Leita í fréttum mbl.is

Ósýnilega höndin eða dauða höndin.

Stjórnmálamenn hafa sjaldnast búið til arðbær störf. Þeir geta hins vegar stuðlað að umhverfi hagvaxtar og velmegunar með  því að takmarka skattheimtu og afskipti ríkisvaldsins af þeim sem eiga sjálfir fyrirtækin sín og bera alla ábyrgð á þeim.

Ríkisstjórnin hefur farið þveröfuga leið. Skattlagning hefur verið óhófleg á lítil og meðalstór fyrirtæki.  

Það fer oftast framhjá stjórnlyndum stjórnmálamönnum að smá og meðalstór fyrirtæki eru forsenda framfara, hagvaxtar og velmegunar.  Þessi fyrirtæki verða útundan af því að litli kapítalistinn berst áfram og nýtur afrakstursins ef vel gengur en það hjálpar honum enginn ef illa fer. Smá- og meðalstóra fyrirtækið fær ekki milljarða lán og það fær ekki afskrifað háar fjárhæðir. Það nýtur heldur ekki sérstakra skattaívilnana sem stórfyrirtækin geta nýtt sér.  Eigendur litlu fyrirtækjanna vinna meira, taka minni laun og missa eignir sínar ef það gengur ekki vel.

Hvílíkt regindjúp er staðfest á milli þeirra sem vinna í umhverfi smáatvinnurekstursins og velferðarkerfis stórfyrirtækjanna og ríkisfyrirtækjanna þar sem stjórnendurnir taka venjulegast enga áhættu en geta átt völ á góðum eftirlaunum, starfslokasamningum auk ýmiss smáræðis eins og námsferðum, orlofsárum o.s.frv. Milljarðarnir eru afskrifaðir á stórfyrirtækin og síðan halda sömu stjórnendurnir sem ekkert eiga áfram að stjórna endurreistum fyrirtækjum og geta grafið upp milljarð eða fleiri ef á þarf að halda til að halda fyrirtækinu.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur aukið vanda smá og meðalstórra fyrirtækja verulega. Þannig var virðisaukaskattur hækkaður. Fjármagnskostnaður er sá hæsti sem þekkist í heimi og ofurskattheimta og pappírsfár í kringum lítil fyrirtæki íþyngir rekstrinum.

Nú hefur ríkisstjórnin komið með áætlun um atvinnusköpun með áherslu á millifærslur í gegn um ríkisfjárhirsluna með því að skattleggja suma og millifæra þá peninga til annarra. Atvinnuáætlun ríkisstjórnarinnar sem Guðmundur Steingrímsson alþingismaður kallar "planið góða" byggist aðallega á því að ná peningum frá útgerðinni með auðlindaskatti, til að millifæra peningana í gæluverkefni sem eru þóknanleg kommissar Jóhönnu og kommisar Steíngrími. 

Þessi hugmyndafræði fer þvert á það sem stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru að átta sig á að gengur ekki lengur. Obama forseti sem og pólitískir andstæðingar hans standa nú fyrir aðgerðum sem hafa fengið nafnið "Jumpstart our business startups act." Það felst m.a. í því að bæta stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar sem eigendurnir eiga og bera áhættu af fyrirtækjunum sínum.

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru meir en 23 milljónir einkafyrirtækja þau fyrirtæki þyrftu ekki að ráða nema einn starfsmann hvert til að eyða atvinnuleysinu í álfunni en þar eru tæplega 23 milljónir atvinnulausir. 

Lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi eru umtalsvert fleiri en þeir atvinnulausu. Með því að lækka skatta og gefa litlum og meðalstórum fyrirtækjum eðlilegt svigrúm á markaðnum og eðlilegt lánaumhverfi  þá væri hægt að eyða atvinnuleysinu, auka velmegun og hagvöxt í landinu umtalsvert.

Dauða hönd ríkisstjórnarinnar, ríkisafskipta, gæluverkefnanna, útblásins svonefnds velferðarkerfis og andlitslausu stórfyrirtækjanna sem starfa á ábyrgð skattgreiðenda dregur hins vegar máttinn úr hagkerfinu.

Það verður að gefa því duglega fólki sem er tilbúið til að vinna mikið og leggja mikið af mörkum og taka áhættu til að gera drauma sína að veruleika eðlilegt svigrúm. Það er forsenda sjálfbærni og framfara í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú ferð fínt í þetta Jón og allt í lagi með það.

Málum er nú þannig háttað að opinberi geirinn (hvort sem er ríki eða sveitarfélög) getur ekki búið til störf. Hægt er að búa til störf en þau þarf að fjármagna annað hvort með lánum eða auknum sköttum sem þýðir í reynd að störf eru færð frá einkageiranum yfir í opinbera geirann. Hvar sem hið opinbera kemur nálægt virkar það sem dauð hönd! Þeir sem ekki trúa mér ættu bara að kynna sér hve vel gengur að ráða lækna hingað :-)

Því miður fer ofsalega lítið fyrir því að einhver segi það sem segja þarf og er augljóst: Segja þarf upp verulegum fjölda opinberra starfsmanna og lækka skatta verulega. Margar opinberar stofnanir eru algerlega óþarfar, Samkeppnisstofnun er ein þeirra. Með því að lækka skatta (og auka þar með kaupmátt almennings) verður til hvati fyrir erlend fyrirtæki að koma hingað og keppa við innlend fyrirtæki. Einnig þarf að einfalda reglur verulega. Allir græða á því. Fleiri dæmi má auðvitað tína til. Embætti umboðsmanns alþingis er orðið steingelt eftir að núverandi umboðsmaður tók það að sér og því ekki lengur hægt að réttlæta tilvist þess frekar en margra annarra opinberra stofnana. Situr sá ágæti maður ekki í því embætti eins lengi og hann vill? Er nokkuð hægt að losna við hann þó hann sé að draga embættið í svaðið?

Það er þekkt hvernig snúa ber niður kreppur, þessi kreppa sem við glímum við núna er alls ekki sú fyrsta. Árið 1920 hrjáði skæð kreppa Bandaríkjamenn. Warren Harding var um 18 mánuði að snúa þá kreppu niður en bráðum eru 4 ár frá því allt fór í steik hér. Það er ekkert sem bendir til bata hér vegna þess að menn skilja ekki skaðsemi stórs opinbers geira.

Hvað með þessa kreppu 1920 og hvernig tæklaði Harding hana? Einfalt:

http://www.youtube.com/watch?v=zHXkFKyBU7M

Helgi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 22:20

2 identicon

Sæll Jón,

Tímarnir breytast, tókstu eftir forsíðufrétt Flettiblaðsins í dag: Skattar hækka EKKI árið 2013 ! ! Já, nú þykir það frétt þegar skattar eru ekki hækkaðir. Áður voru það fréttir þegar skattar hækkuðu.

Bendi þér svo á eitt: Biddu blaðberann þinn að færa þér ekki oftar Flettiblaðið inn um lúguna þína. Þetta er umhverfisvæn ráðstöfun, sparar líka mannafla og orku. Ég hef ekki séð þennan snepil í rúmt ár og lifi samt góðu lífi!  Flettiblaðið liggur á netinu fyrir þá sem nenna að gá að því.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 23:10

3 Smámynd: Jón Magnússon

Helgi við erum alveg sammála nema með Samkeppnisstofnun.

Jón Magnússon, 25.6.2012 kl. 23:24

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Örn.

Jón Magnússon, 25.6.2012 kl. 23:24

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svona greindur maður Jón, eins og þú ert og flestir þingmenn (ekki þó allir) hljóta að sjá AP PERSÓNUAFSLÁRRURINN Á AÐ VERA AMK 200.00KR?

þAÐ MYNDI BREYTA ÖLLU HJALI UM ÓRÉTTLÆTI OG OF HÁA SKATTA. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.6.2012 kl. 03:05

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir umsögnina Anna. Sennilega væri besta leiðin að hafa skattheimtuna í formi svokallaðs neikvæðs tekjuskatts þ.e. að miðað væri við lágmarksframfærslu og þær tekjur skattfrjálsar.  En svo kemur fleira til. T.d. hvað á ríkið að geta tekið mikið í heildina. Hvað með virðisaukaskattinn. Virðisaukaskattur sem er kominn um og yfir 20% er allt of hár. Leðir bara til aukinna undanskota.

Jón Magnússon, 26.6.2012 kl. 09:42

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, það væri leið. Vil bæta við að lágmarksframfærsla er um 250-300.000 kr, eins og kemur fram á neti Velferðarráðuneytis fyrir 1 manneskju. Þetta er aldrei notað. Eftir lágmarksframfærslu er ekkert mála ð borga 40 til 50 % til samfélagsins í formi skatta, enda bara pjúra hagnaður.!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.6.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband