Leita í fréttum mbl.is

Kanadadollari eða Evra?

Vikuritið The Economist segir frá hugmyndum um að taka upp Kanadadollar og nefnir greinina "A loonie idea"

Fram kemur í blaðinu að yfir 70% íslendinga séu óánægðir með íslensku krónuna og hugsi því til annarra gjaldmiðla  þess vegna Kanadollars eða Evru. Rakið er í greininnni að skiptar skoðanir séu um málið, en því sé hins vegar ekki að leyna að Kanadamenn séu ánægðir þá sjaldan sem einhver man eftir þeim.

Reikna má með að síðustu aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka við að herða gjaldeyrishöft, sem sýnir ákveðið skipbrot efnahagsstefnu þeirra beggja valdi því að fleiri og fleiri óski eftir því að taka upp annann gjaldmiðil. 

Nú erum við með tvo mjög virka gjaldmiðla í landinu, óverðtryggðu krónuna sem fólk notar við innkaup og fær greidd launin sín með og verðtryggðu lánskrónuna.  Ef til vill fyndist einhverjum til bóta að hafa bara einn gjaldmiðil sem gilti í öllum viðskiptum, líka lánaviðskiptum. Aðalatriðið er að hafa gjaldmiðil sem fólk og markaður treystir þannig að ekki þurfi að vera gjaldeyrishöft og síðhert gjaldeyrishöft og virkt eftirlit í Seðlabanka með öllum kreditkortafærslum neytenda.

The Economist kemur með þá hugmynd að þar sem vestur hluti Íslands sé á Ameríkuflekanum og austurhlutinn sé á Evrópuflekanum  að þá geti það verið lausn að vesturhlutinn taki upp Kanadadollar en autur hlutinn taki upp Evru.

Ef til vill er þetta ekki vitlausasta hugmyndin sem komið hefur fram um gjaldmiðilsmálin. Þó ekki verði annað séð en hún sé sett fram í hálfkæringi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Við höfðum þetta á Davíðstímanum. algert myntfrelsi.Nú búum við í Alþýðulýðveldinu Íslandi þar sem allt er bannað og allt er í hafti nema frelsið til að flýja land-Ennþá því kommarnir munu bráðlega þurfa að stöðva exodus vissra stétta. En örugglega þó ekki lögfræðinga því þeir eru ómissandi til að bera út þær ekkjur sem enn kunna að eiga íbúðir og sitja í skiptastjórnum. Hvernig líst lögmanninum á að verða hér einn eftir með Samfó og VG, öldruðum eins og mér og andlegum öryrkjum eins og mér ?

Halldór Jónsson, 14.3.2012 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband