Leita í fréttum mbl.is

Friðrik mikli

Í dag eru 300 ár frá fæðingu eins merkasta konungs, hershöfðingja og stjórnmálamanns veraldar, Friðriks 2, Prússakonungs, sem fékk viðurnefnið Friðrik miklu. Í tiltölulega nýju hefti tímaritsins Der Spiegel þá er hann nefndur ekki Friðrik mikli, heldur Friðrik mesti.

Friðrik mikli þurfti að eyða miklum tíma í herfarir en hann barðist við það sem hann kallaði pilsin þrjú og hafði betur á endanum, en þá voru drottningar í Rússlandi og Austurríki og sagt að Madamme Pompadour hjákona Loðvíks 15 Frakkakonungs stjórnaði landinu í raun. Rússland, Austurríki og Frakkland gerðu bandalag gegn Friðrik mikla.

Friðriks mikla er einnig minnst sem umbótamanns í stjórnarfari og hann kallaði sig hinn menntaða einvald og á tímum töldu menn það besta stjórnarfarið þegar sá stjórnaði ríkinu sem væri vel menntaður og hugsaði um hag alþýðu manna. Friðrik mikli hafði það á orði að þegnarnir mættu segja það sem þeir vildu en hann stjórnaði.

Friðrik mikli mælti til vinfengis við skáld og listamenn m.a. Voltaire en það samkomulag þeirra var ekki alltaf upp á  hið besta.

Hvað sem öðru líður þá var Friðrik mikli stjórnandi nýrra tíma. Napóleon hafði jafnan mynd af Friðrik hjá sér og taldi hann merkasta stjórnanda og hershöfðingja og sporgöngumann lýðréttinda.

Hvað sem öðru líður þá var hann merkileg persóna í sögunni og vel þess virði að hans sé minnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 784
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband