Leita í fréttum mbl.is

Endalaus óánægja

Það er sérkennilegt að fylgjast með málflutningi vinstri sinnaða réttlætispöpulsins, með Egil Helgason, Björn Val Gíslason, Þorvald Gylfason og Þór Saari í helsta fyrirsvari.  Svo virðist að þrátt fyrir að Jóhanna hafi hlaupið eftir hverjum goluþyt þessara manna að þá sé aldrei hægt að gera þeim og helsta stuðningsfólki þeirra til hæfis.  Raunar á ríkisstjórnin líf sitt undir stuðningi Þór Saari svo mikið þarf að sjálfsögðu við að hafa.

Þessir menn héldu því fram að það væri ekki hægt að sleppa Landsdómsákæru á Geir H. Haarde af því að það þyrfti að gera upp við Hrunið. Þeir sögðu að skýrslur vitnanna sem leidd yrðu fyrir Landsdóm væru ómetanlegt innlegg. Svo hófst Landsdómsmeðferðin og þessir spekingar pópúlismans hamast nú við að lýsa því hvað réttarhöld, málsmeðferð og vitnaleiðslur í Landsdómi valdi miklum vonbrigðum.  Egill Helgason hafði Landsdómsmálið síðan í flimtingum með mjög svo ósmekklegum hætti. Enn ein rós í hnappagat "hlutlæga" þáttastjórnandans.

Allir gerðu þeir hróp að Baldri Guðlaugssyni og sumir þeirra voru sannfærðir um sekt hans áður en dómur gekk í Hæstarétti og virtist enginn dómur yfir Baldri nógu þungur til að það gæti sefað þessa spekinga. Svo fór að Hæstiréttur dæmi Baldur til fangelsisvistar, ranglega, að mínu mati en það er annað mál. Í morgun kom síðan frétt af því að Baldur hefði hafið afplánun en þá bregðst pópúlistarnir þannig við að ásaka fangelsisyfirvöld um að leyfa Baldri að byrja að afplána og látið í veðri vaka að það sé brot á jafnræðisreglu.

Jóhanna og Steingrímur færðu þessum hávaðasama hópi vinstri pópúlista stjórnlagaþing og þegar kosningin til þess var dæmd ólögmæt þá ákváðu þau að hafa dóm Hæstaréttar að engu og ákveða stjórnlagaráð með þingsályktunartillögu.  Það dugði ekki til, því að Þorvaldur Gylfason var ekki fyrr búinn að bulla úr skálum visku sinnar fyrr en hann krafðist þess að einræði meirihlutans yrði látið ráða því hvernig stjórnarskrá lýðvelsins yrði. Að vísu allt í andstöðu við stjórnarskrána, en hvað varðar einn prófessor um lög og rétt í landinu þegar hann telur að vinir sínir stjórni og hann geti komið málum fram að eigin geðþótta.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ættu að muna það að þeir sem fá sér reiðtúr á tígrisdýri enda í maganum á því. Þau geta aldrei gert neikvæðu vinstri pópúlistana ánægða hvað mikið svo sem þau reyna.

Þeir eru alltaf óánægðir og sjá spillingu í öllum hornum nema hjá sjálfum sér og vinum sínum eins og nýleg dæmi sanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Og hana nú! Góður pistill Jón Magnússon. Ég hef á tilfinningunni að þessi stjórn sitji ekki út kjörtímabilið, og ég vona að hún sé rétt!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.3.2012 kl. 13:32

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Long planning er grunnur meiriháttar ríkja, 100 ára ríkisþjóðartekjuskuldabréf UK gera kröfum um framsýni. Stjórnarskrárlög er í eðli sínu long planning. Hlutlaust mat er að Íslendingar almennt setja hluti bara í áhættu skammtíma [<61 mán.]. 

Gaman færi að fá sjá 25 ára forsendur Íslenskra veðskulda með 4,5% grunnvöxtum fyrir vexti vegna ráðgerðar verðbólgu í helstu viðskipta ríkjum Ísland næstu 25 ár.

Í ríkjum þar sem almennar hækkanir ríkja á skammtíma kauphallarmörkuðum, mun langtíma verðbólga alltaf vera staðreynd, hinsvegar er ekkert öruggt um rauntekju aukning Ríkis.

Íslands  gerir sig að fífli þegar það segist geta aukið raunþjóðartekjur sínar langt umfram meðalvöxt [rýrnun] á Vesturlöndum. Ísland er háð viðskiptum við Ríki sem láta ekki arðræna sig á langtíma forsendum.

Meðan hér er gert út á langtíma forsendu grunn, þá er allir Ísleningar ein heild í augum annarra ríkja og sannarlega landráðamenn í flestum öðrum ríkjum.

Veðfylkjasöfn til 100 ára eru sönnun um að UK er ábyrgt næstu 100 ár.


Hér getur ekkert vaxið í framtíðinni á 100% áhættu skammtíma grunni.

Leggja 85 %-100% raunvaxta kröfu á 30 ára efnahags grunnveðskuldir og réttæta með að skattmann geti greitt hana niður um 85% til 100% , er Íslenskt ranghugmynd.

65% er stofnkostnaður við 30 ár verðtyggingfylki erlendis á 1. Útgáfu. Eftir 30 ár er hægt að láta verðbætur einar sér nægja. Aðrar útgáfur eru 3,3% af raunvirði þeirra fyrstu. Það er bundin reiðufjár útborgarskylda til að viðhalda fylkinu. 

Lækkun kostnaða=gjalda er í virkri keppi ávísun á lækkun arðs og tekna. Stöðugleika í anda Sósíal Denemókrata og annarra trúfélaga.

Júlíus Björnsson, 14.3.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 728
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband