15.3.2012 | 12:35
Sérleiðirnar duga ekki.
Verðbólga mælist nú tæp 7%, en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er að verðbólga sé ekki yfir 2.5%. Seðlabankinn telur sig geta ráðið við vandamálin með því að beyta stýrivöxtum. Þess vegna eru stýrivextir Seðlabanka Íslands 4.75%. Þeir hæstu í okkar heimshluta.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir Seðlabankans og séríslenskar sérleiðir í efnahags- og lánamálum þá er verðbólga hér sú hæsta í Evrópu. Ákveðinn hluti fjármagnseigenda græða á því að verðbólgan sé sem mest vegna verðtryggingar lána. Mistökin í efnahagsstjórninni sem lýsa sér m.a. í 7% verðbólgu í efnahagslegri kyrrstöðu veldur því að lánþegar og launþegar eru arðrændir í hverjum mánuði.
Í Noregi eru stýrivextir seðlabankans 1.5% og verðbólga er 1%. Þar eru laun mun hærri en hér á landi og skattar lægri.
Verstu lífskjör vinnandi fólks á Norðurlöndunum eru á Íslandi. Okkur liggur á að hætta sérleiðunum í efnahags- og lánamálum og afnema verðtrygginguna og koma á ábyrgri efnahagsstjórn á forsendum og með hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 295
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 4116
- Frá upphafi: 2427916
Annað
- Innlit í dag: 271
- Innlit sl. viku: 3807
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 252
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ágætt að einhver segði mér nákvæmlega hvernig menn sjá fyrir sér "Ábyrga efnahagsstjórn" Og hvað það þýðir? Það myndi væntanlega þýðia í ljósi áhrifa Kárahnjúka og Reyðaráls sem skapaði m.a. hér gevigengi á krónunni að öllum stærri fjárfestingum yrði haldið í hófi og staðið á brensunni við að taka við stærri fjárfestingum t.d. eins og stóriðju nema að farið yrði í mikinn niðurskurð á móti. T.d. á útgjöldum til heilbrigðis og menntamála. Því að kerfið hér þolir illa svona stórar gusur. Því myndi fylgja hér verðbólga og aukið penginamagn í umferð.
Finnst að menn verið að skýra ábyrga efnahagstjórn fyrir fólki. Hún gengu væntanlega út á að halda stöðugleika. Og stöðugleiki fæst ekki nema með aðhaldi og niðurskurði ef að hingað myndi streyma erlent fé inn í örhagkefi okkar. Því myndu ýmsir segja að uppbyggingin yrði að verða þannig að fólk yrði að harka af sér og draga saman á meðan að unnið væri að því að skapa fjárfestingu og störf.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2012 kl. 14:10
Þess má til gamans geta að nú eru færeyskir kennarar í verkfalli en við skulum bera saman laun þeirra og íslendinga(tekið af færeyskri spjallsíðu, tölur í dönskum kr):
" Byrjunarlønir hjá dagstovns pedagogum. (kelda: heimasíður fakfelagana)
Danmark : 23.653 kr
Føroyar : 23.164 kr
Ísland : 10.947 kr"
Ari (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 14:58
Ef Ísland gengur í Evrópubandalagið má gera ráð fyrir stuðningi Evrópska Seðlabankans við upptöku Evru á Íslandi. Það gæti farið fram á einni nóttu. Þú vaknar dag einn og átt innistæðu á reikningi í Evrum. Fasteignir og aðrar eignir getur þú selt og fengið fyrir þær Evrur sem þú getur farið með hvert sem er. Þú getur farið með seðlana og klinkið í bankann og fengið skipt fyrir Evrur á ákveðnu skiptigengi sem ákveðið er með samningum. Gera má ráð fyrir að vextir lækki í 3-4%, en nú eru vextir (verðbætur + vextir) um 12-15%. Hverjir tapa, jú útgerðarmenn sem geta selt afurðir fyrir Evrur til dótturfyrirtækja sinna í Evrópu og skilað því heim sem þeim þykir hæfilegt, afgangurinn er geymdur í útlöndum í erlendum gjaldeyri. Fjölskyldur sem eiga mikinn auð á Íslandi sem lánaður er út verðtryggður. Þeir sem lánuðu fyrir tveggja herbegja íbúð árið 2007 geta nú fengið raðhús fyrir peninginn úr láninu. Ég tel augljóst að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gangi fyrst og fremst erinda eigendaklíku sem vill halda almenningi á Íslandi sem sinni prívat mjólkurkýr. Þeir sem eitthvað hafa fylgst með frá hruni eiga að sjá þetta. Sumir halda sig hafa það betra með því að halda með þessu liði og fá einhverja taðköggla til sín.
Björn (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 15:16
Verðtryggingin veldur því að í hverjum mánuði fá lántakandur ný lán sem leggjast ofan á höfuðstólinn. Þetta oraskar því að meira af krónum verður til í peningakerfinu.
Hluti af þessum krónum leitar út til kaupa á gjaldeyri og ýtir því undir eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri sem síðan leiðir til að íslenska krónan veikist, sem síðar ýtir undir að verðlag hækkar á innfluttum vörum.
Þessar verðhækkanir leiða svo til að hringurinn endurtekur sig. Þetta er vítahringur verðtryggingarinnar. Þótt þetta sé ekki eina ástæða verðbólgu á Íslandi, þá er nauðsynlegt að afnema verðtrygginuna.
Halldór (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 15:37
7% verðbólga á 4,5% grunvexti skilar 11,5% nafnvöxtum á 30 ára veðskuldum í UK og USA. Nafnvextir á longplanning efnahagsgrunni USA er um 3,83% í Dag. Miðað við 1,0% stýrivexti á skammtíma forsendum er vaxtamunur 2,83% í USA.
Hinsvegar eru stýrivextir að öllu líkindum í CPI Ríkjum, ætlað að draga úr eftirspurn eftir skammtíma [<61 mán.] neyslu og [bak]veðáhættu lánum. Þetta eftirspurnar vandamál er vart til staðar hjá meðallaunþegum, 80% þegnanna á Íslandi í dag.
Ef við lítum á CIP hópinn þá gildir yfir 30 ár, það lántökur hans á langtíma forsendum eru tengdar varsjóðsfylkjum öruggra fjármálstofnanna, sú stærsta er Ríkið sjálft. [sjá: Portfolio]
Á 30 árum má gera ráð fyrir að 80% af heildarlántökum CPI hópsins, tengist veðskuldarfylkjum. 20 % sé það sem fer í skammtíma neysluna.
Þess vegna þegar vextir neyslulána hækka í USA og UK þá dregur úr eftirspurn eftir raunvirði vsk. til sölu á mörkuðum. Þetta gæti ef 80% fyrirtækja væru stöndug skilað sér í verðlækkunum til að auka eftirspurnina.
Þroskuðum jafngreiðsluveðskuldarfylkjum í almennum skammtíma samdrætti fækkar og nafnvextir nýrra útgáfa lækka til viðhalda þeim sem ekki er búið að loka.
Þroskað IRR jafngreiðsluveðskuldar fylki [matrix: ekki þekkt hér] er með fasta nafnvexti í hverri útgáfu og sé endurgreiðslu tími útborgunar 30 ár þá gildir eftir 30 ár, að ef jafnstreymið er 100 milljónir á ári eru verðbólgu vaxta"tekjur" framtíðar um 3 milljarðar. Við lokum matrix þá fara ekki 100 miljjónir í nýjar 30 ára veðskuldir til verðtrygginga[viðhalds á securties bonds matrix] heldur bókast á hverju ári sem raunvextir og þá hlutfallslega mest fyrst.
Markaðsverð á þroskuð fylki er hrein eign bundin í fylkinu á söludag, hér 100 milljónir.
Lándrottinn settur vanalega útstreymið að veði gegn skammtíma lántökum sínum. 3 milljarða skila ári eftir lokun: um 100 milljónum fyrsta árið.
3 milljarða / 20 milljónum = 150. Þá mun 1 útgáfa fyrir 30 árum hafa fjármagna miðað við 20 % útborgun um 150 íbúðir að verðmæti: 25 milljónir. Fyrsta útgáfa bera max. 1,99% raunvexti, í framhaldi eru framtíðar útgáfur um 3 til 4, 30 ára veðskuldir á hverju ári.
Samkvæmt kennslubókum Glitnis á tímabili vaxandi framtíðar skulda fjármála geirans hér , kemur fram að: slík matrix séu ekki þekkt hér en tíðkist í stórborgum erlendis.
Þjóðskýrsla AGS 2005 gefur til kynna að hér finnst engir varasjóðir af þessu tagi IRR á Íslandi árið 2000.
Við eru að tala um 30 ár þangað til Íslend verið talið öruggt. Þetta er spurning um IQ og grunnmenntun [uppeldi] að mínu mati.
USA og UK er 80% af langtíma skuldum í jafngreiðlu og það er alveg öruggt að skuldir einstakra lána brenna þar upp á endur greiðslu tíma en það er er ekki til að lántakendur græði held kemur á mót því hvað mikið þeir greiddu af verðubólgu vöxtum til að byrja með.
Balance yfir samningstíma. Hálfvitar hér byrjuðu mjög snemma að ljúga því að þetta jafngreiðluform form væri ekki hæft til verðtygginga og [allir] lántendur hefuðu nánast fengið lán hér áður fyrr gefins þá líka á öllum Vesturlöndum, þar sem skuldir brenna upp í verðbólgu. Þetta kallast helsti kosturinn við formið, tryggja fylkið með nógu mikið af verðbólguvöxtum framtíðar til að byrja til að tryggja þroskan og öryggir heildar endurgreiðslna sem fyrst.
USA, Frakkar, UK, Þjóðverja eru með long planning til verðtygginga á hreinu. Sérfræði mótssögnin er á Íslandi í framkvæmd, Safna upp verðbótavöxtum til að selja útlendingum síðar. Heimskt? Já.
Valið er einfalt hér þarf að skokka fjármálgeiran [skattmann og stjónsýslan vega þyngst] upp og setja um nýjan í hlutfalla legu samræmi við þá í meiri háttar ríkjum með áherslu svipað og Í USA eða Þýskalandi. Afskrifa Íslensku unorthodox fræðin og fræðinganna hér.
Júlíus Björnsson, 15.3.2012 kl. 18:27
Vonandi að verðtryggingin verði afnumin sem fyrst. Það þarf að vera hagur lánveitenda að halda verðbólgunni niðri. Að óbreyttu skiptir það þá engu máli.
Það var ekki flókið að afnema verðtryggingu á launin svo menn hljóta að kunna þetta eða hafa einvherja hugmynd á rúmum 30 árum sem hún hefur verið við líði eða svo og margar ríkisstjórnir haft tækifæri til þess á þessum áratugum. Svo ekki er þetta bundið við einn flokk fremur en öðrum.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.3.2012 kl. 20:33
Hvar er þú eiginlega búinn að vera sl. 10 ár? - Mistökin í efnahagsmálum sem hafa skilað okkur á þann stað sem við erum í dag, eiga rætur að rekja til skoðanabræðra þinna í Sjálfstæðisflokknum.
Þið eru haldnir djúpri afneitun og virðist engan vegin hafa þann þroska til að taka til í eigin ranni.
Sorglegt að gjaldþrot heils þjóðfélags dugir ekki til. En það sem líklega meira um vit ykkar og siðferði en margt annað.
Kveðja, Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 20:35
"afnema verðtrygginguna og koma á ábyrgri efnahagsstjórn á forsendum og með hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi." Þetta er útaf fyrir sig ágætt en alltof almennt orðað og segir nákvæmlega ekki neitt um hvaða leiðir þú telur séu í stöðunni. "afnám verðtryggingar" er ekki aðgerð heldur ferli í stærra samhengi til dæmis við gjadmiðlaskipti. "ábyrg efnahagsstjórn" getur falið í sér auðlindagjaldtöku í óþökk útgerðar. Ekki bara niðurskurður og aukin skattheimta.
"Hagsmunir allra" krefst útskýringar því ég sé ekki fyrir mér að allir íslendingar hafi sömu hagsmuna að gæta þegar á að skifta kökunni.
Gísli Ingvarsson, 15.3.2012 kl. 21:24
Gott innlegg Magnús. Góð efnahagsstjórn byggist fyrst og fremst á aga og aðhaldssemi. Ef ráðist er í stórvirkjanir þá grafa menn ekki margra kílómetra jarðgöng og byggja músikhús fyrir tugi milljarða á sama tíma t.d. En aðhaldsleysið og vandinn er ekki bara á þessari öld. Við höfum verið í sérleiðum út og suður í efnahagsmálum áratugum saman.
Jón Magnússon, 15.3.2012 kl. 23:16
Þetta er athyglivert Ari. Launin semsagt álíka í Færeyjum og Danmörku en helmingi lægri hér. Hvað skyldi Kennarasamband Íslands segja við þessu?
Jón Magnússon, 15.3.2012 kl. 23:17
Mergurinn málsins Hjördís. Alveg sammála þér.
Jón Magnússon, 15.3.2012 kl. 23:19
Ef þetta væri bara bundið við einn flokk Kristján þá væri ástandið annað en það er. Því miður hafa sérleiðirnar verið varðaðar af flestum áhrifamönnum í stjórn- og peningamálum. En enginn hefur verið jafn áhrifamikill á þessari öld en núverandi Seðlabankastjóri Már Guðmundsson. Efnahagsstefna hans hefur illu heilli verið ráðandi frá því um aldamót og nú varðar flokksbróðir hans Steingrímur J. veginn út í ófæruna.
Jón Magnússon, 15.3.2012 kl. 23:22
Allir landsmenn hafa hag af því að ástandið hér batni. Það kann að vera að einhverjir verði að láta af ákveðnum rauverulegum eða meintum hagsmunum í bili, en þegar upp er staðið þá græða allir á því að koma landinu í samá hóp efnahagslega og nágrannaþjóðir okkar. Meira að segja fjármagnseigendurnir sem halda að þeir græði á verðtryggingunni munu sjá að það endar með ósköpum þegar fólk í síauknum mæli hættir að borga og lætur það sig engu skipta af því að það á hvort eð er ekki neitt.
Jón Magnússon, 15.3.2012 kl. 23:25
Við erum í meginatriðum sammála Júlíus.
Jón Magnússon, 15.3.2012 kl. 23:26
Ég tók eftir að síðast hlutinn var óskiljanlegur.
Þetta kallast helsti kosturinn við formið, tryggja [veðsafns]fylkið með nógu mikið af verðbólguvöxtum framtíðar til að byrja með, til að tryggja þroskan og öryggi heildar endurgreiðslna sem fyrst. Ef 1. útgáfa er 150 veðskuldir til 30 ára , verða framtíðar útgáfur um 5 nýir skráðir eigendur á ári.
Irving Fisher sannaði að veðaflosunar dreifing [veldisformúlan] dreifing stæðist CPI forsendur[ráðgerða=expected banka enska] um 30 ára verðbólgu 90% og þess vegna 150% eins og í UK. Erlendis eru til alskonar veðaflosunarform vextir jafn miklir allan lánstíman, Vextir mestir fyrst og síðast , um miðbik 30 ára lánstíma er lántaki nánast að greiða hreinar afborganir ,N.B. í sínu heimabókhaldi. Langtíma bankaverðtyggingafræði liggja greinlega ekki á lausu í Háskólum heimsins.
Glitnir segir í sínni kennslu: vextir sé mestir fyrst vegna jafngreiðslunnar.
Jafngreiðsla er segjum útborgun 100 ein. og þá [grunnvextir og] verðbólgu vextir 65 ein. til 125 ein. Heildarskuld því 165 ein. til 225 ein. 225 ein. er dýrara húsnæði í top góðgærum á hverri öld. USA talar um 220% hlutfalla sem max fyrir efri millistétt. 19 ein. max fjármagnsleiga. Galdur er að gera ráð fyrir framtíðar verðbólgu og eiga reiðufé til að greiða byrgjum. Frjálsir markað tryggja 3 til 5 % stöðuga langtíma verðbólgu. Kommar tryggja 0 hækkanir. Almennt verðlag hækkar , spenna í hlutabréfakaupum vex. Frjáls hægristefna.
Íslendingar skiljast ekki á langtímaforsendu grunni erlendis. Erlendis er alltaf hægt segja margt um grundvallar atriði 30 ára fram í tímann af innherjum.
USA, Frakkar, UK, Þjóðverja eru með long planning til verðtygginga á hreinu. Sérfræði mótssögnin er á Íslandi í framkvæmd, Safna upp verðbótavöxtum til að selja útlendingum síðar. Heimskt? Já.
Valið er einfalt hér þarf að skokka upp fjármálgeiran [skattmann og stjónsýslan vega þyngst] og setja upp nýjan í hlutfallslegu samræmi við þá í meiri háttar ríkjum, með áherslu svipað og Í USA eða Þýskalandi. Afskrifa Íslensku unorthodox fræðin og fræðinganna.
Júlíus Björnsson, 16.3.2012 kl. 04:13
Eigum við ekki bara að hækka launin til jafns við frændur vora á Norðurlöndunum, Jón. Hvert færi ábyrga efnahagsstefnan þá??
Valmundur Valmundsson, 16.3.2012 kl. 09:06
Svo má ekki gleyma því að 3,5% raunávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna er verðbólguhvetjandi og er jafnframt léleg afsökun banka til að viðhalda háum vöxtum. Hluti af ábyrgri hagstjórn væri að lækka þetta vaxtagólf lífeyrissjóðanna.
Eggert Sigurbergsson, 16.3.2012 kl. 12:44
Sem betur fer var verðtryggin á launum afnumin enda hafa laun hækkað um 22% UMFRAM verðbólgu síðan 1989. Vísitala kaupmáttar launa mælir þetta.
Eggert Sigurbergsson, 16.3.2012 kl. 12:47
Ef verðbólga væri á bilinu 0 til 1% myndi verðtrygging engu máli skipta..
Ef laun hækka hraðar en verðlag eru allir sælir með verðtryggingu. Ef verðlag hækkar hraðar en launin rekur fólk upp ramakvein..
Verðtrygging er einkenni, ekki sjúkdómur. Sjúkdómurinn er óábyrg fjármálastjórn. Meðan aðilar á vinnumarkaði telja sjálfsagt að fara fram á 5% eða meiri launhækkanir á krepputímum verður þessi sjúkdómur ekki læknaður.
Segjum svo að verðtryggingin væri afnumin í orði. Hún myndi samt áfram ríkja á borði því að þeir sem lána peninga vilja alltaf fá vexti sem eru hærri en verðbólga, annars hafa þeir engan hag af því að lána. Ef verðbólga er 20% skiptir engu hvort vextir eru 5% ofan á verðtryggingu eða 25% óvertryggðir.
Ef þeir sem eru að biðja um að verðtrygging sé afnumin eru að vonast eftir afturhvarf til þeirra spilltu tíma þegar útvaldir gæðingar gátu fengið að taka lán á neikvæðum vöxtum ætti almenningur sem hefur almennt ekki kost á slíkri fyrirgreiðslu að taka í taumana. Slík mafíustarsemi heyrir sögunni til og verður vonandi aldrei endurtekin...
Hörður Þórðarson, 17.3.2012 kl. 04:41
Jón : er lausnin ekki bara fólginn í þessu: fyrst stjórnvöld ákváðu að fella vístölutryggingu launa niður, en leifa vísitölutryggingu lána, til að hindra víxlverkun, ekki rétt, Stjórn Steingríms H," er þá ekki bara einfaldast að snúa dæminu við og fella niður vísitölu lána í jafn langan tíma og sjá svo hvernig gengur, mér finnst það nokkuð sangjörn aðferð eða hvað??
Magnús Jónsson, 18.3.2012 kl. 00:00
>Ég tel augljóst að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gangi fyrst og fremst erinda eigendaklíku sem vill halda almenningi á Íslandi sem sinni prívat mjólkurkýr. Þeir sem eitthvað hafa fylgst með frá hruni eiga að sjá þetta.<
Ekki skal eg verja neina flokka eða einu sinni minnast á vísitölutryggingu, en hvar var ofanverður þegar Jóhanna og co. og Steingrímur nánast gáfu skuldir fólksins í landinu til kröfuhafa (oft nýir og oft vogunarsjóðir) banka og fjármálastofnana? Og líka þegar ríkissjóður, skattpeningar sama fólks, var misnotaður við að reisa 3 risabanka (sem við þurftum alls ekki) á ný? Og á meðan sömu nýju risabankar afskrifuðu milljarða á milljarða ofan fyrir vissan hóp en hundeltu hinn venjulega mann?
Elle_, 18.3.2012 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.