Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn, lýðræði og fjölmiðlar

Góð og hlutlæg fjölmiðlun skiptir miklu fyrir málefnalega umræðu. Góðir málefnalegir fjölmiðlar stuðla að því að alvöru stjórnmálamenn komist áfram en ekki bara glamrarar og fólk með yfirboð.

Miklu skiptir að fjölmiðlun sé ekki hneppt í fjötra. Fáir hafa bent á það með jafn góðum hætti og forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson.  Í þingræðu á Alþingi þ. 13. febrúar 1995 sagði hann eftirfarandi:

"Ef álíka hringamyndun verður í fjölmiðlum og orðið hefur á þeim sviðum atvinnulífsins sem kennd eru við kolkrabbann og smokkfiskinn þá er verið að að stefna lýðræðislegu eðli íslenskrar fjölmiðlunar í hættu. Ég vil þess vegna virðulegi forseti, biðja hæstvirtan menntamálaráðherra að lýsa viðhorfum sínum til þess að setja löggjöf með þessum hætti og jafnvel knýja á um það áður en þingi lýkur."

Árið 1995  taldi Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður nauðsynlegt að sett yrðu lög um fjölmiðla til að tryggja lýðræðislegt eðli fjölmiðla.

Árið 2004 þ. 2. júní neitaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti að staðfesta fjölmiðlalögin sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt á Alþingi þrátt fyrir hatramma andstöðu og málþóf Samfylkingarinnar til að koma í veg fyrir lýðræðislegt eðli fjölmiðla. 

Afleiðingin: Lýðræðislegt eðli íslenskrar fjölmiðlunar varð að engu. Fjölmiðlarnir voru í eigu auðhringja útrásarvíkinga og eigenda bankanna sem hrundu í október 2008. Gagnrýni á starfsemi þessara aðila náði því ekki fram í gegn um hefðbundna fjölmiðlun í landinu. Þökk sé Ólafi Ragnari Grímssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://visir.is/-leikur-a-bordi-/article/2012706229931

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.6.2012 kl. 01:26

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Er það rétt munað að Steingrímur Sigfússon ræddi þetta viðhorf sitt löngu áður en fjölmiðlalögin voru samþykkt?

Sigurður Þorsteinsson, 23.6.2012 kl. 17:37

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Metamorphosis. Það er þróunarsaga dr.Ólafs Ragnars. það er næsta lítið eftir af gamla kommanum sem maður fyrirleit og hataði eins og pestina fyrr á árum. Nú veit eg engan kost betri en að kjósa hann em þann markaðssinna og talsmann Íslands sem hann hefur orðið á síðustu árum.

Hann hefur bætt við sig bæði vísdómi, reynslu og visku. Og svo það sem miklu máli skiptir í mínum huga:

Dorrit.

Hún er stjarna og hetja í mínum augum. Munið eftir henni þegar hún gekk og deplaði ekki auga framhjá Austurvallarindjánunum sem hentu grjóti og kveiktu í jólatréi og bekkjum Reykvíkinga.

Þessi brjálaði kommmúnistaskríll sem engu eirði var fjármagnaður af þið vitið hverjum í pólitískum tilgangi og takturinn sleginn úr Alþingishúsinu af þið vitið hverri.

Meðan Dorrit gekk næst vitleysingunum skaust lítill Mökkurkálfi í hnipri hinumegin mannhringsins og skaust inn um bakdyr þinghússins.

Sannar mér alveg nóg til að vita að þesari manneskju treysti ég bæði fyrir Ólafi og húsfreyjustarfi á Bessastöðum. Þetta er minn Metamorphosis. Fyrr á árum hefði orðið að segja mér það þrim sinnum að ég myndi kjósa kommann Ólaf Ragnar. En nú geri ég það af því að það er besti kosturinn.

Menn eiga alltaf annað tækifæri og Ólafur hefur sannarlega nýtt sér lífið og tímann.

Halldór Jónsson, 23.6.2012 kl. 19:57

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek hér undir hvert orð Halldórs Jónssonar og bendi á að hver dagur í lífi þessarar ríkisstjórnar er okkur hættulegur.  Skil ekki alveg í nefpirringi síðuhafa sem almennt er rökfastur en talar nú í véfrétta  stíl. 

Það hefur oft komið fram að við margir núverandi stuðnings menn Ólafs mislíkaði margt í  hans fari.  En eitthvað gerðist og hann breyti um og lærði. Hann fann sér aftur lífsförunaut úr öðrum jarðvegi en hann hafði vaxið úr sjálfur.      

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2012 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband