Leita í fréttum mbl.is

Orð þitt skal vera já já og nei nei og ekkert umfram það.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson gekk í Framsóknarflokkinn fylgdi flokkurinn þeirri stefnu sem formaður hans orðaði, að stefna hans væri já já og nei nei og hann væri opinn í báða enda.  Ólafur Ragnar hefur greinilega tileinkað sér þessa Framsóknarmennsku betur en nokkur annar fyrr eða síðar.

Í orðræðu sinni í gær á Bessastöðum þegar nokkrir vinir hans færðu honum undirskriftarlista stuðningsmanna, flutti Ólafur yfir þeim ræðu sem var efnislega þessi.

Ætti ég að gefa kost á mér til endurkjörs nei en þó er ég bundin þjóðinni þannig að ég verð að segja já en ég er búinn að segja að ég ætli ekki að gefa kost á mér og segi nei,  en þó bíða mörg verkefni sem ég þarf að fást við sem hvetur mig til að segja já. Þannig að ég loka á þennan möguleika en opna samt á hann.

Að þessari sérstæðu ræðu lokinni vísaði Ólafur  vinum sínum til óærði stofu, því nú þurfti hann að taka á móti þeim sem honum finnast skemmtilegastir af öllum "Fjölmiðlamenn".

Yfir fjölmiðlamönnunum flutti Ólafur ítrekað hina fyrri ræðu sem hefði mátt stytta svo sem um ræðir í hinni helgu bók þannig að Ólafur hefði getað sagt.  Ræða mín er já já og nei nei og ekkert umfram það.

Framsóknarmaður allra alda er greinilega endurborin tvíefldur í Ólafi Ragnari Grímssyni. Enda Ólafur opinn í báða enda í þessu máli og ræða hans er já já og nei nei og ekkert umfram það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, er ekki von að maðurinn þurfi að hugsa sig um og ræða við konu og aðra í fjölskyldunni?

Það er að mínu mati, eðlilegt.

Að vera í þessu embætti er ekki bara henn heldur konu og barna líka.

Sigrún Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 12:59

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú mátt nú ekki gleyma því Jón að ekki var annað að sjá á Bessastöðum í gær en að búið væri að taka völdin af Ólafi á vissan hátt.Allavega benti benti Ólafur á það eftir að Eiríkur Stefánsson hafði lokið lestri af blaði sem hann afhenti Ólafi, þar sem fram kom að það væri gert á Bessastöðum, að það væri í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins að einhver annar undirritaði bréf á Bessastöðum en forsetinn.Svo kanski hefur forsetinn verið eitthvað óöruggur með sig. 

Sigurgeir Jónsson, 28.2.2012 kl. 23:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"En ræða yðar skal vera: já, já; nei, nei; en það sem er umfram þetta, er af hinu vonda." (Jesús í Mt. 5.37, t.d. í útg. Nýja testamentisins 1946; en í 1981- og 2007-útgáfunum þannig: "En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.") – Út úr þeirri stefnu Framsóknar eða Þórarins Þórarinssonar Tímaritstjóra og alþm. að halda sig við þetta var óspart snúið.

En þetta breytir engu um heimild Ólafs forseta til að endurskoða ákvörðun sína. Og það var gott að sjá flokksmann þinn, Jón, hann GHG, fyrrv. alþm., á Bessastöðum í fyrradag meðal stuðningsmanna forsetans.

Jón Valur Jensson, 29.2.2012 kl. 02:43

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Jón Valur Jensson.  Ég fór með þetta eftir minni án þess að fletta upp.  Þannig að það vantaði upp á og þú bætir þar úr nafni.

Forsetakosningar eða stuðningur við væntanlegan forseta hefur aldrei farið alfarið eftir flokkslínum. Guðmundur H. Garðarson er mætur maður og það er Guðni Ágústsson líka, en þó ég sé oft sammála þeim þá er ég það ekki hvað varðar áskorun á forseta sem þegar hefur setið of lengi.

Jón Magnússon, 1.3.2012 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 765
  • Sl. viku: 4093
  • Frá upphafi: 2427893

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 3789
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband