Leita í fréttum mbl.is

Elsti banki í heimi fær aðstoð skattgreiðenda.

Banca Monte dei Paschi di Siena sem stofnaður var árið 1472 hefur fengið 3.9 milljarða Evru (630 milljarðar krónur)  fjárframlag og stuðning frá ítalska ríkinu. Hefði bankinn ekki fengið þessa fyrirgreiðslu frá skattgreiðendum hefði hann verið tekinn í skiptameðferð.

Bankinn var stofnaður 1472 af borgaryfirvöldum í Siena til að lána hinum fátæku. ´

Ítalska ríkisstjórnin segir að þetta sé gert til að Ítalía virði skuldbindingar sínar við Evrópusambandið um að styrkja bankastarfsemina.

Enn eitt dæmið um að svonefnd Evrukreppa er í raun bankakreppa og allt fárið og endalausir fundir leiðtoga Evrópusambandsins snúast í raun um með hvaða hætti og hvernig sem mestum byrðum af gjaldþrota bönkum og uppblásnum hlutabréfamörkuðum verði velt yfir á skattgreiðendum. Í raun hjálp fyrir hina ríku á kostnað samfélagsins. 

Ítalska þingið telur ekki  ástæðu til að skipa rannsóknarnefnd eða sérstakan saksóknara til að fjalla um þrot þessa banka. Þá verður sérstakur Landsdómur ekki kallaður saman.

Á Ítalíu virðast menn átta sig á að einkafyrirtæki geti farið í þrot án þess að stjórnmálamenn hafi með það að gera eða beri ábyrgð á því.  En því miður þá eru þeir eins og stjórnmálamenn í Evrópu og Ameríku helteknir af þeirri meinloku að það eigi að bjarga fjármunum hinna ríku á kostnað skattgreiðenda. 

Um það snýst fjármálakreppan í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þessum pistli þínum , en tel þó rétt að halda því til haga að síðasta ríkistjórn sýndi ekki mikla ábyrgð með því að veita ótakmarkaða innistæðutryggingu þar sem 5 prósent innistæðueigenda áttu um 90 til 95% af innistæðum í landinu . Maður efast auðvitað líka um heillindi þingmanna sem hafa ekkert gert til að loka á kennitöluskipti og gjafakvótann og allt sem því fylgir sem og að vinna af heillindum fyrir land og þjóð . Þess í stað spá þingmenn í kynskipti (transfólk) jarðgöng og vegagerð . Því miður þá er það svo að það er gjá á milli þings og þjóðar og hún virðist stækka frekar en hitt .

Valgarð (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 18:58

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góðir punktar Valgarð.

Jón Magnússon, 28.6.2012 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband