Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur allsstaðar.

Steingrímur J. Sigfússon stefnir að því að verða efnahags- og viðskiptaráðherra, sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra. Á sama tíma losar hann sig við fjármálaráðuneytið áður en vandamálin þar koma fram fyrir alvöru.

Sem fjármálaráðherra hefur Steingrímur beitt miklum loftfimleikum og látið líta svo út sem meiri háttar sparnaður væri að nást í ríkiskefinu. Samt sem áður hefur Steingrímur ekki mótað neina heildstæða stefnu um sparnað í ríkisrekstrinum eða megrun kerfisins. Úrræði hans hafa verið að leggja það á ákveðnar ríkisstofnanir að spara í rekstri um ákveðnar prósentur auk þess sem viðhaldi og öðru álíka er frestað e.t.v. þangað til að verður um seinan.

Steingrímur veit  að mestu vandræðin koma ævinlega fram varðandi stjórn ríkisfjármála undir lok kjörtímabils. Það er því tær snilld að losa sig við vandamálaráðuneytið núna . Oddnýju kennara verður þá um kennt hversu illa fer.

Kennarinn sem tekur við fjármálaráðuneytinu hefur ekki sýnt að hún sé líkleg til að taka á málum af festu. Auk þess lendir hún í nær óviðráðanlegum vanda þar sem eru tveir stjórnarflokkar í upplausn, sem í eðli sínu vilja standa fyrir mikilli aukningu ríkisútgjalda en ekki sparnaði.

Allur þessi ráðherrakapall sýnir því miður ótvírætt hversu illa er komið fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir og hvernig Steingrímur getur leikið endalaust á hana eins og blokkflautu fyrir byrjendur.

Eðlilega gustar á fundum Samfylkingarinnar þegar Jóhanna leikur hverjum pólitíska afleiknum eftir annan í samstarfinu við Vinstri græna. 

En eftir þessar hrókeringar þá liggur fyrir að ríkisstjórin er veikari en áður. Reynslulaus ráðherra tekur við erfiðasta og mikilvægasta ráðuneytinu og engin heilindi eru lengur innan þingflokka ríkisstjórnarinnar.

Skyldi Steingrímur missa fleiri fyrir borð úr þingflokki VG þegar tærir eiginhagsmunir hans koma jafnglöggt í ljós og raun ber vitni. Eða gleðjast menn þar á bæ yfir að hann skyldi enn geta leikið á Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ótrúlegt hvað maður einsog Steingrímur, sem er algerlega gersneiddur öllu sem heitir heilbrigð skinsemi ,hvað þá að hann hafi snefil af einhverju sem heitir leiðtoga hæfileikar,getur leikið sér með samráðherra og þingmenn ,eingöngu með frekju og yfirgangi, og fengið þá til að samþyggja hvaða vitleysu sem er.Mann helv,,veður áfram eins og naut í flagi með þá stefnu eina að leiðarljósi  að hanga í stólnum eins lengi og hægt er sama hvað það kostar ,enda manninum andsk,,sama um fólkið í landinu,,hann er búinn að sanna þaö rækilega.Vonandi  kemur að því að einhver sem heldur þessari aumu stjórn gangandi og hefur einhverjar taugar til almennings hefur manndóm í sér til a' slíta henni og gefa fólkinu í landinu smá von um betra líf,,amen

casado (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:15

2 identicon

Sæll.

Þessi ríkisstjórn er alveg með ólíkindum þegar kemur að efnahagsmálum. Annar flokkurinn, Vg, aðhyllist efnahagsstefnu sem reynd var í A-Evrópu áratugum saman og gafst ekki vel, þar flúði fólk sem gat og það sama gerist hér. Ég sá einhvers staðar að W. Churchill hefði kallað sósíalisma hugmyndafræði fáfræði og öfundar. Þar hitt hann svo sannarlega naglann á höfuðið.  

Hinn flokkurinn hefur enga sjálfstæða efnahagsstefnu heldur nefnist efnhagsstefna þess flokks ESB. Sá flokkur vill einnig taka upp mynt sem gagnast í reynd bara einu ESB ríki vel og er í raun nauðsynleg fyrir það land svo þar halli ekki verulega undan fæti, Þýskalandi.

Ég sakna þess mjög að heyra stjórnmálamenn segja það sem fólk þarf að heyra í stað þess að segja fólki það sem það vill heyra.

Af hverju er ekki talað um nauðsyn þess að segja upp verulegum fjölda ríkisstarfsmanna (þá á ég ekki við heilbrigðisstarfsmenn)? Þingmenn hér eru u.þ.b. fimm sínnum fleiri per íbúa hérlendis en á Norðurlöndunum. Samt þykjast þeir þurfa 77 aðstoðarmenn!? Af hverju er ríkið að skipta sér að því hvar byggð er í landinu? Verður umhverfið bara ein rúst ef umhverfisstofnun er lögð niður? Verður engin samkeppni ef samkeppnisráð er lagt niður?

Þetta risastóra ríkisapparat sem við höfum búið við alltof lengi liggur eins og mara á einkageiranum. Hvað ætli einkageirinn gæti hækkað mikið laun og ráðið til sín marga ef veruleg lækkun yrði á opinberum álögum? Af hverju er ekki hamrað á þessari staðreynd? Stórt ríkisvald hefur neikvæð áhrif á getu fyrirtækja til að ráða til sín starfsmenn og borga góð laun. Ég efast að vísu um að nokkur þingmaður viti þetta enda enginn frjálshyggjumaður á þingi. Hér vantar hægri flokk, sjallarnir eru orðnir vinstri sinnaðir - það sást vel þegar þeir greiddu allir atkvæði með því að ríkið héldi upp stjórnmálaflokkum. Það þýðir að aumingi eins og ég borga fyrir stefnu flokka sem ég fyrirlít. Einum þingmanni flokksins finnst líka góð hugmynd að lögreglan megi rannsaka þá sem ekkert hafa af sér gert til að koma í veg fyrir að þeir geri eitthvað af sér.

Er nema von að illa ári hér?

P.S. Hvernig gengur annars málssóknin hjá þér gegn Persónuvernd? Stefndir þú þeim ekki vegna þess að þeim fannst bara flott mál að einhver mannskapur í SÍ væri að skoða í hvað við notuðum kreditkortin okkar svo ekki væri nú farið á svig við gjaldeyrishöftin? Eða misminnir mig? Hér er ríkisstofnunum ekki veitt nægjanlegt aðhald, núverandi Umboðsmaður Alþingis hefur dregið það þarfa embætti niður á lágan stall.

Gleðilegt ár :-)

Helgi (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þagar búið er stofna ríki þá er líka búið að skilgreina hvaða þjónustuliðir [Ath. ekki vsk liðir sem skapa rauntekjur] eru fjölærir og fastir til til endurfjárveitinga [þetta er ekki einyrkja rekstur eða vogunsjóður með erlendan gjaldeyri: þetta er verndari reglustýringar og viðheldur stöðuleika um jöfn tækifæri í rökréttu samhengi: Ríkið er passivt] . AGS segir það skiptir engu máli þótt ekki vsk. rekstur sé skráður á einkaframtak.

Þegar búið er að skipt þjónustu niður í aðskilda geira eru þeim úthlutaðir fastir tekjustofnar í hlutafalli við heildarraunþjóðartekjur það er staðgreiddar minnst síðustu 5 ár til að hafa skekkju sem minnsta, föst skipting er lágmark 80% af meðalrauntekjum frá vsk. lögaðilum.

Því fjölbreyttari sem ríkið er  því fleiri aðskildir stjórnsýslugeirar til að dreifa ábyrgð og tryggja að sitjandi yfirlitsherra geti haft yfirlit með reglustýingunni sér í lagi þeirri fjölæru í grunni.  Þetta gerir það að verkum að öll ráðuneyti vita nákvæmlega hvað þau fá á hverju ári til viðhalds og rekstra, afgangs fjárveitingar eða varasjóðir geta verið í formi verkaefna sem mega bíða hvort sem er. Þarna er ekki farið fram úr fjárlögum í grunni.  

Farskip er gott dæmi, fyrir utan landhelgi þá er það rekið eins og Ríki. Forsætið er skipstjórinn sem samhæfir þegar sú staða kemur upp.  i. Officer stýr um verki ofan dekks öll skilgreind og tekjurammi alltaf ljós, 1 meistari sér um það sem er undir þiljum, og Brytinn um allt sem lýtur að aðbúnaði áhafnar.  Þar er aldrei rifist hjá herrum , því það er ekkert að rífast um innbyrðis. Þeir herrar sem stand sig ekki er afmunstraðir.    Öll ríki heims með her er byggð svo upp. Það að setja einn haus yfir alla geira gildir á þriðja stjórnsýslu stigi í EU. Enda er Ísland að stefna hraðbyri í að verða eins og sýsla í 2 þrepa ríkjum EU eins og Skotlandi eða Danmörku. Afleiðingar einföldurnar eru lægra verð fyrir einfaldan útflutning . Brussel heldur ekki upp óþarfa kostnaði á því sem fer í sameiginlega grunnsmásölu hávirðisauka stórborga EU.  Þar ráðleggja aðilar eins og er arðbærast fyrir EU heildina.   Halda uppi verði á lægstu þrepum vsk. er ekki markmið USA eða UK eða EU eða Kína heldur þver öfugt hafa þau sem lægst til að stykja eigin smásölumarkaði.   Þegar Íslenska stjórsýslan auglýsir að hún hafi grætt umtalvert á grunnvöru viðskiptum við öflugari ríki þá lækka þau verið á krónunni til að viðhalda:  fair trade. USA gefur þjóðar tekjur í PPP, raunsölu síðasta árs á heima markaði en heldur sinn GNP út af fyrir sig og tekur ekki mark á slikum hagvaxta væntingabreytingum ár frá ári. Umfram Tekjur þeirra fyrirtækja í öðrum ríkijum sem og þjóðverja er varsjóður til að tryggja stöðuleika. Ef þetta eru vsk. fyrirtæki erlendis þá er 2,0% jafnaðar raunávöxtum umfram verðbólgu í gisti ríki á veltu ekki eigin reiðufjárhöfuðstól talsvert og þarf ekki að skila sér í upprunaríkið. 

Hér verið að frýja meðalmenni ábyrgð og tryggja nýjum meðalmönnum ofur eftir strafsævi bónusa. Það eru engin góð kort í myndinni á 80% mörkuð Íslendinga minnst  næstu 30 ár, og á Vesturlöndum fellur raunvirði á hverjum degi í samburði við önnur í ríki sem er að auka eftir almennra neytenda.  Hér hækkar  verðtygging á hverjum degi gagnvart almennum starfsmönnum: Laun ofan á kauptekjur eru til hins opinbera erlendis. Almenningur er ekki á akkorði og launskattatekjur hin opinbera næstum fastar upphæðir á hverju ári.

Vandamálið á Íslendi í fjársýslu er of mikli einföldun sniðin að tossum og ekki nógu mikil skil á milli ábyrgðar aðila i öllum geirum og keppenda um vsk. 

Júlíus Björnsson, 31.12.2011 kl. 00:44

4 identicon

Nafni,  þú veistu betur en margir að mesta af því sem þú skrifar hér að framan er bara öfund út í andstæðing !!!

Það sem mig vantar frá þér eru skrif um þinn son sem embættismann, gjörspilltan og vinna gegn þjóðinni !!!

Þú veist það eins vel og allir aðrir, sem taka að sér verk, þú verður að vinna það vel !!!

Ekki talað sé um að þið talið mikið um ábyrgð sem fylgir starfi, og þá milljónatugir í laun !!!

Mundu bara eitt, þú verður ekkert betri með því að ata aðra auri !!!

JR (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 01:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Við skulum vona það casado. En Steingrímur er snjall stjórnmálamaður þó hann sé ekki góður ráðherra.

Jón Magnússon, 31.12.2011 kl. 10:04

6 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg sammála Helgi. Málið gegn Persónuvernd verður flutt hvað varðar frávísunarkröfu í janúar. Þar er spurning hvort einstaklingur eins og ég eigi nokkurt erindi við ríkið þegar mannréttindabrot eru annars vegar.

Jón Magnússon, 31.12.2011 kl. 10:06

7 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er alveg rétt Júlíus og það er vissulega satt að það vantar allsstaðar ábyrgð.

Jón Magnússon, 31.12.2011 kl. 10:07

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég hver þú ert sem kallar þig JR en annað eins bull og vitleysa e fátítt á minni bloggsíðu og það væri ágætt að þú gerðir nánari grein fyrir þér og þyrðir að standa við orð þín.

Það e algjör della að ég skrifi af öfund út í andstæðingana. Skrif mín sýna glögglega fram á fáránleika þessarar staðhæfingar þinnar og er í samræmi við annað sem þú skrifar hér.

Svo ætla ég að láta þig vita það að eldri sonur minn er mjög heiðarlegur maður og gerði sitt besta við erfiðar aðstæður þegar þjóðfélagið hafði ekki áhuga á að neinn væri að vasast í málum banka og útrásarvíkinga. Hvar varst þú þá JR og hvað gerðir þú þá? Hver hefur tekið milljónatugi í laun. Ekki ég og enginn mér tengdur. Það sjá aðrir um það JR og ef til vill einvherjir sem eru nálægt þér.

Svo sendi ég þér þessa kveðju heldur betur til baka af því að hún á við þig en ekki mig. Þú verður ekkert betri með því að ata aðra auri en það gerir þú svo sannanlega og það gjörsamlega á fölskum forsendum.

Jón Magnússon, 31.12.2011 kl. 10:13

9 Smámynd: Elle_

Jón, Jóhanna stjórnar Steingrími, ekki öfugt.  Og Brussel, Jóhanna og Steingrímur níðast á og valta yfir Jón Bjarnaon og VG. 

Steingrímur vill halda völdum no. 1+2+3 og gerir það sem Brussel og Jóhönnuflokkurinn heimta. 

VG ætti að taka sig saman og standa harkalega gegn honum og reka hann úr flokknum. 

Loks ætti að koma Jóhönnu og Steingrími og Össuri úr ríkikssjórn og færa þau fyrir landsdóm eða sakadóm.  Í það minnsta vegna ICESAVE.

Elle_, 31.12.2011 kl. 19:01

10 Smámynd: Jón Magnússon

Já en það yrði harla lítið eftir af VG ef Steingrímur færi. En mér sýnist hann sterkari en Jóhanna. En hverjum sýnist sitt.

Jón Magnússon, 1.1.2012 kl. 17:33

11 Smámynd: Elle_

Já Jón, ég held líka að hann sé sterkari en Jóhanna.  Jóhanna bara hefur visst pólitískt vald með stærri flokk og þó hratt minnkandi, guði sé lof.  Og að við minnumst ekki á bakhjarlinn, Brusselveldið yfirgangssama sem hefur Jóhönnu gjörsamlega í vasanum. 

Elle_, 1.1.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband