Leita í fréttum mbl.is

Actavis og okurverð á lyfjum

Actavis hefur samþykkt að greiða 14.6 milljarða króna í bætur vegna okurs á lyfjum til bandarískra neytenda.

Hvað með verðlagningu Actavis á lyfjum á  Íslandi? Hefur sú verðlagning verið innan ásættanlegra marka?

Fyrir nokkrum árum benti ég á að samheitalyf frá Actavis væru dýrari á Íslandi en sambærileg samheitalyf erlendis. Þannig er það enn.

Actavis  hefur í raun viðurkennt að hafa farið yfir eðlileg mörk í verðlagningu á lyfjum í Bandaríkjunum. Eru einhverjar líkur á því að fyrirtækið hafi farið öðru vísi að hér?

Væri ekki rétt að velferðarráðherra léti fara fram skoðun á verðlagningur Actavis á Íslandi með hagsmuni neytenda og íslenska ríkisins að leiðarljósi?

Það munar um milljarðana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef maður lítur yfir hillur apóteka eru vörur Actavis í algerum meirihluta. Það er eins og lyfsalar líti ekki við öðrum vörum. Þegar maður yfir öllu framboðinu fylgir auðvitað að maður getur sett upp það verð sem maður vill. Það þyrfti einnig að athuga samband lyfsala og Actavis, hvernig ætli því sé háttað?

Tómas Örn (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 09:12

2 identicon

því miður eru það nú ekki bara lyfin sem manni finnst að verið sé að ræna mann þegar maður þarf á þeim að halda.  Það er nánast alveg sama hvað maður kaupir,  allt er u.þ.b. 100% dýrar hér heldur en ef keypt er erlendis

ragnar (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 09:22

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ætli þeim standi svo auðveldlega til boða lyf frá öðrum en Actacis Tómas. Sjálfsagt þarf að athuga það samband líka Tómas, en ég held samt að það sé fyrst og fremst um að kenna slakri neytendavernd í landinu frá því að fyrirtækið setti framleiðslu sína á markað. Það var eins og stjórnvöld teldu eðlilegt að íslenskir sjúklingar kæmu styrkum stoðum undir fyrirtækið með því að þola einokun og yfirverð á samheitalyfjum.

Jón Magnússon, 5.1.2012 kl. 09:43

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sama pencilin lyf út úr apoteki á Íslandi (kr 4700) og Spáni (kr 1500) kóvar er svipað eða jafnvel meiri munur. Einn þriðji af verði getur ekki verið eðlilegt.

Ólafur Örn Jónsson, 5.1.2012 kl. 11:20

5 identicon

Vegna fullyrðinga og vangaveltna hér að ofan er rétt að benda á skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um þróun lyfjakostnaðar 2008-2010.  Þar kemur meðal annars fram að lyfjaverð á Íslandi er jafnt eða lægra en meðalverð sambærilegra lyfja í öðrum norrænum ríkjum. Lyfjagreiðslunefnd hefur umsjón og eftirlit með lyfjaverði hér á landi. Í annan stað er rétt að benda á það, að hlutdeild Actavis á íslenska lyfjamarkaðinum er í magni talin um 36%, en í verðmæti innan við 15%.

Kveðja góð

Benedikt Sigurðsson

samskiptasviði Actavis á Íslandi

 

Benedikt Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 11:44

6 Smámynd: Jón Magnússon

Einhvern veginn passar þetta ekki við þá athugasemd sem er hér að framan. Í athugasemd Ólafs Arnar, Benedikt.

Af hverju ekki að upplýsa Benedikt um hlutdeild Actavis á neytendamarkaði. Dýrustu lyfin eru jú notuð á sjúkrahúsum og mesti lyfjakostnaðurinn er þar. 

Varðandi þróun lyfjakostnaðar frá 2008-2010 þá er eðlilegt að skoða verð á algengum samheitalyfjum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.  Það verður síðan líka að hafa í huga að frá hruni hafa laun hér verið almennt um helmingi lægri en laun viðmiðunarstétta á hinum Norðurlöndunum.

Í lokin Benedikt þá vann Guðlaugur Þór mjög góða vinnu sem heilbrigðisráðherra varðandi það að ná lyfjakostnaði niður. Það skýrir væntanlega að stórum hluta niðurstöðuna um þróun lyfjakostnaðar 2008 til 2010.

Ég er tilbúinn til að fara ofan í þetta mál með þér Benedikt því alltaf vil ég hafa það sem sannara reynist.

Jón Magnússon, 5.1.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 303
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 4124
  • Frá upphafi: 2427924

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 3815
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband