Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn skorar á sjálfan sig.

Forseti lýðveldisins lét að því liggja í nýársávarpi sínu að hann yrði ekki í endurkjöri. Hann hringdi síðan í besta vin sinn Baldur Óskarsson og bað hann um að skora á sig að gefa kost á sér.

Baldur Óskarsson brást óðara við eins og hann hefur alltaf gert þegar foringi hans og leiðtogi Ólafur Ragnar hringir. Á sínum tíma kallaði Ólafur Ragnar í Baldur frá Afríku þar sem hann var í álitlegu starfi til að fá hann til að gera út af við pólitíska framtíð sína og starfsframa. Baldur gerði það án þess að hika.

Í þetta sinn kallaði Baldur  saman nokkra sem eiga Ólafi skuld að gjalda, með einum eða öðrum hætti, og fékk þá til að vera með.

Undirskriftarsöfnunin er í rífandi gangi. Baldur segir að nú hafi tæp 14 þúsund skorað á besta vin hans. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að það getur hver sem er skráð sig undir hvaða nafni sem er.  Einn skráði sig undir kennitölunni 111111-1119 og var þakkað fyrir. Sá aðili heldur því fram að þetta sér verst útfærða undirskriftarsöfnun undanfarinna ára.

Enginn veit hvort einhver skráir nafn hans á listann eða ekki. Undirskriftarsöfnunin er því algjörlega ómarktæk.

Það er miður að sitjandi forseti skuli etja vinum sínum á foraðið í stað þess að taka sjálfur ákvörðun um hvort hann ætlar að vera eða vera ekki. Það er jú alltaf hin sígilda spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Jón Friðpungsson skráði sig í gær. Hann er dyggur stuðningsmaður forsetans og var þakkað fyrir að skrá sig. Nokkrir félagar hans skráðu sig á sama tíma, álíka gáfulegir.

Oddur Ólafsson, 23.1.2012 kl. 09:52

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"There´s no business like show business"  .. og það er þangað sem forsetinn hefur fært embættið.  Þeir sem taka þátt klappa hann upp, - en ég segi pass. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2012 kl. 11:03

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þannig er þetta Oddur.

Jón Magnússon, 23.1.2012 kl. 12:30

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það geri ég líka Jóhanna. Mér finnst þetta vera góð greining hjá þér.

Jón Magnússon, 23.1.2012 kl. 12:31

5 identicon

Þetta er sami söngurinn og við Icesave undirskriftirnar. Það er ekkert mál að fá vitræna niðurstöðu í marktækni svona lista. Það er einfalt að taka burt kennitölur sem eru rangar og standast ekki samkv kennitölukerfinu.

Síðan er gerð einföld skoðannakönnun á þeim kennitölum sem standast skoðun og bíngó það liggur fyrir hversu margir hafa skrifað á listann sjálfir. Þannig könnun er einföld og kostar ekki mikið og ég efast ekki um að hún verði gerð þegar nær dregur kosningum og ef undirskriftarfjöldinn nær 40.000 total.

Ég vil taka fram að ég hef ekki og ætla ekki að skrifa mig á listann enda aldrei verið stuðningsmaður Ólafs og það hefur ekki breyst þó ég hafi verið ánægður með hann vegna Icesavemálsins.

Ég aftur á móti vinn við lýðfræðirannsóknir og mér ofbýður ruglið í fólki um ómarktækni svona lista. Á Icesavelistanna var óverulegur hluti listans Mikka Mús undirskriftir eða 2-3% af heildinni og ca. 97% af réttskrifuðum kennitölunum sögðust í könnun hafa skrifað nöfn sín sjálfar á listann.  

Sverrir Agnarsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 13:20

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta kann vel að vera Sverrir ég þekki ekki tæknina hvað þetta varðar. En það má ætla að það verði fleiri Mikka mús undirskriftir á þessum lista heldur en Icesave listanum af því að tilfinningarnar voru öðru vísi hvað varðaði Icesaveið og framboð Ólafs Ragnars eða telur þú ekki svo vera.

Jón Magnússon, 23.1.2012 kl. 18:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Undirskriftalistinn verður örugglega keyrður gegnum gagnagrunn.  En leynist þarna einhver Forsetaþrá í maga skrifara. Vísa svo bara á Gróu á Leiti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 20:50

8 identicon

Og HVAÐ með það????? Það kæmi bara einhver tuskan í staðinn. Vona bara að karlinn haldi áfram - hann hefur þó sýnt það að hann getur verið harður í horn að taka. Eitthvvað annað en Vigdís, sem var svo óþolandi að meir að segja Margrét Danadrottning reyndi eins og hægt var að sleppa því að bjóða henni í höllina. Vemmilegt menntasnobb hennar og helgislepjan var fals og HVAÐ gerði hún fyrir landið?

Kjósum kallinn áfram og leyfum honum að senda stjórnvöldum fingurinn í okkar nafni. Ekki veitir af.

Hanna (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 02:29

9 Smámynd: Jón Magnússon

Ég reikna ekki með að Mikki mús verði áfram einn af þeim sem talinn verður meðal stuðningsmanna þó það sé í sjálfu sér gott að hafa stuðning hans. Eða eins og forsetinn gæti hafa sagt "það er betra að hafa hann með sér heldur en á móti með einum eða öðrum hætti."  Ég hef aldrei skilið af hverju fólk sækir í þetta tildurembætti. En sem betur fer eru menn misjafnir.  Ég vil gera forsetaembættið þannig að það sé svipað og í Bandaríkjunum og Frakklandi að forsetinn myndi ríkisstjórn og þingmenn sitji ekki í ríkisstjórn. Þá værum við að tala um eitthvað sem máli skipti. En það að syngja Maístjörnuna endalaust með grunnskólabörnum og borða endalausar Hnallþórur og vera í yfirborðslegu lífi alla daga það hlýtur að taka á.

Jón Magnússon, 24.1.2012 kl. 11:43

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þú gerir það Hanna. Ég tel að hann sé búinn að sitja sinn tíma og það sé eðlilegt að kjósa nýjan forseta. En svo sannarlega vona ég að það komi ekki einhver tuskan heldur málsmetandi maður eða kona sem veit hvað hún eða hann er að gera og getur verið sameiningartákn þjóðarinnar.

Jón Magnússon, 24.1.2012 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband