Leita í fréttum mbl.is

Tilraun til hvítþvottar?

Áttar fólk sig ekki á að skýrslan um lífeyrissjóðina var unnin fyrir þá á þeirra forsendum. Skýrslan greinir frá þekktum staðreyndum þó fólk hafi ekki áttað sig á hversu gríðarlegt tap þetta var.  En þar sem skýrslan var unnin fyrir lífeyrissjóðina þá var það ekki verkefni nefndarinnar að sýna fram á bruðlið og sóðaskapinn.


1. Það er ekki sagt frá dýru boðsferðunum sem stjórnarmenn og starfsmenn lífeyrissjóða fóru í á vegum banka og útrásravíkinga.
2. Það er ekki sagt frá hagsmunaárekstrum nema ör örlítið
3. Það er ekki sagt frá bruðlinu í lífeyrissjóðunum.
4. Það er ekki sagt frá ofurlaununum sem stjórnendur lífeyrissjóðanna voru með.

Af hverju er ekki sagt frá þessu?


Af því að það var ekki verkefni nefndarinnar. Lífeyrissjóðirnir borga fyrir það að koma eins vel út og mögulegt er eftir að hafa tapað rúmum fjárlögum.  Formaður lífeyrissjóðasambandið lýsti síðan ánægju sinni með störf nefndarinnar.

Mennirnir sem töpuðu 480 milljörðum halda því síðan fram að það megi ekki í neinu slaka varðandi verðtrygginguna.  Þarf eitthvað að tala við þá meira um það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, er það ekki þess vegna sem við þurfum að fá alla stjórn á lífeyrissjóðunum, reka atvinnurekendur burt??????!!!!!!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.2.2012 kl. 23:55

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grunnlífeyrirsjóður Þýska ríkisins er byggður á gullnu bókhaldsreglunum og þar er ekkert vandmál. Þýskaland veit að eldri borgarar vega þungt í öflugum hávirðisauka neytendamarkaði eða lifandi reiðufjársjóði raunþjóðartekna á hverju ári. 

Þeir mæta hráefnisskortnaði með að stefna á 1,0% fækkun Þýskra Ríkisborgara [styrkþega] á hverju ári næstu ár. Þar er ekki mikil starfsmanna velta og hávirðaukaútflutingur til fyrirmyndar.  Atvinleysi 5,3% og fer minnkandi. EU stjórnaskráin heimilar Stjórnsýslum  í Meðlimaríkjum að mismuna í störfum hjá hinu opinbera eftir ríkisborgarétti einnig er tungamál náttúruleg hindrun, sérstakleg í vel borguðum störfum. Þýskir atvinnurekendur hafa ekki efni á nema besta starfskrafti vegna skattareglna hjá þjóðverjum, þar sem allir sitja við sama borðið þegar kemur að tekjusköttum.


Lífeyrissjóður Danskra lækna er dæmi um ekki opinberan sjóð í anda Bismark en byggir á þeim reglum að eiginlegt reiðfé [varsjóður til útborgunar] fer aldrei yfir 3,0% af heildarveltu. 97% að iðgjöldum í reiðufé rennur úr til eldri félaga á hverju ári. Ekki 40% eins og hér og 60% í áhættu.

Varsjóður þessi 3,0% eiginfjárs bindiskylda er geymdur í fasteignaveðsafni sem lánar án raunvaxta til félagsmanna hefðbundin 30 ára veðskuldarlán. Það er líka kjarabót sem mismunar ekki og léttir greiðslu iðgjalda.

Félagartal mun vera stöðugt og þá koma inn 3,0% nýir fyrir 3,0% sem hætta í þessum 30 ára geira á hverju ári.

Það spretta upp uppsöfnurasjóðir í heiminum á hverju ári sem lofa raunvöxtum umfram almennar verðlagshækkanir á 30 árum, þeir markaðsetja sig vanalega á upp með miklar væntingar og margir sér í lagi í USA hafa brennt sig illa á þessu formi sem var tekið upp hér samfara okurvaxta [vextir umfram almennar verðlagshækkanir] tryggingu hér. Nafnvextir eru í réttu hlutfalli við áhættueiginfé fjármálstofnunar og langtíma veðskulda bréf seljast ekki ef lofað er hærri ávöxtun en 7,5% í USA eða UK. Þar hækkar allt um 150% á 30 árum og því rýnar Pund og Dollar um ca. 60% að raunvirði á sama tíma, því raunvöxtur er huglæg samanburðahugtak við nágrana. 

Verbótavextir 5,0% + max 1,99% grunnvextir gera 6,99% ársvexti.   Raunvaxta karfan er til greiða niður stofnkostnað vegna nýrra 30 ára veðsafna.  Þess vegna eru  nafnvextir af veðskuldum eldri fasteigna vanaleg um 2,0% lægri í tölugildi. 7% er 5% með 2,0% raunvaxta kröfu.

VSk fyrirtæki í USA greiða 50.000 vegna húsnæðisstarfsmanna meðan þau Íslensku þurfa að blæða út 100.000 til 150.000  á mánuði. Þessi hefð á Íslandi, raunvaxta ávöxtunarkrafa á grunn efnahags  gekk upp meðan hægt var að auka afla og virkja meira þræla þjóðinni út 24 tíma á sólarhring.

í Alþjóðasamanburði er aðilar vita vanhæfir og kunna ekki alþjóða grunnreglur í bókahaldi eða eru læsir á erlent yfirstéttrar mál.

Tossa kennarar eru þeir sem virðast vera kenna hluti sem engin á geta skilið.  Bókhaldreglur og jafnvægi í fjarmálstjórnun er ekki flókið yfir þá 8,0% greindustu sem fá rétta þjálfun. Í þýsklandi er spurt hvenær laukstu námi og úr hvað skóla.  Síu kerfi tryggir að vsk. fyrtæki fá besta starfskraftinn og ráðneytinn líka. Gæði [raunvirði] skipta engu máli fyrir tossa. Þeir koma upp sig með tali.

Júlíus Björnsson, 5.2.2012 kl. 01:31

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll alveg satt, nú vill Magnús Orri Skram enn eina skýrsluna um icesave, þarf ekki að fara að búa til sérstakt safn fyrir allar þessar skýrslur og bækur, hafa svo myndir um alla veggi af þessum snillingum.

Bernharð Hjaltalín, 5.2.2012 kl. 08:25

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það hlaut að vera. Enda skildi ég ekkert í því hversu lítið mál þetta var fyrir Arnar Sigmundsson formann stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóða. Tímasetningin og öll framsetning hefur sennilega líka verið  hönnuð af auglýsinga fólki og undir leikstjórn.   

Atli Hermannsson., 5.2.2012 kl. 10:16

5 identicon

Þegar talað er um að hætta við verðtrygginguna.

þá rjúka menn upp til handa og fóta og segja það ekki hægt að afnema hana vegna þess, þá sé ekki neitt réttlæti til fyrir hönd ellilífeyrirsþega.

Ein lítil saga: Systir mín byrjaði að vinna 16 ára gömul. þegar hún varð 27 ára flutti hún erlendis og bjó þar alla tíð eftir það. Eftir 1-2 ár fór hún að tala við stjórnanda Lífeyrissjóðs Vesturlands. Hún vildi fá sína greiðslu sem hún hefði borgað í sjóðinn. (ekki vinnuveitenda) Það þótti Honum af og frá, átti það enga hliðstæðu eftir þeim upplýsingum sem stjórnarmaður hafði sankað að sér um þessi mál. Mín systir gaf sig ekki. Sagði að þarna væri um að ræða tæplega 11 ára starf frá hennar hálfu og hún ætlaði að fá þessa peninga með illu eða góðu. Eftir mikið jaml og juður fékk hún upphæðina. Hún hló mikið og sagði að peningarnir hefðu dugað fyrir 1 dós af Machintosh

í Fríhöfninni í Keflavík, á leiðinni heim til sín.Maðurinn hennar gat ekki skilið þegar hún sagði honum að þetta væri minnst 10 ára vinna. Eftir þetta hafði hún skömm á öllu sem var kennt við vinstri politík á Íslandi, og aldrei myndi treysta þeim meðð 5 eyring á milli húsa. Svona eru lífeyrissjóðir enn í dag. Hvaða nafni sem hann nefnist. Geta má þess að þessi stýrimaður sjóðsins varð að hætta vegna óráðssíu seinna meir. Ekki varð hann stærri í augum systir minnar fyrir það. Mér fannst þetta frábær þvermóðska hjá henni því hún náði ekki þeim aldri að hún fengi nokkurntíma úr þeim sjóð þótt hún hefði búið á Íslandi.

Ég hef aðra litla sögu sem líka gerðist fyrir mörgum árum. Sem segir okkur að snemma beygðist krókurinn hjá vinstri kempunum. Frænka mín dó barnlaus 45 ára gömul átti engin börn, en háaldraða móður á lífi. Athugað var hvort ekki væri hægt að fá þann hluta lífeyrisins sem hún hefði greitt í sjóðinn til handa fyrir mömmu hennar sem ekki hafði mikið handaá milli. Þetta var jú verkakvennasjóður. (nátturlega lægstu laun) Þvert Nei..

Þess vegna að stundum hefur verið sagt að mesti þjófnaður á Íslandi hafi verið þegar núllin voru tekin af. Svo er ekki, það eru lífeyrissjóðirnir hægt og bítandi kroppa þeir í þín mánaðarlaun ár út og ár inn.

Og enginn segir neitt. Ef þetta er ekki þjófnaður, hvað er það þá???

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 10:27

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að við séum sammála um það Helgi að þeir sem eru í lífeyrissjóðnum og eiga þar hluti eiga að stjórna honum. Það á að ríkja lýðræði þar. Af hverju skyldi verkalýðshreyfingin vera á móti lýðræði í lífeyrissjóðunum? Síðan er það annað mál hvort skylduaðild að lífeyrissjóðum er réttlætanleg í lýðfrjálsu landi. Ég tel svo ekki vera.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 11:00

7 Smámynd: Jón Magnússon

Er það ekki þannig Júlíus að fæstum gengur að halda þannig utan um þessa lífeyrissjóði að þeir skili meira en höfuðstólnum til baka. Þess vegna er vaxtaviðmiðun okkar kerfis eitthvað sem gengur aldrei upp í heimi þar sem hagvöxtur sveiflast jafn mikið og raun ber vitni og er oftast lægri en vaxtaviðmiðun lífeyrissjóðanna íslensku.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 11:02

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð athugasemd Bernharð. Hér áður fyrr voru það fjölmiðlar, háskólar og sagnfræðingar sem unnu þessa vinnu. Í versta falli dómstólar ef þannig hagaði til. Nú erum við á góðri leið með að taka upp rannsóknarréttarfar þar sem nokkrir misvitrir einstaklingar setjast í rannsóknardóm og kveða hann upp. Stundum án þess að þeir sem sakfelldir eru hafi möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Lágmarksmannréttindi eru ekki virt eins og t.d. var við vinnu rannsóknarnefndar Alþingis, þegar þeir gáfu fólki málamynda andmælarétt en ekki raunverulegan.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 11:05

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Atli. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að tímasetningin og annað hafi verið sérhannað. Þá er ég ekki að varpa neinni rýrð á þá sem unnu þessa úttekt. Þeir gerðu það ágætlega miðað við þær forsendur sem þeim voru gefnar.  En forsendurnar voru : Þú mátt skoða þetta en ekki þetta. Þess vegna er skýrslan í raun áfangaskýrsla en ekki heildarúttekt. Það má ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir voru bensíntankur útrásarinnar, húsnæðis, verðbréfa og bankabólunnar hér á landi.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 11:07

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott og athyglivert innlegg Jóhanna. Gott að fá þetta fyrir fólk til að kynna sér af eigin raun hvað er um að ræða.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 11:08

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Það þarf hlutlausa og ópólitíska aðila til að taka á vanda Íslands, í öllum málum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.2.2012 kl. 11:13

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Bjóstu við einhverju öðru þar sem Arnar Sigmundsson er með puttanna ?

Níels A. Ársælsson., 5.2.2012 kl. 11:13

13 identicon

Sæll jón

Það er merkilegt með hvernig allt sem við gerðum eða lögðum til þegar lögum um lífeyrissjóðina var breytt allt var flokkað undir Fé án hirðis og að við værum fávísir verkamenn sem vissum ekki eitt eða neitt værum best fallnir til þrælahalds. Þið Þingmennirnir unnuð undir merkjum þess að við ættum að trúa ykkur um að þessar krónur sem við lög ðum í lífeyrissjóðina væri ´fé án hirðis: við í mínum lífeyrissjóði reindum að stofna deild þar sem í væru sérfræðingar í ávöxtun en nei þið komuð í veg fyrir þetta. Gagnvart opinberu sjóðunum þá þarf að kanna tengslin milli kb banka og starfsmanna sjóðanna. 

Pétur V. Maack (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 11:38

14 identicon

Sæll.

Hve margir stjórnendur í lífeyrissjóðum hafa sagt af sér eða verið sparkað vegna sinnar frammistöðu? Hver er rekstrarkostnaður þessara sjóða? Hvaða áhrif geta þeir sem fé eiga í sjóð haft á stjórnun síns sjóðs?

Lífeyrissjóðirnir eru gott dæmi um fé án eiganda, stjórnendur þeirra eru ekki að sýsla með eigið fé og við ræflarnir sem borgum í þá höfum ekki áhrif. Þetta virkar ekki og ætti það að vera öllum ljóst núna.

Það sem þarf að gera er það sem gert var í Chile fyrir nokkrum áratugum. Menn eiga ekki að greiða í einhverja sameiginlega sjóði með miklu rekstrarkostnaði heldur á að taka upp persónulega sparisjóðsreikninga sem hver og einn borgar inn á ásamt vinnuveitenda sínum. Þetta kerfi ætti einnig að skapa samkeppni milli bankastofnana um innlánsvexti og það besta er að þá losum við okkur við misvitra stjórnendur sem skammta sér of há laun og sýsla með annarra manna fé nánast án nokkurrar ábyrgðar.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja af hverju eitthvað hefur ekki verið gert í þessum málum fyrir löngu síðan, sennilega er það þó vegna þess að þetta er fé án eigenda. Svo er vitað mál að útgreiðslur úr þessum sjóðum munu aukast verulega eftir fáein ár, þá þurfa þeir að greiða út fé sem ekki er til. Þau mál eru ekki einu sinni rædd?! Frábært hvað stjórnmálamenn eru vel með á nótunum!

Helgi (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 11:52

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samtyggingaruppsetning er hefð eða siðferðislegsskylda sem hefur aldrei dregið úr heildar hagvexti í nokkru ríki ef hún er sett um á rökréttum forsendu grunni. Biskmarck kerfið sem flest Velferðkerfi byggja á,  er fyrst og fremst snyrtilegt.  Miðar við að 10% að heildar 65 ára þjóðartekjum fari í brauðfæða þá sem minna mega sín. Stöðuleiki felst í því að halda þeim gæðum eða raunvirði sem almennt ríkir í grunni, minnka þörf á tryggingum. Það verða allt til einstaklingar í öllum samfélögum með meiri árs tekjur og æfitekjur en meðatalið. Sömu aðilar lúta náttúrulögum hafa hafa alltaf þörf fyrir að viðhalda sínum kröfum. ARGO þess vegna á ekki að skylda menn í treysta öðrum fyrir sínum hlut í ársþjóðartekjukökunnin til skiptingar á hverju ári.   Raunvirði myntar er DEB á móti verðmætunum CRED sem fást fyrir hana á æfi sérhvers einstaklinga á sama markaði. Gengi er "rating" það sem er skráð [ritað] CRED sem jafngildi þess  fékkst fyrir hana á sama markaði. Við tölum um ganginn, ferðina leiðina í gegnum tímann, raunvirði það sem fékkst í gær er ekki nauðsynlega það sama og fékkst í gær.    Lögum um ávöxtunartryggingu finnast ekki utan Íslands, og hafa ekki martæka merkingu í vesturrænum markasfræðum.  Það er barnleg óskhyggja og trúfræði að hægt þótt sé hægt að skyld menn til skrá DEB raunvirði eigna sinna hærra en markaðverðið [meðalverðið á allri almennri vöru og þjónust vsk.]  sem fékkst fyrir þá á liðnu ári í samhengi, þá er raunveruleikin sá að DEB verður að stemma við CRED.  Hér trúir 80% Íslendinga ekki á huglæga raunvirðisaukningu stjórnsýlu aðila, og huglægi raunvirðs auki í verði vöru og þjónust er líka bundinn markasverðum. Stjórnsýsla sem metur sinn huglæga raunvirði auka meiri en hinar á sínum eigin forsendum  getur það út af fyrir sig, en hin ríkin mun aldrei semja um slíka sjálfelsku. Ísland er örugglega í mestu hlutfallaslegu milli ríkviðskiptum sem þekkjast í dag og verður þess vegna beygja sig undir þau sjónar mið sem gilda í öðrum ríkjum í þessum málum. "Fair traite " á öllum tímum, gagnkvæmur hagnaður eða tap á öllum 5 ára uppgjörum. Ekki láta viðskipta aðilanna leiðrétt sig, vera fyrri til. Önnur ríki fjárfesta flesta í fjöldanum og hávirðisaukan sem myndast í smásölu veltu stórborgranna  talað með orðum þeirra stærri.  Það er engin tilviljun að talað er um varasjóði Þýsklands á mörkuðum efri millistéttar í USA.   En eftir Lissbonn þá komu fréttire um að svar USA við útþennslu stefnu Brussel væri að minnka áhersluna á móti á EU blokkinni. Enda síðan 1970 hafa aðilir í USA í vaxandi mæli verið að fjáfesta í varasjóðum utan EU. Fréttir segja m.a. að búið er finna upp risatóran  markað af sykursjúklingum á Indlandi.  Það gerðist náttúlega með því að efnaðri Indverjum hefur hlutfallslega fjölga mikið. 

Hér er fjárfest í að mínu mat að skera raunvirði vöru þjónustu og veltu innanlands á mælkvarða Aljóðgengismarkaðarins, með að brenna upp kostnaði á móti tekjum í öllum undirstöðu atvinnugreinum, og þannig óbeint að lækka alþjóðamarkaðsraunvirði á þjónust og framleiðslu sem tengist. 

Það er langt síðan að upplýstur Íslendingur setti mig inn í þýska skattkerfið, þar hefur skatturinn að ganga að margra alda tölulegum upplýsingar um  uppskriftir verðþátta samsetningu alls þess sem hefur selst í Þýskalandi frá upphafi.

Það þýðir að  t.d. Íssali sem selur Ís á tilteknu torgi, fékk fyrir 30 árum senda skatta skýrslu til staðfestingar. Þar sem skattur hafi upplýsingar frá birgjum um það sem kom  inn til Íssalanas. 
Þá var hlutfallslegum áætluð lámarks álagning í prósentum auðreiknuð.  Spurning hvort hann gætti ekki gefið upp að hann hefði misst Ís í gólfið og lækkað þanning hjá sér skatta, var svarða þannig að  Tryggingarfélög í þýsklandi þyrftu líka að lifa og þannig sé væri það einkamál Íslans hvort hann tryggði sig eða ekki.  Hið opinbera þar vill ekki veita dragbítum rekstrahleifi á sínum hávirðisauka mörkuðum,    það kostar gífulega fjámuni að byggja um glæsilega arðabærar stórborgir, og þess vegna er raunvirði eða gengi í stórborgum heimsins alltaf mikið hærra en á landsbyggðinni í sömu ríkjum.  Hér er talið eðlegt að það sé sama dýra gengið út á landi og í Reykjavík. Bara þetta atriði sýnir að eitthvað er að hér.

EU vill að sjálfsögðu fá hlutdeild hér í allri hagræðingu [eignabruna því eignir kosta viðhald sem leggst á söluverð]  í grunnsölu vöruflokkum merktum A til G. sem heyra undir samræmda verðstefnu Brussell, þetta er sá hluti vöru og þjónustu með nánast hreint raunvirðis markaðsverð.  Málið er að ég þekki mín meginlands gen og í samningum er ekkert gefið eftir í þessum málum.   Raunvirði þjóðasölutekna Ísland er í sögulegu lámarki og Brussel  réttir ekki litla fingur til að lækka þær ekki ennþá meira. Vöruflokkar H. og yfir er það sem sem skilar hávirðaukanum samt bara það selt almennt og er þá þá reiknað niður til samræmis við meðalgengið á mörkuðum EU. HCIP. 
HCIP metur vörflokka 30 % hærri en CIP. Þees vegna er innragengi EU hærra en innra gengi USA, og USA fjárfestar fara annað, og efri millistétt heimsins fer til USA í ferðalög frekar en til EU næstu 30 ár.

Málið var að sínum tíma þegar ódýrt gengi var á Spáni, þá vöru Íslendingar mjög ánægðir enda bannað að leggja skatta og gróða á áfengi.  Þjóðverjar hinsvegar vanir 1. og 2. verðflokki á vöru og þjónustu heima fyrir fannst verðlagið okur [5. og 6 verðflokkur, settur í glanspappír í dag].  Svipað og meir fannst og sér í lagi almennt fæði í UK. Samt sem áður er Spánn stéttskipt, og yfirstéttina þar var með mjög svipaðar gæða kröfur og almenningur á Íslandi.   Þar hjá minnihlutanum er svipað magn af gæða kjöti og fiski á disknum eins og var hér. til að losna við sveiflu í dag þega búið er samræma grunn EU, þá er bara að afskrifa 5,0% að heildarþjóðtekjum á hverju ári eins og gert er í  UK. Við getur ekki farið í fótspor þýskra neytenda sem heild og afskrifað 2,0% því flestir ráðamanna hér hugs ekki jafn rökrétt.  

Júlíus Björnsson, 5.2.2012 kl. 13:25

16 Smámynd: Jón Magnússon

Það held ég ekki Anna. Vandamálið okkar í dag er hvað við erum með ofboðslega margt hlutlaust og ópólitískt fólk á þingi í öllum stjórnmálaflokkum. Við þurfum þvert á móti fólk sem hefur hugsjónir, er pólitískt og þorir að standa við hugsjónir sínar.  Um það snýst eðlileg pólitík og lýðræði. 

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 14:01

17 Smámynd: Jón Magnússon

Arnar kemur ekki beint að þessu máli nema sem formaður sambandsins. Ég þekki hann ekki af öðru en að vera góðan og heiðarlegan mann.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 14:04

18 Smámynd: Jón Magnússon

Ég veit ekki hvað þú ert að saka mig um Pétur. Ég sat á Alþingi 2007 til 2009. Það var engin þvingun sem sett var á lífeyrissjóðina þá. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fagfjárfestar á markaði og mér finnst þú ekki alveg átta þig á því Pétur. Þið báruð ábyrgðina eins og bankarnir. Þið voruð bensíntankurinn fyrir bankana og útrásarvíkingana. Þið berið ábyrgð sem verður ekkert frá ykkur tekinn. Það var ekki hið opinbera eða eftirlitsaðilar sem höfðu það vald yfir ykkur meðan þið fóruð að lögum og þið höfðuð rúmar lagaheimildir.  Það er mergurinn málsins. Hirðirinn var ólýðræðislega valdar stjórnir í lífeyrissjóðum þar sem fólkið er þvingað með þrælalögum til að greiða til hvort sem því líkar það betur eða verr.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 14:07

19 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála þér Helgi. Takk fyrir gott innlegg.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 14:08

20 identicon

Við erum með rétt rúmlega 30 starfandi lífeyrissjóði hér í þessu fámenna landi.  Rekstrarkostnaðurinn þeirra er hátt í 4 milljarðar á ári og það þarf inngreiðslur yfir 11.000 manna eða nærri 10% af þeim heildarfjölda sem greiðir í lífeyrissjóði  til að standa undir þessum rekstrarkostnaði.

Hvað er svona fámenn þjóð að gera með svona marga lífeyrissjóði?  Er það hrepparígur, flokkadráttur og bestavinavæðingin sem ráða því?  Af hverju er þeim ekki fækkað með sameiningu og ná fram sparnaði á rekstrarkostnaði?  Hvers vegna þarf forstjóri lífeyrissjóða að vera með margföld árslaun mín á mánuði ofan á aðra bónusa og fríðindi?

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 14:51

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

PPP: Purchasing power parity  theory: er hugmynda fræði síðust aldir Aþjóðagengismarkaðar til að bera saman gengi á ýmsum svæðum á jörðinni.  Kallast þetta mat á söluverðmæta og þjónustu, sem er þá söluskattskyld í öllum heimum Real rate : eða raungengiskráning  sett fram gegn Nominal rate, gengiskráingar að nafninu til þá Íslands eða EU t.d. Hér er heimagengsskráning gefin upp samkvæmt nýlenduhefðum í mati á verðmætum landsframleiðslu. Gagnrýni þeirra sem miða alltaf við raunverðmæti seldra vöru markað síðasta árs [ára], er að hinni aðferðinni fylgi mikið meiri sveiflur, mér dettur í hug heilasveiflur Íslenskra hagfræðinga.   

Mæla breytingar á hlutfallslegum raunveruleika  skilar frekar rökréttum ályktunum en að miða við breytingar á væntingum. Sér í lagi reynslulausra einstaklinga af beinum fjámála og markaðviðskiptum eða þjálfum í höfðuðbókum  í bókhaldslegum og því eignaréttar skilningi.

Þótt skattmann geri kröfur um skil á stöðluðu bókhaldsformi, þá gera allir ábyrgir sín eigin uppgjörs yfirlit á eigin forsendum, þar sem sundirliðanir eru settar upp þannig að þeir sjálfir skilji þær í samhengi þetta leyndarmál þarf ekki að binda í lög.

Einnig var hér siður á 19. öld að reikna stofnkostnað að öllu í krónum til að finna svo út hlutfallslegt samhengi, og ég var ekki nema 5 ára, þegar sá líka reikninga fyrst.
Mér brá mikið 22 árum síðar þegar ég kynntist hefuðum hér í viðskipta lífinu.  Það voru mjög fáir sem héldu um höfustólsbókanir fyrirfram eða reiknuð út raunkostnaðar verð sölu eininga.  

Þegar ég var í verk og raun tók ég bókhald á laugardögum 10 til 12. Þá lenti ég í tíma hjá síðast hæfa skólastjóra VR. Bókin til grundvallar er þessi illaskilgreinda Íslenska sem skilar öllum 10 með gott ljósmyndaminni. Var aldrei vandmál hjá mér til að byrja með, heilinn þarf líka pláss fyrir vinnslu minni.  Það skiptir líka máli að raða öllum upplýsingum í réttri röð og rökréttu samhengi inn í langtíma minni eigin heila.  

Samt sem áður sagði viðkomandi, að ýmsar aðferðir  væru við meta cash bundið í vörulager [ seljanlegar verðbréfakröfur hjá fjármálastofnum] , samt væri hyggilegast að meta verðmætið alltaf sem  lægst, það er á kostnaðarverði í húsi, aðeins á því sem seldist örugglega 100% daginn eftir. Rökin eru að það borgar sig ekki að greiða tekju skatta fyrirfram. Þar sem þetta verðmætamat er notað til reikna hagvöxt eða vörunotkun, þá eru markartækar hlutfalslegar breytingar bundnar við að metið sé eins í öllum uppgjörum.  Málið er að það er ekki hægt að mynda bókhalslega varsjóði með að verðmeta niður ár frá ári, einhverntíma tíma þarf að selja og þá fær skatturinn alltaf sitt. Uppsöfnum á hlutum sem kosta fjármagnsviðhald eða tryggingar og rándýran geymslukostnað er óarðbærara í rauninni eða framkvæmd  en velta stöðugt sölu og þjónustu einingum. Látum málin lifa og hafa sinn eðlilega farveg.

Norðmenn síðustu 30 ára segjast hafa tekið ákveðið hlutafall af heildar PPP á hverju ári í nafni Olíugróða til að mynda seljanlegan verðbréfa sjóð. Alþjóðagengismarkaður staðfestir þetta og Sviss og Noregur hafa í hlutfallslegu samhengi haldið sínum activu eignum í fullu verði síðust 30 ár löglega bókhaldalega.   Passivar eignir hafa lítil sem engin verðmæti á fjámálamörkuðum heldur fylgja þeim vanalega skatta og viðhaldskvaðir.  Strangt til tekið á ekki bóka passive eignir sem fjármáleignir í Balance yfirlitum augnbliksins [efnahagreikningum] , reikningar eru vanalega grunur efnahagsyfirlita og höfðubókanir eru færslur milli gátta, sem krefjast ekki mikillar sérfræði menntunar í stærðfræði eða reikning hingað til.

Þess vegna spyr ég í dag: hvernig var hægt síðustu 30 ár að leggja lífeyris skatta á alla brúttó söluskattaskylda veltu hér fyrirfram til eignarfærslu. Fyrir afskriftir vegna ofmats á heildarþjóðargengi.  Ef hér eru tekin 3,0% af brúttóveltu þá eru það um 6,0% af veltu PPP.   Ef PPP velta er stöðug per íbúa, þá líða ekki mörg ár þanngað til geymslu skuldarkröfurnar er orðin full ársvelta. Viðhalda hliðsett við eiginlega rekstur Íslands sömu upphæð í Pundum kostar 5,0% af brúttótekjum á  ári, og áframhaldandi uppsöfnun. Þetta er trojuhestur sem meðalgreindir á ofháu kaupi falla fyrir að mínu mati.  Lífeyrissjóðir hafa þeir verið að selja kröfur fyrir cash, Prime AAA +++ veðsöfn skila raunvirði á öllum tímum og eru alltaf seljanleg og sértaklega í kreppum.

Vilja íslendingar almennt hafa minni lýsingu heima fyrir, færri fermetra af íbúðarhúsnæði á mann, hjóla í vinnuna og éta meira grænmeti og því meirihluti íbúa EU mælist hafa það þannig. USA og UK gefa ekki upp eignir í varsjóðum utan heimamarkaða sinna enda hugsa þessar þjóðir líkt.

Kostirnir við afskrifa frekar of mikið en ekkert, er að þegar að kreppir þá sýnir þú bókhaldlega sömu stöðu eins allir hinir samherjarnir. Það gera þýskumælandi þjóðir grimmt.
Hinsvegar hefur umræðan hér verið á þá leið og eignarlega séð er ekkert falið að mínu mati.

Nitty gritty hjá risunum er smáatriði sem vegur þungt í samtíma raunvirðisþjóðartekjum og kallast sjaldgæf frumefnasambönd, eins og þjóðverjar segja er lykilinn að nútíma hávirðiauka framleiðslu sem neytendamarkaðir sækjast mest eftir. Mig grunar að Kínverjar gefi þeim engan afslátt og vilji í raun fá greitt í dollurum og aðstöðu út um alla EU. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Júlíus Björnsson, 5.2.2012 kl. 17:17

22 Smámynd: Jón Magnússon

Góðar spurningar Jóhannes. Af hverju ekki lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn? Eða það sem væri ennþá betra að hafa þetta inn í velferðarkerfinu varðandi ummönun og annað þess háttar, en að fólk spari að öðru leyti sjálft og á eigin ábyrgð.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 22:04

23 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nefnilega mergurinn málsins Júlíus og var inntakið í hugmyndafræði mótmælenda að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Það var iðnin og vinnusemin sem var inntakið og það skilaði meiri auðlegð og framförum en hafði verið í margar aldir þar á undan.

Jón Magnússon, 5.2.2012 kl. 22:06

24 Smámynd: Halldór Jónsson

...."Raknar og trosnar sá hnútur er fastast vér bindum" segir Jón helgason. Líklega er erfiðast að varðveita efnislega hluti í henni verslu eins og þeir gömlu sögðu. Hvar eru auðævi Alexanders mikla og óteknir lífeyrissjóðir allra sem deyja fyrir aldur fram? Júkíus hefur formúlu um að pundið rýrni um 60 % á hverjum 30 árum. Hvaða verðtrygging nema sú íslenska bætir það?

Halldór Jónsson, 6.2.2012 kl. 00:15

25 Smámynd: Elle_

Fullt af góðum punktum í þessum pistli, Jón, enda vísaði ég hann.  Verður ekki að gera alvöru rannsókn?  Opinbera rannsókn þar sem engu er hlíft?  Það er fáránlegt að rannsókn fari fram og opinberist eftir pöntunum þeirra sem stjórnuðu.  Það er samfylkingarlegt.

Elle_, 6.2.2012 kl. 22:08

26 Smámynd: Elle_

- - - vísaði ég í hann - - -  ætlaði ég nú að segja.

Elle_, 6.2.2012 kl. 22:10

27 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, það er góð spurning hjá þér með verkalýðshreyfinguna????????? Er fólk ekki hrætt við að missa völdin og sporslurnar? Auðvita á launþegi að fá allan peninginn útborgaðan þegar hann verður sextugur með vöxtum! Og það þarf ekki endilega að vera sérstakur lífeyrissjóður, getur bara verið reikningur í banka! Af hverju er þetta ekki eins og tryggingafélög eru með, maður líftryggir sig og safnar iðgjaldinu í "x" mörg ár sem er svo útborgað með vöxtum???????

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.2.2012 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 276
  • Sl. sólarhring: 753
  • Sl. viku: 4097
  • Frá upphafi: 2427897

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 3792
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband