eina evru af reiðufésreikningi þeirra hjá seðlabankanum.

Ég ætla svo sannarlega að vona að íslenskir bankar fari ekki að bjóða þá okur-raunvexti sem fólki í Evrópu eru boðnir. Hver hér á landi vill borga 13 prósent raunvexti á bílaláni til fimm ára? Eða 10-15 prósent raunvexti fyrir einfaldan yfirdrátt. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.12.2011 kl. 01:07

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já Gunnar en það segir okkur líka að það er bankahrun um alla Evrópu. Ríkisstjórnir og skattgreiðendur eru að bjarga bönkunum. Óháð því sem bent hefur verið á að láta banka fara á hausinn eins og hér gerðist þá er stöðugt meira sett á ábyrgð skattgreiðenda.

Þetta er ekkert annað en velferðasósíalismi af verstu gerð.

Jón Magnússon, 24.12.2011 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 671
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6407
  • Frá upphafi: 2473077

Annað

  • Innlit í dag: 608
  • Innlit sl. viku: 5836
  • Gestir í dag: 583
  • IP-tölur í dag: 570

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband