26.1.2012 | 16:06
Ofurvald sérfræðinnar og skuldir heimilanna
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar í annað sinn brutust út mikil mótmæli við þinghúsið. Í framhaldí af því setti örvæntingarfull Jóhanna málið í nefnd.
Niðurstaðan var að koma til "aðstoðar" þeim heimilum sem gátu ekki borgað neitt og ekki var hægt að innheimta neitt hjá. Ekkert skyldi gefið eftir af "innheimtanlegum skuldum"
Eftir að gengisbundin lán voru dæmd ólögleg gerði forsætisráðherra grein fyrir að "aðstoð" við heimilin næmi 144 milljörðum. Megin hluti þessarar "aðstoðar" var vegna niðurfærslu ólögmætra gengislána.
Forsætisráðherra fann því nýtt hugtak um það þegar lánastofnanir fara að lögum eða afskrifa óinnheimtanlegar skuldir. Það heitir "aðstoð við heimilin í landinu fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar."
Þegar þessi blekkingaleikur dugði ekki og ábyrgir fjárfestar í húsnæði og ábyrg heimili sættu sig ekki við óréttlæti verðtryggingarinnar, þá setti forsætisráðherra málið til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Ítrekað er kallað í þá stofnun þegar ríkisstjórna þarf að fá sérfræðilegan stimpil á stjórnmálalega afstöðu sína. Stofnunin hlýðir alltaf kalli ríkisstjórnarinnar eins og hundur húsbónda sínum.
Í október s.l. lagði forsætisráðherra fyrir Hagfræðistofnunina að meta kostnað við tillögur um leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstólum miðað við gefið svigrúm. Af sjálfu leiddi að Hagfræðistofnunin fann ekkert svigrúm. Að vísu höfðu þeir ekki allar upplýsingar til að reikna út jöfnuna. Þeir giskuðu þá bara á það sem upp á vantaði. Flott vísindi það.
Hagfræðistofnun reiknaði það sem fyrir hana var lagt á þeim grundvelli sem fyrir hana var lagt auk nokkurra ágiskana og fékk út þá niðurstöðu sem fyrir hana var lagt.
Forsætisráðherra bað ekki um að reiknað yrði á vísindalegan hátt óeðlilegur hagnaður lánastofnana, banka, íbúðarlánasjóðs og lífeyrissjóða vegna hækkana höfuðstóla verðtryggðra húsnæðislána þann frá 1.10.2008 til dagsins í dag. Þennan tíma hefur enginn virðisauki verið í þjóðfélaginu. Verðtryggðu lánin hafa samt hækkað um 180 milljarða.
Það var ekki beðið um að reikna út líkur á jákvæðum þjóðhagslegum áhrifum og aukningu þjóðarframleiðslu í framhaldi af leiðréttingu á skuldum heimilanna. Skilningur á því er ekki lengur fyrir hendi í ríkisstjórninni eftir síðustu útskiptingar ráðherra.
Hagfræðistofnun segir að það kosti um 200 milljarða að leiðrétta höfuðstóla verðtryggðra lána þ.e. færa þá niður til þeirrar vísitölu sem var við bankahrunið 1.10.2008. Raunar svipaða tölu og verðtryggingarránið hefur kostað lántakendur frá bankahruni.
Það er athyglivert að það er alltaf talað um kostnað lánastofnana. Það er aldrei talað um kostnað lánþega vegna vísitöluránsins. Það er ekki talað um leiðréttingu höfuðstóla á grundvelli jafnstöðu lántaka og lánveitenda, heiðarleika og sanngirni.
Mig minnir að Winston Churchill hafi einu sinni sagt að það væri til lygi, tóm lygi og tölfræði. Tölfræðin var hin vísindalega nálgun þess tíma. Hjá Jóhönnu er aðgerðarleysið sveipað með því að setja mál í nefnd, segjast gera eitthvað sem ekki er gert og biðja um vísindalegt álit með fölskum formerkjum.
Réttlætið verður ekki sótt til Jóhönnu Sigurðardóttur eða meðreiðarsveina hennar. Hún og ríkisstjórn hennar ætlar ekkert að gera. Það er algjörlega ljóst.
Nú er tími til kominn að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bretti upp ermar og móti strax tillögur um lausn skuldasvanda heimilanna, afnám verðtryggingar og niðurfærslu höfuðstóla eins og samhljóma ályktanir Landsfundar Sjálfstæðisflokksins kveða á um.
Niðurfærsla skulda heimilanna, afnám verðtryggingar og niðurfærsla höfuðstóla verðtryggðra lána gerist á grundvelli pólitískrar stefnumótunar.
Ekki með reikniformúlum þar sem réttlætið er alltaf stærð sem skilin er útundan.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 491
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Hver er kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið ef það eina sem fólk gerir er að borga af húsinu sínu ?
Þá verður ekki mikið um hagvöxt.
Ég ætla að vona að sjálfstæðisflokkurinn fylgi eftir því sem var samþykkt á landsfundi varðandi lán almennings.
Maður er ekki að biðja um að gefa sér eitt né neitt heldur sanngirni í þessum málum.
Það gleymist líka að hafa í huga kostnaðinn ef fólk hættir að borga og flýr land, það verður líka kostnaður af því.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:00
Jón, satt segirðu. Það er tími til kominn að forysta Sjálfstæðisflokksins taki til höndum, í þessu máli sem öðrum. Serstaklega gagnvart þeirri hættu að Steingrímur J er nú að véla Island ínn í ESB. Þeim manni er í engu treystandi. Sporin hræða.
Björn Emilsson, 26.1.2012 kl. 19:37
Hvað gildir um viðskipti milli tveggja ríka þanning að fyrst byrjar annað ríkið að lána hinu til dæmis England lánar Kína í pundum sem Kína greiðir fyrir með vörum [sem er er verðreiknaðap á alþjóðlegu raunvirði [ppp] og síðan er ætlast til að Kína losi sig við pundin með því að kaupa vöru og þjónustu frá Englandi. Þá gildir:
Copyright © 2001, Ray Wright
Þetta gildir líka um meðatekjuþega og 30 ára veðskuldina hans erlendis, hún fylgir PPP ríkisins sem um ræðir [reiknað eftir á : rauntekjur eftir afskriftir til að fá út samtíma raunvirði: til dæmis 30 síðustu ár á hverjum tíma til skekkja verði sem minnst ef um 30 ára veðsöfn er að ræða.
Þetta byggir líka á einfalda jafngildinu að Debit<=> Credit á samnings eða uppgjörstímabili.
PPP er hægt að falsa, t.d. ef Ríki seldi allt sem 1 flokks nautkjöt fyrir 1.000.000 dollar eða næst á allt sem annað flokks nautakjöt fyrir 1.000.000 dollar þá er það kalla verðbólga í samanburði. Segjum að annar flokkur kosti 800.000 þá er þetta 20% verðrýrnum á dollar.
Nú vita allir nema heimskir langskólamenntaðir Íslendingar að veðrbólga eða hækkun neyslukörfu PPP á ári eða CIP á mánuði er um 150% í UK og því að meðatali um 5,0% á hverju ári síðustu aldirnar.
Þessa vegna þegar tekin eru lán þar til fjámagna vörukaup eða annað er 5,0% ársvextir sjálfsögð grunn krafa, til að tryggja ERM eða verðtyggingu.
Fasteigna markaður [passive langtíma veðskludarsafnsbréf: securities bond] á degi hrunsins hér var max 1,99% raunvaxta álag, [hér 4,5% min.]hefur ekkert breyst. Þess karfa er miðuð við 30 ára eins og almennar grunn fasteignir og stofnhlutabréf í öruggum langtíma reksti er geðr til að greiða út á 30 árum fórnar kostnaðinn til baka við stofnum langtíma langtíma jafnstreymis veðssafnis: þannig að þegar þroska er ná náð er eigin fé safnis 3,0% = jafnstreymis heildar veltunnar. 100% öruggt til verðtygginga.
Nýbygginar voru miklar á vesturlöndum frá 1970 til 2000 og þá spruttu upp skammtíma fjárfestingar sjóðir sem Tilskipun 94 EU tryggir ekki forgang og þeir voru þá að fjármagna ný veðsöfn til verðtrygginga, hinsvegar lækkaðu rauntekjur meðtekjuhópsins á þessum tíma og réðu þessa vegna margir ekki við 5,0% + 2,5% = 7,5% nafnvexti. Hér eru 100% veðsöfn drasl til lengri tíma litið, en ekki nema 20% á Írlandi fyrir tveimur árum. Þessi söfn er að koma ágætlega út á skammtímalánshæfis mati hér vegna þess að árs innstreymi þeirra er tryggt af ríkisráðstjórn Íslends ennþá.
Auðvitað á að kaupa öll fals verðtyggingarbréfinn út úr erlendu eignarhaldsbönkunum. Fækka skammtíma ofvitum í stjórnsýslunni.
Júlíus Björnsson, 26.1.2012 kl. 19:53
Þetta línurit sem sýnir hlutfall skulda og landframleiðslu, sá ég í grein hjá Ólafi Margeirssyni. Nú veit maður svo sem aldrei nema að tölfræðin sé að "ljúga" (.þetta var Mark Twain en ekki WC,held ég) Prófum nú samt að hafa það fyrir satt:
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 20:01
Þakka þér jón ágæt mál eins og jafnan, en ég er farin að hallast að því að mál dugi ekki lengur, rifflar tali betur.
Þó gæti verið að góð eggja drífa á Jóhönnu gæti bjargað okkur frá henni. Alla veganna gaus hún loforðum eftir þá síðustu.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 22:53
Alveg rétt Emil
Jón Magnússon, 26.1.2012 kl. 23:13
Því miður Björn þá hafa Steíngrími J verið afar mislagðar hendur.
Jón Magnússon, 26.1.2012 kl. 23:14
Spurningin er bara hvað kostar það að kaupa öll "falsskuldabréfin út úr bönkunum."
Jón Magnússon, 26.1.2012 kl. 23:15
Gott innlegg í umræðuna Björn og ég vona að línuritið þitt skili sér inn,en það er ekki búið að því enn.
Jón Magnússon, 26.1.2012 kl. 23:18
Því miður virðist Jóhanna ekki skilja neitt annað en víðtæka samstöðu og mótmæli. En eigi vopnin að tala þá er lýðræðið dautt.
Jón Magnússon, 26.1.2012 kl. 23:19
Það gæti kostað að sérhvert balloon langtímaveðsludarbréf [subprime trash] væri greitt með með standard USA jafngreiðsluskuldarbréfi til 30 ára með 5,6% til 7,5% föstum nafnvöxtum allan afborgunartíman. Færi eftir ráðstofunartekjum skuldara. Þá er greiðslyrði eins og í USA mest fyrstu fimm árinn vegna þess að verðbætur er greiddar fyrirfram þar en á móti viðhaldskostnaði síðarhluta afborgunartímans lækka föst verðbólga hér í samræmi við það sem gerist annarstaðar raunvirði afborganna jafngreiðlu bréfins. Þetta kosta ekkert heldur sparar greiðslur á verðbótum og eykur eftirspurn eftir neyslulánum. Ríkisbanki[sjóður] skráður á einkaframtak sem vil ekki eiga Prime AAA +++ langtíma varasjóði [buffer] í sínum fórum á ekki að hafa leifi til rekstrar hér. Það er nóg að vsk. fyrirtæki greiði raunvexti af skammtíma stór lánum sínum og 20% ríkust einstaklingar Íslands eins og í öðrum stöndugum ríkjum. 2,0% lægri nafnvextir gegn 20% til 30% útborgum tryggja minnst 10% sparnað hér eins og annarstaðar. Eða 2,0% álag á þá sem geta ekki sparað og eru þá vart lánshæfir, spurning um orðalag. Orkur á fasteignaveðskuldum er búið að skila mörgum kreppurm hér. Vera með sama standar á veðskludum ein og í EU, og gera ekki ráð fyrir öðrun hruni. EU gerir aldrei ráð fyrir hruni á heilu kerfi, það gera hálfvitar.
Júlíus Björnsson, 27.1.2012 kl. 02:22
Já, það er athyglivert fyrir mig sem fylgst hefur með stjórnmálum síðan ég var krakki, án þess þó að hafa tekið afstöðu með einhverjum einum flokki, að sjálfstæðisflokkurinn ætli að berjast fyrir hag heimilana :) Það lítur auðvitað vel út í yfirlýsingunni á landsfundi að það eigi að lækka höfuðstól húsnæðislána en þetta er bara hluti vandans. Það þarf líka að horfa til framtíðar og sjá það að fasteignamarkaðurinn er að missa af komandi kynslóðum til þess að taka þátt í honum og skýringin er sú að fasteignaverð er einfaldlega of hátt til þess að fólk með venjuleg laun ræður ekki við að kaupa. Ekki veit ég hvað skal gera en manni dettur í hug breytt fyrirkomulag lána, t.d. sambærilegir vextir og í nágrannalöndunum en líklega skilar það sér í hærra verði á íbúðum, afnám verðtryggingar myndi hjálpa en þá þarf líklega að skipta út gjaldmiðlinum.
Síðan er það fyrir hinn almenna borgara að treysta sjálfstæðisflokknum. Ég man eftir tveimur skiptum þar sem að lagðar hafa verið fram tillögur um að ábyrgðarmannakerfið yrði lagt af en alltaf hafa þeir staðið í vegi fyrir því ásamt því að þeir hafa varið það að hægt sé að viðhalda kröfum á gjaldþrota einstaklinga í 10 ár og viðhalda kröfunum lengur ef sérstakar ástæður eru til þess. Konan mín lenti í því að skrifa upp á fyrir nákominn ættingja í dæmigerðum íslenskum rekstri þar sem mokað var út úr fyrirtækinu í einkaneyslu og bankarnir gengu svo á okkar fjölskyldu. Húsið tekið og við á götunni. Þess vegna spyr ég, hvernig á ég að geta treyst þeim flokki sem byggði upp og studdi þetta kerfi með kjafti og klóm? Á hverjum einasta landsfundi þegar að sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu hefur verið búin til flott stefnuskrá hvað almenning varðar og flokkurinn komist í stjórn aftur og breyst aftur í flokkinn sem ver peningaöflin með kjafti og klóm. Með þessu er ég ekki að verja núverandi ríkisstjórn en ég er samt ekki búin að gleyma því hvernig það var að vera skuldari þegar að sjálfstæðisflokkurinn var við völd.
Pétur Kristinsson, 27.1.2012 kl. 08:15
Ábyrgðamannakerfið varð ekki til á grundvelli stefnu stjórnmálaflokka Pétur. Það vill þannig til að ég þekki nokkuð vel til þess þar sem ég barðist lengi fyrir því að það yrði verulega vængstýft. Þess vegna gerðu m.a. Neytendasamtökin samkomulag við fjármálastofnanir. Ég var meðflutningsmaður með Lúðvík Bergvinssyni á frumvarpi sem varð að lögum um ábyrgðarmenn, sem takmarkar mjög heimildir lánastofnana hvað það varðar. Við stóðum þar saman þvert á flokka eins og iðulega er varðandi réttindamál. Ég skil vel afstöðu þína eftir að hafa lent í þessum hremmingum, en það var ekki vegna afstöðu eins eða annars stjórnmálaflokks. En vissulega hefðu menn þurft að taka á þessu strax um eða fyrir aldamót. Skiplag þessara mála var vissulega ekki í lagi.
Allir stjórnmálaflokkar hafa alltaf fallegar stefnuskrár. Spurning hvað það er sem þeir gera. Stefna Landsfundar Sjálfstæðisflokksins er einföld og skýr og fulltrúum flokksins ber að fara eftir henni. Annað væri svik við æðsta vald flokksins Landsfund.
Jón Magnússon, 27.1.2012 kl. 09:46
Jón, ég er 100% sammála greiningu þinni á verkum og verkleysi ríkisstjórnarinnar. Ef þau væru sett í að grafa 30sm djúpan skurð, yrði að segja þeim að grafa feti dýpra en þeim fyndist nóg. En líklega myndi það ekki duga því Össur færi að tala um búfénað og kveða rímur en Jóhanna að smala köttum.
En Sjálfstæðisflokkurinn þarf að byrja á því að sýna almenningi auðmýkt og biðjast afsökunar á mistökum sínum fyrir hrun ef trúverðugleiki hans á að koma til baka. Setja þarf ofan í kúlulánaliðið og sjóðsstjórnarmeðlimi, (lesist Þorgerður Katrín og Illuga) svo dæmi séu tekin. Fram til þessa hefur það ekki verið gert opinberlega heldur horfa menn tárvotir og klökkir framan í flokksmenn á landsfundum og hylla gamla foringja. Enda tók Bjarni Ben sjálfur þátt í sukkinu.
Varðandi verðtrygginuna:
Við fólkið sem tóku gengistryggðu lánin, eða erlend lán, var sagt:
"Það er ekki viturlegt að taka lán í öðrum gjaldmiðli en tekjur viðkomandi eru í."
Í landinu eru þó tveir gjaldmiðlar í dag: a) Óverðtryggð króna sem laun eru greidd í og b) verðtryggð króna sem lán eru greidd með. Þetta misræmi verður að stöðva. Ef erlendar vörur hækka vegna lækkunar krónunar, hækkar verðtryggingin lánin. Sama á reyndar við um flestar innlendar vörur enda eru þær háðar erlendum aðföngum í einhverjum tímapunkti í framleiðsluferlinu.
Eins og staðan er í dag, og hefur reyndar verið frá innleiðingu verðtryggingar, þá er verðtrygging í raun gengistrygging að (stórum?) hluta.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.1.2012 kl. 11:18
Það er alveg rétt hjá þér Erlingur að verðtryggingin er í raun gengistrygging. En þó ekki alveg af því að þegar til lengri tíma er litið þá hækkar verðtryggingin alltaf meira en hvaða gjaldmiðill sem til er í veröldinni. Það er m.a. vegna þess að verðtryggingin hækkar við öll áföll og verðhækkanir sem verða í heiminum, en það gera gjaldmiðlarnir ekki nema að hluta. Verðtryggingin er óásættanleg og hún verður að hverfa.
Jón Magnússon, 28.1.2012 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.