Leita í fréttum mbl.is

Hvað nú kona?

Til hamingju með baráttudaginn íslenskar konur. 

Ef til vill var það þannig að þegar konur tóku sér frí og héldu einn best heppnaða útifund sem haldinn hefur verið í landinu, að þá opnuðust augu margra varðandi kynjamismun í landinu. Einn elsti þingmaðurnin á þeim tíma, dr. Gunnar Thoroddsen var af sumum atyrtur fyrir að leggja fram frumvarp um jafna stöðu karla og kvenna. En frumvarpið var samþykkt af Alþingi og  jafnstaða kynjanna urðu lög í landinu.

Hvað hefur gerst síðan? Njóta konur jafnréttis og jafnstöðu?   Í lagalegu tilliti gera þær það en mikill launamunur er enn á milli kynjanna. Stafar hann bara af kynferði eða eru aðrar ástæður sem valda því?

Viðurkennt er og hefur verið sýnt fram á í ítrekuðum könnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna að velferð þjóða er þeim mun meiri eftir því sem jafnstaða kynjanna er meiri og atvinnuþáttaka kvenna. Þrátt fyrrir það býr rúmur helmingur mannkyns við mikla kvennakúgun.  Þvingaðar giftingar, umskurn, svipting eðlilegra réttinda, bann við skólanámi, atvinnuþáttöku og fleira er víða í Afríku, Asíu og raunar víðar. Í Evrópu viðgengst þrælasala þar sem konur eru hnepptar í ánauð og misnotaðar. 

Kvennréttindahópar hafa því verk að vinna sem og aðrir sem unna mannréttindum. Þetta er ekki einkamál kvenna. Þetta er hluti af almennri mannréttindabaráttu. Það skiptir máli að berjast fyrir því sem máli skiptir en láta vera aukaatriði sem jafnvel geta á endanum orðið til tjóns fyrir eðlilega starfsemi í þjóðfélagið.

Spurning er hvort að sumar kröfur femínístanna hafa orðið til þess t.d. að lækka laun ákveðinna stétta í stað þess að koma á launajafnrétti sem að var stefnt. Þá er spurning um hvort kynjakvótar og fléttuhugmyndir allskonar á kynjavísu eigi rétt á sér eða standist kröfur um jafnstöðu kynjanna.

Ég lít á réttindabaráttu kvenna fyrir jafnstöðu sem sjálfsagðan og eðlilegan lið í að koma á mannréttindum.  En það er rangt að láta fólk njóta eða gjalda kynferðis síns vegna þess að svo og svo margar konur eða karlar eru í fleti fyrir þar sem einstaklingur vill hasla sér völl

Aðalatriðið er samt að gleyma ekki grundvelli hugmyndarinnar um jafnstöðu kynjanna og nú er baráttuvettvangurinn sérstaklega að ná jafnstöðu fyrir konur þar sem réttindi þeirra eru smáð og svívirt og koma í veg fyrir kynlífsþrælkun og misnotkun á fólki. Það eru næg verkefni.

 Unga kona það er aldrei hægt að játa oki kynsystra þinna á forsendum ólíkrar menningar eða trúarbragða. Mannréttindi eru algild og það er aldrei hægt að samþykkja frávík frá þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það eru ýmsir sem lifa á því að hafa nógu hátt um þetta. Varðandi launin þá er skýringin yfirleitt sú að karlar vinna meira. Konur þurfa jú að taka fæðingarorlof og þá lækka laun þeirra eitthvað.

Ég sá nýlega svolítið skemmtilega könnun sem leiddi í ljós verulegan launamun ungra lækna í Bandaríkjunum, karlarnir voru með mun hærri laun. Á meðan sumir fórnuðu höndum og voru með hefðbundnar samsæriskenningar á lofti gerði einn skarpur maður sér far um að rýna aðeins í þetta. Þá kom í ljós að karllæknarnir unnu um 500 tímum meira á ári en konurnar. Þú skalt því fara varlega í að trúa svona könnunum, þeir sem þær framkvæmda eru oft ekki beittustu hnífarnir í skúffunni.

Kynjakvótarnir komu nú loksins í bakið á konum í Versló, kannski sástu þá frétt?

Svo gerði Bundesbank nýlega könnun sem sýndi að konur í bönkum eru áhættusæknari en karlar. Þetta má samt ekki tala um af pólitískum ástæðum og því heyrir enginn þetta - karlar eru nefnilega svoddan svín upp til hópa að svindla á grandvörum og heiðarlegum konum og hrunið er allt þeim að kenna.

Af hverju er konur svona oft gerðar að fórnarlömbum? Geta þær ekki bjargað sér sjálfar?

Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 22:44

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott innleg Helgi.

Jón Magnússon, 23.6.2012 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2012 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 222
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4438
  • Frá upphafi: 2450136

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband