Leita í fréttum mbl.is

Á lægsta plani

Vafalaust er það vilji stjórnenda RÚV að þjóðmálaumræða í þáttum ríkissjónvarpsins sé hlutlæg og valdir séu viðmælendur sem hafa mesta eða alla vega viðunandi þekkingu á umfjöllunarefninu.

Silfur Egils er dæmi um þátt í ríkissjónvarpinu þar sem þessar meginreglur eru ítrekað brotnar. 

Ákveðnir vinir og jáfólk stjórnandans Egils Helgasonar er ítrekað boðið í drottningarviðtöl iðulega til að tala um mál sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Alla vega þar sem til er fjöldi viðmælenda sem hafa mun meiri þekkingu og vit á því sem um er að ræða en fastakúnnar Egils Helgasonar í boði ríkisfjölmiðilsins í Silfri Egils.

Sérstakir vinir Egils eins og t.d. Eva Joly, Þorvaldur Gylfason og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur koma ítrekað venjulgast til að segja það sama og þau hafa áður sagt.

Þegar Egill Helgason í Silfri Egils dagsins í dag fær sem sérstakan sérfræðing Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing til að ræða um Landsdóm þá er seilst langt til fanga og út yfir öll fagleg mörk hvað varðar viðmælanda sem hefur faglega þekkingu á viðfangsefninu. Hvað þá að vera þannig í sveit sett að hafa burði til að fjalla um málið með hlutlægum hætti. 

Óneitanlega er það ansi skondið að á sama tíma og Egill Helgason fordæmir einkavinavæðingu annarra þá skuli hann gerast sekur um augljósustu einkavinavæðinguna sem getur að líta í fjölmiðlum landsins.

Hvað skyldi útvarpsstjóri leyfa það lengi að þáttastjórnandi mikilvægasta umræðuaþáttarins um stjórnmál í sjónvarpinu gæti ekki hlutlægni og faglegra vinnubragða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er löngu komið gott af þessum sjálfbirgingslegu messum Egils sem þykist hafa yfirburði yfir alla að þekkingu og viti, Flýgur til Frakklands á okkar kostnað til að tala við Joly um franska pólitík osfrv.

Svo er þetta bara pólitískt vinstra trúboð sem á ekkert skylt við þjóðmálaumræðu. Ég er löngu hættur að nenna að horfa á þetta senma stöku sinnum til að ergja mig og sannfæra um hversu mikið almennt bull er á ferðinni hjá þessum sjálfskipuðu spekingum eins og Agli.

Halldór Jónsson, 22.1.2012 kl. 22:34

2 identicon

Ég er með eina spurningu og ég tek fram að ég hef ekki séð viðtalið við Sigurbjörgu né horfi ég á Silfrið nema endrum og eins.  Nú er Sigurbjörg með doktorsgráðu í stjórnsýslufræðum.  Að hvaða leyti er hún ekki faglegur valkostur til að fjalla um þessi mál?  Og ef svo er ekki, hver þá?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 22:49

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Halldór það er löngu komið gott. En Egill er að mörgu leyti lipur sjónvarpsmaður.

Jón Magnússon, 23.1.2012 kl. 12:27

4 Smámynd: Jón Magnússon

Af því að hún var að fjalla um mál sem hún hefur enga sérþekkingu á. Hún kemur í þáttinn sem sérfræðingur en sérfræði hennar hafði ekkert með það málefni að gera sem hún var fengin til að fjalla um. Það var eingöngu verið að gefa henni tækifæri á að koma að einhliða skoðunum.

Jón Magnússon, 23.1.2012 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband