Leita í fréttum mbl.is

Gleymdu mannréttindin

Trúfrelsi á að vera tryggt skv. 18.gr. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samt sem áður sæta kristnir menn og fleiri trúarhópar víða ofsóknum og engin segir neitt eða gerir.

Á aðfangadag voru 40 kristnir drepnir í Nígeríu. Presturinn í Maríukirkjunni í Bagdad vonaðist eftir friðsömum jólum, en byssumenn Íslamista myrtu 58 kristna á síðustu jólum í kirkju rétt hjá. Af einni og hálfri milljón kristinna sem voru í Írak hefur milljón flúið vegna ofsókna.

Árásir eru gerðar á á kristna söfnuði í flestum Arabaríkjum eða þeim gert illmögulegt eða ómögulegt að stunda trúariðkanir sínar opinberlega. Í Egyptalandi eru Koptar myrtir og prestar eru myrtir í Túnis. Kirkjur Maróníta í Líbanon verða fyrir sprengjuárásum í fyrsta skiptið í sögunni. Kristnu söfnuðirnir í Sýrlandi sem hafa sætt harðræði undir stjórn Assad vona að hann verði áfram til að þeir komist hjá verri ofsóknum.

Lengst af hafa kristnir og Múslimar í Arabaríkjunum lifað saman í friðsamlegu samfélagi. Þeir hafa klætt sig á sama hátt og jafnvel haldið upp á trúarhátíðir hvors annars. En nú er þetta breytt. Vinsældir blæjunnar og annars menningarlegs munar er tiltölulega nýtt fyrirbrigð, en þessi munur hefur verið gerður að víglínu af harðlínu Íslamistum. Þess vegna eru bæjulausar konur myrtar. 

Harðlínumenn Sunni múslima fyrirlíta Shía múslima jafn mikið og Gyðinga og kristna. Þeir beita sér því gegn öllum þessum trúarhópum.

Vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn tala um "arabíska vorið", sem hefur þó alls staðar reynst hættulegt minnihlutahópum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist og ekki tryggt trúfrelsi. Vestræn ríki hafa brugðist trúsystkinum sínum í Arabalöndunum og Tyrklandi með einni undantekningu hvað varðar stjórn Angelu Merkel í Þýskalandi.

Í löndum eins og Saudi Arabíu, Alsír og Abu Dabí geta kristnir ekki iðkað trú sína opinberlega. Sérkennilegt að forseti Íslands, skyldi skoðað í þessu ljósi,  lýsa yfir sérstakri aðdáun á stjórnarháttum í Abu Dabí nú í byrjun jólahátíðarinnar.

Af hverju þegja vestræn ríki og Sameinuðu þjóðirnar um ofsóknir á hendum kristnum og Bahium og fleiri trúarsöfnuðum. Af hverju gera vestræn ríki ekkert til að koma trúarsystkinum okkar til hjálpar. Af hverju ekki að beita viðskiptaþvingunum og hætta hjálparstarfi. Af hverju ekki að láta stjórnendur þessara ríkja heyra það í hvert skipti sem opinberir aðilar hitta stjórnendur þessara landa að máli. Hvað skyldi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands hafa gert til að tryggja þessi grundvallarmannréttindi trúarsystkina okkar í Arabalöndunum. Ekki neitt. Sleikjugangur við Hamas samtökin er það sem utanríkisráðherra Íslands telur mikilvægast.

Af hverju þegir Ólafur Ragnar Grímsson forsetu Íslands um þessi mannréttindabrot í Arabaríkjunum en dásamar stjórnarfarið í Abú Dabí? Af hverju þegir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um þessi mannréttindabrot á sama tíma og hann berst fyrir réttindum Palestínu Araba?

Af hverju þegja flestir stjórnendur vestrænna ríkja um brot gegn grundvallarmannréttindum kristins fólks í Arabaríkjunum og víðar? Þögn þeirra er ærandi.

Marteinn Lúter King sagði þegar hann leiddi mannréttindabaráttu blökkufólks í Bandaríkjunum og honum fannst réttsýnt fólk ekki gefa mannréttindabrotunum nægan gaum:

" Að lokum munum við ekki orð óvina okkar heldur þögn vina okkar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er margt þarflegt sagt, nafni, þótt ég leggi ekki mat á sérhvert smáatriði, sem ég þekki ekki til (t.d. meint ummæli forsetans).

Hitt lízt mér ekki á, þegar þú vefengir guðspjöllin hvatskeytlega um fæðingartíma og -stað Jesú (i þætti sem nú er útvarpað eða endurfluttur á Útvarpi Sögu). Ekki ferðu þar einu sinni rétt með nafn Heródesar konungs (kallar hann ítrekað Herodeus) og ert því naumast á mjög traustum þekkingargrunni á þvi sviðinu. En úr því má bæta með lestri.

Gleðileg jól.

Jón Valur Jensson, 27.12.2011 kl. 17:29

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt hjá þér að það er Heródes. Hitt er svo annað að ég er velta fyrir mér spurningunni hvort það skipti máli hvort hér er sagnfræðilega rétt saga eða helgisaga og mín niðurstaða er sú að það kipti ekki máli heldur inntak trúarboðskaparins og kenningar Jesú. 

Jón Magnússon, 27.12.2011 kl. 18:15

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Gleðilega ljósa-friðar-kærleikshátíð.

Raunveruleg trú snýst ekki um trúarbrögð, heldur trúna á það góða í hjarta sínu og náungakærleikann. Við erum öll stödd á svo misjöfnum þroska/reynslu-stað í lífinu. Ekkert getur sameinað alla heimsbúa um frið, annað en náungakærleikur, skilningur og fyrirgefning.

Allir vilja frið!

Ég þakka þér kærlega fyrir þáttinn þinn á Útvarpi Sögu í dag frá kl. 17-18. Ekkert vopn er sterkara en náunga-kærleikurinn, til að ná fram friði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Anna.

Jón Magnússon, 28.12.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband