16.7.2012 | 23:36
Eyðum endilega um efni fram.
Vinur minn Guðmundur hefur lengi tekið hærri lán til að borga gömlu lánin og standa undir góðum launum og einkaneyslu. Bókarinn hans sagði að þetta væri allt í grængolandi, hann skuldaði of mikið og fyrirtækið væri rekið með tapi. Guðmundur sagðist þá ætla að taka enn meiri lán til að borga gömlu lánin og hækka launin sín. Bókaranum leist ekki á það og benti á að þá yrði hann gjaldþrota innan árs. Guðmundur er ekki sammála bókaranum og sagði að þetta væri eina leiðin út úr efnahagsvandanum sem hann væri í. Hann þyrfti að eyða meiru og auka veltuna, skítt með tapið.
Nú hefur þessi hagfræðikenning Guðmundar vinar míns fengið ágætiseinkun hjá Nóbels hagfræðingnum og vinstri manninum Paul Krugmann sem leggur til að bæði Betar og Frakkar leysi vandamál sín með því að eyða meiru um efni fram í stað þess að spara og draga saman í ríkisrekstrinum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist líka deila þessari hagfræðikenningu Guðmundar vinar míns. Sjóðurinn hefur mestar áhyggjur af því að ríki heims ætli ekki að eyða jafn miklu um efni fram og verið hefur. Sjóðurinn varar m.a. við því að þingið í USA leyfi Obama ekki að taka meiri og hærri lán af því að þá þurfi að koma til niðurskurðar. Einnig eru Evrópuríki vöruð við að spara og skera niður ríkisútgjöld af því að það leiði til samdráttar.
Hagfræði Guðmundar vinar míns hefur greinilega sigrað heiminn. Hvað skyldi þá vera langt í alvöru kreppu?
Vígorð dagsins eru: Sparnaður er synd. / Glötuð er geymd króna / Lán á lán ofan leysa vandann.
Var það virkilega ekki á öðrum forsendum sem velsæld varð til í okkar heimshluta?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 101
- Sl. sólarhring: 273
- Sl. viku: 3938
- Frá upphafi: 2428159
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 3633
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Já og verðbólgur eru til þess að það borgi sig ekki að safna peningum, sem í raun eru geimd vinna. Í verðbólgu er betra að eiða launum sínum áður en maður fær þau.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.7.2012 kl. 07:38
Sparnaður nú er sagður synd.
Svíkur marga krónan geymd.
Lán á lán, hin bjarta mynd
líklega boðar kreppu og eymd.
Sverrir Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 10:14
Sæll Jón, er ekki eitthvað annað en hagsýn hagfræði sem ræður ríkjum nú til dags? það er til dæmis athugavert hvers vegna fyrirtæki og rekstraraðilar hafa fengið gríðarlegar niðurfellingar skulda, ættu ekki slík fyrirtæki sem komin eru í þá stöðu að eiga ekki fyrir skuldum, lögum samkvæmt að fara í gjaldþrot? Verður nokkurntímann heilbrigt efnahagslíf ef farið er í kring um lög og reglur um rekstur með slíkum hætti? Niðurfelling á skuld, er það nokkuð annað en gjöf lánveitanda til skuldara og þarf ekki að greiða skatt af slíkri gjöf?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 10:37
Því miður er velferð og fleira byggt á sandi á vesturlöndum, og skolast burtu fyrr en seinna. Það er ekki hægt að reka hagkerfi heimsins á fölsuðum peningum og svindlviðskiptum, nema í takmarkaðan tíma. Það þarf ekki hagfræðing til að segja okkur svo augljósa staðreynd. Það skilur hvert barn, sem kann að leggja saman 2 og 2 og fá út fjóra.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 12:50
Alveg rétt Hrólfur.
Jón Magnússon, 17.7.2012 kl. 15:02
Þakka þér fyrir þessa frábæru vísu Sverrir.
Jón Magnússon, 17.7.2012 kl. 15:03
Nei ég held ekki Kristján. Það leiðir bara til spillingar í þjóðfélaginu að fjármálafyrirtækin skuli mismuna fólki og fyrirtækjum að geðþótta. Þar fyrir utan þá gerir það útaf við markaðshagkerfið eða öðru nafni kapítalismann þar sem samkeppnin verður þá ekki á eðlilegum forsendum
Jón Magnússon, 17.7.2012 kl. 15:05
Anna Sigríður ég er alveg sammála þér. Vesturlönd og Bandaríkin hafa lifað um efni fram mörg undanfarin ár en það sem verra er að vogunarsjóðirnir og hrægammarnir hafa flutt framleiðslufyrirtækin til landa þar sem alþýðan býr við hálfgerða þrælkun og fjarri því að hafa mannsæmandi laun. Það er til ævarandi skammar fyrir verkalýðshreyfingu Evrópuríkja og Bandaríkjanna að láta hrægammana komast upp með þetta.
Jón Magnússon, 17.7.2012 kl. 15:07
her liggur hundurinn grafin
http://www.youtube.com/watch?v=G9IH-XKQpOI
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 02:40
Sæll félagi,
Fín grein um skuldasfönun vestrænna ríkja og fráleita hagfræði Krugman. Enda fékk hann ekki viðurkenningu sína fyrir þekkingu á þessu sviði.
En mikið þykir mér slá út í fyrir þér þegar þú segir að „vogunarsjóðirnir og hrægammarnir hafa flutt framleiðslufyrirtækin til lands þar sem alþýðan býr við hálfgerða þrælkun o.s.frv.". Eigum við sem sagt a halda þessum þjóðum í enn frekari fátækt og leyfa ekki fyrirtækjum að sækja þangað og bæta þannig lífskjör og framtíðarmöguleika þessa fólks? Verklýðshreyfing Evrópuríkja og Bandaríkjanna gerir nóg samt í að berjast gegn bættum lífskjörum fólks í þriðja heiminum. Eða eigum við að banna þeim og vinna og steyta þeim eingöngu ölmusu úr hnefa eins og vinstrimenn vilja helst hafa þetta?
Kv.
Skafti
Skafti Harðarson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 16:38
Það er nú einmitt málið Helgi.
Jón Magnússon, 19.7.2012 kl. 15:33
Þakka þér fyrir hólið. Þegar þú tryggir eingögnu frelsi fjármagnsins en samþykkir ekki að það séu neinar þjóðfélagslegar skyldur samfara rekstri framleiðslufyrirtækja þá erum við ekki alveg á réttri leið. Ég vil hafa frelsið sem mest á öllum sviðum og sem minnst inngrip ríkisvalds eða hagsmunahópa.
Þegar atvinnufyrirtæki eru starfandi hvort sem er á Akranesi, Aberdeen eða Aachen þá hefur það þjóðfélagslega þýðingu ef stærsti atvinnurekandinn flytur allt til Kína, Indlands eða Indónesíu af því að þar getur hann keypt vinnuna á 1 krónu tímann í stað 2000 krónur. Í sjálfu sér skipti það ekki eins miklu máli ef við hefðum í raun Alþjóðlegt hagkerfi en það höfum við ekki og þetta þýðir einfaldlega að það er verið að taka brauðið frá fólkinu í Evrópu og Ameríku og afleiðingin er milljónatuga atvinnuleysi. Þó eðlilegt sé að miða við þjóðfélagslega ábyrgð vinnuveitanda og fjármagnseigenda þá á það ekki að þýða einhliða rétt verkalýðshreyfingar eða annarra hagsmunaaðila til að koma í veg fyrir hagræðingu ekki frekar en einhliða rétt fjármagnseigandans til að gefa öllu og öllum langt nef þegar viðkomandi vogunarsjóði dettur það í hug.
Það er enginn að leggja til að banna öðrum að bæta lífskjör sín það er ekki það sem málið snýst um heldur að viðhalda afvinnu og lífskjörum á eðlilegum forsendum.
Jón Magnússon, 19.7.2012 kl. 15:46
Hér skilur að himinn og haf í skoðunum. Þú ert hér haldinn þeirri skelfilegu meinloku að hagkerfin sé í raun föst stærð. Aðeins ef svo væri mætti halda því fram að starf flutt frá t.d. Evrópu til Indónesíu „tapist". En hagkerfi vaxa og hafa gert það meðan að frelsis og frjálss markaðar nýtur við. Störf flytjast þangað sem hagkvæmast er að vinna þau. Ekki vildum við halda áfram að framleiða fatnað í Evrópu, eða hvað? Við fáum ódýrari fatnað og höfum þá efni á ýmsu öðru í staðinn, fólk í þriðja heiminum hefur það betra en áður og allir hagnast. Hræðilegt að það skuli vera hægt að krefjast þess að fólk deyi úr sulti í þriðja heiminum svo láglaunastörf geti haldist í Evrópu. Lestu þá ágætu bók, Peningar, græðgi og Guð, og fáðu þar beint í æð annan og betri skilning á hagkerfum og virkni þeirra.
Skafti Harðarson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 18:29
Þetta þurfum við að ræða betur Skafti ég er of þreyttur til þess núna og bíð góða nótt.
Jón Magnússon, 20.7.2012 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.