Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem þakka sér sólskinið

Hafrannsóknarstofnun þakkar sér og tillögum sínum að nú skuli þorskstofnin vera sterkari en undanfarin ár.  Sé það rétt að sterkari þorskstofn sé ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar að þakka, hvernig stendur þá á því að ýsustofnin er í algjörri lægði þrátt fyrir að farið hafi verið að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar með ýsuna undanfarin ár alveg eins og með þroskinn?

Þá er líka spurningin af hverju er þorskafli er nú meiri en áður í Barentshafi? Þar var ekki fylgt ráðgjöf fiskifræðinga heldur var hún gjörsamlega hunsuð og veitt margfalt meira. 

Getur verið að þetta komi kvótakerfi og Hafrannsóknarstofnun ekkert við? 

Hvernig stóð á því að fyrir daga kvótakerfisins meðan stjórnmálamenn tóku mátulegt mark á fiskifræðingum að þá var hægt að veiða 500 þúsund tonn á Íslandsmiðum en aðeins 200 þúsund núna og það telur Hafrannsókarstofnun að sé afreks sem sé þeim að þakka.

Getur verið að náttúrulegar sveiflur í lífríkinu hafi allt með þetta að gera? Ef svo er þá erum við að láta rúmlega 100 milljarða verðmæti synda framhjá okkur á hverju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það kemur ur horðustu att að HAFRO fari að þakka ser aukna fiskgengd nuna þegar þeir hafa hundsað 5 goðæri i þorksi siðan 1992. Ætti að endurskipa stjorn stofnunarinnar þvi þar sitja menn sem ekki eiga erindi i sjavarutveg.

Ólafur Örn Jónsson, 15.7.2012 kl. 02:02

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Fleiri hunduð þúsund tonn synda óveidd í sjónum til að veðin sem gróðapungarnir fá lánin út á haldi verðgildi sínu. Hvað verður þjóðfélagið af miklum tekjum vegna spillingar og einokunar nokkurra gróðapunga á fiskveiðauðlindinni?

Örn Ægir Reynisson, 15.7.2012 kl. 02:13

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sæll Jón

hér er myndin (fyrir neðan) sem hin fræðilegu átök virðast um. 

Lína Beverton Holt gerir ráð fyrir óendanlegu magni af fæðu í hafinu - það er villan.
Fræðikenning Ricker gerir hins vegar ráð fyrir mikilli ynnbyrðis samkeppni um fæðu - þegar fiskistofnar stækka.
Öll gögn Hafrannsóknarstofnunar benda til að kenning Ricker sé  sú vísindlega nálgun sem eigi að fara eftir.
En ICES og Hafró - virðast einblína á fræðikenningu Beverton Holt - og nota þá kenningu m.a til að bakreikna höfuðstóla fiskistofna þegar "uppbygging" fiskistofna mistekst - eins og hefur alltaf gerst með þorskstofninn frá 1983.
Undantekningin nú með stærri þorskinn á Íslandsmiðum - virðist vera vegna stóraukins færðuframboðs hjá stórþorski - Íslensk síld - Norsk-Íslernsk síld og svo Makríll.   Þá er eðlilegt að sá hluti stofnsins stækki - sem fær næga fæðu.
Tjónið árlega í þorskinum er um 200 þúsund tonn og það er ekkert ofreiknað svo er einnig um flesta aðra stofna.  Þier virðast flestir vannýttir
Hvernig á að varast ofveiði?
Ráðið til að varast ofveiði er ekki flókið.  Mæla mánaðarlega vaxtarhraða í öllum fiskistofnum - af lönduðum afla og birga á netinu ekki síðar en 15 bæsta mánaðar eftir mælingarmánuð - sundurliða veiðisvæði og gefa upp holdastuðul - eins og gert er í fiskeldi.
Ef afli fer minnkandi - samfara hækkandi vaxtarhraða og aukins holdastuðuls - þá fyrst er merki um líklega ofveiði - ekki fyrr.  Slíkar aðstæður hafa aldrei skapast svo ég hafi séð - ég hef fylgst með þessum gögnum frá 1988.
Yfirleitt þegar ICES/Hafró segir "ofveiði" eða "ofmat" þá er það bara reiknuð della með vitlausum fraviksmælingum eftir kenningu Beverton Holt en þar hefur fæðuskortur þau áhrif að það reiknast sem "ofveiði" eða "ofmat" þar sem fæðumagn og náttúrulegur dánarstuðull er nánast konstant tala.  einu frávikin sem leyfð eru í módeli Beverton Holt - eru veiðar fiskimanna
Alltaf reiknar Beverton Holt kenningin allt vera fiskimönnum að kenna líka þegar ráðgjafar hafa ofbeitt hafið og fiskistofnar minnka þá úr hor og hækkandi dánarstuðli - vegna vanveiði.   Þetta er það sem virðist hafa gerst endurtekið - aftur og aftur - en engin umræða fæst um kjarna málsins.   Kenning Beverton Holt er ónýt í veiðirágjöf.   Það er kjarni málsins.
Kenning Ricker - gerir einmitt ráð fyrir þrefalt meiri  afla - við  hæfilega stóran hrygningarstofn (veiðistofn?)
Hvað er þá hæfilega stór stofn?
Svar: þegar vaxtarhraði er normal og veiði góð - eins og það var 1950-1970 þegar veið veiddum 400-500 þúsund tonn úr þorskstofninum.
Úþví þorskstofninn afkastaði 400-500 þúsund tonnum þá - og veitt var miklu meira af smáþorski - þá getur hann það sama í dag.   Það er áratuga reynsla fyrir því.
Sparnaðar-veiði-kenning Beverton Holt er vandamálið.  Rétt er þá að geta þess líka - að annar fræðimaður þeirrar kenningar - er Sydney Holt - sem er  sú "sérfræðingur" í að reikna út "ofveiði" á hvölum hjá Alþjóða Hafrannsóknarráðinu.  Þarf nokkuð  að segja um siðgæði vísindamanns sem reiknar úr "ofveiði" á hvölum þegar enginn er að veiða - og mikið af hvölum hefur  verið að drepast úr hungri  í höfunum - en allir "vísindamenn" hér og þar hafa bar kíkirnum fyrir blinda auganu - eins og þegar....
..."jörðin var flöt" skv. "bestu ríkjandi vísindalegu þekkingu" - hjá Spænska rannsóknarréttinum - fyrir....  um 270 árum - ekki satt?
Kjarni málsins er  má ræða þessi mál eðlilega í dag.  Af hverju á ekki að ríkja samkeppni í túlkun um arðsömustu leiðina til að fiskistofnar skili betri afrakstri.   Það er allt á borðinu sem þarf - en "bannað" að ræða málið vegna einokunaraðstöðu ICES/Hafró.
Þorskaflinn í Barentshafi á næsta ári - er talinn fara fyrir 1 milljón tonna.   Ráðgjöf ICES var svona árið 2000-2009 
  

http://kristinnp.blog.is/users/f8/kristinnp/img/_orskur_i_barentshafi.jpg

110 þúsund tonn í ráðgjfö ICES 2000 - og veitt 390 þús. Tn og sv. áfram.....

Árið 2013 verður aflinn yfir ein milljón tonn.

Hvernig á a meðhöndla svona  alvarlega dellu og alvarlegt ofríki vitlaust menntaðra manna sem hefur verið falin EINOKUN á því hvað megi veiða - skv kreddukenningu sem þeir  voru heilaþvegnir með í skóla?

Svar: Hugsanlega eigum við að fá Rússana til að hjálap okkur út úr ógögnunum.   Þeir þora - en aðrir virðast ekki þora að "móðga" einokunarhringinn sem ég líki við Spænska rannsóknarréttin á sínum tíma.  Mismunurinn er bara að fólk er  ekki fangelsað eða hálshöggvið - en það eru settir allt of litlir aflakvótar á sem tekur fjölda fiskimanna  og smærri útgerðir "af lífi"  fjárhagslega" og  þetta eyðileggur sjávarbyggðir  sem menningarsamfélög vegna innbyrðis deilna og átaka - vegna kenninga sem virðast tóm della.

Afsakaðu svona innlegg á góðum Sunnudegi. 

Kristinn Pétursson, 15.7.2012 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það þarf alla vega að endurskoða módelin sem unnið er eftir.

Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 16:29

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég held að ákvörðun um aflamagn byggist ekki á því sem þú ert að vísa til Örn.  Það kæmi öllum til góða að aflamagn yrði aukið.

Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 16:31

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Kristinn.

Jón Magnússon, 15.7.2012 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 78
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 3915
  • Frá upphafi: 2428136

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 3613
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband