Leita í fréttum mbl.is

Kerfið í lagi

Mikið fer maður rólegur og áhyggjulaus um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli á næstunni. Talsmenn Isavia, eftirlitsaðilans með örygginu fullvissa okkur um, að kerfið virki.

Þrátt fyrir að tveir hælisleitendur sem þóttust vera börn við komuna til landsins hafi komist óséðir  á salerni flugvélar Icelandair þá segja þeir hjá Ísavia að öryggiskerfið svínvirki þar sem þeir hafi jú fundist á kamrinum.

Þá ber einnig að hafa það í huga segja þeir hjá Ísavía að þessi fullorðnu börn frá Norður Afríku séu þaulskipulagðir og hafi ekki farið í gegn um öryggishlið. Það segja þeir að þýði að gæsla við  öryggishliðin sé mjög traust. Af sjálfu leiðir að þeir hjá Ísavía gera ekki ráð fyrir eða miða viðbúnað við að einhverjir fari inn á völlinn annarsstaðar en í gegn um viðurkennd öryggishlið. Skárri væri það nú ósvífnin.

Öryggisgæslan mun því áfram beinast að öryggishliðum, kömrum flugvéla og láta fólk fara úr skóm og taka af sér belti í öryggisskyni.  Konur við aldur munu því áfram sjást hökta í flugstöð Leifs Eiríkssonar skólausar við að missa pilsin niðrum sig og karlar við aldur bisast við að halda upp buxunum og lenda í andnauð við að reima skóna.  Allt fyrir öryggið.

Að sjálfsögðu ber enginn ábyrgð á þessu. Alla vega ekki þeir sem eiga að tryggja öryggið. Það er sagt að strákarnir í höfuðstöðvum Al Qaida séu enn að hlægja af yfirlýsingu Isavía. Vonandi gera þeir það svo lengi að það fari ekki fyrir þeim hjá Ísavía eins og Batista einræðisherra á Kúbu sem var enn að hlægja að Fidel Castró þegar hann gerði innrás í Havana.

Væntanlega er von er á yfirlýsingu frá barna- Braga Guðbrandssyni  og sr. Baldri Kristjánssyni Þorlákshafnarklerki af þessu tilefni um málefni ólöglegra innflytjenda og harðræði íslenska réttarkerfisins, en ólöglegu innflytjendurnir sem sátu á kamrinum í flugvélinni var að sjálfsögðu sleppt eftir að hafa verið leiddir út í gegn um öryggishliðið á Keflavíkurflugvelli.

Nú eins og áður þá er  Lísa í Undralandi ekki skrifuð á einum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr því að strákarnir komust inn hefðu þeir auðveldlega getað skilið eftir litla sprengju og rölt svo út aftur.  Að halda því fram eftir þetta atvik að öryggisgæslan sé í lagi er fáránlegt og þeir hjá Isavia vita betur þó þeir haldi slíku fram.

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 09:47

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er einmitt málið Þorvaldur. En það er enginn ábyrgur og þessi yfirlýsing er grátbrosleg í besta falli. Fróðlegt að vita hvað yfirvöld á tengiflugvöllum segja. En það fáum við sennilega ekki að vita.

Jón Magnússon, 10.7.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er sagt að strákarnir í höfuðstöðvum Al Qaida séu enn að hlægja af yfirlýsingu Isavía.

Hvar nákvæmlega eru þær, þessar meintu "höfuðstöðvar" Al-Qaeda?

Ef til vill á svipuðum slóðum og "miðstjórn" internetsins?

  dreifstýring : aðferð við stjórnun þar sem ákvarðanataka fer fram í dreifðum einingum sem bera ábyrgð á sjálfum sér og ákvarða hegðun sína ekki á grundvelli boðvalds frá öðrum einingum heldur sjálfstæðu mati á sinni eigin stöðu í tengslum við umhverfið

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2012 kl. 13:53

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það voru ekki starfsmenn Ísavía sem fundu mennina á salerninu í einhverri eftirlitsferð, heldur flugmennirnir sem voru að búa vélina undir flug og röltu aftur í vél, líklega til að kanna hvort farþegarýmið og salernin hefðu verið þrifin sæmilega vel.

Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig öryggiskerfið á að hafa virkað.

Varðandi öryggismálin þá má ekki gleyma kjánalegu vopnaleitinni (þar með talið leit að vatnsflöskum) og þuklinu á farþegum sem koma inn á Schengensvæðið frá Bandaríkjunum þar sem vopnaleit á farþegum sem fara um borð er væntanlega enn meiri en hér.

Úr Schengen strax!  Svona vandamál sem ítrekað koma upp má rekja til veru okkar í þessu Schengen samstarfi.  Írar og Bretar sem eru eyþjóðir eins og við hafa vit á því að vera utan þessara samstaka.

Ágúst H Bjarnason, 10.7.2012 kl. 14:01

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er svakalegt og enginn ábyrgur.

Minnir bara á fjármálaeftirlitið og Seðlabankann.

hilmar jónsson, 10.7.2012 kl. 19:50

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Skiptir þetta öryggi einhverju máli? Þetta eftirlit er greinilega þarna í þrennum tilgangi.

1. Að fólk sem getur ekki fengið almennilega vinnu geti fengið laun fyrir að pirra fólk.

2. Að fá all sem einn til að fara úr skóm og beltum.

3. Að kenna almennigi að hlýða yfirvöldum, sama hversu fáránlegar skipanirnar eru.

Hörður Þórðarson, 10.7.2012 kl. 20:16

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er ekkert nýtt þarna suðurfrá men gátu skriðið undir dýrindis öryggishlið þar sem nokkrum sjónvarpsmyndavélum var beint að. Ég vann þarna á rampinum í ára raðir og við vorum alltaf að benda á fólk sem átti ekki að vera á svæðinu það voru drukknir menn og aðrir. Það var meira að segja rænt úr erlendri flugvél sem hafði næturstopp og líklega vinna þarna erlendir flóttamenn en það er urmull af útlendingum sem kunna ekki mál okkar. Til gamans þá er Öryggishlið sem ísaía státar sig á í dag 4 metra hátt og á að halda trukkum frá því að aka í gegn þótt girðingin við hliðið sé rétt tveir metrar og auðveldasta mál að komast í gegn. 

Valdimar Samúelsson, 10.7.2012 kl. 20:22

8 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Ágúst.

Jón Magnússon, 11.7.2012 kl. 00:09

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það er allt í lagi að hafa eftirlit Hörður en það verður þá að vera til einhvers. Sem dæmi ég fer venjulega með ferðatölvu með mér til útlanda. Það er mjög mismunandi hvernig hún er skoðuð á flugvöllum.  Þannig hefur hún nánast ekkert verið skoðuð á Keflavíkurflugvelli á meðan hún fer í gegn um sérstaka skoðun og það þarf að kveikja á henni og jafnvel slá inn lykilorð o.fl. sumsstaðar annarsstaðar.

Jón Magnússon, 11.7.2012 kl. 00:11

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru því miður ekki góðar upplýsingar Valdimar um öryggismálin.

Jón Magnússon, 11.7.2012 kl. 00:12

11 identicon

"Jones questions how today's security approaches are adding value in their current form: "The system of passengers removing liquids, laptops, jackets, shoes and belts is putting too much emphasis on the detection of 'bad things'. A more balanced [intelligence-based] approach targeting 'bad people' needs to be implemented."

http://www.flightglobal.com/news/articles/airports-security-blanket-357103/

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 106
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 3943
  • Frá upphafi: 2428164

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 3637
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband