Leita í fréttum mbl.is

Trúartákn og Mannréttindadómstóll Evrópu

 Nadia Eweida sem vinnur hjá British Airways var bannað að bera kross á Heathrow flugvelli árið 2006.  Eweida var send  heim úr vinnunni  þegar hún neitaði að fjarlægja krossinn.  Hún heldur því fram að flugfélagið mismuni sér og starfsfólki annarra trúarhópa þar sem Síkar geti t.d.verið með túrban og Múslimar með blæjur.

Flugfélagið hafnaði sjónarmiðum Eweida og hún fór í mál þar sem hún taldi sig hafa orðið fyrir mismunun af trúarlegum ástæðum.  Hún tapaði málinu í undirrétti og áfrýjunarrétti í Englandi og hefur vísað því til Mannréttindadómstóls Evrópu.

En það hefur hins vegar áunnist að flugfélagið hefur breytt um stefnu og leyfir nú að fólk beri krossmark og Eweida vinnur enn hjá flugfélaginu.

Eweida er ekki eini einstaklingurinn sem hefur orðið fyrir harðræðí í Bretlandi vegna þess að bera krossmark.  Shirley Chaplin  hjúkrunarkona frá Exeter var sagt af sjúkrahússtjórninni þar sem hún vinnur að fjarlægja hálsmen með krossmarki en því neitaði hún og fór líka í mál.

Það er kaldhæðni örlaganna að það er Breska ríkið sem rekur málið gegn Eweida hjá Mannréttindadómstólnum en í fyrirspurnartíma á enska þinginu sagði David Cameron forsætisráðherra Breta að lögunum yrði breytt þannig að kristið fólk gæti borið krossmark í vinnu sinni.  Cameron sagði af þessu tilefni að það væri grundvallarmannréttindi að starfsfólk hefði rétt til að bera trúartákn í vinnunni. Ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yrði þannig að Eweida tapaði málinu þá yrði að breyta lögunum til að þessi mikilvægu mannréttindi yrðu virt.

Það sem er athyglivert við þetta mál er í fyrsta lagi að enska biskupakrikjan leiðir ekki baráttuna fyrir réttindum kristins fólks til að bera kristin trúartákn. Í öðru lagi að breska ríkið skuli vera sjálfu sér sundurþykkt þar sem forsætisráðherrann biður í raun um að Mannréttindadómstóll Evrópu fallist ekki á rök ríkisins heldur Eweidu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Minnir mann óneitanlega á IceSave málið. Ríkið, Alþingi, Forsetinn og svo Þjóðin í hár saman.

Það er slæmt þegar Alþingi, Ríkið og Þjóðin eru ekki ein og sama fylkingin, heldur hatramir andstæðingar.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.7.2012 kl. 01:53

2 identicon

"Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú." (Opinberun Jóhannesar 14:12)

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 09:39

3 Smámynd: Jón Magnússon

Mér datt það sama í hug þegar ég las ræðu David Cameron um málið. Nema í þessu tilviki er forsætisráðherra opinberlega á móti málstað ríkisins í málinu. Jóhanna segist gera sitt besta með Steingrím J. í forsvari fyrir málinu.

Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 11:13

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Einar Ingvi.

Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 122
  • Sl. sólarhring: 249
  • Sl. viku: 3959
  • Frá upphafi: 2428180

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 3646
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband