Leita í fréttum mbl.is

Samstaða Samfylkingarinnar gliðnar.

Árni Páll Árnason alþingismaður sagði í viðtalsþætti í Ríkissjónvarpinu í dag, að nauðsynlegt væri að samstaða og þjóðarsátt yrði um nýja stjórnarskrá. Þrátt fyrir það að í öllum þróuðum lýðræðisríkjum sé fólk sammála þessum sjónarmiðum Árna Páls, þá hefur Jóhanna Sigurðardóttir rekið stjórnarskrármálið með þeim hætti að einræði meirihlutans ætti að ráða varðandi breytingar á stjórnarskrá.

 Ummæli Árna Páls sýna að samstaða innan Samfylkingarinnar um að keyra áfram breytingar á stjórnarskrá í  ósætti við stóran hluta þjóðarinnar nýtur ekki lengur fulls stuðnings. Ljóst er að Jóhanna þarf því að smala köttum á sínum eigin bæ en ekki aðeins hjá Vinstri grænum ætli hún að keyra fram þá einstöku aðferðarfræði í stjórnarskrármálinu sem hún hefur fylgt fram að þessu. Þannig er raunar farið að í einræðisríkjum og aðferðarfræði þeirra ríkja eru Jóhönnu Sigurðardóttur hugleiknari en virðing fyrir eðlilegum leikreglum lýðræðisinis.

Engin furða að hinu betra og góðgjarnara fólki innan Samfylkingarinnar sé ofboðið.

Þá var athyglivert að í sama umræðuþætti skyldi varaformaður stjórnarskrárnefndar Alþingis, Álfheiður Ingadóttir halda því fram að kosning til stjórnlagaþings hefði ekki verið dæmd ógild.  Hafi svo ekki verið af hverju þurfti Álfheiður Ingadóttir þá að bera fram sérstaka þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð í stað stjórnlagaþings. 

Ákvörðun Hæstaréttar Íslands þ.25.1.2011 um stjórnlagaþingskosninguna var samt sem áður þessi:

Framangreindir annmarkar á framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 verða við úrlausn málsins metnir heildstætt og er það niðurstaða Hæstaréttar að vegna þeirra verði ekki hjá því komist að ógilda hana.

Ályktarorð:

Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er ógild. 

Sérkennilegt að Álfheiði Ingadóttur skuli hafa sést yfir jafnmikilvæga staðreynd í málinu. En þessi yfirlýsing Álfheiðar vekur athygli þar sem hún hefur nýlega sent frá sér aðra yfirlýsingu vegna ummæla Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns um byltingarforingjann í Alþingishúsinu, en þar afneitaði hún að hafa haft afskipti af aðgerðum óeirðarfólks utan Alþingishússins. Skyldi minni Álfheiðar vera jafn óbrigðult um það sem um ógildingu kosninga til Stjórnlagaþings?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta á ekki að koma neinum á óvart. Árni Páll hefur alltaf verið Sjalli, hefir bara ekki haft kjark né karakter til að koma út úr skápnum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 16:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Álfheiður ríka virðist ámóta heiðarleg og Steingrímur J.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2012 kl. 16:18

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það held ég að sé ekki rétt Haukur. Ef ég man rétt þá var Árni Páll vinstrisinnaður ungur maður og í háskólapólitíkinni.

Jón Magnússon, 25.3.2012 kl. 22:18

4 Smámynd: Jón Magnússon

Heldur þú ekki Heimir að Steingrímur J. sé skárri?

Jón Magnússon, 25.3.2012 kl. 22:19

5 identicon

Jóhanna fer létt með að smala köttum meðan hún hefur Hrannar B. sér við hlið. Hann er eins, og menn muna, sérfróður kattafangari frá dögum R-listans.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 291
  • Sl. sólarhring: 733
  • Sl. viku: 4112
  • Frá upphafi: 2427912

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband