Leita í fréttum mbl.is

Vaðlaheiðargöng að sjálfsögðu

Vaðlaheiðargöng eru mikilvægari og nauðsynlegri samgöngubót en Héðinsfjarðargöng voru nokkru sinni.

Fyrst stjórnvöldum þótti eðlilegt að gera Héðinsfjarðargöng í bullandi ofþenslu efnahagslífsins, eru þá ekki mun skynsamlegri rök fyrir að grafa Vaðlaheiðargöng þegar atvinnuleysi er og samdráttur í efnahagslífinu.

Svo virðist sem stjórnvöld hafi markað þá stefnu að borga skuli sérstakan vegatoll fyrir jarðgöng sem eru mikilvæg og nauðsynleg samgöngubót sér í lagi liggi þau nálægt  þéttbýli. Þannig skal borga í Hvalfjarðargöng og einnig í fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng.  Annað gildir um Héðinsfjarðargöng, jarðgöng á Vestfjörðum og víðar.

Hvað sem líður kjördæmapoti þá eru Vaðlaheiðargöng forgangsverkefni í íslenskum samgöngu- og öryggismálum. Af sjálfu leiðir að miðað við aðstæður í dag þá þarf að setja framkvæmir við þau í gang sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á ekki einu sinni stoð í skýrslum áhugamanna um Vaðlaheiðargöng, að vegurinn um Víkurskarð sé umtalsvert hættulegur, og hann gæti vísast orðið snjóléttari með því að breyta vegarstæðinu á kafla. Hvernig Jóni tókst að sannfæra sjálfan sig um, að þessi göng séu forgangsatriði í öryggismálum, er ein af ráðgátum tilverunnar og vantar að upplýsa í þessum pistli. Svarta slysabletti í vegakerfinu er hins vegar víða annars staðar að finna.

Fjárhagsgrundvöllur er síðan annað mál, sem menn eru engan veginn sammála um, og varla er ábyrg pólitík að skauta framhjá því eða einblína á bjartsýnustu ágizkanir. Mér finnst fráleitt að réttlæta göngin með samanburði við Héðinsfjarðargöng, sem var mjög vafasöm framkvæmd, þótt umferð um þau sé eitthvað meiri en ætla mátti.

Vingjarnleg kveðja.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 17:38

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mig minnir nú að Norðfjarðargöng séu næst á listanum, eða er það misminni. Það er alla veganna ekki gott á svona stóru atvinnusvæði að ekki sé fært á sjúkrahús vegna ónýtrar rottuholu uppi á fjalli,fyrir nú utan það að austfirðingar eru að skaffa 33% af þjóðarframleiðslunni ef ég man rétt!Og ættu því ekki að vera hunsaðir Jón!Eða vilja menn kannski leggja það af, það er ekki físilegt að vinna á stað sem ekki er hægt að komast á sjúkrahús.!!!!!En auðvitað er það sjálfsagt að þeir í Eyjafirði byggi sín göng ef þeir hafa efni á því sjálfir!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.1.2012 kl. 02:26

3 Smámynd: Jón Magnússon

Víkurskarð er mjög erfið leið á vetrum Sigurður og við erum að tala um haft á milli þéttbýlisins á Akureyri og Eyjafjarðarsveit og Þingeyjarsýslu. Miðað við það sem gert hefur verið í gangnagerð í landinu þá finnst mér að þessi göng ættu að vera komin fyrir löngu.  Vitræn og nauðsynleg samgöngumannvirki hafa mikið hagrænt gildi. Mér finnst Vaðlaheiðargöng vera forgangsatriði.

Jón Magnússon, 16.1.2012 kl. 09:42

4 Smámynd: Jón Magnússon

Vandamálið er það Eyjólfur að víða býr fólk við takmarkað öryggi í heilsugæslu. Að sjálfsögðu þarf að laga það eins og kostur er. Spurning er hvort að jarðgöng séu heppilegasti kosturinn. Ég bara veit það ekki.

Jón Magnússon, 16.1.2012 kl. 09:43

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Jón og gott nýtt ár. Hann Kristinn er líka að væla um þessi göng, en gönng eru óþverri og það á að breikka núvarandi veg og byggja yfir þar sem þörf er á. En svo er að þeir gætu verið búnið að bora og sprengja göngin með átaki frá atvinnulausum strákum, en því miður eru þeir farnir til Noregs og koma ekki aftur og borarnir eru farnir til Þýskalands og koma ekki aftur, það sáu fjármögnunarhrapparnir um. 4 borvagnar hefði verið alveg nóg.

Eyjólfur Jónsson, 16.1.2012 kl. 11:29

6 identicon

Jón! Þér finnst semsagt að austfirðingar þurfi meira öryggi í heilbrigðismálum, en hafi minni þörf fyrir samgöngubætur en norðlendingar? Er það rétt skilið hjá mér?

Dagný (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 15:20

7 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vona að það sé ekki rétt hjá þér Eyjólfur að gangnamenn og tæki séu farin af landi brott. Ég er ekki að væla, en tel Vaðlaheiðargöng mikilvæga samgöngubót.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 00:23

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nei það er ekki rétt skilið hjá þér Dagný. Ég hef alltaf lagt áherslu á góðar og öruggar samgöngur og tel þær mikið öryggistæki auk þess sem þær hafa mjög jákvæða hagræna þýðingu.  Ég átta mig alveg á mikilvægi gangna bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Spurning er alltaf hvað á að setja í forgang og ég vil setja samgöngur í forgang og tel að með því þá stuðlum við að auknum samskiptum, betri nýsköpunarmöguleikum og auknum hagvexti.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 00:26

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er mjög rétt hjá þér Jón, bæði eru Vaðlaheiðargöng nauðsynleg samgöngubót og það kann ekki góðri lukku að stýra að andæfa þegar þessi kyrrstöðu stjórn virðist hafa áttað sig á að vinna er þjóðinni lífsnauðsynleg. 

En ég set stórt spurningarmerki við það að ljúga þessa framkvæmd fram fyrir aðrar vegabætur sem eru að flestra mati mun mikilvægari með því að gefa í skyn að þetta eigi að standa undir sér fjárhagslega með veggjöldum. Það þarf ekki mikinn snilling til að lesa töflur Vegagerðarinnar um umferð um Víkurskarð og komast að því að þessi framkvæmd stendur aldrei undir sér með veggjöldum.

Ég teldi því eðlilegast að svipta af þessu grímunni og taka vegbætur í réttri röð.  Það t.d. er ekki vegtenging við þorpin á sunnanverðum Vestfjörðum, það eru ekki ásættanlegir vegir út af höfuðborgarsvæðinu og það eru mikið meiri farartálmar fjallvegir á Austfjörðum, við gætum sennilega stofnað ehf. til að fá lagningu Sundabrautar tekna fram fyrir allar aðrar vegaframkvæmdir, þar væri altént hægt að láta umferðina borga brúsann.

Það er eilífur blekkingarleikur þessarar ríkisstjórnar sem er alls ekki líðandi.

Kjartan Sigurgeirsson, 18.1.2012 kl. 08:58

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott og málefnalegt innlegg Kjartan ég hef í sjálfu sér ekkert við það að bæta.

Jón Magnússon, 18.1.2012 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 276
  • Sl. sólarhring: 753
  • Sl. viku: 4097
  • Frá upphafi: 2427897

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 3792
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband