13.7.2012 | 11:46
Misheppnuð utanríkis- og hernaðarstefna.
Sennilega hefur engin þjóð rekið jafn misheppnaða og ranga utanríkis- og hernaðarstefnu á þessari öld og Bandaríkjamenn.
Í meir en áratug hafa Bandaríkjamenn verið í stríði við Al Qaida hryðjuverkasamtökin. Árangurinn er verri en enginn. Ráðist var ólöglega á röngum forsendum inn í Írak þar sem Al Qaida var ekki til staðar.
Hernaðurinn í Afganistan kostar gríðarlega peninga og hefur ekki skilað neinum árangri sem máli skiptir. Ungu fólki er fórnað tugum og hundruðum saman vegna þessara mistaka ráðamanna í Washington DC og aðalstöðvum NATO í Brussel. Það er raunar sér kafli að NATO skuli fara gegn grunngildum sínum til að styðja Bandaríkin í vitleysunni í Afganistan.
Eftir rúman áratug í baráttunni gegn Al Qaida ráða þeir stórum hluta í Malí og víðar í Norður hluta Afríku, eftir að Bretar og Frakkar með aðstoð Bandaríkjamanna hrökktu Gaddafi frá völdum.
Bandaríkjamenn snéru baki við vini sínum Mubarak um leið og hallaði undan fæti fyrir honum í Egyptalandi og töluðu um arabíska vorið þegar Salafistar og Múslimska bræðralagið náði auknum völdum í Egyptalandi, Líbýu og Túnis.
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna hamast gegn Sýrlandsstjórn með einhliða hætti sem hefur fyrst og fremst orðið til að hella olíu á þann eld sem þar logar og afleiðingin er sú samkvæmt frétt Daily Telegraph í dag að Al Qaida liðar hafa orðið áberandi í baráttunni gegn Sýrlandsstjórn í Norð-Austurhluta Sýrlands. Með þessum skrifum er ekki verið að bera blak af ógnarstjórn Assads í Sýrlandi en á það bent að nálgun Bandaríkjanna hefur ekki orðið til að vinna að lausn málsins.
Afstaða Bandaríkjanna í Sýrlandi er að mörgu leyti álíka skammsýn og þegar þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Baker gaf yfirlýsingu um málefni Júgóslavíu á sínum tíma sem hellti olíu á þann eld með eftirfarandi borgarastyrjöld, blóðsúthellingum og svívirðingum. Þar réði skammsýnin líka ferð og ótrúlegt þekkingarleysi á málefnum þess heimshluta. Eins og raunar er líka um að ræða varðandi málefni Sýrlands.
Afleiðingin af baráttu Bandaríkjanna gegn Al Qaida í rúman áratug er sú að í upphafi var þetta lítill hópur í Afganistan en nú eru þetta hópar sem gera sig mismunandi gildandi í Afganistan, Pakistan, Sómalíu, Súdan, Yemen, Sýrlandi, Írak og Malí svo nokkuð sé nefnt.
Barack Obama brást vonum manna um aukna skynsemi í bandarískri utanríkispólitík.
Það ber brýna nauðsyn til að vitrænni afstaða verði mótuð í höfuðstöðvum NATO í Brussel en þó sérstaklega í ávölu skrifstofunni í Hvíta húsinu í Washington DC í Bandaríkjunum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 101
- Sl. sólarhring: 273
- Sl. viku: 3938
- Frá upphafi: 2428159
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 3633
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón; jafnan !
Þakka þér fyrir; þessa ágætu samantekt !
Núna; mættu Íranir til dæmis, senda nokkur Herskip, upp að ströndum Bandaríkjanna - Kyrrahafsmegin; sem og Atlantshafs, til mótvægis við frekju Bandaríkjamanna, á Indlandshafi og Persaflóa.
Bandaríkin; ásamt Evrópusambandinu - eru hálfu hættulegri viðfangs, en Sovétríkin; og Varsjárbandalags leppríkja flóra þeirra, nokkurn tíma urðu, unz Sovétið lognaðaist út af, góðu heilli, árið 1991, síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum; sem oftar - úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 13:01
Það er því miður orðin staðreynd að Obama hefur brugðist í veigamiklum málum á alþjóðavettvangi. Það hefur líka Danskurinn gert. Rasmundsen(ekki örugg á stafs.nafnsins) sem er æðsti maður Nato þessa stundina. Hef það oft á tilfinningunni að Nato sé stjórnað af eigendum vopnaverksmiðja. Einhvern veginn finnst mér Nato ekki lengur "varnarbandalag". Ég vil ekki endilega deila bara á B.N.A. Ég vil líka deila á þau ríki sem fylgja þeim í blindni. Þ.á.m. Ísland. Því miður er það reyndin.
Ég verð að viðurkenna að það sem mig langar að segja um "Arabiska vorið" er ekki prenthæft, svo ég læt það vera.
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 15:55
"Sennilega hefur engin þjóð rekið jafn misheppnaða og ranga utanríkis- og hernaðarstefnu á þessari öld og Bandaríkjamenn".
Hvers vegna láta Bandaríkjamenn svona? Hvers vegna var JFK myrtur? Hver ER raunveruleg utanríkis og hernaðarstefna Bandaríkjanna?. Síðustu áratugir hafa sýnt að sú stefna snýst um að halda einhverju stríði í gangi einhvers staðar. Hves vegna? Vegna þess að það er vopnaframleiðendum lífsnauðsynlegt, skapar þeim hagnað og tilgang.
Í þessu ljósi eru aðgerðir bandaríkjamanna mjög vel heppnaðar og árangurinn góður. Þeir hafa undafarna áratugi aldrei hikað við að fórna ungu fólki, drepa fólk í öðrum löndum og dreifa þar eiturefnum og sprengjum.
Þetta hefur skilað þeim árangri að vopnaframleiðendur geta stungið flerri dollurum í vasann og sagan sannar að það er árangurinn sem þeim finnst skipta máli.
Hörður Þórðarson, 13.7.2012 kl. 18:30
Hvað vildurðu fá í staðinn í Afganistan, Jón minn?
Vildirðu áframhaldandi einræði talibana og al-Qaída-manna?
Þú manst kannski, að margir í forystu talíbana eru frá Saudí-Arabíu.
Þetta var ekki þjóðleg stjórn og virti hvorki menningu né mannréttindi.
Eyðing búddhískra listaverka var meðal illræmdra verka hennar.
Hvað hafði Búddha gert þessum mönnum?
En verra var það með kvenfólkið, sem og skegglausa karla!
Opinberlega fóru fram aftökur á íþróttaleikvangi Khabúl.
Um grimmilega kvennakúgunina vísa ég hér til greinar minnar, Um vanhugsaða gagnrýni á nauðsynlega stríðsaðgerð (Mbl. 24. nóv. 2001), sem á nú að vera opin öllum að lesa á vef Mbl.
Og hvað með það, þó að tugir og hundruð ungra hermanna fjölþjóðahersins (sem er þarna í umboði Sameinuðu þjóðanna) hafi týnt lífi? Vörn frelsisins kostar þetta, eða hefðir þú, vinur minn, viljað, að Afganistan hefði áfram fengið að vera vettvangur öfgamúslima, kennslu- og æfingastöð þeirra fyrir uppvaxandi hryðjuverkamenn, sem síðan hefðu dreift sér um heiminn?
Eflaust heldur eitthvað slíkt áfram þar, en alls ekki í þeim mæli sem áður var, og svo fremi sem talibanar ná ekki til kvenna og ungra stúlkna, fá þær nú að njóta frelsis í meira mæli en nokkru sinni fyrr síðustu áratugina.
En þvílíkt er ofstækið og hin ómennska grimmd talíbana, að þeir reyna hvarvettna að koma í veg fyrir, að stúlkur afli sér menntunar og hafa brennt niður stúlknaskóla og framið á þeim fjöldamorð.
Hugleiddu þetta nú, og vertu ekki að veitast að bandamönnum þessa fólks, Bandaríkjamönnum, sem telja ekki eftir sér kostnaðinn, þótt aðrir geri það.
Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 18:39
Þvímiður er hvert orð rétt í þessum málflutningi hjá þér og grátlegt til þess að hugsa að forráðamenn vesturlanda skuli vera svo skammsýnir gagnvart hugsunarhætti ofstækismúslima. Græðgi og skammsýnn gróði á eftir að verða dýrkeyptur fyri vesturlönd í náinni framtíð og næstu árhundruðin. Líbýa, Túnis, Egyptaland, Sýrland, Líbanon, Afganistan, Pkkistan og fl. lönd eru orðin gróðrastía fyrir hreina glæpamenn og fjöldamorðingja fyrir málstaðinn og þökk veri heimskinjunum í USA. Öryggisráðstafanir englendinga á OL í Londan eiga að vera vís ábending um óheyrileg mistök vestrænna ríkja gagnvart vissu ofstækisfólki. Hér á vesturlöndum vaða terrorristar uppi eftir egin geðþótta, með velþóknun ríkisstjórna, sem ekkert þykjast vita. Öryggisgæslan í lágmarki allsstaðar og engin tekur ábyrgð. Óhugguleg framtíð fyrir okkar afkomendur.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 18:51
Að maður tali nú ekki um stefnu bandaríkjamanna gegn eiturlyfjum, "War on drugs" sem kostar milljarða dollara á ári og helsti árangur af þeirri stefnu eru fjöldamorð í mexíkó.
Mín persónulega skoðun er að leyfa eiturlyf, ekki að ég myndi taka þau en sjáum bara hvernig áfengið var á bannárunum þetta er sama vandamálið.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 19:59
Ég er ekki sammála þér Óskar um að Íranir sendi herskip eitt eða neitt eða séu með hernaðarbrölt meðan klerkastjórnin er við völd í Íran. Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og er ekkert hættulegt hvað það varðar.
Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 21:53
Því miður Jóhanna er Arabíska vorði hrímkaldur vetur. Vissulega voru þarna kyrrstöðustjórnir og full ástæða til að breyta til. En Sharía lög og Múslimska bræðralagið sem leysa kyrrstöðustjórnir af hólmi er ekki vor. Því miður þá var það fyrirsjáanlegt fyrir löngu að það yrðu meiri háttar vandræði í Norður hluta Afríku og öðrum arabaríkjum þar sem meðalaldurinn er um 25 ár. Spurningin var bara hvernig málin mundu þróast og því miður hafa bæði Bandaríkin og Evrópuríkin ekki verið að gera góða hluti gagnvart þessum heimshluta.
Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 21:57
Ég deili ekki þessari hemssýn Hörður og tel að JFK hafi verið myrtur af Leee Harvey Oswald hvort sem einhver tengsl voru þar að baki eða ekki.
Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 21:59
Jón Valur allt er þetta rétt sem þú bendir á og við erum sammála um það. En er það hlutverk NATO og Bandaríkjanna að vandræðast með kvennakúgun í Afganistan og fórna þúsundum evrópskra og bandaríksra unglinga í blóðvöllum í Afganistan. En því miður ágæti nafni minn þá er enn kvennakúgun í Afganistan og þar ganga margar konur enn í Búrkum jafnvel þó við höfum sent þeim Ingibjörgu Sólrúnu sem kúrir þarna í sprengjuheldu byrgi við að gera eitthvað sem ekki er hægt að gera í þessu umhverfi. Jón Valur : Gorbachev stóð frammi fyrir vanda stríðs í Afganistan þegar hann tók við völdum. Hann lét þann hershöfðingja sem hann treysti best svara þeirri spurningu: Er hægt að vinna stríðið í Afganistan. Hershöfðinginn sagði eftir rúmlega ársskoðun: Nei og lýsti því af hverju. Ég tel það sama eigi við í dag. Rússar voru tilbúnir til að gera ýmislegt sem vestrænir herir eru ekki tilbúnir til samt gekk þetta ekki og merkilegt nokk: Frjálslyndasta stjórnin sem barðist mest fyrir frelsi kvenna þ.e. stjórn Najibulla kommúnista var felld nokkrum árum eftir að Sovétríkin gáfust upp eftir að hafa háð grimmúðlega styrjöld við skæruliða sem voru styrktir af Bandaríkjunum og Pakistönsku leyniþjónustunni þar á meðal Osama bin Laden. Bandaríkjamenn eru í erfiðari stöðu en Sovétríkin voru á sínum tíma. Það er kvennakúgun víða í heiminum.
Það væri árangursríkara fyrir BAndaríkin og NATO að berjast gegn þrælasölu í heiminum með árangri en halda áfram að fást við apaketti í Afganistan. Það er áætlað að álíka margir séu þrælar í dag og búa í Afganistan. Áætlað er að í Evrópu séu rúm milljón manna þrælar. Er ekki nærtækara og meira aðkallandi að berjast gegn þeirri mannvonsku og skepnuskap?
Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 22:09
Þakka þér fyrir innleggið Valdimar ég er sammála þér.
Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 22:09
Ég er sammála þér Emil að stefna Bandaríkjanna varðandi eiturlyf er skaðræði. Ég held að Kanada, Sviss og Portúgal hafi fundið skynsamlegri lausn.
Jón Magnússon, 13.7.2012 kl. 22:11
Sælir; á ný !
Jón síðuhafi !
Jú; Evrópusambandið er að koma sér upp, einskonar seli frá NATÓ, eins og okkur öllum, er vel kunnugt.
Burt séð; frá Klerkastjórninni - í fyllingu tímans, koma Íranir sér upp myndarlegri Herstjórn vonandi, Klerka liðið; verður varla eilífðar augnakarlar, yfir hinn merku þjóð, þar eystra.
Sjáum Egyptaland; Herinn þar, heldur Bræðralagi Múhameðstrúar manna, í skefjum enn - og vonandi; sem allra lengst.
Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri - og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 22:23
Sæll Jón,
Ég hef búið í Bandaríkjunum í tæp 13 ár og hef oft velt þessari spurningu fyrir mér. Mér finnst oft að frumhlaupið og æðibunugangurinn sé svo mikill, vanþekkinging á málefnum annarra heimssvæða svo mikil að úr verður endalaus hrærigrautur. Ekki bætir á samkeppni og úlfúð hinna ýmsu stofnana sem sjá um öflun gagna, s.s. CIA, FBI, Homeland Security og hersins. Jafnvel hinar mismunandi leyniþjónustur innan hersins, landhersins, flughersins og flotans, virðast oft lítið samband hafa sín á milli - eða við raunveruleikann. Mér finnst það umhugsunarvert að þessi mjög svo hervædda og hátæknilega þjóð hefur í raun ekki gengið sigursæl frá neinu stríði sem hún tók þátt í síðan 1945!
Ástandið hér er ekki alltaf eins rósrautt og margir halda. T.d. eru talið að um 20% barna innan 18 ára hafi ekki aðgang að mat alla 7 daga vikunnar, þ.e. þau eiga ekki vísa máltíð á hverjum degi (minnir þessar tölur koma frá CDC - Center for Disease Control and prevention). Á meðan eyða Obama og Romney 4 milljörðum dollara í að telja fólki trú um hvor sé betra forsetaefni. Í suðurríkjunum ganga landbúnaðarverkamenn, sem eru flestir ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó og mið Ameríku, kaupum og sölum á dagmörkuðum!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 13.7.2012 kl. 23:55
Ja hérna, hérna. Auðvitað er fyrirsögn og niðurstaða pistils Jóns rétt, en þó virðist mér við lestur þessarar greiningar og meðfylgjandi athugasemda að einungis Hörður og ef til vill Emil skilji og horfist í augu við staðreyndir, á meðan Jón bítur einbeittur á jaxlinn og styður enn og trúir niðurstöðum Warren nefndarinnar! Ég dreg ekki í efa að tungl ganga Armstrongs sé sömuleiðis hafin yfir allan grun í heimsmynd Jóns, líkt og grimmd og mannvonska þjóðverja, araba og auðvitað allra annara en hinna einu sönnu "guðs útvöldu" í augum fálkans, Jóns. Þetta fræ efans í huga pistilhöfundar er þó gulls ígildi og sannarlega lofsvert.
Jónatan Karlsson, 14.7.2012 kl. 00:39
Farðu nú ekki að gerast nein kveif hér, Jón minn Magnússon, vegna þúsunda hermanna sem berjast í Afganistan fyrir frelsið og lausn frá ánauð undir öfgaöflunum. Þetta eru atvinnuhermenn og reiðubúnir að þurfa að fórna lífi sínu. Mannfall þeirra er bara smápartur af fjöldanum sem fórst í einni einustu orrustu í fyrri heimsstyrjöld.
En þeir vita af þessu öfgamennirnir í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, að á valdatíma Clintons var það bert orðið, að fjölmiðlamenn og margar viðkvæmar sálir westra þola ekki að horfa upp á líkkistur sveipaðar bandaríska fánanum, sendar heim frá Sólmalíu eða hvaða landi sem er. En Bandaríkin hefðu aldrei farið í seinni heimsstyrjöldina né í Kóreustríðið, ef ofurviðkvæmar gungur hefðu setið þar að völdum.
Hvort sem konur klæðast búrkum eða engum í Afganistan, hafa þær nú frelsi til skólagöngu þar. Horfðu á aðalatriðin!
Og vertu ekki að mæla sovétleppnum Najibulla né neinum öðrum kommúnistum bót.
Og vel er unnt að berjast gegn mansali og þrælahaldi, þótt áfram sé stutt við lýðkjörin yfirvöld í Afganistan. En þú vilt víst ekki verja stjórnvöld, sem njóta stuðnings Sameinuðu þjóðanna! Hvað ertu yfirhöfuð að skipta þér af þessu? Ekki þarft þú að borga skatt til Bandaríkjanna!
Þótt ég verji hér stefnu þeirra mörgu ríkja, sem eru með friðargæzlulið í Afganistan með blessun SÞ, þá vill reyndar svo til, að ég skrifa líka harkalega gegn mansali og þrælkun, einkum hér á vef Kristinna stjórnmálasamtaka, einkum á efnismöppunni 'Vændi' þar.
Svo horfirðu EKKERT í kostnaðinn, sem hlytist af því að gefa al-Qaída og talibönum Afganistan eftir. Þessir menn stoppa ekki þar, eða hefurðu alveg gleymt öllu sem þú vissir um stefnu þessara manna á eitt khalífadæmi og heimsveldi öfgamúslima? Og veiztu ekki, að þeir svífast einskis?
En að loka augunum - það geturðu, í þetta sinn, væni minn!
Svo þarftu að halda aftur af honum félaga þínum, formanni Neytendasamtakanna, sem er að heimta innflutning á landbúnaðarvörum eða gera mikið úr verðlagi á matvörum hér, en sleppir alveg að tala um hitt, sem er margfalt meira álag á skattgreiðendur og verðbólguhvetjandi: ofurálagninguna á benzín og olíu, sem og ofurtolla á bíla frá Bandaríkjunum og víðar að! Hættið að rýna sífellt í smotteríið, og beinið sjónum að stóru hlutunum! Maður þykist alveg sjá í gegnum það, þegar Esb-hlynntir menn eins og Jóhannes eru að hita upp fyrir "rétta umræðu", en ranga í raun.
Áfram Ísland !
Og blessi þig, Jón minn.
Jón Valur Jensson, 14.7.2012 kl. 02:33
Sæll.
Utanríkisstefna USA er auðvitað ekki gallalaus en hvað áttu þeir að gera annað en vaða inn í Afganistan? Þeir urðu að gera þetta því ef þeir hefðu hikað hefði það verið álitinn veikleiki og því hefðu fylgt fleiri vandamál. Írak var mistök.
Kananum gengur mjög vel með stríðið í Afganistan en svona átök taka mjög langan tíma. Ástæðan fyrir því hve hægt gengur er fyrst og fremst sú að andstæðingarnir hafa aðstöðu í Pakistan og Pakistanar lyfta ekki litla fingri gegn þeim. Ef Pakistanar ynnu fyrir þessum milljörðum dollara sem ausið er í þá árlega væri fyrir löngu búið að pakka þessum sauðum saman. Talíbanar vita að þeir geta ekki unnið og hafa viðurkennt það. Annar angi af vandanum er mikil spilling innan afgönsku stjórnarinnar sem hægir mjög á öllu og veldur því að íbúarnir treysta ekki stjórnvöldum.
Svo er spurning hvort þú þarft ekki að hita upp eitthvað blogg um árásir á Íran - þær eru bara tímaspursmál. Ég ímynda mér að þú sért ekki hlynntur þeim.
@ÓHH: Ég stórefa að Íranir geti sent skip sín svona langa leið eins og þú stingur upp á. Hvað eiga svo herskip Írana að gera þar?
Annars er ég sammála því að Vesturlönd hefðu ekki átt að skipta sér að átökunum í Líbýu og sama á við um Sýrland - það gengur ekki að sumar þjóðir séu að reka nefið ofan í allt.
Helgi (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 00:08
Því miður var lýðræðisþróunin í Íran eyðilögð á sínum tíma Óskar af Bandaríkjunum og Bretum. Harry S. Truman hafði vit á því að styðja lýðræðisþróunina í Íran og stóð með Mossadeq sem þá var forsætisráðherra, en Churchill hamaðist að honum vegna þess að Mossadeq hafnaði því að Bretar arðrændu landið og þegar Eisenhower varð forseti þá var gert valdarán sem skipulagt var úr sendiráði Bandaríkjanna í Teheran og keisarinn kallaður heim frá Írak og lýðræðinu vikið til hliðar. Á þeim tíma var hugmyndafræði Shia múslima mjög í lýðræðisátt en því miður varð breyting á því eins og sjá má í Íran í dag. Þess vegna líkar mér ekki hugmyndin um fallbyssubátana þeirra.
Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 00:54
Þakka þér fyrir innleggið Arnór en þetta er hræðileg lýsing.
Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 00:55
Ég skil þig ekki alveg Jónatan. Ég lít ekki á neina þjóð sem Guðs útvalda. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að Þjóverjar og Arabar séu grimmari eða verri en annað fólk. Þvert á móti.
Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 01:00
Jón Valur þetta hefur ekkert með kveifarskap að gera heldur almenna skynsemi. Bandaríkjamenn eru búnir að stríða í Afganistan lengur en þeir hafa gert í nokkru öðru stríði. Þeir hafa stríðað í Afganistan meir en helmingi lengur en í síðari heimstyrjöld við Þjóðverja og Japani og mun lengur en í Víetnam. Til hvers? Það er bull að staða kvenna sé verulega betri í Afganistan en áður með undantekningu hvað varðar virkið í Kabúl. Kommúnisti eða ekki skiptir ekki máli þegar þú fjallar um staðreyndir í sögunni. Réttindi kvenna hafa aldrei verið meiri en í tíð Najibullah hvort sem okkur líkar betur eða verr nafni minn. Jafnvel þó hann hafi verið kommúnisti. Svo finnst mér rétt að senda þig Obama og aðra sem deila skoðunum ykkar á vígvöllinn í Afganistan í þessu gjörsamlega tilgangslausa stríði. Ég er ekki undanlátsmaður Jón Valur þú þekkir mig of vel til að halda slíku fram. En ég er á móti bulli og vitleysu eins og hernaði NATO og Bandaríkjanna í Afganistan. Ég er líka á móti Guantanamo fangabúðunum af því að þær eru brot á öllu réttarfari og mannréttindum en það hefur ekkert með undanlátssemi að gera. Réttlætið sigrar aldrei á fölskum forsendum Jón Valur.
Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 01:09
Helgi ég er sammála þér að þeír áttu að fara inn í Afganistan og hrekja Al Qaida út og það tók nokkra mánuði síðan áttu þeir að fara. Ég er ekki hlynntur árásum á Íran frekar en önnur ríki. Það kemur ekkert við áliti mínu á klerkastjórninni sem ég tel vera miðaldafyrirbrigði.
Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 01:12
Þótt þetta hafi staðið "lengi" yfir, nafni (þó ekki full 11 ár), þá er nú varla hægt að kalla þetta neitt stríð lengur, þú hlýtur að gera þér grein fyrir því. Þetta er friðargæzla, og þó að talibanar hafi oft verið stórtækir í hryðjuverkum, sem falla frekar undir stórglæpi en stríðsaðgerð, þá er þetta með minnst mannskæðu stríðum og margfalt minna en þegar Sovétmenn lögðu undir sig landið.
Ég skil ekki hvað þú ert að vorkenna Bandaríkjamönnum vegna peningalegs kostnaðar. Ekki væri skárra fyrir þá og þeim mun síður fyrir Evrópumenn að hafa Afganistan sem miðstöð öfgastefnu, hryðjuverkahreiður og alþjóðlegar æfingabúðir al-Qaídamanna - og sannarlega væri það ekki til að efla kvenréttindi þar í landi, þannig að ég held nú hreint út sagt að þessi skrif þín hér um landið, þar sem þú tyllir þér í dómarasætið, hefðu bara mátt missa sig.
En þótt Najibulla hafi haft einhverjar hliðar skárri en aðrar, rétt eins og Saddam Hussein, sem var ekki á móti menntun kvenna, þá nægir það þeim ekki til að komast í dýrlingatölu meðal þjóða sinna. Punktur og basta, vinur!
Jón Valur Jensson, 15.7.2012 kl. 02:13
Sæll Jón .
Ég verð að leiðrétta þann miskilning að mér kæmi til hugar að væna heiðursmann eins og þig um blindar kynþátta öfgar, heldur beindi ég skotinu að nafna þínum "fálkanum", eða auðvitað Jóni Val Jenssyni.
Jónatan Karlsson, 15.7.2012 kl. 10:57
Ég hafði nú ekkert tekið eftir neinum skotum eða driti þessa Jónatans hér á mig, hafði alla vega ekki tekið það til mín, en á ég ekki bara að leyfa honum að híma þarna með sín órökstuddu innlegg, það dæmir bara hann sjálfan að velja fremur upplogin ókvæðisorð heldur en rök, og enginn er ég kynþáttastefnumaður né öfgamaður, þannig að hann getur nú bara átt sitt fnæs sjálfur og það sem hann gerði þarna í buxurnar.
Jón Valur Jensson, 16.7.2012 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.