21.3.2012 | 13:22
Grænn vegur til versnandi lífskjara
Við húrrahróp og fögnuð samþykkti Alþingi einróma þingályktunartillögu um eflingu svonefnds græns hagkerfis. Verði þessi græna ályktun að veruleika þá verða meiri höft lögð á borgarana og atvinnustarfsemi verður gert erfiðara fyrir.
Það er athyglivert að á sama tíma og íslenskir stjórnmálamenn sameinast í húrrahrópum og lýðskrumi um gildi græna hagkerfisins, þá eru þær þjóðir sem áður hafa lagt út á þessa braut að uppgötva hvílíka lífskjaraskerðingu það hefur í för með sér fyrir almenning. Einnig gríðarlegan kostnaðarauka fyrir ríki og sveitarfélög. Eðlilegt að þingheimur fagni.
Í Bretlandi er rætt um í tengslum við umræður um fjárlög og útgjöld ríkisins, að lög vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar og græna hagkerfisins, valdi gríðarlegum hækkunum á raforku til almennings. Með skírskotun til græna hagkerfisins eru skattar á bensín og aðrar munaðarvörur auknir- skemmtileg tilhugsun fyrir íslenska neytendur eða hvað?
Í grein enska stórblaðsins The Daily Telegraph í dag segir að græna hagkerfið valdi kostnaðarauka upp á 650 pund árlega á venjulega fjölskyldu eða 130.000 íslenskar krónur á ári. Skyldu íslenskir alþingismenn hafa hugsað um þennan viðbótarpinkil á fjölskyldurnar í landinu þegar þeir stigu stríðsdans á Alþingi til að fagna samþykkt þingsályktunartillögunnar um græna hagkerfið?
Fjármálaráðherra Breta hefur áhyggjur af uppsöfnuðum áhrifum "grænnar stefnumörkunar" eins og hún hefur verið rekin í Bretlandi og Evrópusambandinu og segir að endalausar kröfur um þjóðfélagsleg og umhverfisleg markmið þýði gjaldþrota fjölda fyrirtækja, mörg störf muni tapast og landið verði fátækara." Athyglisvert að þetta skuli fjármálaráðherra Breta segja á sama tíma og Alþingismenn á Íslandi dönsuðu stríðsdans af fögnuðu yfir því að koma þessum hömlum á íslenska þjóð.
Skrýtið að þessi græna leið til versnandi lífskjara skuli hafa forgang á Alþingi en verðtryggingu og skuldavanda skuli ýtt til hliðar. Eðlilega nýtur Alþingi trausts þjóðarinnar í samræmi við þessa forgangsröðun.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 493
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ég fæ að deila þessu Jón.
Þráinn Jökull Elísson, 21.3.2012 kl. 13:40
Banka áhættuvaxta álagið erlendis er minnst langtíma grunnvaxtakrafa [hér ávöxtunakrafa] + Verðbólguálagið á heimamarkði Bankans sem biðlar keppninaut um langtíma lánafyriurgreiðslur eða skammtíma. Þegar banki leggur 5 % á sína skuldunauta og biður annan banka að redda sér þá hirðir bankinn sem lánar þessi 5,0% til viðbótar verðtyggingarvöxtum í það minnsta.
Bankar eru í eðli sínu ekki sósíalistar. Fjármagna ekki kenninauta til að vax haraðar en þeir sjálfir.
Þetta lögmál er greinlega ekki kennt í Háskólum allra handa ópragmatískar sérfræði. En er kennt innan veggja Alvöru banka. Í Ríkum þar sem Stjórnsýslan er með töglin og hagldirnar á öllu er sjálfssagt að bæta við komma og öfugugga álagi. Króna er nafn á ávísunum Ríkisjóðs, Stjórnsýslur annarra meiriháttar ríkja eru ekki heimskur almúgi eða vogununarsjóðir, gengið breytist ekki þótt sé skipt um nafn á því. Það er ekki heilbrigt að safn peningum sem er eru úr gulli í sjóði. Gengi vaxa og þverra til skiptis í samhengi allra ríkja. Ísland er búið njörfa niður sinn útflutning um 80%. Getur ekki hoppað milli ríkja eins og vogunasjóður.
Einkaframtak sem lítið áberandi getur leyft sér mikið meira á Aljóðvetfangi, eins og dæmin sanna.
íslendinga verð að taka upp áttvísi og leggja niður þessa grunn stefnumótun á hverju ári stjórnsýlunnar. Í upphafi skyldi endinn skoða, svo sem að verðtyggja almenna áraunvöxtunarkröfu með ríkisábyrgð í formi framtíðar skattheimtu. Genið hér í samburði við Alþjóðsamfélgið hafði fallið frá 1983 til 2007 um 30% og er nú komin 4 ára reynsla á nýja gengið: evra jafnvel á næsta leyti: kvóti er í samræmi við gengi síðustu 5 ára. Það þarf að fækka þegnum um 30 %. Ekki auka skattheimtu. Viðskipta ríki okkur eru mjög ánægð með nýja gengið.
Júlíus Björnsson, 21.3.2012 kl. 18:34
Grænt hagkerfi gengur út á það að gera okkur meðvitaðri um umhverfið og hætta óþarfa eyðslu, þ.e. án þess að það skerði lífskjör.
T.d. að slökkva ljós, skrúfa fyrir krana, lækka í ofnum, hætta að kaupa poka í hvert skipti sem við verslum og hætta óþarfa akstri.
Sparnaðurinn af þessu fer í að versla vörur sem eru umhverfisvænar.
Það getur verið að útgjöld hækki til skamms tíma, en þau eiga að lækka til lengri tíma litið. Mörg dæmi sýna að svo sé, t.d. sparneytnari bílar, einangrun í húsum og "þrýstingsjafnarar" sem getur lækkað þrýsting á vatni inní hús og þar með sparað heitt og kalt vatn.
ISO 14001, er staðall til þess að aðstoða fyrirtæki til þess að gera þetta skipulega. Ekkert annað.
Það er auðvitað hægt að líta á þetta hvernig sem er. Ég lít á þetta sem áskorun frekar en kvöð.
Ég er að læra um þetta í náminu. Skólabækurnar koma með ótal tillögur um hvernig hægt er að spara milljónir fyrirtækjum á ári. Það sem virkar hjá fyrirtækjum ætti einnig að virka hjá fjölskyldum og einstaklingum.
Auðvitað er þetta bóknám, en ég veit að tillögurnar bera árangur.
Stefán Júlíusson, 21.3.2012 kl. 20:56
Með mikilli ánægju Þráinn.
Jón Magnússon, 21.3.2012 kl. 23:06
Stefán þetta er allt gott og blessað og ég geri mitt besta til að vera umhverfisvænn og nýta og endurnýta. Það er ekki það sem ég er að tala um. Ég er að tala um þá pólitísku rétthugsun sem hefur fengið útrás hjá stjórnmálastéttinni í Evrópu sem leiðir til mikils kostnaðarauka fyrir framleiðslufyrirtækin og dýrari vörur fyrir neytandann. Auk þess eru búin til þúsundur starfa vegna ímyndaðra vandamála sem enn auka á kostnað skattgreiðenda en leysa ekki neitt annað en e.t.v. atvinnuvandamál nokkurra háskólastétta. Reglur á reglur ofan og álitsgerðir á álitsgerðir ofan, möt og úttektir er heróp íhlutunarstefnu rétthugsunar stjórnmálanna hvað varðar hið græna hagkerfi. Hingað til hefur þessi stefna búið til fleiri vandamál en hún leysir.
En ég er hjartanlega sammála þér Stefán hvað það varðar að vera sparsamur og nýtinn og ganga vel um umhverfi sitt. Mæl þú manna heilastur hvað það varðar.
Jón Magnússon, 21.3.2012 kl. 23:11
EU neyðist til að draga úr allri orku noktun af náttúrlegum ástæðum, og líka að skapa nýja tegund af neytendstörfum. Kapp er best með forsjá og nauðungar áherslur er mismunandi eftir svæðum að mínu mati. Meðan Íslendingar sætta sig við heirr hveravatn þá sætt sumir sig við litað vatn. Svo eru svo kallaðar orku eða lálýsingar perur orðnar mjög dýrar á Íslandi kostuðu um 10 sinnum meira en hinar áður hefðbundnu fyrir nokkrum árum en er nú orðnar um 25 sinnum dýrari. Spurning er hvort þetta tengist upplýsingum hjá orkuveitu um það sem þær eiga spara af orku í samanburði.
Tilskipanir EU er ekki til að spara veltuskatta fyrirtækja að mínu mati heldur fyrst og fremst til að jafna og minnka orku notkun á notanda innan EU að meðatali. Skólabækurnar eru svo tilgangurinn sem helgar meðalið. Fallegu rökin.
Júlíus Björnsson, 22.3.2012 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.