21.4.2012 | 18:19
Hvað er íslensk gestrisni?
Hópur fólks sem telur til eignarráða yfir Kerinu í Grímsnesi meinaði forsætisráðherra Kína að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbrigði. Ástæðuna segir fólkið vera að þeim líki hvorki við stefnu stjórnvalda í Kína eða á Íslandi.
Ég get tekið undir athugasemdir landeiganda við Kerið í Grímsnesi varðandi þessi stjórnvöld. Það að úthýsa gestum er hins vegar annað. Það finnst mér vera argasti dónaskapur.
Í minni sveit var alltaf talað um að taka vel á móti gestum óháð því hvort manni líkaði við þá eða ekki. Um árabil fóru frambjóðendur til Alþingis um héruð og ræddu við kjósendur og fengu fæði og húsaskjól jafnvel hjá pólitískum andstæðingum. Það var eitt af því sem gerði Ísland og íslendinga svo sjarmerandi svo notuð sé alkunn sletta.
Það gengur ekki að fólk fari að eins og hópurinn sem meinar forsætisráðherra Kína að skoða landið. Þessi merkilegi stjórnmálamaður, hvort heldur landeigendum í Grímsnesi líkar betur eða verr, er gestur íslensku þjóðarinnar og við eigum að sýna honum helstu náttúruminjar og fræða hann um land og þjóð eins vel og við getum. Það er íslensk gestrisni.
Þessu uppákoma leiðir til þess að taka verður aðgengi að helstu ferðamannastöðum til umræðu. Það gengur ekki að hópur fólks geti meinað sumum aðgang en leyft öðrum þegar um náttúruminjar er að ræða sem með réttu eru eign íslensku þjóðarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 217
- Sl. sólarhring: 506
- Sl. viku: 4433
- Frá upphafi: 2450131
Annað
- Innlit í dag: 198
- Innlit sl. viku: 4127
- Gestir í dag: 194
- IP-tölur í dag: 192
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón.
Ég held að nú sé komið að ákveðum kúvendingum í gestrisni Íslendinga, ekki það að þeir vilji ekki taka á móti erlendum gestum, held að það sé síður en svo, heldur vilja þeir ekki taka á móti þeim gestgjöfum sem þeim fylgja.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.4.2012 kl. 21:06
Þetta er góður pistill og sannur nafni.
Að sjálfsögðu eigum við að sýna öllum gestum kurteisi, eins og þú bendir réttilega á.
Reyndar eigum við að sýna öllum kurteisi, þótt þeir séu ekki á sömu skoðun og við. Það heita góðir mannasiðir, en íslendingar mættu huga oftar að þeim.
Jón Ríkharðsson, 21.4.2012 kl. 21:24
Nú er ég algerlega sammála þér, Jón, hvað varðar það að gera óvild í garð stjórnvalda ríkjanna að atriði í þessu máli eins og eigendur Kersins gera, þótt hitt hafi líka verið klaufalegt, úr því að einkaréttarlegt eignarhald er á Kerinu, að leita ekki samráðs og samþykkis eigendanna í upphafi.
Þegar forystumenn Sovétríkjanna komu í heimsókn til Bandaríkjanna var komið fram við þá sem gesti og þeim sýndir markverðustu staðir þótt vitað væri að mannréttindabrot og harðstjórn í Sovétríkjunum sálugu væri enn verri en nú er í Kína.
Ef halda á áfram á þeirri mörkuðu braut Kerfélagsins að fólk sem boðið er í heimsókn til landsins megi eiga von á því að vera neitað um þjónustu, ef það er ekki þóknanlegt okkur, er búið að snúa ímynd Íslands við á þann hátt, að í stað þess að gestir væru alltaf gestir og nytu frægrar gestrisni, yrði farið að tíðka algerlega gagnstætt og gera landið frægt fyrir þær sakir.
Þeir sem vilja mótmæla erlendri eða innlendri ríkisstjórn Íslands hafa til þess næg tækifæri, og framkoman við Falun Gong hér um árið er vonandi undantekning frá því.
Hitt er svo annað mál í hvílíkum ólestri málefni sérstæðra náttúrufyrirbæra á Íslandi eru í. Um það blogga ég á bloggsíðu minni.
Ómar Ragnarsson, 21.4.2012 kl. 21:59
Alveg sammála þessum pistli þínum, Jón. Raunar er þetta atvik þess eðlis að ef svona framkoma á að verða að almennt einkenni fyrir móttöku Íslendinga á erlendum gestum verða íslensk ógestrisni og dónaskapur jafnfræg og gestrisni okkar var áður.
Ég bendi á að þegar leiðtogar Sovrétríkjanna og annarra ríkja, þar sem enn verri mannréttindabrot og kúgun ríktu en nú eru í Kína, komu í heimsókn til Vesturlanda, var þeim ævinlega sýnd fyllsta gestrisni og þeim sýnt það markverðasta sem var að sjá.
Það var að vísu klaufalegt, úr því að eignarhaldið yfir Kerinu er í höndum einkaaðila, að leita ekki samráðs og samþykkis þeirra fyrirfram. En það réttlætir það ekki að vegna óvildar í garð einstakra ráðamanna erlendis og hérlendis sé réttlætanlegt að gera þeim lífið leitt þegar um gestakomur er að ræða.
Hitt er svo annað mál að málefni margra náttúruverðmæta á borð við Kerið eru í miklum ólestri hér á landi. Um það blogga ég á bloggsíðu miinn.
Ómar Ragnarsson, 21.4.2012 kl. 22:07
Eins og talað út úr mínu hjarta Jón svona er hreinræktaður dónaskapur burtséð frá pólitiskum sjónarmiðum ef við látum svona sjónarmið ráða ferð okkar verður okkur lítið ágengt, einstrengingur hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra.
brynjólfur sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 23:41
Það er ekki argasti dónaskapur að úthýsa óboðnum gestum. Það er ekki nóg að þeir hafi boðið sér sjálfir eins og á við um ríkisvaldið í þessu tilviki.
Andrés Magnússon, 22.4.2012 kl. 09:07
Ég þakka fyrir innleggin frá ykkur og við erum greinilega algjörlega sammála að undanskildum Andrési Magnússyni. Það var greinilega klaufaskapur þeirra sem skipulögðu ferð kínverska forsætisráðherrans að hafa ekki gengið frá málum varðandi heimsókn í Kerið fyrirfram. Það mál kláraði Jóhanna greinilega ekki enda búin með eina málið sem hún klárar á kjörtímabilinu.
Jón Magnússon, 22.4.2012 kl. 09:39
Það er nokkuð til í því sem þú segir Andrés. Þetta var hin versta handvömm Jóhönnu Sigurðardóttur og félaga. Að sjálfsögðu átti að ganga frá þessum málum með viðunandi hætti fyrirfram. Óboðnir gestir eru hins vegar með mismunandi hætti. Þeir sem koma og fara um með friðsamlegum hætti eingöngu til að fræðast um og skoða íslenskar náttúruperlur eiga að vera alls staðar velkomnir- ekki skemmir þegar þeir hinir sömu óboðnu gestir eru líklegir til að gera grein fyrir landinu með jákvæðum hætti.
Jón Magnússon, 22.4.2012 kl. 09:42
Tek undir með Andrési. Ef ferðin hefði verið skipulögð fyrirfram og leyfi fengin er nokkuð ljóst að til þessa hefði ekki þurft að koma. Ég hef skipulagt ferðir fólks, og aldrei myndi mér detta í hug að bjóða þeim heim til einhvers annars án þess að fá til þess leyfi. Þetta sýnir bara að mínu mati hroðaskap þessarar ríkisstjórnar, hvert klúðrið á fætur öðru, allt sem þau koma nálægt klúðrast vegna þess að þau vinna ekki heimavinnuna sína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 16:48
Allt saman satt og rétt hjá þér Ásthildur.
Jón Magnússon, 22.4.2012 kl. 22:55
Takk Jón, þetta er bara þannig, ég er að hugsa hvort þau hafi ekki ráðgjafa sem forða þeim frá svona endemis klúðri sínkt og heilagt, þetta eru orðin langur klúðurlisti hjá þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.