Leita í fréttum mbl.is

Rasistaflokkur Lindu Blöndal.

Lindu Blöndal útvarpskonu á RÚV fannst viðeigandi að kalla Front National í Frakklandi rasistaflokk í síðdegisþætti rásar 2. Þeim þætti stjórnar hún ásamt Hallrgími Thorsteinsen.

Í umræddu tilviki var þessi "hlutlægi" útvarpsmaður að fjalla um umsátur lögreglu um íslamskan hermdarverkamann sem hefur myrt 7 manns í Frakklandi undanfarna daga þar af þrjú börn.

Það er ekkert nýtt að ríkisfjölmiðillinn hengi sérkennileg heiti á þá stjórnmálamenn í Evrópu sem vara við sósíalísku fjölmenningarhyggjunni. RÚV kallar þá "hægri öfgamenn".  Erlendir fjölmiðar segja að þeir séu langt til hægri eða yst á hægri vængnum. Ríkisfjölmiðillinn einn notar hugtakið "hægri öfgamaður eða öfgaflokkur" eða "rasistaflokkur".  Spurning er raunar um suma slíka þar á meðal Front National hvort þeir falla að skilgreiningunni um að vera hægri flokkur.  

Ummæli Lindu Blöndal um Front National voru óviðurkvæmileg og röng. Hún ætti að biðjast afökunar á þeim. Útvarpsstjóri ætti líka að gera athugasemdir við framsetningu og pólitískar uppnefningar vinstri sinnaðra starfsmanna fjölmiðilsins. Ríkisfjölmiðillinn hefur ákveðnar skyldur sem honum ber að rækja.

Fölmiðlakonan Linda Blöndal er almennt að standa sig vel í starfi og þess vegna finnst manni þetta leiðinlegt. Þess vegna vona ég líka að hún þori að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á óréttmætum staðhæfingum um rasistaflokkinn.

Sérkennilegt að RÚV skuli eingöngu taka viðtal við vinstri sinnaðasta  forsetaframbjóðandann í Frakklandi sem mælist með um 1% atkvæða. Skyldu hægri menn vera á bannlista stofnunarinnar?

http://en.wikipedia.org/wiki/Marine_Le_Pen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hvernig flokkur er þessi Front National ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.3.2012 kl. 09:04

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er linkur inn á sögu flokksins og helstu baráttumál neðst í færslunni. Helstu atriði sem hafa verið nefnd eru að flokkurinn gerir miklar athugasemdir við Evrópusambandið og veru Frakklands í því. Flokkurinn vill takmarka aðflutning innflytjenda og koma ólöglegum innflytjendum úr landi. Flokkurinn er með miklar efasemdir um frjálsa markaðsstarfsemi og alþjóðahagkerfið svo fátt eitt sé nefnt. Afstaða flokksins til markaðarins gerir það að verkum að mér finnst spurning hvort eðlilegt er að flokka hann sem hægri flokk.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 09:37

3 identicon

Þetta segir um stofnanda flokksins á Wikipediu:

 Le Pen has made several provocative statements concerning the Holocaust which amount to historical revisionism and has been convicted of racism or inciting racial hatred at least six times.[11]

Jón (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 09:47

4 identicon

Þetta er nú ekkert nýtt hjá henni blessaðri,það er stundum erfitt að hlusta á hana,oft er þetta klaufaskapur hjá henni en stundum veit hún bara ekki betur.

Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 10:14

5 identicon

Ég get nú ekki séð að Linda Blöndal hafi ástæðu til að biðjast afsökunar. Front national er öfga-hægri flokkur sem hefur gert tilraun til að sameina alls konar fylgi á þeim kanti.Þú segir , Jón, að flokkurinn vilji takmarka innflutning innflytjenda en nota bene ekki allra innflytjenda.FN óttast mjög áhrif Íslam og áhrif þeirrar trúar. Maður þarf ekkiað lesa mikið í frönskum blöðum til að sjá að forystumenn FN eru sí og á að svara ásökunum um að vera rasískur flokkur. Linda Blöndal á sér því augljóslega fjölmarga skoðanabræður og systur í Frakklandi. FN er að mínu mati öfgakennd viðbrögð við alþjóðavæðingu sem birtast í þjóðrembu og hatri.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 11:45

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hann er ekki formaður flokksins lengur Jón og ef þú hefur fylgst með þá eru áherslur flokksins aðrar en þær sem þú ert að tala um varðandi Le Pen. Hins vegar kemur mér þessi flokkur ekki við, en mér finnst óviðurkvæmilegt að halda þessu fram af útvarpskonunni. Það var það sem ég var að gera athugasemd við.  Hún sagði að þetta væri rasistaflokkur. Það er hann ekki.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 13:54

7 Smámynd: Jón Magnússon

Getur verið Kristján, en mér finnst hún góð útvarpskona.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 13:55

8 Smámynd: Jón Magnússon

Það þurfa margir að svara ásökunum um að vera rasistar án þess að vera það. M.a. vegna þess að þetta er  heróp fjölmenningarsinnanna beint að þeim sem vilja takmarka innflutning útlendinga. Það þekki ég vel. Miðað við aðstæður er þá ekki full ástæða til að óttast áhrif Islam, það hefur fólk gert í Evrópu í meir en 1200 ár án þess að vara sakað um rasisma.  Svo er Linda Blöndal starfsmaður á ríkisfjölmiðlinum og hefur ákveðnar skyldur sem slík.  Athyglivert Hrafn að Linda skyldi hreyta þessu út úr sér einmitt þegar setið var um öfgafullan Islamista sem hafði myrt 7 Frakka.  Þessi ummæli hennar verða trauðla réttlætt.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 14:00

9 identicon

Sjálfsagt að athuga hvort Linda Blöndal vilji biðjastt afsökunar. En þarft þú ekki að gera það sjálfur, Jón Magnússon, til dæmis fyrir ummæli þín um níumenningana sem sýknaðir voru af ákæru um árás á Alþingi?

Í bloggfærslu þinni — sem nokkrum dögum síðar var að miklum hluta endurbirt í Staksteinapistli Morgunblaðsins (og lesa má hér: http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/1054616/) — sagðir þú meðal annars:

„Þegar óeirðafólkið sem sótti að Alþingi, slasaði starfsfólk við öryggisvörslu og olli eignaspjöllum er sótt til saka fyrir framferði sitt, þá finnst þeim Birni Val og Guðmundi eðlilegt að stjórnmálin hafi afskipti af málinu. Treysta þeir ekki dómstólum landsins?“

Fyrir það fyrsta var enginn ákærður fyrir eignaspjöll — þar ferðu með rangt mál. Í öðru lagi var einungis einn af hinum níu ákærðu dæmdur fyrir eitthvað sem flokkast mætti undir orð þín um að „slasa starfsfólk við öryggisvörslu“. Í þriðja lagi var enginn dæmdur fyrir eitt né neitt sem flokkast gæti sem óeirðir.

Í febrúar 2011 voru níumenningarnir allir sýknaðir af árásarákærunni sem og ákæru um húsbrot og brot á 122. grein almennra hegningarlaga — í stuttu máli var sýknað í öllum helstu ákæruliðum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ríkissaksóknari ákvað að áfrýja ekki (og lesa má í heild sinni hér: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201000149&Domur=2&type=1&Serial=1) segir meðal annars:

„Ákærðu, sem voru óvopnuð, fóru í hópi 20 – 30 manna inn í Alþingishúsið og var förinni heitið á þingpallana (eins og beinlínis er tekið fram í ákærunni) en ekki inn í þingrýmið. Sem fyrr segir er engin vísbending í málinu um það að ákærðu hafi ætlað sér að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Ber samkvæmt þessu að sýkna öll ákærðu af ákæru fyrir brot gegn 1. mgr. 100. gr. almennra hegningarlaga.“

Nú hlýtur þú — svona í ljósi þess að þú ert farinn að krefja aðra um afsökunarbeiðni vegna þess sem þér þykir meiðandi ummæli — að sjá sóma þinn í því að biðjast afsökunar á þessum helberu lygum sem þú lést út ganga um níumenningana.

Er það ekki?

Magnús Þ. (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 14:02

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég átta mig nú ekki á tengingunni milli franska stjórnmálaflokksins Front National og íslamsks hryðjuverkamanns. Er hún einhver?

Kolbrún Hilmars, 22.3.2012 kl. 16:09

11 identicon

Sæll Jón.

Mér finnst þessi pólitíska rétttrúnaðarhugsun sem birtist ítrekað hjá fréttamönnum RÚV vera alveg með endemum og vera fyrir neðan allar hellur.

Hef ég nú samt alltaf talið mig lýðræðissinna og meira að segja frekar til vinstri í stjórnmálum. Hver getur leyft sér að fella svona sleggjudóma um lýðræðiskjörna flokka sem njóta mikils fjöldafylgis.

Alveg eins hafa "Sannir Finnar" sem eru með stærstu flokkum Finnlands verið flokkaðir með rasistastimpil á sér.

Sennilega af því að þeir eru mjög skeptískir á ESB stjórnsýsluapparatið. Finnskir stjórnmálafræðingar segja flokkinn og stefnumál hans þó vilja beita félagslegum lausnum og vera meira til vinstri en flestra annarra flokka.

Það verður að leyfa frjálsar og óheftar umræður um vandamál samtíðar, án þess að fólki og samtökum þeirra sé skipað að falla alla í sama rétttrúnaðar farið.

En mín skoðun er að svona hreyfingum muni einmitt mjög vaxa fiskur um hrygg, ekki hvað síst vegna hinnar einu tæru miðstýrðu ESB rétthugsunar sem tröllríður og eyðileggur alla opna og frjálsa umræðu, þar sem alls ekki má minnast á þjóðríkið án þess að fá á sig þjóðernisöfga stimpil þessa sjálfumglaða "hyppókrata" rétttrúnaðarliðs.

Sumnir æstustu ESB sinnar hér heima vildu sjálfssagt banna alla flokka nema Samfylkinguna vegna þessa.

Kröfur eru nú á Eyjunni um að allur þingflokkur Framsóknarflokksins hverfi af þingi og segi af sér vegna skoðana þeirra um andstöðu við ESB aðild og tillagna þeirra um að þjóðin verði spurð hvort halda eigi þessum aðlögunarviðræðum við sambandið áfram eða ekki !

Það er nefnilega ótrúlega stutt í fasismann hjá þessu sama rétttrúnaðar liði sem telur sig hafa einkarétt á sannleikanum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 17:18

12 Smámynd: Jón Magnússon

Af hverju í ósköpunum ert þú Magnús að  blanda óskyldum atriðum inn í þessa umræðu. Ég er að tala um það með hvaða hætti fréttamaður á ríkisfjölmiðli misnotar aðstöðu sína. Linda Blöndal má að sjálfsöðu hafa sína skoðun á frönskum stjórnmálaflokkum sem og öðrum flokkum eins og henni sýnist sem einstaklingur. En hún ber ábyrgð á því með hvaða hætti hún setur fram og hagar ummælum sínum í fjölmiðlum.

Níu menningarnir svonefndu voru ekki til umræðu í þessum pistli og ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu sem ég hef sagt um það lið. Það er frekar að þú talaðir við Össur Skarphéðinsson og aðra sem komu fyrir dóm í máli þeirra og báru með vægast sagt hæpnum hætti.

 Ég stend við það að þetta var óeirðaflokkur sem slasaði stafsfólk Alþingis. Það er staðreyndin í málinu og liggur fyrir. Á hverju á ég að biðjast afsökunar. Á því að bera sannleikanum vitni?

Það væri frekar að þú leitaðir eftir því við sóknarprestinn í Laugarneskirkju að hann bæði þjóðina afsökunar á framkomu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar réttarhöldin voru haldin yfir þessu óeirðafólki.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 21:54

13 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Kolbrún hún er engin svo ég viti. En í umfjöllun Lindu Blöndal um þennan hryðjuverkamann og umsátrið um hann þá lét hún þessi orð falla um þennan franska stjórnmálaflokk.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 21:56

14 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er í meginatriðum sammála þér Gunnlaugur. Það er til athygliverð bók sem heitir "Liberal Facism" eftir Jonah Goldberg, sem fjallar vel um þessar tilhneigingar hjá nútíma vinstri mönnum og kristallast einna best hér á landi í málflutningi sumra talsmanna Samfylkingarinnar og  vinstri grænna.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 22:00

15 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sú var tíðin að gyðingar í Frakklandi voru drepnir vegna kynþáttafordóma af þeim sem þóttust vera yfrir aðra menn hafna og að þeim væri ætlað að ríklja yfir heiminum. Vichy stjórnin leyfði þetta að gerast og horfði dáðlaus á til að styggja ekki hernámsþjóðina.

Hernámsþjóðin núna klæðist ekki öðrum einkennibúningi en Palestínu treflinum (keffiyah) og talar ekki þýsku heldur arabísku. Nú eru það ekki kynþátturinn heldur trúarbrögðin sem hafa eiga að hafa yfirburðarstöðuna. Nú er ekki stefnt að þúsund ára ríki nasista heldur þúsund ára kalifati eða allsherjarríki Islam um heim allan. Þó að allir sem heyra vilja geti heyrt hvað vakir fyrir talsmönnum Islam og múslímar samþykkja með þögninni ef ekki af öllu hjarta þá hafa íslenskir blaðamenn ekkert heyrt frekar en vinstri almennt. Stuðningur Íslendinga við ruglaðan málstað við Palestínu araba sýnir ljóst að enginn skilningur ríkir á Islam þó að saga Islam í 14 aldir séu öll á einn veg.

Valdimar H Jóhannesson, 22.3.2012 kl. 22:01

16 identicon

Þú mættir gjarnan kynna þér málin betur áður en þú ferð í þessa sleggjudóma. Þarna hefur þú RÚV fyrir rangri sök, viljandi eða óviljandi, en hún er mjög röng.

Allir helstu fjölmiðlar Frakklands tala ávallt um Front national sem "extrême-droite", eða öfga-hægri. Samt hneykslast þú og segir "RÚV kallar þá "hægri öfgamenn"", svo vitnað sé í þinn pistil.

Ekki batnar það þegar þú segir "Ríkisfjölmiðillinn einn notar hugtakið "hægri öfgamaður eða öfgaflokkur""

Þetta er beinlínis rangt. Hvernig er hægt að halda því fram að RÚV sé eini fjölmiðillinn, sem notar þetta hugtak, þegar staðreyndir sýna að allir helstu fjölmiðlar gera hið sama...?!

Þorfinnur (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:10

17 Smámynd: Jón Magnússon

Já Valdimar en ég var að tala um nafngiftina sem stjórnmálaflokki í Frakklandi var gefin af íslenskri fjölmiðlakonu. Að mínu mati er það aðalatriðið að það er ámælisvert að koma fram með svona staðhæfingar. Það hefur í sjálfu sér ekkert með Gyðinga að gera, Palestínu eða níumenningana sem allt hefur verið gert að umtalsefni, en var ekki atriði í þeirri færslu sem ég var að skrifa. Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að ákveðnir vinstri menn og stór hluti fjölmiðlafólks er svo heltekið af hugmyndinni um fjölmenninguna að það neitar að horfast í augu við raunveruleikann og hættulegustu ógnina sem Evrópu er búin.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 22:58

18 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef hvergi séð þetta orð í frönskum fjölmiðlum. Skyldu það vera blöð vinstri manna í Frakklandi sem orða það þannig. Ég fylgist raunar lítið með frönskum fjölmiðlum, en fylgist vel með fjölmiðlum á Norðurlöndum og í Bretlandi og þar er t.d. talað um Front National sem "far right" í Bretlandi og á Norðurlöndum sem "yderst på höjre flöjen" eða langt til hægri og yst á hægri vængnum. Það er annað en öfgaflokkur. "Far left" er t.d. langt til vinstri en það þýðir ekki að um öfgaflokk sé að ræða. 

Við þurfum nefnilega að gæta okkar þegar við notum orð og hugtök. Að kalla einstakling rasista eða stjórnmálaflokk rasískan er stórt upp í sig tekið og alvarlegt mál og slík ummæli verða að eiga sér stoð í veruleikanum.  Með sama hætti er það stórt upp í sig tekið að kalla einstakling öfgamann eða stjórnmálaflokk öfgaflokk.  Ef við skoðum t.d. íslensku stjórnmálaflokkana þ.e. alla sem sitja á þingi og sem hafa tilkynnt um framboð sín þá getur engin flokkast undir það að vera rasískur eða öfgaflokkur.

Fréttamenn eiga ekki að ganga á undan með vondu fordæmi.

Jón Magnússon, 22.3.2012 kl. 23:05

19 identicon

Jón, hafir þú ekki séð þetta orð í frönskum fjölmiðlum, þá hvet ég þig enn frekar til að kynna þér málið betur áður en þú ferð með aðrar eins rangfærslur. Að halda því fram að slík orðanotkun sé aðeins í blöðum "vinstri manna í Frakklandi" afhjúpar þekkingarleysi á bæði franskri pólitík og frönskum fjölmiðlum.

Jafnvel hægri-blaðið Le Figaro talar jafnan um "La candidate d'extrême-droite à la présidentielle française Marine Le Pen..."

Enda er hún það.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 09:14

20 Smámynd: Jón Magnússon

Sérkennilegt Þorfinnur að halda því fram að aðrir þekki ekki til eða viti ekki. Ég hef sagt hér að ég fylgist ekki með frönskum blöðum, en fylgist vel með því sem gerist í hinum Engilsaxneska heimi og á Norðurlöndunum og allvel með Þýskalandi. Þar sé ég almennt ekki talað um öfgaflokk þegar talað er um þenna flokk og alla vega ekki rasistaflokk. En það var einmitt kveikjan að því og það sem verið er að fjalla um Þorfinnur í þessum pistli. Ekki rjúfa hluti úr samhengi.

Samkvæmt mínum skilningi á frönsku þá þýðir þessi tilvitnun svipað og á Norðurlöndum þegar talað er um yderst på höjre flöjen, en ekki öfgaflokkur og alla vega ekki rasistaflokkur.

 Það voru ummæli Lindu Blöndal útvarpskonu um að þetta væri rasistaflokkur sem ég gerði athugasemd við og hún telur eðlilegt að vera ómerk orða sinna og verði henni að góðu. Spurning hvaða kröfur Ríkisfjölmiðillinn gerir til starfsfólks síns.  Eftir atvikum að útvarpsstjóri skuli andskotast út í Morgunblaðið og ritstjóra þess, en sjái ekki bjálkann í eigin auga.

Jón Magnússon, 25.3.2012 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband