27.12.2011 | 22:49
Að gera glæpamenn ríka
Breska vikuritið The Economist hefur lengi haldið því fram að stefnan sem Bandaríkin mótuðu varðandi ólögleg eiturlyf valdi því einu að gera glæpamenn ríka.
Í Mexícó hafa tugir þúsunda verið drepin á undanförnum árum í stríði fíkniefnabaróna innbyrðis og við yfirvöld. Í gær var tilkynnt að lögreglan í Mexícó hefði handtekið yfirmann öryggismála eins eiturlyfjahringsins. Yfirvöld telja það mikinn sigur. Þessi glæpamaður vinnur fyrir "El Chapo" Guzman sem er yfir Sinaloa eiturlyfjahringnum og einn ríkasti maður í heimi. Guzmann þessi var handtekinn árið 2001, en flúði úr fangelsinu í vöruflutningabíl og hefur leikið lausum hala síðan.
Guzman er talinn eiga meir en eina billjón dollara og er á lista Forbes yfir 40 ríkustu menn í heimi. Hringur Guzmann stjórnar kókaín viðskiptum á landamærunum við Kaliforníu og Arisona. Sagt er að stærstu eiturlyfjahringir í Mexícó séu með einkaheri og jafnvel kafbáta í sinni eigu. Þar sem ekki dregur úr dópneyslu, þá er spurning hvort sú leið sem farin er sé sú rétta. Eða hvort sú staðhæfing sé rétt að hún geri fyrst og fremst glæpamenn ríka?
Sé svo hvað er þá til ráða?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál, Löggæsla | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 690
- Sl. sólarhring: 931
- Sl. viku: 6426
- Frá upphafi: 2473096
Annað
- Innlit í dag: 627
- Innlit sl. viku: 5855
- Gestir í dag: 602
- IP-tölur í dag: 589
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það væri mikið betra ef þetta væri allt leyft.
Ef þú værir eiturlyfjaneytandi þá gætir þú fengið uppáskrifað hjá lækninum og farið í næsta apótek til að ná í skammtinn þinn. Þetta myndi minka glæpi verulega, fækka fólki í fangelsum osfv.
Það er ekki hægt að berjast gegn þessu, frekar en t.d. vændi eða öðrum löstum.
Ég persónulega hef aldrei snert eiturlyf og er mjög latur við drykkju en tel þetta betri lausn.
Bandaríkjamenn hafa eytt milljörðum dollara í war on drugs og það hefur engu skilað öðru en að fangelsin eru full af fólki.
var ekki einhversstaðar sagt að það væru fleiri svartir í fangelsi en í háskóla í bandaríkjunum ?
Hugsaðu þér hvað ríkið hefði góðar skatttekjur af þessu í stað þess að glæpamennirnir hefðu tekjur af þessu.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 23:27
Ég tel að við myndum leysa ákveðin vandamál með lögleiðingu fíkniefna.
Þá minnka umsvif undirheimanna og þeir sem eru háðir fíkniefnum fá þá væntanlega skaðminni efni.
Vissulega þarf á sama tíma að auka forvarnir.
Óvíst er hvort fleiri myndu ánetjast fíkniefnum ef þau yrðu lögleg, flestir vita um skaðsemi þeirra, en það er alltaf til hópur fólks sem vill skemma líf sitt og ómögulegt er að koma í veg fyrir það.
Þeir sem hafa áhuga á að eyðileggja líf sitt og sinna nánustu geta auðveldlega náð sér í fíkniefni nú þegar.
Það þarf að ræða þessi mál vel og vandlega og með opnum huga.
Við skulum ekki gleyma umræðunni um bjórinn, en þá voru margir sannfærðir um að lögleg bjósala myndi gera íslendinga að rónum, en svo breyttist drykkjumenningin og varð siðsamlegri en hún var áður.
Við getum því miður aldrei útrýmt fíkniefnum, það er sár staðreynd að margir ánetjast þeim. Fíkniefnaneytendur bera oft skaða af eitruðum íblöndunarefnum, ofbeldið sem er fylgifiskur fíkniefnaviðskipta er hryllilegt og getur bitnað á saklausu fólki.
Þetta er umræða sem þarf að fara fram á öfgalausum nótum og taka skal fram að sjálfur er ég andvígur áfengi öllum fíkniefnum, en ég get víst ekki breytt öðrum og á sennilega ekki að gera það.
Það verður hver að velja fyrir sig.
Jón Ríkharðsson, 28.12.2011 kl. 02:27
Ég bjó eitt sinn í Sinaloa og var þá ný búið að drepa 'El Scorpio' sem ver forveri þessa gaurs. Þetta breytir engu. Þetta var allt í fína þangað til NAFTA kom til en í samningnum voru ákvæði sem Mexíkó þurfti að uppfylla um lækkun á spillingu í landinu. Þetta kallaði á að skera upp lögregluna, herdeildir ect. Við þetta fór allt að loga í bardögum og mannránum í landinu.
Í Sinaloa hefur fólk aldrei starfað við neitt annað en fíkniefnasmygl, eða nánar til tekið síðan á seinni hluta 19. aldar. Bandaríkjamenn þykjast síðan vera að gera eitthvað í málinu með samvinnu við Kólumbísk stjórnvöld en staðreyndin er að gróðinn er of mikill. Bandaríkjamenn eru að græða á þessu, annars væri búið að stöðva þetta.
Það væri engin sérstök ástæða til þess að ráðast á flutningsæðina sem er um Mexíkó ef þeir myndu bara uppræta uppsprettuna sem er í Kólumbíu, Bólivíu, Perú og víðar. Þaðan kemur kókið en Bandaríkjamenn hafa sýnt að ekki stendur til að stöðva framleiðsluna.
Nú, menn geta ímyndað sér bankahrunið sem yrði við þann gjörning. Það yrði sannkallaður stóri hvellur.
Gunnar Waage, 28.12.2011 kl. 03:39
Þessi skoðun sem þú ert að lýsa er einmitt endurómur af viðhorfum ritstjórnar tímaritsin the Economist.
Jón Magnússon, 28.12.2011 kl. 09:27
Hjartanlega sammála Jón Ríkharðsson. En þessi mál þarf fyrst of fremst að ræða öfgalaust og af skynsemi.
Jón Magnússon, 28.12.2011 kl. 09:28
Þú semsagt tekur undir með ritstjórn the Economist að þetta kerfi geri fyrt og fremst glæpamenn ríka. Þú nefnir athygliverðan hlut Gunnar. Mátt óhreinu peningana. Hugsaðu þér hvað margar billjónir eru til sem dópsalarnir þurfa að hvítþvo af peningum á hverju ári.
Jón Magnússon, 28.12.2011 kl. 09:30
Ríkið á að höndla með öll vímuefni.. .bönn koma aðeins glæpahópum til góða.
Lögleyfing er það eina rétta í stöðunni, við vitum þetta öll; Við vitum að það er hægt að ganga út og fá hvaða eiturlyf sem er á nokkrum mínútum... þrátt fyrir ~40 ára eiturlyfjastríð.
Stríðið gagnast bara glæpahópum, hver sá sem styður við bann.. er hluti af vandamálinu
DoctorE (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 11:41
Já en ég er bara hræddur um að Bandaríska stjórnkerfið sé undirlagt af þessu líka, annað kemur ekki til greina. Þetta er allt of stór bissness til að stöðva hann. Já án þess að hafa svo sem nákvæma þekkingu á bankamálum í Suðurameríku þá var Panama eitt sinn undir Kólumbíu og við getum rétt ímyndað okkur af hverju bankastarfssemi á við þá panamísku þrífst. Þetta er ein af svona unofficial nýlendum USA en ég var einmitt staddur þar í kjölfarið á að þjónustusamningur Panama við USA til svo til 100 ára rann út. Við getum spurt okkur af hverju land sem verið hefur undir verndarvæng USA öll þessi ár, liggur síðan að Kólumbíu, ástundar bankastarfssemi sem býður upp á 100% bankaleynd, enga skatta eða nein gjöld á fjármagnsfærslur.
Eins getum við spurt okkur þar sem að FBI hefur verið í samstarfi við' stjórnvöld í Kólumbíu um nokkurra ára skeið með mannafla og infrastructure á staðnum, af hverju getur þetta mikla herveldi ekki ráðið niðurlögum þessara meintu górilla allavega rétt á meðan þeir slátra cocaplöntunum ?
Kólumbía er undir stjórn þessara tveggja fylkinga, stjórnarinnar og mafíunnar en ég held að stjórnarliðarnir séu bara hin mafían, þannig að hlutverk USA þarna niður frá er eiginlega óútskýranlegt.
Gunnar Waage, 28.12.2011 kl. 12:11
Ég er sammála ykkur hér. Öll boð og bönn virka neikvætt á mannskepnuna. Það er fólki eðlilegt að stjórna og taka ábyrgð á sjálfum sér.
Það á að byrja að kenna börnum strax í leikskóla, á einföldum nótum, um skaðsemi óhollra efna. Það eru eiturefni víða, og ekki bara í hefðbundnum fíkniefnum. Matur nútímans er meir og minna eitraður, og það gerir fólk sjúkt og vanhæft til að takast á við flókin verkefni lífsins. Gervisykur er t.d. stórhættulegur, og hefði aldrei komist á markað ef allur sannleikurinn um skaðsemina hefði verið opinberaður á sínum tíma. En það hentaði ekki framleiðendunum að segja sannleikann.
Börn eiga rétt á fræðslu um alla þessa eitruðu neysluvöru, og hvatningu um að þau bera sjálf ábyrgð á sínum gjörðum, þegar þau verða sjálfráða. Foreldrar í dag eru ekki frjálsir í að kenna börnum þessi grundvallar-atriði, því í skólakerfinu eru fastmótaðar ramma-reglur, og þeir foreldrar sem vilja kenna börnum eitthvað annað en talið er rétt í skólakerfinu, eru gerðir ótrúverðugir og jafnvel kærðir fyrir að hlýða ekki miðstýringunni þegjandi og mótmælalaust.
Þegar börnum er kennt og treyst, þá taka þau ábyrgð.
Því miður fá börn í dag ekki að þroska þessa sjálfstæðu ábyrgð. Ekkert skaðar börn meir en þegar þau fá ekka að þroskast sem þeir einstaklingar sem þau eru. Börnum er ekki eðlilegt að þroskast innan þröngs ramma í skólakerfi, þar sem þau fá ekki að efla sína meðfæddu hæfileika og styrkleika.
Mörg leiðast út í neyslu vegna þess að þau fá ekki að vera þau sjálf. Það er barni sárt að vera hafnað sem þeirri persónu sem það er með sína styrkleika. Ég er ekki að tala um að börn eigi að sleppa við eðlilegan aga, heldur að þeim sé stýrt eftir þeim brautum sem styrkja hæfileika þeirra.
Eiturlyfjaframleiðendur gera svo út á þessar brotnu og sviknu barns-sálir með hörmulegum afleiðingum.
Best væri að leyfa fíkniefnaneyslu, því þannig útrýmum við eiturlyfja-undirheima-hörmungunum, og fólki verður frjálst að stjórna og ábyrgjast sína neyslu. Nú þegar eru margir sem gera það í heiminum, og eru góðir og nýtir samfélags-þegnar, og einmitt vegna þess að þeir hafa tekið ábyrgðina á sjálfum sér í sínar hendur, og hundsa dauðadæmt miðstýringarkerfið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2011 kl. 12:27
Það er einnig miklið skattfé sem fer í þessa vonlausu baráttu. Þeim peningum væri betur varið í forvarnarstarf meðal ungs fólks og í meðferðarúrræði handa þeim sem missa tökin á lífi sínu vegna neyslu þessara efna.
Þegar einn "fíkniefnabaróninn" er handtekinn eða veginn, þá fagna þeir sem beðið hafa á hliðarlínunni, albúnir þess að taka við keflinu.
Botninn er suður í Borgarfirði...
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2011 kl. 14:06
Það eru margir sem halda þessu fram og færa fyrir því mjög góð rök Doktor E m.a. tímaritið the Economist.
Jón Magnússon, 29.12.2011 kl. 09:06
Það er nú alltaf þannig að einhver græðir á hvaða kerfi sem er Gunnar. Það þarf ekki að fara í grafgötur með að ákveðinn hópur embættimanna í Bandaríkjunum er í góðri tengingu við dópsmyglarana og á mála hjá þeim með sama hætti og ákveðinn hópur embættismanna í Mexícó. Talið er að þegar Guzman flýði úr fangelsinu þá hafi felstum fangavörðunum verið mútað áður. Þegar svona miklir peningar eru annars vegar þá er hægt að kaupa ansi mikið. Baráttan gegn eiturlyfjunum á þessum nótum gengur því ekki upp. Fyrst yrði að uppræta ofsagróðann í eiturlyfjasölunni til að einhver marktækur árangur næðist.
Jón Magnússon, 29.12.2011 kl. 09:10
Sjálfsagt rétt hjá þér Anna að það er fyrst og fremst einstaklingurinn sem verður að bera ábyrgð á sjálfum sér. Sennilega er vandinn mesti að ríkisvaldið og stjórnmálamennirnir eru að vasast í hlutum sem væri betra að einstaklingarnir sjálfir bæru ábyrgð á.
Jón Magnússon, 29.12.2011 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.